7.3.2015 | 01:31
Hinn ótakmarkaði máttur blekkinga, áróðurs og trúgirni.
Ég er nógu gamall til að muna eftir átökunum á milli þeirra sem trúðu takmarkalaust á helstu ráðamennn þjóðanna í upphafi Kalda stríðsins, annars vegar á leiðtoga Vesturveldanna og hins vegar á einn mann, Jósef Djugasvili Stalín.
Ég minnist harðra deilna í fjölskyldunni um Stalín á milli foreldra minna annars vegar og afa míns og ömmu hins vegar.
Ég undraðist sem ungur drengur hvernig svona gott fólk, það besta sem ég þekkti og stóð mér svo nærri, gat verið svona ósammála um mann, sem allar líkur bentu til að hefði dauða milljóna manna á samviskunni.
Samt var strax þá hægt að sjá af hverju amma og afi vörðu hann. Þau höfðu alist upp í sárri fátækt með hungurvofuna við dyrnar.
Þegar þau höfðu flust á mölina urðu þau verkalýðssinnar og heitir fylgismenn Jóns Baldvinssonar og Héðins Valdimarssonar.
Við andlát Jóns og klofninginn í Alþýðuflokknum fylgdu þau Héðni inn í Sósíalistaflokkinn og eftir að Héðinn fór úr honum urðu þau innlyksa þar.
Í upphafi Kalda stríðsins gerðist svipað og svo oft áður og svo oft síðan. Fólk skiptist í tvær fylkingar og litirnir voru aðeins tveir: Hvítt og svart.
Skammaryrðið kommi var límt við alla þá sem ekki samþykktu stefnu mið- og hægri flokka í einu og öllu.
Enginn hafði varið Stalín og "Gerska ævintýrið" jafn einarðlega með bóka- og greinaskrifum en Halldór Laxness.
Þegar Stalín dó fyrir réttum 62 árum voru fréttir og skrif í Þjóðviljanum af því tilefni með þvílíku orðalagi, að sjálfur Jesús Kristur hefði verið fullsæmdur af því að fá slík eftirmæli.
Maður nuddar enn augun, þegar blaðið er lesið.
Þó liðu aðeins þrjú ár þangað til Nikita Krústjoff upplýsti um hin ofboðslegu glæpaverk og kúgun Stalíns og Nóbelskáldið sá að sér nokkrum árum síðar.
Eftir situr spurningin: Hvernig var hægt að vera svona blindur á verk Stalíns?
Og hvernig geta enn þeir verið til, 62 árum eftir dauða hans, sem dásama hann sem mikilmenni og góðgjörðamann Rússa og mannkynsins?
Svarið hlýtur að liggja í mætti blekkinga og áróðurs en þó einkum í hinni sterku þörf mannsins til að trúa á eitthvað stórt gersamlega takmarkalaust.
Og einnig því að afsaka sem flest með því að benda á að aðrir hafi verið síst skárri.
Ég man enn rökræðurnar frá 1949 þegar Rússar sprengdu fyrstu kjarnorkusprengjuna.
"Það er geigvænlegt að þessi glæpamaður skuli hafa kjarnorkusprengjuna undir höndum."
"Jæja. Hann hefur enn ekki drepið neinn með henni en hvað drap Truman marga með einu sprengjunum, sem hafa verið notaðar?"
"Það er merkilegt að það sé verið að verja svokallað sæluríki kommúnismans þar sem fólk sveltur fólk heilu hungri í sárustu fátækt."
"Ef þjóðfélagið þarna austur frá er svona ömurlegt, af hverju eru Rússarnir svona óskaplega máttugir að allir eru svona óskaplega hræddir við þá?" Það vantaði ekki að Churchill og Roosevelt þætti Stalín nógu góður til að taka það að mestu leyti á sig að berja Hitler niður."
Enn þann dag í dag sjáum við orðræðu á svipuðu plani þar sem búið er að skipta þjóðinni í tvennt: Annars vegar í "landráðamenn" og hins vegar í "einangrunarsinna".
"Landráðamennirnir" eiga samkvæmt þessari orðræðu enga ósk heitari en að Ísland verði ófullvalda ríki við það að ganga inn í ESB. Samt er ekki útskýrt af hverju núverandi ESB lönd eru þá ekki ófullvalda og búið að reka þau úr Sameinuðu þjóðunum.
"Einangrunarsinnarnir" eiga samkvæmt orðræðunni að vilja að við verðum "Norður-Kórea okkar heimshluta" af því að þeir vilja ekki að við göngum inn í ESB.ö Samt er ekki útskýrt af hverju við erum þá ekki þegar komin í aðstöðu Norður-Kóreu.
Nóbelskáldið kvartaði í frægum sjónvarpsþætti yfir hinni "steingeldu þrasumræðu" Kalda stríðsins, sem hefði verið ómælt böl og valdið miklu tjóni, og spurði, hvort það væri ekki hægt að lyfta þessari umræðu upp á örlítið hærra plan.
Spurning, sem á sennilega jafnmikinn rétt á sér nú eins og þá.
Minntust Stalíns á ártíð hans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Stórríkið":
"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.
Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."
"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."
"Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 01:47
Íslendingar hafa nú þegar fengið alls kyns styrki frá Evrópusambandinu, til að mynda Inga Dóra Sigfúsdóttir, sem var aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra.
21.2.2015:
Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor við Háskólann í Reykjavík fær 300 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 01:51
Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu:
Rúmlega þriðjungi af fjárlögum Evrópusambandsins, um 347 milljörðum evra, var varið til byggðamála á árunum 2007-2013.
Byggðaþróunarsjóður.
Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.
Samstöðusjóður.
Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.
Aðlögunarsjóður.
Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.
Félagsmálasjóður.
Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.
Landbúnaðarsjóður.
Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hins vegar styrki til dreifðra byggða.
Styrkir til sjávarbyggða.
Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:
Aðlögun flotans.
Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.
Veiðistjórnun og öryggismál.
Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla þar að fjölbreyttari atvinnuvegum.
Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 01:53
Byggðastofnun sagði í október 2000 að veikleikar sjávarbyggða á Vestfjörðum væru meðal annars versnandi kvótastaða, afli fluttur óunninn í burtu, erfiðar vegasamgöngur og lágt fasteignaverð.
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 01:55
Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:
"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.
Og okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 01:59
"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.
Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."
Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 02:01
"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."
Schengen-samstarfið
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 02:02
"The European People's Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu en hann er bandalag hægri- og miðflokka.
Blái liturinn táknar að mið-hægri ríkisstjórnir fari með völdin í viðkomandi ríki:"
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 02:04
"Lög og reglugerðir sem gilda um innflutning dýraafurða:
Reglugerð nr. 1043/2011 um eftirlit með heilbrigði eldisdýra og dýraafurðum í viðskiptum innan Evrópska efnahagssvæðisins."
Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein.
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 02:05
8.4.2013:
"Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins kveðst hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og sagði að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði."
"Á fundinum lýsti stækkunarstjórinn yfir að Evrópusambandið væri nú reiðubúið að hefja viðræður við Íslendinga um kaflann um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði á grundvelli samningsafstöðu Íslendinga.
Stækkunarstjórinn sagði að Íslendingum hefði tekist vel að koma sérstöðu sinni á framfæri."
"Í samningsafstöðu Íslendinga eru settar fram skýrar kröfur um að við myndum viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum."
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 02:06
Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.
23.11.2010:
"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.
"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."
"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.
Eignarhlutur Kínverjanna er um 44%, beint og óbeint.
Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 02:08
Lög um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) nr. 47/1993
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 02:09
"Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um frjálsa för fólks, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna."
Reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum, nr. 702/2002
Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein.
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 02:10
"Fasteign merkir í lögum þessum afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt."
Jarðalög nr. 81/2004
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 02:12
"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.
Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 02:13
Ísland er eitt af aðildarríkjum Staðlasamtaka Evrópu (CEN).
"The National Members of CEN are the National Standards Organizations (NSOs) of the European Union countries plus three countries of the European Free Trade Association (EFTA) [Ísland, Noregur og Sviss]."
"The 31 National Members of CEN work together to develop voluntary European Standards (ENs).
These standards have a unique status since they also are national standards in each of its 31 Member countries."
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 02:15
Í Danmörku var minna atvinnuleysi í desember síðastliðnum en hér á Íslandi, 3,9%, en 4,3% hérlendis samkvæmt Hagstofu Íslands og 4,9% í Þýskalandi.
Í Danmörku búa um 5,7 milljónir manna og í Þýskalandi, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, býr um 81 milljón manna.
Hins vegar búa einungis um 326 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Danmörku og Þýskalandi.
Og þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.
19.8.2010:
Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 02:18
"Engir tollar eru lagðir á þær vörur sem fluttar eru á milli landa innan Evrópusambandsins.
Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu tollar á vörur frá Evrópusambandsríkjum felldir niður en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."
"Þannig eru lagðir 30% tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, 20% á sætabrauð og kex, 15% á fatnað og 7,5% á heimilistæki."
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 02:19
Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla einnig allir tollar niður á íslenskum vörum sem seldar eru í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda landbúnaðarvörum eins og lambakjöti og skyri.
Og þar að auki fullunnu lambakjöti.
Einnig öllum íslenskum sjávarafurðum, þannig að fullvinnsla þeirra getur stóraukist hér á Íslandi og skapað þannig meira útflutningsverðmæti og fleiri störf hérlendis.
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 02:20
26.8.2010:
"Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi verði íslenskum og færeyskum skipum bannað að landa þar ferskum fiski.
Andrew Charles, fiskverkandi í Bretlandi, sagði í samtali við BBC að slíkt löndunarbann jafngilti því að loka höfnunum í Grimsby og Hull."
Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi vegna löndunarbanns
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 02:22
Of langan tíma tæki að flytja mjólk frá öðrum Evrópulöndum hingað til Íslands með skipum og of dýrt að flytja mjólkina hingað með flugvélum.
Ostar frá Evrópusambandsríkjunum yrðu hins vegar ódýrari í verslunum hér en þeir eru nú en tollar féllu niður á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda lambakjöti og skyri.
Verð á kjúklingum frá Evrópusambandsríkjunum myndi einnig lækka í íslenskum verslunum en kjúklingar og egg eru hins vegar framleidd hér í verksmiðjum.
Tollar á öllum vörum frá Evrópusambandsríkjunum féllu niður hérlendis, til að mynda 30% tollur á kjúklingum og eggjum, 20% á sætabrauði og kexi, 15% á fatnaði og 7,5% á heimilistækjum.
Þar af leiðandi myndi rekstrarkostnaður íslenskra heimila lækka verulega, einnig heimila íslenskra bænda.
Þar að auki eru dráttarvélar, aðrar búvélar, kjarnfóður, tilbúinn áburður, illgresis- og skordýraeitur, heyrúlluplast og olía seld hingað til Íslands frá Evrópu.
Vextir myndu einnig lækka verulega hérlendis og þar með kostnaður íslenskra bænda, bæði vegna lána sem tekin eru vegna búrekstrarins og íbúðarhúsnæðis.
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 02:25
Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið mun hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu:
Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 02:26
13.1.2015:
Stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands skilar sér ekki - Leiðinlegt segir fjármálaráðherra
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 02:27
"Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að afborganir af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára eru að meðaltali einni milljón króna hærri á ári en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.
Á 20 árum er íslenska lánið ríflega 19 milljónum króna dýrara en það franska."
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 02:28
8.1.2015:
Ríflega þrír fjórðu Grikkja vilja áfram tilheyra evrusvæðinu
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 02:30
Hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft.
Á Írlandi eru hins vegar engin gjaldeyrishöft, enda er evran gjaldmiðill Íra.
Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 02:31
10.10.2011:
"Ný könnun, sem birtist um helgina í írska blaðinu Irish Times, sýnir að Írar telja að Evrópusambandsaðild sé enn mjög mikilvæg fyrir þjóðina.
Bændur eru stærsti hópurinn sem hlynntur er áframhaldandi aðild Íra að Evrópusambandinu, eða 81% þeirra samkvæmt könnuninni.
Samkvæmt skoðanakönnuninni er enn mikið traust á Evrópusambandinu og trúir meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni, eða næstum þrír á móti hverjum einum, að betra sé fyrir Írland að vera innan sambandsins en utan þess."
Írskir bændur mjög hlynntir Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 02:34
Flutt voru út héðan frá Íslandi 1.589 lifandi hross árið 2009, þar af um 90% til Evrópska efnahagssvæðisins.
Og seld voru um 1.500 tonn af íslensku hrossakjöti árið 2012.
Meirihlutinn af því var fluttur út, aðallega til Frakklands, Ítalíu, Sviss og Rússlands.
18.2.2013:
Útflutningur á hrossakjöti þrefaldast
27.6.2012:
Telja að útflutningur á lifandi hrossum muni aukast
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 02:36
"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.
Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 02:37
10.2.2015:
"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.
Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.
Þessi lán eru óverðtryggð."
Verðhjöðnun í Danmörku
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 02:38
Takk fyrir góðan pistil, Ómar.
Wilhelm Emilsson, 7.3.2015 kl. 04:03
Alveg magnað hvernig hægt er að komast hvað eftir annað á listann "Heitar umræður" með athugasemdum frá einum manni.
ls (IP-tala skráð) 7.3.2015 kl. 10:10
Og alveg merkilegt hvað það virðist standa í mörgum að rúlla yfir athugasemdirnar á nokkrum sekúndum ef mönnum líkar ekki við þær.
Ómar Ragnarsson, 7.3.2015 kl. 12:03
Stendur ekkert í mér að rúlla yfir þær (og er ekki margar sekúndur að því), og reyndar er slatti af öðrum sem maður rúllar hratt framhjá líka. Mér dettur ekki hug að ágnúast yfir því (ÓR hefur ritstjórnarvaldið hér), finnst þetta bara dálítið fyndið og hef leyft mér að stríða SB einstaka sinnum.
ls (IP-tala skráð) 7.3.2015 kl. 14:52
Góður pistill Ómar.Merkilegt að þeir sem hafa vondan eða rangan málstað að verja eru oft mun fylgnari sér í málflutningi en andstæðingarnir.Og þeir sem halda að þeir hafi rétt fyrir sér eru miklu fordómafyllri í garð hinna sem kannski höfðu alltaf á réttu að standa.Þess vegna eru skoðanaskipti og hafa verið lýjandi og oft á tíðum mannskemmandi.
Sigurður Ingólfsson, 7.3.2015 kl. 22:16
Þrjátíu (30) "athugasemdir" frá heilaberki Ómars Ragnarssonar, Steina Briem!
Heilaspuni Ómars flýtur hratt framhjá en þetta Ómerkilega áróðursbragð skilar sér inn á Heitar umræður á blogginu.
Ef það er ekki hægt að kaupa sér athygli er bara að stela henni!
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.3.2015 kl. 00:21
Aldeilis frábær pistill Ómar!
Hef reyndar hugmyndir í viðbót við þínar á þessu sem þú spyrð um varðandi blindni fólks á Stalín! hans óhæfuverki á millistríðsárunum voru vel þekkt, en svo voru fjölmiðlar kannski eins víðfeðmir þá og í dag og þar með fólk látið meir um að "geta í eyðurnar" en í dag, ekki gott að segja samt.
En þessi "lenska" að hefja annaðhvort í guðatölu eða niður í ystu myrkur var að mínu mati miklu sterkari meðan við vorum að vaxa úr grasi en í dag, þó vissulega megi sjá slíkt ennþá, í dag er t.d. alveg í lagi að vera á kafi í stéttarfélagsbaráttu en kjósa samt hægri hliðina í pólítíkinni, nokkuð sem var eiginlega útilokað hér áður fyrr og þar með varð allt sem tengdist stéttarfélags baráttu á einn eða annan hátt, Stalín meðtalin að hefjast til skýjanna.
Var sjálfur alinn upp á "rauðu" heimili og notaður í vinnu á kjördag t.d.fyrir Alþýðubandalagið fram að 16 ára aldri, þá voru spurningarnar um allt þetta stórágæti sósialismans, Sovjétríkjanna og ráðamanna þar orðnar svo áleitnar að maður sneri baki við flokkspólítísku hliðinni, en hef haldið réttlætiskenndinni gagnvart þeim sem minna mega sín í samfélaginu.
En gleymi aldrei þegar ég sá nána persónu í minni fjölskyldu skoða mynd af Fidel Castro í blaði, dæsti og sagði með innlifun, "þessi maður er nú bara alveg eins og Jesús" nokkuð sem fékk mig til að undrast enn meir en áður þar sem Jesús eða kristni almennt var nú ekki alveg uppi á pallborðinu hjá ekta kommum!
Við erum og verðum einkennilega samanskrúfuð, en finnum alltaf lausn á því hvar okkar sess í veröldinni er á einn eða annan hátt.
Kristján Hilmarsson, 8.3.2015 kl. 00:57
Magnað hvernig fyrstu 30 greinarnar sína okkur kosti þess að við förum í Efrópusambandið.
Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 8.3.2015 kl. 14:34
ESB umræðan er alls ekki mesta þráheimska íslenskrar umræðu um þessar mundir. Illmennablæti íslenskra sófakomma varð ekki úr sögunni með Stalín. Þeir tóku skrens á nokkrum alþýðlega sinnuðum fjöldamorðingjum þar til þeir fundu múhameð og fylgjendur hans.
Nú eru allir þeir sem efast um ágæti íslams stimplaðir fasistar, nasistar og rasistar með álíka góðum rökum og þeir sem höfðu ekki allt gott að segja um Stalín á sínum tíma.
Grimmdarverk múslima framin fyrir allra augum í nafni íslams og spámannssins langdauða hafa í huga þessa fólks ekkert með íslam að gera en eru öll á einhvern hátt hinum hræðilegu vesturlöndum að kenna.
Þessi aumingjaskapur kristallast í slagorðinu "femínismi gegn fasisma". Íslam er langversti og öflugasti óvinur kvenfrelsis í heiminum og þess vegna er beinlínis grátlegt að sjá herskáar konur sem að mestu berjast fyrir góðum málstað kjósa að sparka í dragúldið hræ fasismans og þora ekki í höfuðóvininn, íslam.
Fasisminn er löngu útdauður en ömurleg íslamsþjónkun er besta ráðið til að særa þann djöfsa fram aftur. Takist það, þá er þess ekki að vænta að íslenskir sófakommar hafi kjark til að mæta honum.
melcior (IP-tala skráð) 9.3.2015 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.