7.3.2015 | 15:01
Enda verður ekki eytt krónu í þau.
Ég bað Ólaf Kr. Guðmundsson, umferðarsérfræðing, að skoða niðurstöðurnar sem sýna að gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar séu hættulegustu gatnamót höfuðborgarsvæðisins.
Eitt af því sem hann veltir upp er, að miðað við þá slysatíðni sem hefur verið á gatnamótunum þremur á Miklubraut, sem ekki eru mislæg, það er mótum Miklubrautar við Grensásveg, Háaleitisbraut og Kringlumýrarbraut, mun 18 manns slasast alvarlega á þeim til ársins 2030.
En fyrir liggur að ekki verði eytt krónu í þessi gatnamót.
Á sínum tíma var Háaleitisbraut norðan Miklubrautar með afar háa og slæma slysatíðni.
Gatan var löguð þannig, að hún var þrengd, settar sveigjur á ökuleiðina og ökumenn eru aðvaraðir með ljósum, sem sýna hraða hjá þeim.
Alvarlegu slysin hurfu.
Nú á víst að eyða 160 milljónum í að þrengja Grensásveg sunnan Miklubrautar. En munurinn á þeirri götu og Háleitisbrautinni hættulegu er sá, að á þessum kafla á Grensásveginum verða engin slys.
Víða í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins má sjá hættuleg gatnamót og vegarkafla þar sem vel er hægt að lagfæra hlutina, svo sem á mótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar.
En þingmenn Reykvíkinga hafa samþykkt að ekki verði varið krónu í slíkt á þessum áratug á sama tíma sem þeir létu það ganga í gegn að eytt verði á annan milljarð króna í gersamlega óþarfan nýjan Álftanesveg.
Spurningin er: Hvað er eiginlega í gangi í umferðarmálum, bæði á vettvangi borgar og ríkis?
Þetta eru hættulegustu gatnamótin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekkert nýtt í þessu Ómar. Í 25 ára gamalli skýrslu kemur það sama fram. Nánast ekkert hefur verið gert til þess að leysa þetta vandamál, þrátt fyrir að í nefndri skýrslu komi fram tillögur til úrbóta. Mig minnir að það hafi verið fyrirtækið Línuhönnun sem gerði skýrsluna fyrir Vegagerðina.
Birgir Þór Bragason, 7.3.2015 kl. 16:06
Þjóðvegir í Reykjavík eru til að mynda Hringbraut, Miklabraut og Kringlumýrarbraut.
Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eru því hluti af þjóðvegakerfinu.
Þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu, október 2009 - Kort á bls. 4
"8. gr. Þjóðvegir.
Þjóðvegir eru þeir vegir sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar, haldið er við af fé ríkisins og upp eru taldir í vegaskrá. ..."
Vegalög. nr. 80/2007
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 16:24
Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands búa hér á Íslandi um 9% fleiri árið 2023 en bjuggu hérlendis 1. janúar 2014.
Og þá bjuggu 13.872 í Garðabæ, samkvæmt Hagstofunni.
Samkvæmt mannfjöldaspánni búa því einungis um 1.250 fleiri í Garðabæ árið 2023.
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 16:43
19.2.2015:
"Nú er verið að skoða þann möguleika að breyta Grensásveginum milli Miklubrautar og Bústaðavegar.
Hugmyndin er að fækka akreinum úr fjórum í tvær og koma fyrir hjólareinum.
Tilurð þessarar hugmyndar má rekja til óska frá íbúum sem kvartað hafa undan hraðri umferð á þessum götubút sem sker skóla- og frístundahverfi."
Þorsteinn Briem, 7.3.2015 kl. 16:54
Hugmyndin að þrengingu Grensásvegar er ekki frá íbúum komin og heldur ekki vegna óska hjólreiðamanna eða annarra. Þetta er alfarið kreddur núverandi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.
Staðreyndin er sú, að það finnst ekki eitt einasta erindi um þessa þrengingu í gögnum borgarinnar. Það eina er spurning sem kom fram á íbúafundi þegar verið var að þröngva sameiningu skóla upp á borgarbúa fyrir 2 árum. Þar kom spurning varðandi það, hvort borgaryfirvöld hefðu eitthvað skoðað hvaða áhrif væri á umferð skólabarna yfir Grensásveg. Svarið var að það hefði ekki verið skoðað.
Þrenging Grensásvegar er búin að vera á teikniborðinu síðan 2012. Þá var fyrirsögnin einungis þrenging götunar og afleiðingin sú, að að gera mætti hjólastíga um leið.
Þessum áformum var síðan stungið undir stól meðan á síðustu sveitarstjórnarkosningum stóð, svona til að það ruggaði ekki bátnum á meðan og væri til umræðu hjá íbúum á svæðinu. Þetta dúkkaði síðan upp aftur þegjandi og hljóðalaust í nóvember síðastliðnum, algjörlega án samráðs við íbúa eða aðra, eins og slökkviliðið vegna aðkomuleiðar að bráðamóttöku Landsspítalans í Fossvogi. Grensásvegurinn er gegnir nefnilega lykilhlutverki í því efni.
Það er enginn vandi að auka aðgengi hjólandi og gangandi á Grensásvegi án þess að eyðileggja götuna, sem er ein sú slysaminnsta og hindrunarlausasta í Reykjavík um þessar mundir. Áhuginn fyrir því er þvi miður enginn hjá núverandi meirihluta, heldur er þetta einungis enn ein aðförin að frelsi borgaranna til að velja sér þann samgöngumáta sem þeir kjósa og eiga rétt á.
Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.3.2015 kl. 18:54
Reykjavíkurborg hefur leigt húsnæði hjá RUV og ætlar að flytja þjónustumiðstöðvar sínar þangað. Ef enginn kemur þangað vegna erfiðrar aðkomu þá þarf færra starfsfólk og Reykjavíkurborg sparar
Grímur (IP-tala skráð) 7.3.2015 kl. 20:56
Hér er svo hægt að sjá hugmyndina af breytingunum:
http://reykjavik.is/frettir/opinn-ibuafundur-um-haaleitisbraut-og-grensasveg
Hörður Agnarsson, 7.3.2015 kl. 22:16
Þrjár athugasemdir af sjö, hér að ofan, eftir hliðarsjálf Ómars - Steina Briem!
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.3.2015 kl. 00:12
Hjólreiðamenn í Reykjavík eru nú þrefalt fleiri en fyrir þremur árum.
Og farþegar strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu voru 30% fleiri árið 2012 en 2009.
Í umferðinni í Reykjavík voru gangandi og hjólandi 21% árið 2011 en 9% árið 2002.
Aðgerðir í loftslagsmálum - Maí 2013
Steini Briem, 7.7.2013
Þorsteinn Briem, 8.3.2015 kl. 04:27
Langflestir Reykvíkingar með bílpróf eiga einkabíl, sama hvort þeir búa í Vesturbænum, Þingholtunum eða Breiðholtinu.
Og sama hvaða stjórnmálaflokk þeir kjósa.
En það er ekki þar með sagt að allir Reykvíkingar þurfi eða vilji fara á einkabíl í vinnuna og geyma bílinn á bílastæði í átta klukkutíma eða lengur á meðan þeir eru í vinnunni.
Þeir sem vinna á Landspítalanum við Hringbraut geta að sjálfsögðu valið að búa uppi í Breiðholti og taka þar strætisvagn í vinnuna eða fara þangað í einkabíl, sem kostar bílastæði í miðbæ Reykjavíkur átta klukkutíma eða lengur, meiri mengun, meira slit á götunum, meiri umferðartafir, fleiri árekstra og meiri innflutning á bensíni.
Nú eru um 18 þúsund nemendur í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík og ef þeir færu allir á einkabíl í skólann, einn í hverjum bíl, þyrfti um 324 þúsund fermetra af bílastæðum nálægt skólunum undir þá bíla eina.
Það eru áttatíu knattspyrnuvellir.
Þorsteinn Briem, 8.3.2015 kl. 04:34
7.10.2011:
"Landspítali-Háskólasjúkrahús er mikilvægur hlekkur í þeim þekkingarklasa sem hefur myndast við Vatnsmýrina.
Nálægð við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, hús Íslenskrar erfðagreiningar og fyrirhugaða Vísindagarða [þar sem nú er verið að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen] styrkir þekkingarmiðju borgarinnar á þessu svæði.
Svæðið liggur við Miklubraut sem er aðalsamgönguæð borgarinnar en liggur einnig vel við öðrum mikilvægum umferðaræðum eins og Hringbraut, Bústaðavegi og Snorrabraut.
Kannanir sýna að helmingur núverandi starfsmanna Landspítala-Háskólasjúkrahúss býr í innan við 14 mínútna hjólafjarlægð í vinnuna og fjórðungur í innan við 14 mínútna göngufjarlægð.
Þar er langtímastaðsetningin farin að móta rétt búsetumynstur, þar sem fólk býr nálægt vinnustað en keyrir ekki borgarenda á milli.
Það eru mikilvæg verðmæti í borgarsamfélaginu sem ber að varðveita.
Og þar að auki vinna á annað hundrað starfsmenn spítalans einnig við kennslu og rannsóknir í Háskóla Íslands."
Þorsteinn Briem, 8.3.2015 kl. 04:36
12.2.2013:
"Gatnakerfið í Reykjavík austan Elliðaáa þekur 51% af landinu.
Byggð svæði þekja einungis 35% og opin svæði 14%."
Ofvaxið gatnakerfi - Þétting byggðar
Þorsteinn Briem, 8.3.2015 kl. 04:38
Í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar er byggðin mun þéttari en austan Elliðaáa en þar eru samt stór opin svæði, Klambratún (Miklatún), Öskjuhlíð, Nauthólsvík, Ægisíða og Hljómskálagarðurinn.
Þar eru einnig einkagarðar við langflest íbúðarhús og í mörgum tilfellum bæði framgarðar og bakgarðar.
Alls áttu 40.295 lögheimili í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar 1. janúar 2013, rúmlega þriðjungur Reykvíkinga, þar af 15.708 í 101 Reykjavík, 16.067 í 105 Reykjavík og 8.520 í 107 Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 8.3.2015 kl. 04:40
"Hlutfallslega flestir svarendur [í Reykjavík] vilja helst búa í vesturhluta borgarinnar, miðbæ og nærliggjandi hverfum, borið saman við núverandi búsetu, samkvæmt könnun á húsnæðis- og búsetuóskum Reykvíkinga árið 2013.
Um helmingur svarenda býst við að flytja og skipta um húsnæði innan fimm ára.
Um 87% reikna með að flytja innan borgarinnar og þar af um helmingur innan sama hverfis.
Af nýbyggingasvæðum er miðbærinn vinsælastur og næst kemur Vatnsmýri."
Þorsteinn Briem, 8.3.2015 kl. 04:42
Nýjar íbúðir Búseta við Einholt og Þverholt:
Yfirlitsmynd
"Varðandi "fréttina" um bílakjallarann, þá verður hann á sínum fyrirhugaða stað með 213-218 stæðum. Íbúðir u.þ.b. 203."
"Kveðja, fulltrúar Einholts/Þverholts verkefnis."
Stakkholt 2A og 2B:
"Sér stæði í bílageymslu fylgir flestum íbúðum í húsi 2-A og öllum íbúðum í húsi 2-B. Sex sameiginleg stæði fyrir fatlaða verða ofanjarðar."
Stakkholt 4A og 4B:
"Sér stæði í bílageymslu fylgir öllum íbúðum og sex sameiginleg stæði fyrir fatlaða verða ofanjarðar."
Þorsteinn Briem, 8.3.2015 kl. 04:45
23.9.2013:
"Þeir sem eiga erindi í miðbæinn virðast síður vilja leggja bílum sínum í bílastæðahúsum miðborgarinnar ef marka má myndir sem ljósmyndari Morgunblaðsins náði síðdegis í gær.
Á meðan bílastæðaplan við Tryggvagötu, nálægt Tollhúsinu, var þéttsetið og bílarnir hringsóluðu um í leit að stæði var aðeins einn bíll inni í bílahúsi Kolaportsins við Kalkofnsveg.
Svo vildi til að það var bíll frá embætti tollstjóra."
"Bílstæðin við Tryggvagötu voru full og mörgum bílum var lagt ólöglega."
Tómt bílastæðahús en troðið bílastæði
Þorsteinn Briem, 8.3.2015 kl. 04:49
11.2.2015:
"Margfalt dýrara er að leggja í bílastæðahúsum í miðborgum höfuðborga annarra landa á Norðurlöndunum en í Reykjavík.
Í Osló er það frá þrisvar og hálfum sinnum til sjö sinnum dýrara en hér, jafnvel þó miðað sé við fyrirhugaða hækkun á gjaldskrá bílastæðahúsa Reykjavíkurborgar."
Margfalt ódýrara að leggja bílum í bílastæðahúsum í Reykjavík en miðborgum annarra Norðurlanda
Þorsteinn Briem, 8.3.2015 kl. 04:51
Slys á gangandi vegfarendum í Reykjavík - September 2007:
"Slysum með alvarlegum meiðslum og banaslysum gangandi vegfarenda hefur fækkað verulega í Reykjavík á undanförnum áratugum."
"Umferðar- og gangbrautarljósum, einnar akreinar hringtorgum, samfelldum girðingum, 30 km hverfum, hraðahindrunum ýmiss konar og mislægum götutengslum hefur fjölgað mjög. Þá hefur stígakerfið lengst mjög og hönnun þess batnað.
Aðgerðir á aðalgatnakerfinu miða að því að aðskilja akandi og gangandi umferð þar sem ökuhraðinn er mestur og fækka þverunarstöðum gangandi vegfarenda annars staðar. Aðgerðir innan hverfa miða hins vegar að því að halda ökuhraða niðri.
Umferðinni er ennfremur stýrt betur nú en áður, meðal annars með hringtorgum og umferðarljósum, og þverunarstaðir gangandi vegfarenda hafa verið gerðir öruggari með gangbrautarljósum, girðingum og miðeyjum."
"Sebragangbrautum var fækkað því þær gáfu falskt öryggi, þar sem ökumenn virtu ekki rétt þeirra."
"Götulýsing hefur víða verið bætt sérstaklega við þverunarstaði óvarinna vegfarenda."
"Aðgerðir innan hverfa miða einkum að því að minnka ökuhraða og innan 30 km hverfa hefur alvarleiki umferðaslysa minnkað verulega."
"Umferðaróhöppum þar sem slys verða á fólki hefur fækkað að meðaltali um 27% og alvarlegum slysum um 62% í 30 km hverfum."
Slys á gangandi vegfarendum í Reykjavík - September 2007
Þorsteinn Briem, 8.3.2015 kl. 04:54
þessi steini briem er einsog krabbameins æxli á bloggi Ómars,,,
alfreð (IP-tala skráð) 8.3.2015 kl. 13:24
Og alveg merkilegt hvað það virðist standa í mörgum að rúlla yfir athugasemdirnar á nokkrum sekúndum ef mönnum líkar ekki við þær.
Ómar Ragnarsson, 7.3.2015
Þorsteinn Briem, 8.3.2015 kl. 13:33
Þessi ,,Þrengslavegarhugmynd'' varðandi Grensásveginn, sem kosta mun borgarbúa tugi milljôna er svo fáranleg að engu tali tekur. Þú ert búinn að sýna rækilega vel fram á það, Ómar.
Eiður (IP-tala skráð) 8.3.2015 kl. 20:08
Það má snúa út úr öllu með prósentum. Pólitíkusar og þeir sem vilja villa um nota það óspart.
Ég skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu fyrir helgina sem sýnir það.
Með prósentum má sýna fram á sprengingu í aukningu hjólreiða úr einum í tvo. Það er 100% aukning. Á sama tíma fjölgar bílaumferð úr 17.200 í 17.500 svo dæmi sé tekið. Það er örlítil prósentuaukning en margföld aukning í magni og fjölda vegfarenda.
Svona framsetning er partur af þeim blekkingaleik sem verið er að leika varðandi Grensásveg og aðrar þær framkvæmdir sem eru á vegum Reykjavíkurborgar. Slysatölur eru ekki síður misnotaðar eins og Ómar sýnri fram á. Ef menn ætla virkilega að bæta umferðaröryggi, þá er Grensásvegarþrengingin ekki þar í forgangi.
Ökuhraða og öðrum aðgerðum til aukins umferaröryggis má auðveldlega ná fram á betri hátt. Reykjavíkurborg er ekki þar í forystu um þessar mundir hvað svo sem vangaveltum Steina Briem um zebrabrautir má segja, en þar er hann á móti restinni af heiminum.
Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.3.2015 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.