Spurt er um sannanir fyrir sekt.

Þessa dagana er ekki spyrja sumir ekki um það hvort sannanir séu fyrir því að múslimar á Íslandi stefni að valdatöku hér á landi og beiti nú þegar sömu aðferðum og Ríkis íslams innan sinna raða. Þeir gefa sér það greinilega sem og að múslimar á Íslandi séu samsekir Ríki Íslams án þess að hafa nokkrar sannanir fyrir því og fella dóma sína. 

Þeir spyrja ekki um sannanir fyrir því að söfnuður múslima ætli að þiggja gjöf Sádi-Arabísku valdhafanna til byggingar mosku í Reykjavík, þeir rita um það eins og þegar sé búið að þiggja hana. 

Þessir dómendur taka greinilega ekkert mark á því sem forstöðumaður safnaðarins eða varaformaðurinn segja, þeir gefa sér það að búið sé að taka við gjöfinni þótt Salman Mamimi telji nú þegar það vera sitt álit að ekki eigi að þiggja styrkinn.

Í landi okkar gilda lög um trúfrelsi sem setja takmarkanir á það að því marki, að hegðun hinna trúuðu sé í samræmi við önnur gildandi lög.

Engan hef ég heyrt mæla gegn því að slíkt sé í gildi. Samt eru felldir þungir dómar yfir fólki sem samkvæmt íslenskum lögum telst saklaust nema sekt þess sé sönnuð.  

Enn liggur ekki fyrir neitt um það að meðal múslima á Íslandi séu stundaðir meiri glæpir en meðal annarra landsmanna almennt. 

Samt er daglega breiddur út ótti við þá á þeim forsendum að þeir séu fylgismenn Ríkis Íslams þar sem skelfilegustu hryðjuverk eru notuð til að breiða út ótta og skelfingu.  

Herir múslimaþjóðanna Jórdaníu, Egyptalands, Íraks og Tyrklands hafa herjað á Ríki íslams að undanförnu. Samt hafa sjálfskipaðir íslenskir dómarar kveðið upp úrskurð sinn um sekt allra múslima heims, líka íslenskra, sem og samsekt þeirra Íslendinga, sem vilja, að landslög um trúfrelsi, almenna hegðun og vestrænt réttarfar og mannréttindi séu haldin. 

 

 

 


mbl.is Breiða út ótta og skelfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"1. gr. Trúfrelsi.

Rétt eiga menn á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins.

Eigi má þó fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu.

Á sama hátt eiga menn rétt á að stofna félög um hvers konar kenningar og lífsskoðanir, þ.m.t. um trúleysi.

Eigi er skylt að tilkynna stjórnvöldum um stofnun eða starfsemi trúfélaga eða annarra félaga um lífsskoðanir. ..."

Lög nr. 108/1999 um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög

Listi yfir skráð trú- og lífsskoðunarfélög

Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 10:59

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 11:00

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. ..."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 6.3.2015 kl. 11:02

4 identicon

Trúarbrögð sem boða hugmyndafræði og lífskoðanir sem falla ekki innan þess ramma sem stjórnarskráin setur trúfrelsinu, á skilirðilaust að banna á Íslandi.

Kúun kvenna fellur ekki innan þess ramma sem 65gr. greinir"konur og karlar skulu hljóta jafns réttar í hvíventna"

63gr."þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði, eða alsherjarreglu" (öll önnur lög landsins)

Fjökvæni, barnagiftingar,Sharia-lög, kúun kvenna, umskurður unglingsstúlkna, heiðursmorð, handarmissir fyrir þjófnað, getur seint talist til góðs siðferðis, og vera innan alsherjarreglu.

Þetta eru gjörólíkir menningarheimar, sem eiga enga samleið og munu aldrei gera, og 63-65gr. tekur skýrt á því sem má og ekki má, þess vegna á að banna þessi trúarbrögð á Íslanditongue-out

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 13:47

5 identicon

Músliminn Steini Briem tekur að sjálfsögðu undir bænakall meistara síns.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.3.2015 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband