9.3.2015 | 06:57
Áföllin geta verið lykillinn að hamingjunni.
Auðvitað er það út af fyrir sig ekki eftirsóknarvert að lenda í áföllum og andstreymi í lífinu.
En ef við lítum bara á það tímabil lífsins í frumbernsku, sem við erum að ná völdum yfir því að rísa upp úr gólfinu og læra að ganga upprétt, eru þeir mánuðir hrein áfallasaga.
En samt stendur barnið upp aftur og aftur.
Þessi sannindi eru grunnurinn í svonefndri "meðferð" fíkla, þar sem fyrsta boðorðið er æðruleysibænin, að manni sé gefið æðruleysi til að sætta sig við það sem maður getir ekki ráðið við, takast á við það sem maður ræður við og sigra það, og öðlast vit og reynslu til að greina þarna á milli.
Leitun er að þeim í hópi helstu meistara og snillinga veraldarsögunnar, sem náði langt án þess að bíða ósigur eða verða fyrir áföllum, jafnvel mörgum ósigrum og áföllum.
Meistararnir skera sig oftast úr fyrir það hvernig þeir unnu sig út úr áföllum og ósigrum fyrir sjálfum sér og öðru og öðluðust með því reisn, ást, virðingu og hamingju.
Páll Óskar: Skellurinn blessun í dulargervi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er misjafnlega erfitt fyrir okkur að takast á við erfiðleika í lífinu og sumir falla fyrir eigin hendi.
Ég hef þó mestar áhyggjur af börnum í stríðshrjáðum löndum.
Þorsteinn Briem, 9.3.2015 kl. 08:17
Stelpur geta allt, fleiri stelpur í Gettu betur!
Konur í lykilhlutverki sóknar gegn IS:
Þorsteinn Briem, 12.3.2015 kl. 06:37
22.8.2009:
"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.
Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.
Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).
Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.
Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."
Skuldir heimilanna
Þorsteinn Briem, 12.3.2015 kl. 09:11
19.2.2015:
Meðalheimili hér á Íslandi með 1,1 milljón króna í yfirdráttarlán árið 2014 en 900 þúsund krónur árið 2010 - Greiða af þeim ellefu milljarða króna vexti á ári
Þorsteinn Briem, 12.3.2015 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.