Allt hefur sinn tíma.

Réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Þessi setning hefur margsannast í mannkynssögunni. 

Stundum hafa slíkir menn unnið stórvirki en í önnur skipti gert hinn mesta óskunda, þegar tímabundið tækifæri gaf þeim færi á að brjótast til valda. 

Björk kom fram á hárréttum tíma þegar yfirpródúseruðu stórstjörnurnar Micheal Jackson og Madonna höfðu ríkt það lengi, að það var farin að myndast þreyta og þörf fyrir eitthvað allt annað, einfalt, persónulegt, ósvikið og einstakt. Inn í það tómarúm stökk Björk 

Adolf Hitler var á niðurleið þegar heimskreppan mikla kom eins og hvalreki upp í hendurnar á honum. Þjóðverjum sýndist hann því miður vera réttur maður á réttum stað og réttum tíma þegar þá þyrsti í sterkan leiðtoga, sem rifi þá út úr niðurlægingu Versalasamninganna og færði þeim árangur, virðingu og áhrif meðal þjóðanna. Í staðinn leiddi Hitler yfir þá villimennsku með hroðalegum afleiðingum.

Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir komu fram á hárréttum tíma hvort um sig þegar aðstæður voru mjög sérstakar í þjóðlífinu og kölluðu á breytingar. 

Þegar íslenskur almenningur hafði fengið upp í kok af íslenskum stjórnmálamönnum, stökk Jón Gnarr inn í kolsvart tómarúmið á hárréttum tíma og gegndi mikilvægu hlutverki á meðan verið var að reyna að komast út úr Hruninu.

Jón er mjög óvenjulegur maður meðal stjórnmálamanna og nú hefur hann kynnst heimi stjórnmálanna nokkuð vel. 

"Kalinn á hjarta þaðan slapp ég" kvað Grímur Thomsen og Jóni líst, hvað sig varðar, ekki á nógu vel á það pólitíska umhverfi sem forseti landsins hefur starfað í. 

Hann er enn ungur, getur tekið sér margt gott og nytsamlegt fyrir hendur, þar sem hæfileikar hans geta notið sín, og á skilið góðar óskir um velfarnað í hverju því sem hann ákveður að gera.  

  


mbl.is Jón Gnarr ekki í forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Gnarr er ekki ungur, fæddur 2. janúar 1967, 48 ára gamall og því miðaldra.

Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 13:06

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aldur þegar þau urðu forseti Íslands:

Ólafur Ragnar Grímsson 53 ára,

Vigdís Finnbogadóttir 50 ára,

Kristján Eldjárn 52 ára,

Ásgeir Ásgeirsson 58 ára,

Sveinn Björnsson 63 ára.

Meðalaldur 55 ára.

Jón Gnarr
verður 49 ára á næsta ári, einu ári yngri en Vigdís Finnbogadóttir þegar hún varð forseti Íslands.

Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 13:07

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flestir vilja að Jón Gnarr taki við af Ólafi Ragnari Grímssyni

Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 13:08

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Bjargvætturin":

Ólafur Ragnar Grímsson
í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":

"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."

"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many."

Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 13:10

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heilinn Ómars helsta skart,
hann er ungur mestan part,
en þó þykir ansi hart,
öll nú minnkar gríðar fart.

Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 13:23

7 identicon

Góður pistill Ómar og hárrétt hvað Björk og Jón Gnarr varðar. En of margir innbyggjar átta sig ekki á "intregity" og hæfileikum fólks. Skilja ekki orðið "quality" vegna fávisku og fordóma. Klisjan um góða menntun Íslendinga er röng.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.3.2015 kl. 13:37

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Blaðrið í þér, Ómar, þú gerir ekki Jón Gnarr að farsælum stjórnmálamanni með þessu helgivæðingarbulli þínu! Hann er maðurinn sem hefur staðið í því að sabotera Reykjavíkurflugvöll (varla lízt þér á það!), vill að hann hverfi af landakortinu þrátt fyrir andstöðu 72% Reykvíkinga og 83% landsmanna og þvert gegn mestu undirskriftasöfnun sögunnar hér á landi, nær 70.000 manna; og margt annað hefur hann gert okkur til óþurftar, gengið fram í fordómum gegn aðal-farartæki borgarbúa, þrengt götur til einskis gagns, stutt vitlaus gæluverkefni í stað eðlilegs viðhalds gatna og hreinlætis, etc.

