9.3.2015 | 11:48
Ýmislegt bannað hér í raun.
Þegar búið er að þylja síbyljuna "hrein og endurnýjanlega orka" nokkur þúsund sinnum sem alhæfingu um íslenskri orku, er í raun búið að banna að segja neitt annað um hana, þótt það sjáist eða heyrist einu sinni á móti þúsund að gufuaflsvirkjanir á Íslandi séu hvorki með hreina né endurnýjanlega orku.
Á árunum 1998 til 2014 var búið að þylja svo oft upp áhrif Norðlingaölduveitu án þess að minnast á stórfossana þrjá, sem hún myndi þurrka upp, að í raun var búið að banna að nefna fossana, þótt ég gerði það nokkrum sinnum.
Með því að nota eingöngu orðin Norðlingaölduveita, Helmingsvirkjun, Hrafnabjargavirkjun og Búlandsvirkjun er í raun búið að banna að nefna fossana í Þjórsá, Dettifoss og Selfoss í Jökulsá á Fjöllum, Aldeyjarfoss og Hrafnabjargafoss í Skjálfandafljóti og fimm fossa í Skaftá.
Með því að stilla upp virkjanakostum í nýtingarflokk og verndarflokk sem andstæður, er í raun búið að banna að nefna aðra nýtingu í sambandi við fossa og ár en nýtingu til raforkuframleiðslu.
Lax- og silungsveiðar teljast ekki vera nýting og alls ekki má nefna verndarnýtingu á borð við þá sem Gullfoss, Geysir og fleiri náttúruverðmæti bjóða upp á varðandi tekjur af ferðamönnum og unaðsstundirnar, sem alls ekki má nefna, né að þær séu túskildings virði.
Banna loftslagsbreytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
4.3.2015:
Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu 302 milljarðar króna í fyrra - Stærsta útflutningsgreinin
4.3.2015:
1.35 million tourists this year - 45% of all new jobs created since 2010
Þorsteinn Briem, 9.3.2015 kl. 12:01
Hefurðu einhverja hugmynd eða tillögu að því hvað gæti fallið undir hugtökin hrein og endurnýtanleg orka?
Jón Steinar Ragnarsson, 9.3.2015 kl. 12:03
4.3.2015:
Um 139 milljarða króna afgangur af þjónustuútflutningi en 11 milljarða króna halli á vöruskiptum í fyrra, 2014
4.3.2015:
Útflutningstekjur ferðaþjónustunnar hafa tvöfaldast frá 2009 - Verulegur tekjusamdráttur af þjónustu tengdri útflutningi álvera
Þorsteinn Briem, 9.3.2015 kl. 12:04
4.3.2015:
Breski seðlabankinn varar við "kolefnabólu"
Þorsteinn Briem, 9.3.2015 kl. 12:06
Aukin lífsgæði þýða ekki sjálfkrafa meiri mengun, því að sjálfsögðu er hægt að öðlast aukin lífsgæði án aukinnar mengunar í heiminum.
Líf og heilsa og þar af leiðandi sem minnst mengun eru alls staðar í heiminum mestu lífsgæðin.
Og að sjálfsögðu er hægt að auka hagvöxt án aukinnar mengunar.
Þorsteinn Briem, 9.3.2015 kl. 12:08
"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."
Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007
Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD
Þorsteinn Briem, 9.3.2015 kl. 12:09
Þeir sem ekki eru á ferðalögum utan síns heimabæjar ferðast þar flestir nær daglega til og frá skóla og vinnu. Og fólk er yfirleitt ekki á ferðalögum utan síns heimabæjar nema nokkrar vikur á ári.
Langflestir menga því mun meira í sínum heimabæ en utan hans, hvort sem þeir búa hérlendis eða erlendis.
Í hverri rútu og flugvél eru yfirleitt fjölmargir farþegar en í hverjum einkabíl á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi er eingöngu bílstjórinn í fjölmörgum tilfellum.
Ef erlendir ferðamenn kæmu ekki hingað til Íslands myndu þeir ferðast til annarra landa og menga álíka mikið í þeim ferðum.
Og innan við 1% af flugvélaflota Evrópu flýgur með farþega sem hér dvelja.
Þorsteinn Briem, 9.3.2015 kl. 12:11
19.3.2012:
"Stefán Arnórsson, prófessor við jarðfræðideild Háskóla Íslands, segir fullyrðingar sem stjórnmálamenn vilji gjarnan ýta undir um að jarðvarmi sé endurnýjanleg auðlind ekki standast og í raun sé rennt blint í sjóinn með stærð sumra svæða sem til standi að nýta, svo sem á Hellisheiði."
"Í þessu togast á þrennt, pólitík, hagsmunir og fagmennska," segir Stefán og kveður allt faglegt mat segja að auðlindin sé ekki endurnýjanleg."
Þorsteinn Briem, 9.3.2015 kl. 12:17
Heitir það verndarnýting allt traðkið í kringum Gullfoss og Geysi? Að ekki sé talað um rútubílaflotana sem keyra allt stóðið á staðinn og flugvélarnar sem flytja alla hersinguna. Má biðja um aðeins minni verndarnýtingu takk?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.3.2015 kl. 12:36
Lestu nú það sem ég skrifaði hér að ofan, til dæmis í athugasemd nr. 7, Elín Sigurðardóttir.
Þorsteinn Briem, 9.3.2015 kl. 12:40
Útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja voru 238 milljarðar króna árið 2012 og ekki þarf nema örlítið brot af þeirri upphæð til að stækka hér bílastæði, bæta salernisaðstöðu, leggja nýja göngustíga og viðhalda þeim gömlu.
Og íslenska ríkið fær stóran hlut af þeim tekjum sem skatt þessara fyrirtækja.
Þar af leiðandi er engin ástæða til að leggja hér á Íslandi sérstakan skatt á erlenda ferðamenn vegna einhverra göngustíga.
Íslenskir og erlendir ferðamenn geta að sjálfsögðu greitt fyrir afnot af salernum og bæði íslenskir og erlendir ferðamenn nota hér göngustíga.
Og að sjálfsögðu greiða ferðamenn fyrir leiðsögn og gistingu.
Þorsteinn Briem, 9.3.2015 kl. 12:42
"Vinna við landvörslu í sumar minnkar um helming frá því í fyrra vegna lægri fjárframlaga til Umhverfisstofnunar.
Landverðir starfa í íslenskum þjóðgörðum og á náttúruverndarsvæðum á sumrin.
Þeir taka á móti gestum, veita upplýsingar og fræðslu, gæta þess að ákvæði friðlýsingar og náttúruverndarlaga séu virt, hafa eftirlit með umferð og umgengni og sjá um framkvæmdir eins og að leggja göngustíga og halda tjaldsvæðum við."
Vinna við landvörslu minnkar um helming frá því í fyrra vegna minni fjárframlaga
Þorsteinn Briem, 9.3.2015 kl. 12:44
Hér koma í nokkur gullkornin frá hinni margrómuðu gáfnaþjóð USA...
http://www.dumblaws.com/laws/united-states/massachusetts
Hvert einasta fylki upptalið þarna í heimskunni....
Er ekki örugglega til eitthvað svona á Íslandi ? - Það hefur nú ýmislegt safnast upp hér í tímans rás, a.m.k. sem lög frá Alþingi.
Már Elíson, 9.3.2015 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.