Nú er maður hættur að jafna sig. Maður "endurheimtir sig".

Ýmis stutt, góð og þægileg íslensk orð eiga nú undir högg að sækja og gætu verið í útrýmingarhættu með sama áframhaldi. 

Orðin "svona" og "hvernig" þykja ekki lengur nógu fín. Í staðinn fyrir þessi tveggja atkvæða orð er alls staðar þrengt inn fimm atkvæða orðaröðinni "með þessum hætti" og "með hvaða hætti."

Það nýjasta er að sagt er að íslenska hagkerfið hafi "endurheimt sig" eftir Hrunið. Það hlýtur að þýða að hagkerfið hafi glatast eða týnst og hafi nú verið enduheimt. 

En á mannamáli er verið að ræða um að hagkerfið hafi veiklast eða lamast og sé nú búið að jafna sig. 

Ég fékk umgangspest fyrir hálfum mánuði og er nú að jafna mig af henni, - nei, afsakið, ég er að endurheimta mig eftir hana. 

Þegar Joe Frazier sló Muhammad Ali niður með einhverjum svakalegasta vinstri krók sögunnar, tók það Ali undraverðan tíma að standa upp og jafna sig, - nei, afsakið, það tók hann víst fjórar sekúndur að standa upp og endurheimta sig. 

Sögnin að "endurheimta" er tvöfalt lengra en sögnin að "jafna" og þykir sennilega miklu fínna fyrir bragðið. 

 


mbl.is Landsframleiðslan aldrei meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aukin lífsgæði þýða ekki sjálfkrafa meiri mengun, því að sjálfsögðu er hægt að öðlast aukin lífsgæði án aukinnar mengunar í heiminum.

Líf og heilsa og þar af leiðandi sem minnst mengun eru alls staðar í heiminum mestu lífsgæðin.

Og að sjálfsögðu er hægt að auka hagvöxt án aukinnar mengunar.

Þorsteinn Briem, 10.3.2015 kl. 16:35

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007


Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD

Þorsteinn Briem, 10.3.2015 kl. 16:35

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem ekki eru á ferðalögum utan síns heimabæjar ferðast þar flestir nær daglega til og frá skóla og vinnu. Og fólk er yfirleitt ekki á ferðalögum utan síns heimabæjar nema nokkrar vikur á ári.

Langflestir menga því mun meira í sínum heimabæ en utan hans, hvort sem þeir búa hérlendis eða erlendis.


Í hverri rútu og flugvél eru yfirleitt fjölmargir farþegar en í hverjum einkabíl á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi er eingöngu bílstjórinn í fjölmörgum tilfellum.

Ef erlendir ferðamenn kæmu ekki hingað til Íslands myndu þeir ferðast til annarra landa og menga álíka mikið í þeim ferðum.

Og innan við 1% af flugvélaflota Evrópu flýgur með farþega sem hér dvelja.

Þorsteinn Briem, 10.3.2015 kl. 16:37

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar höfum endurheimt,
ætíð kemur aftur,
alltaf sjallar öllu gleymt,
eins og fylliraftur.

Þorsteinn Briem, 10.3.2015 kl. 17:02

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Chart of average age of first pension payment in European countries

Þorsteinn Briem, 10.3.2015 kl. 18:02

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Chart showing average weekly working hours in selected EU countries

Þorsteinn Briem, 10.3.2015 kl. 18:05

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://blog.pressan.is/stefano/files/2013/09/T%C3%ADmakaup-%C3%AD-ESB.jpg

Þorsteinn Briem, 10.3.2015 kl. 18:10

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Danmörku var minna atvinnuleysi í desember síðastliðnum en hér á Íslandi, 3,9%, en 4,3% hérlendis samkvæmt Hagstofu Íslands og 4,9% í Þýskalandi.

Í Danmörku búa um 5,7 milljónir manna og í Þýskalandi, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, býr um 81 milljón manna.

Hins vegar búa einungis um 326 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Danmörku og Þýskalandi.

Og þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.

19.8.2010:

Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis

Þorsteinn Briem, 10.3.2015 kl. 18:13

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

Þorsteinn Briem, 10.3.2015 kl. 18:13

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Verðhjöðnun í Danmörku

Þorsteinn Briem, 10.3.2015 kl. 18:14

14 identicon

Hvernig væri að taka íþróttafréttamenn og þjálfara í gegn fyrir að tala um "varnarlega" og "sóknarlega" séð, í stað þess að segja "í vörn" eða "í sókn"? Hvar er málfarsráðunautur RÚV?
Já, eða verðurfræðingar sem lesa veðurfréttir fyrir sjö á morgnana og tala um "hiti núll stig". Hvað varð um að segja að hiti sé við frostmark?

Björn Matthíasson (IP-tala skráð) 11.3.2015 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband