8.3.2015 | 20:42
Gildi Reykjavíkurflugvallar.
Ísland er eyland um 1300 kílómetra frá næstu alþjóðaflugvöllum. Staða landsins er að því leyti gerólík stöðu landanna á meginlöndunum sitt hvorum megin hafsins, þar sem örstutt er oftast á milli stórra flugvalla og margir flugvellir geta þjónað sem varaflugvellir fyrir hvern og einn.
Þetta virðist mönnum ómögulegt að skilja og einnig það að Akureyrarflugvöllur og Egilsstaðaflugvöllur bera í sér landfræðilegar takmarkanir fyrir not sem varaflugvellir vegna langrar vegalengdar til Egilsstaða og hárra fjalla í nágrenni Akureyrarflugvallar.
Hér er átt við það þegar flugvélar á borð við vélar Icelandair ætla að komast frá Keflavík í lélegu skyggni þar.
Keflavíkurflugvöllur er með verra veðurfar en Reykjavíkurflugvöllur vegna þess að í Reykjavík er skjól af Reykjanesfjallgarðinum en Keflavíkurflugvöllur er berskjaldaður fyrir öllum veðrum þarna yst úti á skaganum.
Á flugvöllum er oftast hægt að fara í loftið í slæmum flugskilyrðum en að lenda þar í slæmum skilyrðum.
Því kemur það fyrir af og til að enda þótt Flugleiðaþota komist í loftið, eru flugskilyrðin það léleg að ef hún missir afl á öðrum hreyflinum, getur hún ekki lent þar aftur.
Í slíkum tilfellum er henni bannað að fara í loftið nema hún hafi varaflugvöll með nothæfum skilyrðum og í innan við klukkustundar flugtíma frá upphafsvellinum.
Reykjavíkurflugvöllur er í þessum tilfellum sá eini, sem nothæfur er.
Á öðrum hreyflingum kemst þotan ekki í tæka tíð til Egilsstaða og hún getur heldur ekki komist á öðrum hreyflinum yfir hindranir og inn til hins erfiða aðflugs og fráflugs, sem Akureyrarflugvöllur hefur.
Það, að þurfa að sæta því að að óþörfu sé tekið fyrir möguleika á því að stunda almennilegt flug til og landinu, felst ekki aðeins í því út af fyrir sig að þurfa að aflýsa flugi að óþörfu.
Á bestu flugvöllum erlendis er slegist um aðgang að bestu afgreiðslustöðunum á degi hverju.
Til þess að hægt sé að halda í þá, verður viðkomandi flugfélag að standast lágmarkskröfur um stundvísi, annars verður þeim vikið í burtu.
Þá heyrir maður mótbárur eins og þessa: Ég held að það sé nú lítið mál að fara bara með flugið til Gatwick eða annarra staða.
Jahá, svona lagað er sagt án þess að skoða neitt grundvallaratriði samkeppni, sem er sá akkur sem er er í því að bjóða upp á það sem eftirsóttast er og samkeppnisfært.
Maður heyrir upphrópanir eins og þá að svona lítil þjóð eins og við höfum ekki efni á því að vera með tvo alþjóðaflugvelli í sama landshlutanum.
Þeir, sem þannig tala, virðist fyrirmunað að skilja sérstöðu legu landsins sem eyju langt úti í ballarhafi og skilja gildi flugsamgangna í nútímasamfélagi og gildi þess atvinnuvegar, sem er nú orðinn aðalatvinnuvegur landsmanna.
Lentu ekki í Keflavík vegna veðurs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er stefna Reykjavíkurborgar að flugvöllurinn verði færður af Vatnsmýrarsvæðinu en ekki að leggja flugvöllinn niður.
Þorsteinn Briem, 8.3.2015 kl. 21:00
Samkomulagið sem hin svokallaða Rögnunefnd byggist á:
25.10.2013:
"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.
Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:"
"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."
"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."
Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)
Þorsteinn Briem, 8.3.2015 kl. 21:08
Sæll, Ómar. Sameiginlegur vinur okkar, Jóhannes heitinn Snorrason, hafði mikinn áhuga á því að nothæfur varaflugvöllur yrði við Sauðárkrók. Hann taldi upp ýmis rök m.a. þau, að fjarlægðin frá Keflavík væri innan ásættanlegra marka, en veðurfarið nógu ólíkt. Hef ekki vit á þessu, en á tímabili var stefnt á þetta, en það síðan látið fyrir róða og nú er flugbrautin á Króknum orðin ansi lasleg af viðhaldsleysi.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 8.3.2015 kl. 21:09
Flugvellir eru ekki færðir. Það er hægt að breyta þeim, eða leggja niður og gera nýja.
ls (IP-tala skráð) 8.3.2015 kl. 21:10
Kom svo ekki bara tengill á Rögnunefndina svona rétt á meðan ég sló inn athugasemdina!
ls (IP-tala skráð) 8.3.2015 kl. 21:12
Reykjavíkurflugvöllur á nýjum stað hefur verið færður af Vatnsmýrarsvæðinu en ekki lagður niður.
Rögnunefndin byggist ekki á því að Reykjavíkurflugvöllur verði á nákvæmlega sama stað og hann hefur verið á Vatnsmýrarsvæðinu.
Þorsteinn Briem, 8.3.2015 kl. 21:30
Svona voru vandræðin á Keflavíkurflugvalli í dag þar sem vantar suð-vestur brautina.
http://midborg.blog.is/blog/midborg/
Sturla Snorrason, 8.3.2015 kl. 22:33
Borgaryfirvöld skilja ekki gildi Reykjavíkurflugvallar fyrir þjóðarbúið. Gott dæmi um það var þegar fyrrverandi borgarstjóra, Jóni, voru afhentar nær 70.000 undirskriftir íbúa landsins sem mótmæltu nokkrum breytingum á honum. Jón virtist halda að það væri verið að gefa sér klósettpappír!.
Annars er þetta gífurlega vandamál með 1,4% (já eitt komma fjögur%) af byggingalandi borgarinnar auðleyst: láta flugvöllin vera og fylla upp úti í sjó við strendur borgarinnar. Er mun ódýrari kostur en að loka flugvellinum og byggja annan, augljóst mál.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 8.3.2015 kl. 23:27
Það er augljóst mál að Hólmsheiði verður aldrei nothæft svæði fyrir nógu stóran flugvöll sem varavöll fyrir Keflavíkurflugvöll, hvað þá nothæft flugvallarstæði yfirleitt nema fyrir fisflug, sem er tómstundagaman þar sem veðrið skiptir ekki meginmáli.
Ómar Ragnarsson, 9.3.2015 kl. 06:44
Rangárvellir væru etv. athyglisverður kostur. Gunnarsholt kannski??
Jón Logi (IP-tala skráð) 9.3.2015 kl. 09:06
Til eru fleiri kostir fyrir nýtt flugvallarstæði á höfuðborgarsvæðinu en Hólmsheiði, enda er Rögnunefndin að skoða fleiri kosti.
Það er nefndarinnar að finna út úr því hvaða kostir uppfylla kröfur fyrir nýju flugvallarstæði en ekki einhverra annarra.
Og harla einkennilegt að halda því fram að Reykjavíkurborg skilji ekki gildi Reykjavíkurflugvallar fyrir þjóðarbúið þegar það er ekki stefna borgarinnar að leggja flugvöllinn niður.
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu og því ekki þeirra að gera einhverjar uppfyllingar út í sjó vegna Reykjavíkurflugvallar.
Ríkið á að sjálfsögðu að standa við þá samninga sem það sjálft hefur skrifað undir en þeir sem kalla sjálfa sig flugvallarvini virðast líta gjörsamlega framhjá til að mynda ofangreindu samkomulagi.
Og ekki veit ég til þess að til séu óvinir flugvalla.
Ef menn vilja gagnrýna eitthvað eiga þeir að sjálfsögðu að gera það á réttum forsendum.
Þorsteinn Briem, 9.3.2015 kl. 09:16
16.2.2012:
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur
"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."
Þorsteinn Briem, 9.3.2015 kl. 09:19
Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.
Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.
Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu.
Einnig hvort skógur yrði felldur vegna flugbrautarinnar við austurenda hennar í Öskjuhlíð, sem einnig er útivistarsvæði Reykvíkinga.
Þar að auki er Nauthólsvík við suðurenda norður-suður brautar flugvallarins einnig útivistarsvæði Reykvíkinga.
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:
Þorsteinn Briem, 9.3.2015 kl. 09:21
Undirskriftir varðandi Reykjavíkurflugvöll árið 2013 voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.
Þar að auki voru þessar undirskriftir langt frá því að vera eingöngu undirskriftir Reykvíkinga og undirskriftasafnanir eru ekki kosningar, sem hafa nú þegar farið fram varðandi Reykjavíkurflugvöll.
Og ekki er kosið um nákvæmlega sama mál þar til einhverjir verða ánægðir með niðurstöðuna.
"78. gr. Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.
Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 9.3.2015 kl. 09:23
20.9.2013:
"Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is.
Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri.
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni.
En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23 prósent kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins."
Þorsteinn Briem, 9.3.2015 kl. 09:27
Já Ómar minn.
Ef allir myndu nú skilja það, að við búum á eyju í ballarhafi,
þá væri þetta ekkert í umræðunni með að "flytja" eða "færa"
Reykjavíkurflugvöll.
Einn helsti "aðdáandi" þinn, vill vængstýfa þig, svo þú getir
ekki flogið meira frá Reykjavík.
Hans líkar, munu og hafa aldrei skilið hversu mikilvægur
Reykjavíkur flugvöllur er..!!
Flugöryggi, er bara eitthvað sem skiptir engvu máli.
Höfuðborg Íslands, er greinilega ekki höfuðborg þjóðarinnar.
Ef samgöngur eru ekki á reiðhjólum, göngustígum eða þrengingum
á götum, þá eru það ekki samgöngur.
70.000 undirskriftir, skipta þessu fólki engvu máli.
Þá er bara snúið út úr, og látið af því liggja, að höfuðborgin
sé bara fyrir Reykvíkinga og þjóðinni komi bara ekkert við
hvað þar skeður.
Kannski komin tími til, að við setjumst öll niður og
lepjum latte að sið 101.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 9.3.2015 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.