"Ekki afturköllun umsóknar" segir formaður utanríkisnefndar.

Birgir Ármannsson formaður utanríkisnefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að bréf utanríkisráðherra til ESB jafngildi ekki afturköllun umsóknar. Þess vegna þurfi málið ekki að koma inn á borð utanríkisnefndar eða Alþingis.

Sé þetta rétt, virðist fögnuður margra andstæðinga ESB-umsóknarinnar yfir bréfinu vera byggður á misskilningi. 

Það, að slegið er svona úr og í, svo að enginn viti sitt rjúkandi ráð, er síst til þess fallið að styrkja traust á meðferð utanríkisráðherra á málinu og því engin furða þótt Styrmir Gunnarsson, Jón Magnússon og fleiri andófsmenn gegn inngöngutilburða í ESB, séu óánægðir og telji um að ræða fordæmalaust klúður.  

 


mbl.is Fordæmalaust klúður í ESB-máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Ég skrifa þér á blogginu, því blek er ekki til,

burstir reisi - búið spil!

Og þótt ég tapi, það gerir ekkert til,

því...ég veit eiginlega ekkert hvað ég vil! undecided

Böguburstinn (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 14:04

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ríkisstjórnin er alveg búin á því.

Þvílíka ruglið maður minn lifandi.

Eitthvert mesta rugl íslandssögunnar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.3.2015 kl. 15:13

4 identicon

Nú skrifa ég með bleki, þvi bloggið ekki skil,

bursta legg og ætla allt að klára!

Þó skriftin segi annað, leiðrétta ég vil:

Ég er langtum stærri en tvegggja ára! surprised

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/03/13/umsoknin_ekki_dregin_til_baka/

Burstafurstinn (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 15:58

5 identicon

"Þvílíka ruglið maður minn lifandi." Einmitt, surreal.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 16:10

6 identicon

böguburstafurstinn fær 1. og 2. verðlaun! :)

halldorc (IP-tala skráð) 14.3.2015 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband