8.3.2015 | 20:08
Óvissutímar.
"Tíminn líður hratt á gervihnattaöld" söng Icy-tríóið 1986. Sá hraði varð mikill þremur árum síðar þegar meiri breytingar urðu í Evrópu á árunum 1989-91 en höfðu orðið á næstu 44 árum á undan.
Nú virðist hraðinn vera að aukast á miklu fleiri sviðum en okkur óraði fyrir.
Það þurfti bjartsýnismenn til að koma á byltingu netheima en nú hefur einn þeirra áhyggjur opinberlega af því að sú tækni sé að byrja að éta sjálfa sig upp og eyða sér, þannig að skyndilega kunni heimurinn að vakna upp við það að allt þetta, jafnvel gagnaverin, verði ónýtt.
Hraðinn á nýjungunum í öllum forritunum og byltingarkenndu uppfinningunum gera það, sem var rétt í þann veginn að ryðja sér til rúms, úrelt á methraða.
Það eru til dæmis ekki nema 3-4 ár síðan spólumyndavélar með hd skerputækni voru á hverju strái og það besta og viðráðanlegasta, sem maður get krækt sér í.
Nú eru þær allar orðnar gersamlega úreltar og maður situr uppi með spólusafn, sem aldrei er að vita nema verði ónýtt eftir örfá misseri.
Það eru óvissutímar, sem valda því stundum að maður gerir sér upp skjálfandi rödd gamalmennisins, sem hristir höfuðið og segir: "Þetta var allt saman miklu betra hér í gamla daga."
Ríki íslams á njala.is? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sorgleg er nú sagan öll,
Suðurland er horfið,
Njál og Gunnar tóku tröll,
og týnt er Ísólfs orfið.
Þorsteinn Briem, 8.3.2015 kl. 20:54
Ég sá þetta ekki á síðunni þeirra í gær. Var búið að kippa þessu í lag?
Jón Logi (IP-tala skráð) 9.3.2015 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.