13.3.2015 | 18:50
Enn einu sinni "vantar ákvæði í stjórnarskrá."
Í dag hefur komið fram í umræðum og ummælum kunnáttufólks um bréf ársins ef ekki aldarinnar fram að þessu, að það "vanti ákvæði í stjórnarskrá um meðferð utanríkismála, sem séu í stjórnarskrám annarra ríkja".
Enda ekki furða. Stjórnarskráin var í grunninn samin fyrir Dani og Danakóng 1849.
Aftur og aftur kemur það upp í mikilvægum málum, að það "vantar ákvæði í stjórnarskrá."
Í þjóðaratkvæðagreiðslu í október 2011 kom fram yfirgnæfandi vilji kjósenda um það að setja landinu nýja stjórnarskrá, byggða á frumvarpi stjórnlagaráðs.
Meðal ákvæða í því frumvarpi eru ákvæði hliðstæð þeim, sem eru í stjórnarskrám nágrannalandanna en vantar hjá okkur.
En hver er ástæðan fyrir því að Alþingi ætlar að hafa af þjóðinni að fá uppfyllta ósk hennar í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2011.
Bréfið umdeilda sýnir einn angann af því. Með því að koma í veg fyrir lagfæringar, réttarbætur og stjórnarbætur stuðla valdaöflin að því að þau geti beitt valdi sínu af hreinum geðþótta þegar þau telja sig þurfa á því að halda.
Ekki til ávinnings fyrir flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bandaríska stjórnarskráin var skrifuð 1787, og hefur gagnast bandarísku þjóðinni mætavel.
Þetta ræskni sem var samið af Jóhönnuráðinu, af ESB sinnum fyrir ESB sinna, er, og var, ónýtt plagg sem hafði það eina markmið að gera Alþingi kleyft að framselja fullveldi í aðlögunarsamningum að ESB, án þess að spyrja þjóðina.
Og þetta kunnáttufólk þitt, ESB sinnar með ESB agendu, og er þ.a.l. ekkert kunnáttufólk.
Hilmar (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 19:09
"Mit Dieben ist kein Staat zu machen", segjum við á þýsku. Þess vegna, einmitt þess vegna þurfum við á aðstoð að halda, t.d. EU. Unga fólkið mun ekki sætta sig við þá spillingu, lágkúru og græðgi sem einkennir íslenskt samfélag í dag. Þræla myrkrana á milli svo nokkrir sjalladúddar geti grætt og grillað daginn út og daginn inn. Munu ekki sætta sig við að vera lengur undir skíthæl Davíðs Oddssonar, Gunnlaugs Sigmundssonar né þeirra afkomenda. No way!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 19:42
Stjórnarskrá stjórnlagaráðs var hrákasmíði amatöra samin af þekkingarleysi í andrúmslofti múgsefjunar með áherslu á útlit frekar en innihald og málskrúð frekar en notagildi. Raunveruleykafyrring sem ekki hefur sést síðan í Dýrunum í Hálsaskógi og ruslatunnumatur sem fáir aðrir en höfundar geta lesið án flökurleika og best væri að gleymdist alveg.
Vagn (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 20:06
Haukur Kristinsson, engin spilling i ESB, einglar aldarinnar? Á Íslandi sjáum við skítin svo auðveldlega vegna smæðar! Íslendingar eiga sjálfir að þrífa skítin í þjóðfélaginu ef hann er til staðar, ESB hjálpar engum í því hreinsunarstarfi, þeirra markmið eru bara að sækjast í landið og gæði þess, ef einhver verða eftir af öllu græðgisbröllti innfæddra og óhóflegrar orkuöflunar, eins og það sé endalaust! Og verður einhvað eftir að virkja þegar í ESB er komið, verður hann þá endanlega malbikaður klakin upp till allra fjallstopa sem sprænir úr!
Ingolfur (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 21:24
Sæll Ómar.
Þingsályktunartillaga er ekki lög og hefur því
ekkert gildi nema tilkomi vantraust sem er samþykkt.
Þýðingin á 'superseeded' er vafasöm en enski textinn tekur
af allan vafa.
Húsari. (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 22:17
1944. Til hvers?
Halldór Egill Guðnason, 14.3.2015 kl. 00:52
Átti að vera 17. júní 1944. Til hvers?
Halldór Egill Guðnason, 14.3.2015 kl. 00:52
Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.
23.11.2010:
"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.
"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."
"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.
Eignarhlutur Kínverjanna er um 44%, beint og óbeint.
Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."
Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 01:05
Sjálfstæðisdagur okkar Íslendinga er 1. desember en ekki 17. júní.
"Fullveldi - Sjálfstæði gagnvart öðrum ríkjum."
"Fullveldisréttur - Réttur ríkis til að beita löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldi sínu."
(Lögfræðiorðabók með skýringum, Lagastofnun Háskóla Íslands, útg. 2008.)
Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 01:07
Eina raunverulega breytingin sem varð samkvæmt stjórnarskránni 1944 var að þá varð forseti þjóðhöfðingi Íslands í stað konungs.
"75. gr. ... Nú samþykkir Alþingi breytingu á sambandslögum Íslands og Danmerkur og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna á landinu til samþykktar eða synjunar og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg."
"Þó er óheimilt að gera með þessum hætti nokkrar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær sem beinlínis leiðir af sambandsslitunum við Danmörku ..."
Stjórnarskrá Konungsríkisins Íslands með síðari breytingum
Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 01:09
Ísland hefur ekki verið hluti af danska ríkinu frá 1. desember 1918.
Í athugasemdum dönsku nefndarmannanna um Sambandslagasamninginn 1918 segir meðal annars:
"Ísland myndi samkvæmt þessu verða frjálst og sjálfstætt land [...] og þannig eins og Danmörk sérstakt ríki með fullræði yfir öllum málum sínum [...]".
Eins og Ísland var á árunum 1918-1944 er Kanada sjálfstætt konungsríki, þar sem Elísabet Bretadrottning er þjóðhöfðingi beggja ríkjanna.
1. desember 1918 fékk Ísland forræði utanríkismála sinna.
Stefnan í utanríkismálum Íslands var ákveðin af ríkisstjórn Íslands en framkvæmd af dönsku utanríkisþjónustunni í umboði Íslendinga.
Og utanríkismálin heyrðu undir forsætisráðherra Íslands.
Í ágúst 1919 skipuðu Danir fyrsta erlenda sendiherrann á Íslandi, J.E. Bøggild, sem var af íslenskum ættum.
Í ágúst 1920 var fyrsta sendiráð Íslands opnað í Kaupmannahöfn og Sveinn Björnsson, síðar forseti Íslands, var skipaður fyrsti sendiherra Íslands.
Sambandslagasamningurinn 1918:
"7. gr. Danmörk fer með utanríkismál Íslands í umboði þess. [...]"
Og Íslendingar hafa verið íslenskir ríkisborgarar frá 1. desember 1918.
"Um 6. gr. Sjálfstæði landanna hefur í för með sér sjálfstæðan ríkisborgararétt."
Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 01:11
Var spurt um framsal valds í þjóðaratkvæðagreiðslunni (skoðanakönnuninni) margfrægu Ómar?
Þar voru handvaldar og loðnar spurningar sem lítill ágreiningur stóð um en ekkert sem varðaði fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar.
þar var spurning sem skoðanakannanir höfðu ítrekað svarða um óskilgreinda þjóðareign auðlinda.
þar var spurning um hvort ákvæði um þjóðkirkju ætti að vera í stjórnarskrá en ekki hvers eðlis það ætti að vera
og svo mætti lengi upp telja.
Þetta stjórnarskrarmál var skrípaleikur og moldrok frá upphafi til að leyna þeim meginbreytingum sem þurfti að gera til að gera okkur gjaldgeng í sambandið.
Það sannaðist svo á þeim athugasemdum sem ESA gerði við drögin. Þar fundu þeir að helst til mörgum fyrirvörum á framsali valds og þar með féll fyrsta dómínóið í þessari umsókn og stjórnarskrármalið um leið.
Leiðinlegtað nefna snöru í hengds manns húsi, en annaðhvort tókst þú vísvitandi þátt í þessum blekkingaleik eða varst í hlutverki hins nytsama sakleysingja.
Í þessu tiltekna máli skorti ekkert upp á stjórnarskránna. Það hefur þegar marg komið fram.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2015 kl. 01:11
"Stórríkið":
"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.
Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%.
"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."
"Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."
Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 01:14
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:
"Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.
Meirihlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom ekkert fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er ekki viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna, þar sem innri markaðslöggjöfin tekur ekki á eignarhaldi.
Því er ekki um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna."
Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 01:18
"111. gr. Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu.
Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.
Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.
Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.
Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi."
Frumvarp Stjórnlagaráðs
Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 01:21
Lissabon-sáttmálinn:
"50. gr.
1. Sérhvert aðildarríki getur ákveðið að segja sig úr Sambandinu í samræmi við stjórnskipunarreglur sínar. ..."
Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 01:24
Öll aðildarríki Evrópusambandsins þurftu að samþykkja Lissabon-sáttmálann til að sáttmálinn gæti tekið gildi.
"The Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland permitted the state to ratify the Lisbon Treaty of the European Union.
It was effected by the twenty-eighth Amendment of the Constitution (Treaty of Lisbon) Act 2009, which was approved by referendum on 2 October 2009 (sometimes known as the Lisbon II referendum).
The amendment was approved by the Irish electorate by 67.1% to 32.9%, on a turnout of 59%."
Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland
Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 01:25
Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:
"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.
Og ... okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."
Það er nú allt "fullveldið".
Og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 01:28
Her eru apurningarnar sex sem settar voru fram í téðri þjóðaratkvæðagreiðslu:
1.Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?
3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?
4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?
5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?
6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Hér eru svo þau átta grunnatriði sem stjórnlagaþingi var gert að vinna eftir samkvæmt lögum um stjórnæagaþing. (Ekki neiri grasrotarvinna en svo að þetta var fyrirfram pantað af Jóhönnustjórninni)
1.Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar.
2. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra.
3. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins.
4. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds.
5. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan.
6. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga.
7. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála.
8. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlind
sérðu einhvern grundvallarmun á þessum áhersluflokkum? Ef svo er, þá segðu mér endilega hvort það er atriði 7. Í lögunum eða eitthvað allt annað.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2015 kl. 01:31
Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:
1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Já sögðu 67,5%.
2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?
Já sögðu 82,9%.
3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?
Já sögðu 57,1%.
4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?
Já sögðu 78,4%.
5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?
Já sögðu 66,5%.
6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Já sögðu 73,3%.
Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 01:32
Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.
Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.
Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 01:33
13.3.2015 (í gær):
Píratar fengju fjórtán þingmenn en Framsóknarflokkurinn sex - Píratar, Samfylking, Björt framtíð og Vinstri grænir samtals 38
Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 01:34
13.3.2015 (í gær):
Flestir vilja síst hafa Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn
Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 01:35
Hér er svo enn og aftur upphafið að þessu öllu, ef þú hefur ekki skilið það enn. Hrunið varð ekki fyrir bresti í stjórnarskrá. Það eina sem var að henni var að hún leyfði ekki inngöngu í ESB með því framsali sem fylgdi.
http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492
Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2015 kl. 01:36
Um leið og hitnar undir Ómari, kemur Steini Briem eð tugi athugasemda með hlekkjum á misgamlar greinar, sem koma umræðunni ekkert við til að drekkja henni og forða því að nokkur nenni að lesa þráðinn.
mikið held ég að Ómar sé honum þakklátur.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2015 kl. 01:42
Við skulum alveg hafa það á hreinu að þjóðin var ekki á bak við þetta stjórnlagaflipp. Innan við 50% þjóðarinnar tók þátt í að velja í þetta ólöglega ráð og svo voru handvöldu spurningarnar sem voru lagðar fram í skoðanakönnuninni mjög léttvægar. Aðalbreytingin sem skipti quislingana í SF öllu máli var grein 111 og auðvitað fékk enginn að hafa neitt um það að segja í skoðanakönnuninni.
Ómar ég verð að hryggja þig með því að segja þið í þessu ráði voruð höfð að fíflum og voruð í raun ekkert annað en nytsamir sakleysingjar í föðurlandssvikum Samfylkingar. Ég vona það allavega Ómar því ég get ekki trúað því upp á þig að þú hafir vitað alla málavexti og samt tekið þátt í þessu.
wilfred (IP-tala skráð) 14.3.2015 kl. 09:37
"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."
Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.
Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010
Já sögðu 48 og enginn sagði nei
Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 10:21
Hverjir eru meða þessar langlokur 'omar Steini eða= Dr. Jekyll and Mr. Hyde
halo (IP-tala skráð) 14.3.2015 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.