Hvað næst, - heiðni- og kúgunarvæðing Reykjavíkur?

Ekki vantar stóryrðin og upphrópanirnar vegna fyrirhugaðrar erlendra fjárveitingar til byggingar mosku í Reykjavík, svo sem um "múslimavæðingu Saudi-Reykjavíkur", "múslimaborg" og útbreiðslu kúgunar kvenna og hvers kyns annars ófagnaðaðar á borð við handarhögg og aftökur.

Rökin eru þau að eftir 15 ára drátt á því að afgreiða beiðni múslimasafnaðarins um lóð fyrir mosku megi lesa það úr einstökum trúargreinum múslimatrúar að vegna þessara 1500 manna steðji bein ógn um að láta Sharíalög verða landslögum æðri eða beinlínis að ryðja núverandi lögum okkar burtu. 

Hvað næst?  "Heiðni-, vígamanna- og kúgunarvæðing Reykjavíkur" vegna byggingar hofs Ásatrúarmanna á áberandi stað uppi í brekku nálægt hinni gömlu miðborg Reykjavíkur

Var bygging kaþólsku kirkjunnar á flottasta stað borgarinnar, sem þá var, "kaþólskuvæðing Vatikans-Reykjavíkur" eða jafnvel "Fasista-Reykjavíkur"? (Mussolini hafði gert samkomulag við Páfastól)  

Í heiðni tíðkaðist jú þrælahald og lesa mátti mikla og karllæga hernaðarhyggju vígamanna út ýmsu, eins og til dæmis sæludraumnum um að í dvöl eftir dauðann í Valhöll gætu vígamenn drepið hver annan að vild á hverjum degi og síðan risið upp alheilir hvern morgun eftir það til nýrra daglegra víga og manndrápa.

Jafngildir hof Ásatrúarmanna því að Reykjavík verði skilgreind sem "vígamannaborg"?

Vonandi dettur engum í hug að halda því fram að Ásatrúarmenn ætli sér að snúa nútíma mannúðar-, jafnréttis- og mannúðarlögum okkar upp í það versta, sem hægt sé að lesa úr einstökum atriðum hinnar fornu Ásatrúar. 

Í Ásatrúnni má finna góða siðfræði og lífsspeki sem getur bætt líf og samfélag án nokkurra árekstra við lög og reglur samfélags okkar rétt eins og svipað má segja um önnur trúarbrögð. 

Raunar gengur eitt boðorðanna í Biblíunni út frá því að leyfilegt sé að hafa þræla og ambáttir og á öðrum stað er slegið föstu að samkynhneigt fólk fari í vítiseld sem og syndarar. Í Nýja testamentinu má á einum stað sjá fyrirmæli um það að konur hafi ekki málfrelsi á samkomum.

Lesa má á einstrengingslegan hátt út úr fyrirmælunum "Farið og gerið allar þjóðar að lærisveinum" á svipaðan hátt og gert var í Krossferðunum þar sem þúsundir voru drepnar í þeim ofbeldis- og kúgunaranda, sem sést vel á styttunni af Ólafi "helga" Noregskonungi á Stiklastöðum þar sem hann situr á hesti með Biblíuna í annarri hendi og sverðið í hinni. 

Flestum myndi ekki koma til hugar að túlka fyrrnefnd atriði bókstaflega, heldur hafa í huga að trúarbrögðin voru börn síns tíma þegar þjóðfélagsaðstæður voru allt aðrar en nú.

    

      


mbl.is Sádi Arabar styrkja byggingu mosku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar - sem og aðrir gestir þínir !

Fyrir það fyrsta.

Afnám trúfrelsis hér á landi: á að vera fortakslaust.

Hvaða glæpahreyfingar (sem skýla sér undir smásmygli og í felum) - eins og Wahhabítarnir Saúdí- Arabísku, ÞURFA að finna til raunverulegrar mótstöðu, gegn þessum áformum / og að Ísland sé EKKI eins opið fyrir Kóran þvælunni, eins og : Danmörk / Svíþjóð og Noregur hafa verið, til stórra tjóna einna, fyrir heimamenn þessarra landa.

Múhameðstrú - er viðlíka Heimsvaldastefna / og Kommúnsimi og Nazismi, hafi fram hjá þér, sem vinum þínum farið, Ómar minn.

Konungur Saúdí- Arabíu: og hirð hans öll glottir út í annað, á sama tíma og vinir þeirra:: Boko Haram slátrarnir suður í Nígeríu / sem og ISIL óþverrarnir og aðrir ámóta, brytja niður fólk, sem ekki aðhyllist ósóma falsspámannsins Múhameðs, víðsvegar - fjölfræðingur góður.

Með beztu kveðjum af Suðurlandi - sem oftar og áður /      

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.3.2015 kl. 20:24

2 identicon

Ekki veit ég hvað þú ert að fara Ómar Ragnarsson. Krossferðir og Ólafur "helgi" eru ekki nútíminn!

Þú veist mjög vel hvað er að gerast í Saudi-Arabíu varðandi mannréttindi í dag, en þykist ekkert vita. Saudi-Arabar veita enga fjárstyrki til moskubygginga í kristnum samfélögum án þess að gera kröfur á móti og er það að múslimavæða samfélagið á sem skemmstum tíma.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.3.2015 kl. 20:30

3 identicon

Sælir - á ný !

Ómar !

Vonandi - hefir þú vitsmuni til, að taka mark á varnaðarorðum okkar Valdimars, og annarra þeirra / sem vara vilja fólk við léttúð og kæruleysi,gagnvart þeim Múhameðsku.

Einhver - hinn mesti óhuganaður: sem finnast kann í okkar samtíma / síðan Rauðu Khmerarnir özlu sínar blóðslóðir austur í Kambódíu, 1975 - 1979.

Með sömu kveðjum - sem hinum seinustu / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.3.2015 kl. 20:39

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson og SUS benda á að rangt er að taka hér einn hóp fyrir í þessum efnum og allir vita að sjálfsögðu að ríki fylgjast með öfgahópum.

Hins vegar er einhver að sjálfsögðu ekki öfgamaður vegna þess eins að hann er múslími eða kristinn.

Þorsteinn Briem, 5.3.2015 kl. 20:40

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Þorsteinn Briem, 5.3.2015 kl. 20:41

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. ..."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 5.3.2015 kl. 20:41

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"1. gr. Trúfrelsi.

Rétt eiga menn á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins.

Eigi má þó fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu.

Á sama hátt eiga menn rétt á að stofna félög um hvers konar kenningar og lífsskoðanir, þ.m.t. um trúleysi.

Eigi er skylt að tilkynna stjórnvöldum um stofnun eða starfsemi trúfélaga eða annarra félaga um lífsskoðanir. ..."

Lög nr. 108/1999 um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög

Listi yfir skráð trú- og lífsskoðunarfélög

Þorsteinn Briem, 5.3.2015 kl. 20:42

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tyrkir hafa átt stóran þátt í velgengni Þýskalands og innflytjendur hafa haldið sjávarútveginum gangandi hér á Íslandi.

Turks in Germany

Þorsteinn Briem, 5.3.2015 kl. 20:43

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.1.2015:

"In a 2011 report by the National Counter-Terrorism Center (NCTC) of the US governmment, which said:

"In cases where the religious affiliation of terrorism casualties could be determined, Muslims suffered between 82 and 97% of terrorism-related fatalities over the past five years.""

Are most victims of terrorism Muslim? - BBC News

Þorsteinn Briem, 5.3.2015 kl. 20:45

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The majority of Kurds today are Muslim, belonging to the Shafi school of Sunni Islam."

27.1.2015:

Konur í fararbroddi í sigri hersveita Kúrda á Íslamska ríkinu:

Þorsteinn Briem, 5.3.2015 kl. 20:46

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"In the English-speaking world, Bosniaks are also frequently referred to as Bosnian Muslims."

"The Srebrenica massacre, also known as the Srebrenica genocide, was the July 1995 killing of more than 8,000 Bosniaks, mainly men and boys, in and around the town of Srebrenica during the Bosnian War."

"The Secretary-General of the United Nations described the mass murder as the worst crime on European soil since the Second World War.

A paramilitary unit from Serbia known as the Scorpions, officially part of the Serbian Interior Ministry until 1991, participated in the massacre, along with several hundred Russian volunteers."

Þorsteinn Briem, 5.3.2015 kl. 20:48

13 identicon

Sælir - sem oftar !

Steini Briem !

Til hvers - ertu að þylja réttinda Möntru þína / einn ganginn enn ?

Boko Haram og ISIL drullusokkarnir: myndu hlægja að barnalegum ályktunum þínum - þó sagðar væru þeim til heiðurs og fulltingis, upp í opið geðið á þeim sjálfum.

Eða - hver eru réttindi Kristinna manna t.d./ suður í Nígeríu og Mið- Austurlöndum, í huga þessarra villimanna - sem fylgja viðbjóðslegum kreddum Múhameðs og fylgjara hans, Steini minn ?

Eða Bhúddatrúarmanna - í Thailandi og víðar, þar eystra, gagnvart rumpulýð Mekku kenningarinnar ?

Þarftu ekki - að fara að Jarðtengast til raunveruleikans, Steini Briem ?

Hinar sömu kveðjur - sem fyrri / 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.3.2015 kl. 20:52

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríkjaher í Víetnam:

"Air force captain, Brian Wilson, who carried out bomb-damage assessments in free-fire zones throughout the delta, saw the results firsthand.

"It was the epitome of immorality...One of the times I counted bodies after an air strike—which always ended with two napalm bombs which would just fry everything that was left—I counted sixty-two bodies.

In my report I described them as so many women between fifteen and twenty-five and so many children—usually in the arms of their mothers or very close to them—and so many old people."

When he later read the official tally of dead, he found that it listed them as 130 VC killed."

Turse, Nick (2013). Kill Anything That Moves: The Real American War in Vietnam. New York: Metropolitan Books.

Þorsteinn Briem, 5.3.2015 kl. 21:04

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríkjaher í Írak:

"12. mars 2006 hélt Green að heimili al-Janabi fjölskyldunnar ásamt fleiri hermönnum.

Þar nauðguðu tveir hermenn [14 ára] stúlkunni, Abeer, á meðan Green skaut fjölskyldu hennar til dauða.

Green nauðgaði síðan stúlkunni og skaut hana síðan í höfuðið.

Hermennirnir kveiktu síðan í líki stúlkunnar."

Þorsteinn Briem, 5.3.2015 kl. 21:04

17 identicon

Sælir - sem jafnan !

Greinilega: full þörf á styrkri PEGIDA hreyfingu / jafnt; hér á landi, sem og austan Atlantshafs / sem vestan þess, og víðar um veröldina.

Steini Briem !

Hverjir - nema þú, og nokkrir aðrir hrekklausir, myndu trúa þeirri þvælu, sem þú setur fram í athugasemd nr. 16 t.d. / hér á síðu Ómars fjölfræðings ?

Með sömu kveðjum - sem öðrum og áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.3.2015 kl. 21:28

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Óskar Helgi ferlegt frík,
að fýsnum djöfuls staðinn,
Satans er hann senditík,
syndum ljótum hlaðinn.

Þorsteinn Briem, 5.3.2015 kl. 21:34

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns."

Jón Valur Jensson
, 9.8.2014

Þorsteinn Briem, 5.3.2015 kl. 21:35

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fýsnin drap þar fimmtán þá,
flokkinn kristilega,
allir teknir aftan frá,
og alla líka vega.

Þorsteinn Briem, 5.3.2015 kl. 21:36

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsókn orðin niðurnídd,
næstum er nú horfin,
finnst nú bara í fjórðu vídd,
fjandi niðursorfin.

Þorsteinn Briem, 5.3.2015 kl. 21:41

22 identicon

Komið þið sælir - sem áður !

Steini Briem !

Heldur - er leirburður þinn: mér til handa, til þess að draga úr trúverðugleika þinna lélegu varna, til handa Múhameðs liðinu, ístöðulítill.

Gættu þess: að þessi kléni bjúgverpill þinn, hitti þig ekki sjálfan fyrir, Steini minn.

Og - hvað kemur félagafjöldi: samtakanna hans Jóns Vals Jenssonar þessarri umræðu við, Steini ?

Hinar sömu kveðjur sem fyrri - vitaskuld /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.3.2015 kl. 21:43

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flestir vilja að Jón Gnarr taki við af Ólafi Ragnari Grímssyni

Þorsteinn Briem, 5.3.2015 kl. 21:45

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Capacent Gallup 2.3.2015:

Samfylking 17%,

Píratar 15%,

Björt framtíð 13%,

Vinstri grænir 11%.

Samtals 56% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 37% og þar af Framsóknarflokkur 11%.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 5.3.2015 kl. 21:50

25 identicon

Sæll.

Það er svolítið merkilegt að sjá hvað þú ert illa að þér kæri Ómar. Menn eru stöðugt að vitna í Biblíuna en langflestir sem það gera skilja hvorki haus né sporð í henni.

Rakst nýlega á nokkur áhugaverð myndbönd á youtube.

Eru Biblían og Kóraninn sambærileg rit?

https://www.youtube.com/watch?v=DfJJfUTfxU0

Hvað veistu um FGM og íslam:

https://www.youtube.com/watch?v=HFhkfEobdNs

Er íslam trú friðarins?

https://www.youtube.com/watch?v=7gcUjqmmMjI

https://www.youtube.com/watch?v=2bgDXO6twKc

Hver er staða samkynhneigðra í hinum íslamska heimi:

https://www.youtube.com/watch?v=WrG0kTHkOzU

Hver er staða kvenna innan íslam:

https://www.youtube.com/watch?v=t1AIeGqqATM

Það er snöggtum betra að lesa sér svolítið til áður en menn tjá sig.

Svo er merkilegt hve Steina Briem gengur illa að halda sig við umræðuefnið hér og fer út í skítkast. Afar málefnalegt eða hitt þó.

Helgi (IP-tala skráð) 5.3.2015 kl. 21:57

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Krossferðirnar voru herfarir kaþólskra Evrópumanna á hendur þeim sem þeir töldu heiðingja á seinni hluta miðalda.

Aðallega
voru það múslímar sem urðu fyrir barðinu á krossförunum en einnig heiðnir Slavar, gyðingar, rússneskir og grískir rétttrúnaðarsinnar, Mongólar, Katarar, Hússítar, Valdensar, Prússar og pólitískir andstæðingar páfans.

Krossfarar sóru eið og fengu syndaaflausn fyrir vikið."

Krossferðir

Þorsteinn Briem, 5.3.2015 kl. 22:17

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Bjargvætturin":

Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":


"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."

"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many."

Þorsteinn Briem, 5.3.2015 kl. 22:23

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aldur þegar þau urðu forseti Íslands:

Ólafur Ragnar Grímsson 53 ára,

Vigdís Finnbogadóttir 50 ára,

Kristján Eldjárn 52 ára,

Ásgeir Ásgeirsson 58 ára,

Sveinn Björnsson 63 ára.

Meðalaldur 55 ára.

Jón Gnarr
verður 49 ára á næsta ári, einu ári yngri en Vigdís Finnbogadóttir þegar hún varð forseti Íslands.

Þorsteinn Briem, 5.3.2015 kl. 22:25

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknar vá, gömul og grá,
gröð oft hún lá, sjöllunum hjá,
ástar þar þrá, engin var smá,
Óli kom þá, grísinn upp á.

Þorsteinn Briem, 5.3.2015 kl. 22:28

31 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég efast um að á öðrum bloggsíðum hafi jafnoft verið bloggað af umsjónarmanni hennar um þá miklu kúgun, mannréttindabrot og spillingu sem firrtir valdhafar Sádi-Arabíu stunda til að halda völdum. 

En þjóðir Vesturlanda og raunar alls heimsins þora ekki að anda á þá vegna heljartaka þeirra á efnahagsmálum heimsins, sem þeir hafa í krafti yfirburðastöðu sinna meðal olíuframleiðsluríkja. 

Sádarnir gegndu algeru lykilhlutverki sem hjálparmenn Bandaríkjanna við að knésetja Sovétríkin á sínum tíma með því að stuðla að lækkun olíuverðs og gegna sama hlutverki nú í sama bragði gagnvart Rússum.

Ómar Ragnarsson, 5.3.2015 kl. 23:03

32 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Eftir að hafa horft á konu hálshöggna á torgi í Jeddha 1978,hef ég ógeð á ISLAM.Ég er nokkuð viss um að Ómar Ragnarsson hefði það líka, ef hann hefði horft á atburðinn.Um örlög st. br. hefði ekki þurft að spyrja ef hann hefði alist upp í Saudi-Arabíu.Hans líkum er umsvifalaust komið þar fyrir kattarnef, vegna þess að líferni og hneigðir hans líka samræmist ekki ISLAM.Hryllingur.

Sigurgeir Jónsson, 6.3.2015 kl. 00:01

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki vantar nú að mörlenski teboðsskríllinn með Ólaf Ragnar Grímsson í fararbroddi sé hrifinn af Pútín:

"Pútin er glæsilegur, gáfaður og framúrskarandi þjóðhöfðingi.

Það er okkar þjóðhöfðingi líka, þó hann sé eldri en Pútín."

jóhanna (IP-tala skráð) 8.10.2014 kl. 20:26

Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 00:02

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pútín kallinn segir SÍS,
með sínum hjartans vini,
upp á fór hann Óla grís,
í útreiðar þar skyni.

Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 00:03

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 00:04

36 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ten things that Irish women could not do in 1970s:

1. Keep their jobs in the public service or in a bank once they married

Women who worked in the civil service had to resign from their jobs when they became wives.

2. Sit on a jury

Any Irish citizen who sat on a jury had to be property owners according to the 1927 Juries Act, thus excluding the majority of women.

3. Buy contraceptives

According to the 1935 Criminal Law Amendment Act, the import, sale and distribution of contraceptives was illegal. As a result the majority of women had no access to contraceptives, apart from the Pill which was sometimes prescribed as a "cycle regulator".

4. Drink in a pub

During the 1970s, most bars refused to allow women to enter a pub. Those who allowed women to enter generally did not serve females pints of beer.

5. Collect their Children’s Allowance

 In 1944, the legislation that introduced the payment of child benefits to parents specified they could only be paid to the father.

6. Women were unable to get a barring order against a violent partner

7. Before 1976 they were unable to own their home outright

According to Irish Law, women had no right to share the family home and her husband could sell their property without her consent.

Read More: Irish women speak out in anger over their abortions in Britain

8. Women could not refuse to have sex with their husband

A husband had the right to have sex with his wife and consent was not an issue in the eyes of the law.

9. Choose her official place of residence

Once married, a woman was deemed to have the same "domicile" as her husband.

10. Women could not get the same pay for jobs as men

In March 1970, the average hourly pay for women was five shillings, while that for men was over nine. The majority of women were paid less than male counterparts."

Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 01:28

37 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú 24. Apríl eiga Tyrkir og Armenar miður huggulegt aldarafmæli. Þetta er þjóðarmorð Tyrkja á Armenum þar sem hinir múslimsku Ottómanar drápu og rændu 1.500.000 kristna Armena. Þessi skelfingaratburður varð Hitler innblástur að helförinni og átti hann enda vingott við Ottomanana.

Má vera að Biblían boði sama hrylling og Islam, en í Islam eru ósköpin í fullu gildi en ekki í hinum kristna heimi.

Ekki vera svo mikill múltíkúltúralisti að neita augljósum staðreyndum Ómar. Tortryggni í garð Islam og leiðtoga þeirrar truar er fullkomlega réttlætanleg.

http://www.history.com/topics/armenian-genocide

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2015 kl. 01:31

38 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Right of women to vote was accepted in Switzerland in 1971."

Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 01:31

39 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sjálfur Tamimi sagði í gær að Saudi Arabía væri fasistaríki og vill ekki sja peninga frá þeim, svo það er eitthvað dæmalaust rugl í gangi hérna.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2015 kl. 01:33

42 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fasistar sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.

Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju."

Sem sagt, Sjálfstæðisflokkurinn í hnotskurn.

Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 01:45

43 identicon

Nú eru kommar í öngum sínum. Það er nefnilega komið á daginn, nákvæmlega það sem varað var við, að vinir komanna í Saudí myndu fjármagna mosku til að breiða út Wahabíismann.

Sprenghlægilegir vinstrimenn sem þykjast fulltrúar jafnréttis, lýðræðis og málfrelsis, eru í harðri vörn fyrir hryðjuverkaríki andskotans, sem er þessa dagana að húðstrýkja bloggara með 1000 svipuhöggum, fyrir það eitt að segja skoðun sína. Sennilega verður þessi bloggari líflátinn að pyntingunum loknum.

Íslenskir vinstrimenn eiga sér sálufélaga í morðhundum öfga-íslam.

Hilmar (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 01:50

44 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskir "hægrimenn":

Hampa ríkisreknum fyrirtækjum, til að mynda Landsvirkjun, og vilja enn fleiri, til að mynda ríkisrekna áburðarverksmiðju.

Vilja endilega vinna hjá ríkinu, til að mynda Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Tala sífellt niður til ferðaþjónustunnar hér á Íslandi, enda þótt hún sé í langflestum tilfellum rekin af einkafyrirtækjum.

Tala niðrandi um íslensk þjónustufyrirtæki, enda þótt þau séu flestum tilfellum í einkaeigu.

Halda því fram að andrúmsloftið fari kólnandi, enda þótt jöklar bráðni sífellt meira, eins og dæmin sanna, og hampa mengun.

Vilja halda niðri öllum launum í landinu út í það óendanlega, þannig að kaupmáttur er hér minnstur í Norður-Evrópu og minni en í Suður-Evrópu.

Halda því fram að Evrópusambandið sé vinstri sinnað, enda þótt því sé stjórnað af mið- og hægriflokkum.

Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 01:50

45 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.11.2011:

"The European People's Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu en hann er bandalag hægri- og miðflokka.

Blái liturinn
táknar að mið-hægri ríkisstjórnir fari með völdin í viðkomandi ríki:"


Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 01:51

46 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn telur það væntanlega hægrisinnað að hækka matarskattinn.

Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 01:52

48 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sveinbjörg þar nú skellti á skeið,
skrítnum sauðaflokki,
sat á baki Gústa gleið,
geldum hjálparkokki.

Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 02:00

49 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi Framsóknarflokksins11% og samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.

Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.

Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 02:01

51 identicon

Steini, Jihadi John verður með námskeið fljótlega fyrir ykkur hatursmenn mannréttinda og málfrelsis. Á ekki bara að skella sér?

Hilmar (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 02:06

53 identicon

Steini, getum við ekki verið sammála um að "Jihadi Steini" sé svolítið kauðslegt?
Hvað segir þú um "Strangtrúaði Steini"?

Hilmar (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 02:08

54 identicon

Ertu búinn að kauða þér svört náttföt, Steini minn?

Hilmar (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 02:09

55 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þar kristilega kærleiksblómin spretta kringum hitt og þetta.

Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 02:09

56 identicon

Afsökunin sem trúbræður þínur gætu notað Strangtrúaði Steini, er að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert þig svona.

Ein spurning, hvort finnst þér betra, að félagar þínir hendi hommum niður af háum byggingum, eða grýti þá?

Hilmar (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 02:14

57 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Smjörklípa er hugtak sem Davíð Oddsson kom í umferð og er notað yfir þá aðferð í opinberri umræðu að beina athyglinni frá eigin vandamálum eða athöfnum með því að benda á eitthvað annað bitastæðara.

Hugtakið er rakið til Kastljóssþáttar 3. september 2006 en þar var Davíð Oddsson þáverandi seðlabankastjóri spurður um aðferðir sem hefðu gagnast honum í pólitík.

Hann sagði þá sögu af frænku sinni fyrir vestan sem hafði þann sið að klína smá smjörklípu á heimilisköttinn þegar þörf var á að halda honum uppteknum í smá tíma."

Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 02:16

58 identicon

 Steini, hvort er konan þín í hvítri eða svartri búrku?

Hilmar (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 02:17

59 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Seinni heimsstyrjöldin hófst í Evrópu en breiddist út til annarra heimsálfa og stóð í tæp sex ár."

Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 02:17

60 identicon

Fyrirgefðu Steini, mér varð á í messunni, auðvitað áttu enga kellingu. Samkvæmt heimildum þá verðið þið svona vegna þess að engin kona lítur við ykkur.
Það segir Boris allavega.

Kallast víst brundfyllisgremja.

Hilmar (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 02:18

61 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef Framsóknarflokkurinn vill breyta lögunum er það gert á Alþingi en ekki í borgarstjórn Reykjavíkur.

Og Framsóknarflokkurinn er nú með meirihluta á Alþingi ásamt Sjálfstæðisflokknum.

Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 02:19

62 identicon

Svo segja heimildir, að Jihadi John hafi verið lagður í einelti í æsku.
Nú veit ég ekki hvort það er rétt, en ef svo er, þá getum við sannarlega sagt að einelti drepi.

Hvað segir þú Steini, varðs þú svoan vegna eineltis, eða ertu bara svona venjulegur lúser?

Hilmar (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 02:22

63 Smámynd: Þorsteinn Briem

Landspítalinn er í eigu ríkisins og víða annars staðar hér á Íslandi er óútskýrður munur á launum kynjanna.

Og það er að sjálfsögðu ekki jafnrétti kynjanna, frekar en hjá einhverjum múslímum.

Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 02:22

64 identicon

Erlend fjármögnun? Þetta er ekki hvaða erlenda fjármögnun sem er Ómar! Mér finnst það einfeldingslegt og ég er hissa á þér að þú skulir leiða þá spurningu algerlega hjá þér. Saudi Arabia er trúarríki með miðaldasniði. Við stöðvum norska meðlimi Vítisengla og vísum þeim úr landi í Keflavík. Vítisenglar eru djók miðað við konungsdæmið Saudi Arabiu varðandi mannréttindabrot. Eigum við ekki að bjóða fulltrúa frá Norður Kóreu til að opna útpóst hér til að boða sitt fagnaðarerindi? Saudi Arabía er á engann hátt skárri en Norður Kórea hvað mannréttindi varðar. Á Í slandi ríkir trúfrelsi sem felur m.a. í sér að múslímar geti  byggt mosku hér. Við það er ekkert að athuga. Á sama tíma verðum við að hafa í huga að frá Sádí-Arabíu kemur lang mest af þeirri fjármögnun sem fer í Islamic centers og moskubyggingar á vesturlöndum. Spurning til þín Ómar; Hvaða túlkun á Islam skyldu Sádarnir  vera að prómóta þá? Hófsamt Islam með umbyrðalyndi gagnvart öðrum trúarbrögðum og guðleysingjum? Eins og heima fyrir..? Dauðarefsing liggur við því að skipta um trú eða að gerast guðleysingi í Sádi-Arabíu. Afhöfðun fyrir að ástunda galdra er algeng..o.s.frv. Vesturlandabúar væru fyrir löngu búnir að setja viðskiptabann á Saudi-Arabiu ef ekki væri vegna olíunnar. 

Í fyrsta lagi þá átti aldrei að hleypa þessu kvikindi inn í landið. En fyrst það var gert þá hafði forsetinn ómetanlegt tækifæri til að lýsa yfir áhuga Íslendinga á að reisa kristna kirkju í Saudi Arabíu. Það lét hann sér umhugsunarlaust úr greipum renna. Í það allra allra minnsta þá hefði hann getað hóstað einhverju upp úr sér um mannréttindamál - en ach nein - hann bað bara um bizzniss-díl fyrir íslensk fyrirtæki. Þetta er ófyrirgefanlegt og megi Ólafur Ragnar Grímson eiga ævarandi skömm fyrir tækifærismennskuna og hryggleysingjaháttinn.

Karl Rögnvaldsson (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 13:55

65 Smámynd: Mofi

Fyrir forvitna smá sögu kennsla í Krossferðunum, sjá: https://www.youtube.com/watch?v=C2ee4WzxV4c

Mofi, 6.3.2015 kl. 15:54

66 identicon

Ef Steini Briem væri hommi í Saudi væri hann tekinn af lífi, en fyrir guðs miskunn er hann bara kommi á klakanum.

Betra er kommi en hauslaus hommi.

HH

HH (IP-tala skráð) 7.3.2015 kl. 07:21

67 identicon

Það skal ítrekað, enn og aftur, að fígúran "Steini Briem" er hliðarsjálf Ómars Ragnarssonar - og sannar það hve langt Botníukyrjarinn er leiddur í ruglinu :(

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 7.3.2015 kl. 08:27

68 identicon

Það má nefna að Steini Briem bloggar oft á meðan Ómar er með pottþétta fjarvistarsönnun. Skil ekki í þessu bulli í þér Hilmar.

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.3.2015 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband