Eilífðin og óendanleikinn líklegust?

Svar við ofangreindri spurningu er auðvitað ekki á færi nokkurs manns að gefa, en þó hlýtur jákvætt svar að vera afar líklegt. 

Þessu með óendanleikann og eilífðina í tíma og rúmi hef ég haldið fram um áratuga skeið og er með bók í smíðum, sem byggir á þessari hugsun og ég byrjað á fyrir aldarfjórðungi. 

Óendanleikinn og eilífðin þýða svo margt, að þeir möguleikar eru líka óendanlega margir. 

Tíminn hófst aldrei og hann endar aldrei. 

Alheimurinn á sér heldur hvorki upphaf né endi.

Alheimurinn eins og við könnumst við hann var aldrei og verður aldrei annað en hluti af enn stærri alheimi. 

Og ekkert er minnst í heimi og ekkert er stærst í heimi, - það er alltaf til eitthvað minna og eitthvað stærra.

Og líkurnar á tvíburajörðum jarðarinnar eru óendanlega margir og þar með líkurnar á tvíförum okkar.

 

Ætli ég láti þetta ekki nægja í bili, því að ég get ekki haldið áfram út hið óendanlega.  


mbl.is Alheimur án upphafs og enda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar smíðar ótt og títt,
ekkert lætur vera,
alltaf kemur eitthvað nýtt,
allt vill karlinn gera.

Þorsteinn Briem, 15.3.2015 kl. 21:57

2 Smámynd: Már Elíson

Tími, er afar afstætt hugtak

tími er allsekki til.

En tími, er eitthvað, sem á að vera,

til staðar - þegar ég vil.

 

Er tíma ég hafði, þá tældi ég þig

og teymdi um sveit þar ég bjó.

En tíminn er alltaf samur við sig

og segir, þá komið er nóg.

 

Í fyllingu tímans, um tíma þú fórst

en tíminn fór aftur af stað.

Nú hef ég tíma, um tímann ég slóst -

því tíminn er óskrifað blað.    

Már Elíson, 15.3.2015 kl. 22:10

3 identicon

Mér finnst að hér ómi kenningar Dr. Helga Pjeturss, og Nýalssinnar séu eilífir og óendanlega óútreiknanlegir....surprised 

Þjóðólfur í Eilífsdal (IP-tala skráð) 15.3.2015 kl. 22:12

4 identicon

Ég var að fá mér tvöfaldan Einstein fyrir svefninn. Hér er rétt og endanlega formúla um alheiminn:

E = (m x c2)- E

Hrúturinn (IP-tala skráð) 15.3.2015 kl. 22:17

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég held það sé óhugsandi að heimurinn hafi ekki bara alltaf verið til og verði það alltaf. Það er bara fjarri heibrigðri hugsun að tíminn hafi einhvern " tímann" byrjað að líða og muni svo bara stoppa einhvern tímann í framtíðinni. Ég tel það ekki hollt fyrir heilann að reyna að skilja hvernig það sé mögulegt, allavega þegar maður ætlar sér að sofna. Það er miklu betra að hugsa um einfalda hluti fyrir svefninn eins og afstæðiskenningu Einsteins eða bara fara að telja kindur.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.3.2015 kl. 11:05

6 Smámynd: Mofi

Hvað gerir þú þá við Annað lögmál Varmafræðinnar sem segir að nýtileg orka er alltaf að minnka í lokuðu kerfi og alheimurinn er lokað kerfi. Þannig að fyrst það er nýtileg orka til í alheiminum þá getur hann ekki hafa verið til að eilífu því að þá væri þessi orka horfin.

Mofi, 16.3.2015 kl. 11:30

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Mofi. Ég held að við munum ávallt um alla eilífð bítast um óendaleika alheimsins. En hefurðu aldrei heyrt talað um umbreytingu orku í efni og öfugt? Ertu ekki svolítið ferkantaður í hugsuninni?

Jósef Smári Ásmundsson, 16.3.2015 kl. 12:01

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

reyndar má benda þér á Mofi að " Annað lögmál varmafræðinnar fjallar alls ekkert um þetta sem þú nefnir í athugasemdinni og í síðasta bloggi þínu. Þetta hlýtur að vera bara eitthvert bull sem þú ert að ná í á netinu. Bloggaðu " Annað lögmál varmafræðinnar og þá verðurðu kannski eitthvað vísari.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.3.2015 kl. 13:22

9 Smámynd: Mofi

Ef menn bítast um svona efni þar sem þeir eru að glíma við staðreyndir þá getur það alveg verið gagnlegt og skemmtilegt.  Að það er hægt að umbreyta efni í orku breytir engu varðandi hvað við getum lesið úr öðru lögmáli varmafræðinnar.  Hérna er fjallað um annað lögmálið á frekar þægilegan hátt, sjá: http://www.theguardian.com/science/2013/dec/01/what-is-the-second-law-of-thermodynamics

Mofi, 16.3.2015 kl. 15:04

10 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Mofi minn . Skoðaðu nú bara íslensku síðuna. Settu inn á leitina: annað lögmál varmafræðinnar. Þá færðu upp power point síðu sem fjallar um þetta annað lögmál varmafræðinnar og óreiðukenninguna sem þetta lögmál er leitt af. Og það eru þarna fleira kennsluefni í fræðunum. Þessi fræði eru engin "geimvísindi" né fjalla um tilurð alheimsins á nokkurn hátt. Þessar síður eru kennsluefni sem notaðar eru í kennslu í varmafræði hérlendis. Þessar "science" síður sem þú ert að vitna í eru ansi villandi og mig grunar að einhver sé að setja þær saman til að villa um fyrir fólki. Í þessari sem þú vísar til á í blogginu er t.d. ein augljós rangfærsla. þar er beinlínis fullyrt að orka eyðist sem er í algjörri andstöðu við varmafræðina. Orka, hvort sem það er varmaorka eða önnur eyðist ekkert heldur umbreytist hún einungis í annars konar orku eða breytist aftur í efni. Varmaorka breytist í hreyfiorku o.s.frv. Að halda öðru fram er svona svipað eins og halda fram tilvist eiðífðarvélinnar. Það er svo margt á netinu sem er bara vitleysa og maður verður aðeins að passa sig.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.3.2015 kl. 15:44

11 Smámynd: Mofi

Jósef, það er tekið fram alveg skýrt í byrjuninni að fyrsta lögmál varmafræðinnar er það er ekki hægt að búa til orka eða eyða. Þú ert einfaldlega að misskilja.

Ertu ósammála því að samkvæmt öðru lögmáli varmafræðinnar þá er nýtileg orka alltaf að minnka í lokuðu kerfi?

Mofi, 16.3.2015 kl. 16:19

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Já, ég er ósammála því Mofi einfaldlega vegna þess að fræðin segja annað. Lokuð kerfi er ekkert öðruvísi en  önnur . þau eru einungis . Ef þú ferð útfyrir þetta lokaða kerfi kemurðu bara inn í annað lokað kerfi sem er stærra og þannig koll af kolli. Alheimurinn er að sjálfsögðu lokað kerfi ef til eru einhver takmörk á honum, annars ekki. en það skiftir að sjálfsögðu engu máli þegar að þessu kemur. Orkan hverfur aldrei heldur er einungis um umbreytingu að ræða. Ég held að þeir sem settu saman þessa "science" síður séu að snúa út úr fræðunum til að nota hana sem sönnunargagn í ákveðnum tilgangi. Ef þú lest þessar íslensku kennslusíður og berð þær saman við þessar þá hlýturðu að sjá að það er ekki rétt farið með. Þú getur líka farið á wikipedia ef þú ert hrifnari af enskunni.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.3.2015 kl. 16:45

13 Smámynd: Mofi

Jósef, þú virðist ekki hafa mikla þekkingu á þessu, lestu þér aðeins til um þetta, sjá: http://www.everyscience.com/Chemistry/Physical/Fundamentals_of_Thermodynamics/a.1213.php

Það er engin að tala um að orkan hverfi. Málið er að nýtileg orka er alltaf að minnka.  Ef þú ert með einhverja alvöru kennslubók sem segir eitthvað annað þá ertu búinn fínan klóset pappír, lítið annað. En samt, ef þú finnur slíkt, endilega sýndu mér.

Mofi, 16.3.2015 kl. 17:12

14 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

closed system is one where energy can cross the boundary, but matter cannot. eg a sealed test tube. Eins og sérð þá eru menn aðeins að misskilja hlutina. Ef við erum með lokað kerfi , hugsum okkur bara kassa þar sem hitinn kemst ekki inn og alls ekki út , þá fer ekkert út úr  kassanum og ekkert inn. Ef það verður kólnun þýðir það einfaldlega að hitinn fer eitthvað út í buskann. Í lokuðu systemi getur hitinn (energy) farið yfir landamærin eða út fyrir kassann " A closed system is one where energy can cross the boundary" Þá er að sjálfsögðu þessi buski fyrir utan kassann. En ef ekkert fer út hlýtur þessi buski að vera alltaf inni í kassanum og þá fer hitinn að sjálfsögðu ekki út. Ég veit ekki hvað þú ert að tala með " nýtanlega orku". Að mínu mati er öll orka nýtanleg en ef við erum ekki að tala um sama hlutinn þá verðurðu að uppfræða mig. Ef við erum að tala um alheiminn sem þú segir að sé lokað kerfi þá gildir að sjálfsögðu það sama um hann. Þegar ég var að tala um lokað kerfi fyrr í umræðunni skildi ég það sem kerfi þar sem engin orka fer út og engin inn. Þessi síða sem þú bentir á síðast skilgreinir lokaða kerfið á annan hátt og þar held ég að misskilningurinn liggi hjá þessum "fræðimönnum" á science" síðunum.En það ætti að vera nokkuð augljóst að ef nýtileg orka er að minnka í þessu lokaða kerfi " alheiminum" og sannað er að hún hverfur ekki þá hlýtur hún að fara eitthvert annað ( út í buskann). En hvar er þá þessi Buski? Ef um lokað kerfi er að ræða er það fyrir utan alheiminn samkvæmt skilgreiningunni. En þá erum við búnir að víkka hinn endanlega alheim útfyrir þar til við náum útfyrir þennan buska. Sem síðan leiðir til þess að buskinn er kominn inn í kerfið og þar með engin kólnun. Eða við förum með buskann ennþá lengra sem sennilega leiðir ti endalausra niðurstaðna. Úff.  Ég á sennilega eftir að eiga erfitt með svefn í nótt. Ég hef ekki mikla þekkingu á þessu Mofi rétt eins og þú segir. En ég hef að sjálfsögðu tekið kúrs í fræðunum þar sem það tengist tæknináminu. Þú spyrð um alvöru kennslubók þá var ég að benda þér á power point glærur sem notaðar eru í kennslu hérlendis . það er sjálfsagt hægt að fá kennslubækur en ég er ekki með það . En glærurnar er bara styttri útgáfa af þeim.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.3.2015 kl. 18:13

15 Smámynd: Mofi

Lykillinn er orka sem er nýtileg.  Til dæmis ef maður kveikir í arinum og brennir viðinn þá er maður að taka orkuna sem leynist í viðinum til að hita upp umhverfið. Orku magnið hefur ekki breyst en sú orka sem þarna leiddist úr læðingi er ekki lengur nýtanleg. Við getum ekki flutt hita úr kaldari hlut yfir í heitari hlut. Þegar við getum ekki flutt orku úr einu yfir í annað þá er hún ekki nýtileg lengur. Mér finnst ég svo sem ekki hafa útskýrt þetta almennilega og hreinlega snúnara en ég hélt.

Hérna er stutt myndband sem fer yfir þetta á nokkuð skemmtilegan hátt: https://www.youtube.com/watch?v=ZsY4WcQOrfk

Varðandi lokuð kerfi þá væri réttara að flokka alheiminn sem "isolated" kerfi en í þannig kerfi þá er ekki hægt að flytja hvorku orku né efni yfir í það kerfi.

Mofi, 16.3.2015 kl. 19:34

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Forn-Indverjar voru búnir að svara þessu að leysa dæmið.  Minnir það hafa verið mörgþúsund árum fyrir krist.

,,Then was not non-existent nor existent: there was no realm of air, no sky beyond it.

What covered in, and where? and what gave shelter? Was water there, unfathomed depth of water?
Death was not then, nor was there aught immortal: no sign was there, the day's and night's divider.
That One Thing, breathless, breathed by its own nature: apart from it was nothing whatsoever. (Rig-Veda)

Þessu hefur enginn getað mótmælt eða fundið skýrari lausn eða snjallara svar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2015 kl. 20:16

17 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"Við getum ekki flutt hita úr kaldari hlut yfir í heitari hlut. Þegar við getum ekki flutt orku úr einu yfir í annað þá er hún ekki nýtileg lengur" Hvaðan hefurðu þessa visku Mofi ? Hitinn streymir frá heitari hlut til kaldari við náttúrulegar aðstæður. Það er að sjálfsögðu rétt. En það er hægt að nota varmablásara til að taka hitann úr kaldari hlutum eða umhverfi og bæta honum við heitara umhverfið. Dæmi um þetta er einfaldlega frystikistan þín. Og þegar þú brennir viðnum ertu að búa til hitaorku sem hitar þér í vetrarkuldanum. Þegar honum sleppir  og eldurinn er kulnaður og hitinn er farinn úr húsinu er hann samt farinn eitthvert út í buskann. En hann hverfur að sjálfsögðu ekki. Viðurinn og annað brennsluefni endurnýjar sig svo framarlega sem við göngum ekki á náttúruna. Þegar við erum að tala um alheiminn er líka um stöðuga endurnýjun að ræða. 

Jósef Smári Ásmundsson, 16.3.2015 kl. 22:10

18 Smámynd: Mofi

Ég hef fengið þetta aðeins frá því að lesa mér til um þetta. Þetta myndband hérna reynir að útskýra þetta á sex mínútum, sjá: https://www.youtube.com/watch?v=LX0Pj2emnlQ

Því miður fyrir okkur þá er engin endurnýjun þegar kemur að nýtilegri orku í alheiminum en að vísu þá er svo mikil orka í bara sólinni að þetta er ekki beint eitthvað að hafa áhyggjur af. 

Mofi, 16.3.2015 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband