14.3.2015 | 01:47
Hvítur með tónlist svartra.
Þegar Elvis Presley og rokkið ruddu sér til rúms með ógnarhraða og afli á miðjum sjötta áratug síðustu aldar var það álíka mikil bylting í alþýðutónlist eða popptónlist og þegar djassinn ruddist fram fyrr á öldinni.
Rokkbyltingin var hins vegar á miklu víðara sviði, því að unga kynslóðin, sem dreif hana áfram í Bandaríkjunum og þar með á Vesturlöndum, var sú fyrsta í mannkynssögunni, sem hafði rúm fjárráð og gat meira að segja eignast bíla í Bandaríkjunum og áratug síðar í löndum Vestur-Evrópu og það færði unglingunum áður óþekkt áhrif á efnahagslíf, þjóðlíf og menningu sem síðar lituðu "eftirskjálfta" í formi Bítlabyltingar, hippabyltingar / þjóðlagatónlistar og síðar diskó- og pönkbyltingar.
Rythm and blues var tónlist blökkumanna og á þessum árum þurfti hvíta menn til þess að brjótast í gegnum íhaldsmúrinn í léttri tónlist. Sumir þessara hvítu tónlistarmanna fannst mér aldrei vera sannir eða ekta, til dæmis Bill Haley eða Pat Boone. Á þessum tíma voru mínir menn blökkumenn á borð við Chuck Berry og Little Richard.
En einn skar sig úr hópnum og hafði algera sérstöðu: Elvis Presley. Þar var á ferðinni hvítur maður sem elskaði og nærði tónlist blökkumannanna, söng með þeirra tilfinningu og kom sér á stall, sem honum verður aldrei hrint af, þótt hann ætti dálítið erfitt uppdráttar á Bítlatímanum.
Elvis féll inn í hóp hinna svörtu tónlistarmanna á þann hátt að hann gat allt eins verið blökkumaður sjálfur.
Það var bara til einn Elvis, réttur maður á réttum stað á réttum tíma.
Tveir af frægustu stjörnum síðustu aldar, Elvis og Tyson, áttu það sameiginlegt að þeir misstu fótfestuna við fráfall nánasta ástvinar á slæmum tíma.
Elvis varð aldrei samur eftir að missa móður sína og Tyson við það að missa fósturföður sinn, þjálfara, umboðsmann og kjölfestu, Cus D´Amato.
Herma ekki eftir Elvis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar með sitt rokk og ról,
reyndist vera hvítur,
hærra skein þó Haleys sól,
en hrossa var hann skítur.
Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 02:28
Bill Haley and Elvis Presley at the Brooklyn High School Auditorium, Cleveland, Ohio, October 20, 1955.
Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 02:29
Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 02:30
Ómar Ragnarsson - Limbo Rock Twist - Myndband
Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 02:34
Gálgahraunsrokk - Ómar Ragnarsson - Myndband
Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 02:36
Þó Elvis standi vissulega uppúr, yfirburðarmaður, þá finnst mér samt Bill Haley alveg vera með þetta í byrjun. Hann hafði samt ekkert þessa vídd og dýpt sem Elvis hafði.
Jafnframt finnst mér Jerry Lee Lewis alveg hafa verið með þetta:
https://www.youtube.com/watch?v=m_qU29rVAm8
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.3.2015 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.