Hefur lengi endurspeglast í áreiðanleikakönnunum.

Gæði bíla Lexusdeildar Toyota og Mazda hafa birst í ýmsum könnunum í furðu langan tíma, miðað við hina hörðu samkeppni sem ævinlega ríkir í bílaframleiðslu. 

Þetta hefur til dæmis komið fram í árlegu yfirliti þýska bílatímaritsins Auto motor und sport, sem hefur birst í árlegri sérútgáfu með niðurstöðum um viðhald og bilanatíðni bíla undir yfirskriftinni "Gebrauchtwagen" eða "Notaðir bílar."

Ferill Toyota og Mazda á toppnum í þessu ársriti allt frá fyrstu árum 9. áratugarins og fram á okkar daga hefur verið mjög góður.

Ég sagði oft á þessum árum að Mazda væri vanmetnasta bílategundin hér á landi, svo lítið sem seldist af þeirri gerð á Íslandi þá. 

Í ritinu er birt gróft yfirlit yfir bilanatíðni bíla, og er bilanatíðni einstakra hluta bílanna táknaður með súlum,  rauðum súlum ef viðkomandi bíll sé bilanagjarnari, en grænum, ef bilanatíðnin er minni en meðaltalið.

Árum saman voru Toyota og Mazda með flestu grænu súlurnar, og athyglisvert var að sjá  á sínum tíma þegar einstaka gerðir Benz, BMW og Audi fóru að hiksta í þessum efnum, þessir viðurkenndu eðalbílar.

Aðeins ein bílgerð var með allar súlurnar rauðar og stórar fram til síðasta framleiðsluársins 2000, en það var upphaflega gerðin af Mini!

Margt fleira en bilanatíðni og áreiðanleiki hefur áhrif á það hvaða bílar seljast best, en bílasagan geymir mörg dæmi um það, hve vöruvöndun skiptir miklu máli á þessum markaði eins og öðrum.   


mbl.is Lexus og Mazda bestu bílsmiðirnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Toyota ætlaði sér að stela markaðnum af Benz, BMW og Audi.  Það var tilgangurinn, og er, með Lexus.

Á meðan þeir viðhalda gæðum, þá gengur dæmið upp hjá þeim.

Annð í þessu, er að 1994-5 breyttist eitthvað hjá Benz.  Veit ekki hvað - en það er alveg eins og gæðastjórnendurnir hafi farið á eftirlaun. 

Við nánari athugun verður dularfullt hve lengi Mini hélst í framleiðzlu, miðað við eingöngu hve léleg ökutæki það voru að öllu leiti.  Þeir hljóta að hafa kostað nógu lítið í Evrópu til þess að vera því sem næst einnota.

British Leyland.  Besta auglýsing fyrir aðra framleiðendur sem hugsast gat.  Einungis Hindustan á Indlandi framleiða verri vöru. 

Ásgrímur Hartmannsson, 16.3.2015 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband