6.3.2015 | 01:25
Höfnum við olíunni þeirra?
Ef félag múslima á Íslandi vill ekki taka á móti gjafafé frá Sádi-Arabíu, eins og varaformaður þess hefur sagt, mun þessi söfnuður ganga lengra en nokkur vestræn þjóð hefur gert í því að sniðganga auð og völd þess lykilríkis í efnahagslífi og heimspólitík Vesturveldanna sem Sádi-Arabía er.
Sádarnir hafa áratugum saman verið hornsteinninn í valdastjórnmálum Bandaríkjamanna.
Þeir hafa verið og verða enn um hríð lang öflugasta olíuframleiðsluríkið og þungamiðjan í valdakerfi olíunnar sem stjórnar veröldinni.
Þeir tóku að sér fyrir Vesturveldin að sjá til þess að olíuverð lækkaði á níunda áratugnum með þeim fyrirætluðu afleiðingum að Sovétríkin féllu.
Þeir eru á kafi í sama plotti núna til að koma Pútín og Rússlandi á kné. Í staðinn er ekki snert við þeim.
Þrátt fyrir allt talið um þann bitra sannleika að valdamenn í Sádi-Arabíu eru einhverjir spilltustu og firrtustu alræðisherrar heims í ríki kúgunar og mannréttindabrota, þora þjóðir heims ekki að lyfta litla fingri á móti Sádunum á meðan það hentar peningaöflunum og heimsmarkaðnum.
Meðan gróða- og valdahagsmunirnir eru sameiginlegir eru þeir "góðu gæjarnir" þrátt fyrir allt baktalið.
Eða hefur frést af því að nokkurri þjóð hafi dottið í hug að hafna olíuviðskiptum við þá eða öðrum viðskiptum? Eða að við krefjumst nákvæms upprunavottorðs af eldsneytinu sem við flytjum inn fyrir mest mengandi bílaflota Vestur-Evrópu?
Þiggja ekki gjafir fasistaríkis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Til hamingju Ómar. Þér tókst að gera hið flókna samspil sí-endurteknum efnahagslegum katastrófum komma, stríðinu í Afganistan, frelsisbaráttu einstakra þjóða, sundurlyndi svo fátt eitt sé nefnt sem stuðlaði að falli Sovét, að einnar línu útskýringu um að lágt olíuverð Sáda í samvinnu við Bandaríkin hafi valdið hruninu.
Magnað að þú skulir hafa verið fréttamaður.
Sem eiginlega segir allt um Ríkisútvarpið, sem segja þarf.
Hilmar (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 02:02
Ísland best í heimi! - Saffran og kóríander í Móðuharðindunum - Framsóknarflokkurinn
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 02:08
5.3.2015 (í gær):
Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 02:12
Sveinbjörg þar nú skellti á skeið,
skrítnum sauðaflokki,
sat á baki Gústa gleið,
geldum hjálparkokki.
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 02:14
Fylgi Framsóknarflokksins nú 11% og samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.
Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 02:15
Það þykir ákaflega klént af netverjum að spyrja aðra netverja um hvort þeir hafi tekið lyfin sín. Ég er frekar hipp og kúl netverji, og ég spyr ekki svoleiðis spurninga.
En ég verð samt að spyrja, hefur þú tekið lyfin þín, Steini minn?
Hilmar (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 02:30
Framsókn orðin niðurnídd,
næstum er nú horfin,
finnst nú bara í fjórðu vídd,
fjandi niðursorfin.
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 02:36
Fylgi flokka á landsvísu - Capacent Gallup 2.3.2015:
Samfylking 17%,
Píratar 15%,
Björt framtíð 13%,
Vinstri grænir 11%.
Samtals 56% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 37% og þar af Framsóknarflokkur 11%.
Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 02:38
21.12.2014:
Framsóknarflokkurinn missir um helming fylgis og borgarfulltrúa til Bjartrar framtíðar
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 02:38
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 02:39
Framsóknar vá, gömul og grá,
gröð oft hún lá, sjöllunum hjá,
ástar þar þrá, engin var smá,
Óli kom þá, grísinn upp á.
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 02:41
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 02:42
"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns."
Jón Valur Jensson, 9.8.2014
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 02:44
Fýsnin drap þar fimmtán þá,
flokkinn kristilega,
allir teknir aftan frá,
og alla líka vega.
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 02:45
Aldur þegar þau urðu forseti Íslands:
Ólafur Ragnar Grímsson 53 ára,
Vigdís Finnbogadóttir 50 ára,
Kristján Eldjárn 52 ára,
Ásgeir Ásgeirsson 58 ára,
Sveinn Björnsson 63 ára.
Meðalaldur 55 ára.
Jón Gnarr verður 49 ára á næsta ári, einu ári yngri en Vigdís Finnbogadóttir þegar hún varð forseti Íslands.
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 02:48
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 02:54
Main foreign suppliers of energy to the European Union, 2012:
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 02:55
Production of energy by European Union Member State by type, 2012:
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 02:57
50% of the government revenue of Russia comes from oil and gas.
68% of the total export revenues of Russia in 2013 came from oil and natural gas sales.
33% of these were crude oil exports, mostly to Europe.
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 03:04
"The Ukraine crisis has no doubt fuelled this drop, as both the EU and Russia sought to reduce dependency on each other.
Gas is the main economic link between the two blocs, with the EU importing 27% of its gas needs from Russia, according to Eurogas, a trade group.
And the Ukraine crisis has only raised EU caution over reliability of Russia as a supplier.
At the same time, Moscow has turned towards new potential clients such as China for its gas sales."
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 03:07
14.1.2015:
Natural gas: Turkmenistan faces competition from Russia as largest supplier of China
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 03:11
19.1.2015:
Sádar segjast geta þraukað í að minnsta kosti átta ár þótt olíuverð haldist áfram lágt
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 03:17
19.1.2015:
Iran sees no OPEC shift toward a cut, says oil industry could withstand $25 crude
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 03:18
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 03:19
Steini er greinileg öfgamúslími þegar að bloggi Ómars kemur. Þetta er nú bara hryðjuverk, Steini minn. Það er langt í honum Ómari langlundargeðið.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.3.2015 kl. 09:03
Hugsa þú um þinn gyðingdóm og þínar eigin öfgaskoðanir, Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 09:09
Vilhjálmur er ferlegt frík,
að fýsnum djöfuls staðinn,
Satans er hann senditík,
syndum ljótum hlaðinn.
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 09:12
"Bjargvætturin":
Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":
"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."
"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many."
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 09:16
Sigurður Einarsson kallar Evu Joly ógæfukonu
Glæpamaðurinn Sigurður Einarsson einn af helstu samstarfsmönnum Ólafs Ragnars Grímssonar
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 09:18
Hvar er afnám verðtryggingar?
Hvar er vaxtalækkunin?
Hvar er afnám gjaldeyrishafta?
Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?
Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?
Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?
Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?
Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?
Hvar er þetta og hitt?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 09:21
Pítsan er komin - Myndband
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 09:23
Sosososo, bara ef pillurnar þínar kæmu með pítsunni þinni. Þakka fyrir vísuna. Passa blóðþrýstinginn.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.3.2015 kl. 09:31
Ekki vantar nú að mörlenski teboðsskríllinn með Ólaf Ragnar Grímsson í fararbroddi sé hrifinn af Pútín:
"Pútin er glæsilegur, gáfaður og framúrskarandi þjóðhöfðingi.
Það er okkar þjóðhöfðingi líka, þó hann sé eldri en Pútín."
jóhanna (IP-tala skráð) 8.10.2014 kl. 20:26
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 09:33
Pútín kallinn segir SÍS,
með sínum hjartans vini,
upp á fór hann Óla grís,
í útreiðar þar skyni.
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 09:34
Steini Breim er sníkjudýr
síðan hans Ómars líður,
halda mætti hann væri hýr
eins mikinn og hann ríður.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.3.2015 kl. 09:59
Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik heilsaði réttinum með fasistakveðju
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 10:00
"233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."
Almenn hegningarlög nr. 19/1940
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 10:02
"65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. ..."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 10:03
Gódan dag,
mjög mikilvaegar upplýsingar -> http://en-albafos.blog.cz
albafos (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 10:03
Gódan dag, mjög mikilvaegar upplýsingar -> ♥ en-albafos.blog.cz ♥
albafos (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 10:24
Sovétríkin voru að hruni komin innan frá á níunda áratugnum vegna þess að hið kommúniska kerfi virkaði ekki, heldur var dragbítur á efnahagslíf landsins.
Landið, sem Hitler hafði ásælst sem kornforðabúr Evrópu, gat ekki brauðfætt sig.
Stríðið í Afganistan tók of stóran toll og Rússar drógu her sinn þaðan.
Ronald Reagan ákvað að láta sverfa til stáls í vígbúnaðarkapphlaupinu og það var Sovétríkjunum um megn vegna miklu minni þjóðarframleiðslu.
En þá, rétt eins og nú, var olíuverðið kornið sem fyllti mælinn. Rússland er olíuútflutningsríki en Bandaríkin voru orðin olíukauparíki mestan part á níunda áratugnum.
Ekkert af þessu er einhver uppfinning fréttastofu RUV eins og nafnleyndarmaðurinn og launsátursmaðurinn Hilmar heldur fram, heldur beinharðar og alþjóðlega viðurkenndar staðreyndir, sem komið hafa fram á margvíslegum vettvangi.
Ómar Ragnarsson, 6.3.2015 kl. 10:28
Ef einhver nennir að skrolla niður í gegnum þessar hefðbundnu 30-50 ruslpósta-athugasemdir Steina Briem, langar mig að svara Ómari.
Þú getur ekki lagt að jöfnu alþjóðaviðskipti og sjálfviljuga styrki við trúfélög. Það er bara fáránlegt.
Því miður er það svo að helstu olíuríkin eru í Miðausturlöndum og þannig er stjórnarfarið þar- fyrir utan Ísrael, eina raunverulega lýðræðisríkið þar, þrátt fyrir að það sé yfirleitt Ísrael sem er skotmark hatursummælanna frá vinstri mönnum þegar rætt er um vanda Miðausturlanda - að þegar gera skal viðskipti með olíu, sem Vesturlönd neyðast til, vegna þess að þau geta ekki verið án hennar, stendur valið yfirleitt á milli margra slæmra kosta og það verður að velja þann skársta.
Ég er ekki að segja að Bandaríkin (eða önnur lönd) hafi alltaf valið rétt í þeim efnum. Líklega er eina leiðin til að minnka áhrif glæpastjórna eins og konungafjölskyldnanna í S-Arabíu og víðar, að vinna harðar að því að þróa og styrkja framleiðslu á sjálfbærum umhverfisvænum orkulindum, sólarrafhlöðum, vindrafstöðvum o.s.frv.
Þetta sem ég nefni hér að ofan, gildir hinsvegar ekki um frjáls félagasamtök, sem geta valið hvort þau þiggi fégjafir frá einhverjum og hvort þau vilji að hver sem er geti átt hönk upp í bakið á þeim.
Theódór Norðkvist, 6.3.2015 kl. 16:50
Tek undir fyrstu málsgrein frá Theódór nr.42. Innlegg annarra drukkna í síendurteknum ruslpóstaathugasemdum frá Steina Briem.
Erlingur Alfreð Jónsson, 6.3.2015 kl. 17:56
Hvor er að skrifa núna
Dr Jekyll eða Mr Hyde
hallo (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 18:18
Ómar Sovétríkin áttu aldrei sjens i vígbúnaðarkapphlaupinu ég held að það hafi fyrst og fremst verið út af olíu dollarnum
https://www.youtube.com/watch?v=52DpTsHkd2U
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 7.3.2015 kl. 00:06
Hvort er verið að tala um brennsluolíu iðnaðarins, eða snákaolíu snáksins sem vefur sig utan um vísindalyfjalæknamerkið?
Og hvor olían ætli sé heiminum hættulegri, ef engin opinber raunverulega rétt gagnrýni fær að komast að?
Það verður að taka þessa umræðu.
En óttinn virðist því miður vera allsráðandi hjá þeim sem eitthvað hafa að segja, af einhverju heiðarlegu þekkingarinnar viti, um þessi allra tegunda heims-olíumál.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.3.2015 kl. 00:26
33 athugasemdir (!) af 46, hér að ofan, eftir hliðarsjálf Ómars, Steina Briem.
Meira að segja leirbullið er beint úr smiðju Ómars!
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.3.2015 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.