Og hvað Björk varðar, þá er eins gott að hún fari ekki inn í pólitík, og stuðningur hennar við stjírnmálahreyfingar væri aðeins til ills eins, miðað við alla hennar skelfilegu vanþekkingu á íslenzkum þjóðmálum, sbr. hér:

Björk Guðmundsdóttir, slepptu hendinni af íslenzkri pólitík

--- og hún studdi einmitt Gnarr með því að kosta hluta kosningabaráttu hans. Það var sem sé ekki bara einhver sjarmi mannsins og grín sem fleytti honum inn, heldur líka fjármagn þessarar óupplýstu söngkonu.

Jón Valur Jensson, 14.3.2015 kl. 14:20

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fimmtugur maður á venjulega að baki um 25 ár í starfi og 25 ár framundan ef hann heldur heilsu og starfskröftum. 

Hvað forsetaembættið varðar á fimmtugur maður aðeins að baki 15 ár, sem hann hefur verið gjaldgengur til embættisins en hann er gjaldgengur til þess í tvöfalt lengri tíma, ef miða má við þá menn erlenda sem gegnt hafa forystustörfum lengst.

Jón Valur, ég horfi ekki á fólk með svart-hvítum gleraugum á einstrengingslegan hátt varðandi það, hvort ég sé ósammála því í einstökum málum eins og flugvallarmálinu þar sem ég er svo sannarlega ósammála þeim sem vilja flytja völlinn úr stað eða leggja hann niður. 

Ómar Ragnarsson, 14.3.2015 kl. 15:16

10 identicon

Þetta er alveg rétt hjá Jóni Val.  Maðurinn fer gegn vilja 72% Reykvíkinga og 83% landsmanna.  Það þarf ekki að setja upp nein sérstök gleraugu til að sjá það. 

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.3.2015 kl. 15:38

11 identicon

Þó síðasta skoðunkönnun hafi ekki verið Garminum hagstæð þá er engin ástæða til að treysta því að hann fari ekki í framboð. JOKE

Allri héldu að meistari Ólafur væri að hætta en svo var nú aldeisis ekki

Grímur (IP-tala skráð) 14.3.2015 kl. 16:13

12 identicon

Maðurinn sem fer gegn vilja 72% Reykvíkinga og 83% landsmanna nennir ekki að standa andspænis freka kallinum.  Það er fyndið.

https://www.youtube.com/watch?v=PivWY9wn5ps

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.3.2015 kl. 16:29

13 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Jón Valur Jensson að tala um helgivæðingarbull hjá öðrum......money-mouth brandari

Ragna Birgisdóttir, 14.3.2015 kl. 16:58

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Allri héldu að meistari Ólafur væri að hætta en svo var nú aldeisis ekki."

Grímur

Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 17:23

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki vantar nú að mörlenski teboðsskríllinn með Ólaf Ragnar Grímsson í fararbroddi sé hrifinn af Pútín:

"Pútin er glæsilegur, gáfaður og framúrskarandi þjóðhöfðingi.

Það er okkar þjóðhöfðingi líka, þó hann sé eldri en Pútín."

jóhanna (IP-tala skráð) 8.10.2014 kl. 20:26

Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 17:25

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pútín kallinn segir SÍS,
með sínum hjartans vini,
upp á fór hann Óla grís,
í útreiðar þar skyni.

Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 17:26

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns."

Jón Valur Jensson
, 9.8.2014

Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 17:27

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fýsnin drap þar fimmtán þá,
flokkinn kristilega,
allir teknir aftan frá,
og alla líka vega.

Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 17:27

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Maðurinn sem fer gegn vilja 72% Reykvíkinga og 83% landsmanna nennir ekki að standa andspænis freka kallinum. Það er fyndið.

https://www.youtube.com/watch?v=PivWY9wn5ps

Elín Sigurðardóttir

Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 17:30

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirskriftir árið 2013 um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 17:31

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.9.2013:

"Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is.

Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni.

En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23 prósent kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins."

Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 17:32

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.10.2013:

"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.

Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:
"

"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."

"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."

Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)

Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 17:33

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirskriftir í fyrra um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.

Þar að auki voru þessar undirskriftir langt frá því að vera eingöngu undirskriftir Reykvíkinga og undirskriftasafnanir eru ekki kosningar, sem hafa nú þegar farið fram um Reykjavíkurflugvöll.

Og ekki er kosið um nákvæmlega sama mál þar til einhverjir verða ánægðir með niðurstöðuna.

Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 17:35

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirskriftir [árið 2013] um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.

Þar að auki er það stefna Reykjavíkurborgar að flugvöllurinn verði færður af Vatnsmýrarsvæðinu en ekki að leggja flugvöllinn niður.

Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 17:43

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Til eru fleiri kostir fyrir nýtt flugvallarstæði á höfuðborgarsvæðinu en Hólmsheiði, enda er Rögnunefndin að skoða fleiri kosti.

Það er nefndarinnar að finna út úr því hvaða kostir uppfylla kröfur fyrir nýju flugvallarstæði en ekki einhverra annarra.

Og harla einkennilegt að halda því fram að Reykjavíkurborg skilji ekki gildi Reykjavíkurflugvallar fyrir þjóðarbúið þegar það er ekki stefna borgarinnar að leggja flugvöllinn niður.

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu og því ekki þeirra að gera einhverjar uppfyllingar út í sjó vegna Reykjavíkurflugvallar.

Ríkið á að sjálfsögðu að standa við þá samninga sem það sjálft hefur skrifað undir en þeir sem kalla sjálfa sig flugvallarvini virðast líta gjörsamlega framhjá til að mynda ofangreindu samkomulagi frá 25. október 2013, sem Rögnunefndin byggist á.

Og ekki veit ég til þess að til séu óvinir flugvalla.

Ef menn vilja gagnrýna eitthvað eiga þeir að sjálfsögðu að gera það á réttum forsendum.

Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 17:49

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.

"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans í Bretlandi og Hollandi."

"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.

Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmerkur ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."

Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 18:09

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.8.2009:

"Alþingi. 137. löggjafarþing, 59. fundur. Atkvæðagreiðsla, 136. mál. Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (Icesave-samningar). Þskj. 346, svo breytt.

Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 34 en 14 nei, 14 greiddu ekki atkvæði og einn var fjarverandi."

"Sátu hjá: Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari."

Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 18:10

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.6.2012:

"Samkvæmt eignamati slitastjórnar Landsbankans frá því í mars síðastliðnum mun þrotabúið eiga fyrir öllum forgangskröfum og eiga 122 milljarða króna umfram þær til að greiða almennum kröfuhöfum."

Hálf Icesave skuld greidd

19.12.2014:

Búið að greiða 85% af Ices­a­ve skuld­inni

Og Framsóknarflokkurinn verður nú að láta sér detta eitthvað annað í hug en Icesave, sem Sjálfstæðisflokkurinn átti að greiða.

13.3.2015 (í gær):

Píratar fengju fjórtán þingmenn en Framsóknarflokkurinn sex - Píratar, Samfylking, Björt framtíð og Vinstri grænir samtals 38

13.3.2015 (í gær):

Flest­ir vilja síst hafa Fram­sóknarflokkinn í rík­is­stjórn

Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 18:16

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sveinbjörg þar nú skellti á skeið,
skrítnum sauðaflokki,
sat á baki Gústa gleið,
geldum hjálparkokki.

Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 18:20

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er leiðinlegt með þig „Steini Briem“, hvað þú endurtekur þig. Hér ertu líka að endubirta forljóta klámvísu þína um félaga mína í Kristnum stjórnmálasamtökum, fólk sem þú hefur fæst séð og veizt varla hvað hvað heitir. Þá er bara að segja þér til syndanna í vísu.

Lesendum til upplýsingar leggur „Steini“ þessi fæð á mig (og jafnvel mína félaga -- og jafnvel sjálfan forseta Íslands) vegna ofurástar hans sjálfs á Evrópusambandinu, sem við í KS viljum EKKI láta komast upp með að gleypa í sig Ísland með hjálp landleysingja eins og hans, þ.e.a.s. þessa ungæðislega strigakjafts, Steina.

    • Svar til Steina Briem

    •  

    • Hratztu mér háum úr sessi?

    • – Hrekst ei af grunninum þessi !

    • – Skoffín má skoðanir hafa

    • skondnar, í snörunni lafa

    • eigin : að afhjúpast vera

    • óþjóðlegt ræksni, með bera

    • smánar- sinn afturendann

    • ESB jafnan við kenndan.

    Jón Valur Jensson, 14.3.2015 kl. 19:57

    32 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Jón Valur er ferlegt frík,
    að fýsnum djöfuls staðinn,
    Satans er hann senditík,
    syndum ljótum hlaðinn.

    Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 20:11

    33 Smámynd: Þorsteinn Briem

    kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

    "Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

    Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

    "Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

    Og daginn eftir á Stöð 2:

    "Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

    Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 20:15

    35 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 20:20

    36 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Hvar er afnám verðtryggingar?

    Hvar er vaxtalækkunin?

    Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

    Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

    Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

    Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

    Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?

    Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

    Hvar er þetta og hitt?

    Ég er viss um að það var hér allt í gær.

    Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 20:25

    38 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Verðbólga hér á Íslandi í janúar 2009: 18,6%.

    Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.

    Hagvöxtur
    hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.

    Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.

    Halli á ríkissjóði
    Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.

    Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 36 milljarðar króna.

    Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 20:28

    39 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Íslenskir "hægrimenn":

    Hampa ríkisreknum fyrirtækjum, til að mynda Landsvirkjun, og vilja enn fleiri, til að mynda ríkisrekna áburðarverksmiðju.

    Vilja endilega vinna hjá ríkinu, til að mynda Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

    Tala sífellt niður til ferðaþjónustunnar hér á Íslandi, enda þótt hún sé í langflestum tilfellum rekin af einkafyrirtækjum.

    Tala niðrandi um íslensk þjónustufyrirtæki, enda þótt þau séu í flestum tilfellum í einkaeigu.

    Halda því fram að andrúmsloftið fari kólnandi, enda þótt jöklar bráðni sífellt meira, eins og dæmin sanna, og hampa mengun.

    Vilja halda niðri öllum launum í landinu út í það óendanlega, þannig að kaupmáttur er hér minnstur í Norður-Evrópu og minni en í Suður-Evrópu.

    Halda því fram að Evrópusambandið sé vinstri sinnað, enda þótt því sé stjórnað af mið- og hægriflokkum.

    Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 20:30

    40 Smámynd: Þorsteinn Briem

    23.11.2011:

    "The European People's Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu en hann er bandalag hægri- og miðflokka.

    Blái liturinn
    táknar að mið-hægri ríkisstjórnir fari með völdin í viðkomandi ríki:"


    Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 20:31

    41 Smámynd: Þorsteinn Briem

    "Fasistar sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.

    Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju."

    Sem sagt, Sjálfstæðisflokkurinn í hnotskurn.

    Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 20:32

    42 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Sjálfstæðisflokkurinn telur það væntanlega hægrisinnað að hækka matarskattinn.

    Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 20:33

    44 Smámynd: Sigurður Antonsson

    "Launagreiðslur hér..... skattlagðar meira en áður."

    Með miklu upplýsingaefni og endurtekningum frá Steina Briem er vefurinn hans Ómar orðinn fréttaveita. Fjölbreytni í efnisúrtökum Ómars og hvernig hann fer höndum um efnið gerir bloggið hans skemmtilegt og sértækt. Þegar flettingar eru orðnar yfir 2000 á dag er miðillinn að auka auglýsingagildi sitt umtalsvert.

    ÍNN sjónvarpstöðin er af sama meiði einstaklingsframtak sem byggir á einstökum dugnaði. Þar er flogið í leit að æti eins og hjá hrafninum. Krummi er fundvís og dregur margvíslegt, fróðlegt efni í hreiðurgerð sína. 

    Flug Ómars mætti frekar líkja við Örninn sem flýgur tignarlega og fugla hæst.

    Sigurður Antonsson, 14.3.2015 kl. 22:06

    45 identicon

    Sjálfumglatt og sjálfhælið fólk er ekki mér að skapi, en þau virðast hafa fundið ötulan talsmann í Ómari.  Þeir sem hafa geð í sér til að mæna opninmynnt og fullt aðdáunar uppí geðið á Björk og Gnarr mega það mín vegna, en ekki hef ég mikið álit á slíku fólki, ekki frekar en þessu ógeðfeldu og sjálfhælnu hirðfíflum.

    Bjarni (IP-tala skráð) 14.3.2015 kl. 23:15

    46 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Ef þér finnst svona mikilsvert að fram komi hér hvað þér finnst um hitt og þetta ættir þú nú að skrifa hér undir fullu nafni og kennitölu, "Bjarni".

    Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 23:32

    47 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Björk hefur selt um 15 milljón plötur, Sykurmolarnir seldu 2,5 milljónir platna og Sigur Rós hefur selt vel yfir milljón plötur.

    Gus Gus seldi um 400 þúsund plötur, Emiliana Torrini 350 þúsund, Quarashi 300 þúsund og Mezzoforte 300 þúsund plötur.

    Samtals að minnsta kosti 20 milljónir platna og miðað við 1.300 króna útsöluverð fyrir hverja plötu á núvirði nemur heildarsala á plötum þessara íslensku tónlistarmanna um 30 milljörðum króna.

    Steini Briem, 29.6.2008

    Þorsteinn Briem, 14.3.2015 kl. 23:38

    48 identicon

    Svo þetta var alltaf spurning um plötusölu, hef misskilið þetta algjörlega.

    BTW Leif Garrett seldi fleiri plötur en Björk og ekki hefur hann boðað byltingu.  Richard Pryor var miklu fyndnari en hirðfíflið Gnarr og ekki hefur hann talið sig of merkilegan fyrir forsetaframboð í sínu heimalandi.

    Fólk má mín vegna velja sér sjálfhælin og sjálfupphafna vitleysinga sem leiðtoga lífs síns, en vinsamlegast látið vera að velja þessa fábjána sem leiðtoga þjóðar sinnar í óþökk annarra.

    Bjarni (IP-tala skráð) 15.3.2015 kl. 00:14

    49 identicon

    Jón Valur, Steini er af einkennilegri gerð netdrauga. Það gengur illa að kveða hann niður, hann er líkari púkanum á fjósbitanum.

    Það´er samt alltaf freistandi að reyna, hér kemur ein tilraunin á sléttubandaformi:

    Steini ávalt bullar Briem

    bloggið Ómars stíflar

    meini veldur ruglað rím

    rökin góðu fíflar 

    Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.3.2015 kl. 00:19

    50 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Morgunblaðið - forsíða

    Þorsteinn Briem, 15.3.2015 kl. 00:35

    51 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Það er vert að nefna það hér, að Jón Gnarr er sjálfur jábróðir og í raun áhangandi Evrópusambandsins, lesið hér um afstöðu hans í því efni: http://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1356444/  ––og eins þennan vefþráð, þar sem hann lýsti því, hvernig hann kaus með Icesave-samningum Steingríms og Jóhönnu (svikasamningum sem ESB knúði á um, að við skyldum skrifa upp á og borga!):  http://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1558952/

    Að mínu mati er Jón Gnarr fjarri því að vera maður, sem hægt sé að reiða sig á, að standi með þjóðarhagsmunum og rétti lands og þjóðar í bráð og lengd.

     

    Jón Valur Jensson, 15.3.2015 kl. 04:13

    52 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Úr því að Steini Briem er að endurtaka hér ljótar og grófar klámvísur sínar, er allt eins hægt að minna hann á brag sem hann fekk fyrir nokkrum dögum.

     

    Tókst mér að kveikja í karli?

    Klúrum orðum býr yfir.

    Snjallari Snorra jarli?*

    Snautlegt níð ei lifir.

     

    Vísuna seinni að vísu

    vondum hann tók úr sarpi.

    Alveg ég dregið gæti´ ýsu

    yfir því gamla karpi.

     

    Sparar ei orðin illu

    auminginn, sæmd því rúinn.

    Æran í ESB-villu

    út um gluggann er flúin.

     

    Satt er það hér, sem eg segi,

    sjáið hann fnæsa og bölva!

    Efaust af æstu því greyi

    illa´ er hún farin hans tölva.

     

    Ljót er sú ærulauss iðja

    ágæt samtök að lasta,

    reyndi þar úr sér að ryðja,

    rugli í saklausa´ að kasta.

     

    Dóminn ber sér með sjálfum,

    sjúklegan ei ef má telja.

    Þarf samt að anza hér álfum?

    Orð skal ég honum velja:

     

    Þjóð sinni unnir ei þessi

    þess, að búi í friði.

    Ættarnafns undir dressi

    ætli menn honum tryði?

     

    Brussel í bræði hann þjónar,

    bregzt jafnan alþýðutrausti.

    Sannleika missti á sjónar

    sumri á, vetri sem hausti.

     

     

    * Snorri Sturluson (sem samdi sinn háttalykil) var jarl af Fosen eða Fólgsnarey.

    Jón Valur Jensson, 15.3.2015 kl. 04:25

    53 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Þorsteinn Briem, 15.3.2015 kl. 07:34

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband