Hræðsluáróðurinn gegn þjóðaratkvæðagreiðslum stenst ekki.

Allt frá lýðveldisstofnun fyrir tæpu 71 ári hafa íslenskir valdamenn ávallt heykst á því að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um pólitísk málefni á þeim forsendum sem nú er haldið á lofti eina ferðina enn: "Þjóðaratkvæðagreiðsla myndi ógilda alþingiskosningar".

Reynslan hér hefur þó sýnt allt annað, því í þau þrjú skipti sem forsetinn hefur vísað málum til þjóðarinnar, fjölmiðlafrumvarpinu og tveimur Icesavemálum, sátu báðar ríkisstjórninar, sem í hlut áttu, áfram, og næstu alþingiskosningar fóru síðan fram eins og ekkert hefði í skorist. 

Norðmenn felldu ESB samninga tvívegis en ríkisstjórnirnar, sem stóðu að samningunum sátu þó áfram. 

Núverandi valdhafar lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu um samningaviðræður við ESB en svíkja það síðan á þeim forsendum, að í því máli ríki "ómöguleiki".

En í þessu máli þarf ekki að ríkja neinn "ómöguleiki."  

Einkennilegt er að deiluaðilar nú skuli ekki sættast á það að láta málið malla fram að næstu kosningum - ef þjóðaratkvæðagreiðsla fæst ekki fram, - úr því að það er búið að malla þegar í tvö ár. 

Besta hliðstæða, sem manni kemur í hug, er sú þegar manni er haldið sofandi í öndunarvél.

Það er ekkert auðveldara en að hætta þessum deilum og lofa málinu bara að sofa fram að næstu kosningum þegar þjóðin ákveður framhaldið.

Málinu hefur verið haldið pólitískt sofandi í öndunarvél í tvö ár og ef ríkisstjórnin núverandi treystir sér ekki til þess að láta kunnáttumenn vinna áfram að málinu í rólegheitum, er einfaldlega hægt að láta málið kyrrt liggja fram að næstu kosningum.  

Á sínum tíma var Þjóðleikhúsið steypt upp og fokhelt, þegar stríðið skall á, og þá hertóku Bretar það og húsið stóð óhreyft öll stríðsárin. 

Setjum sem svo að eftir stríð hefðu orðið deilur um hvort eða hvenær af fjárhagsástæðum ætti að klára málið, - hefði þá ekki verið eðlilegra að lofa því að standa um sinn heldur að brjóta það niður?


mbl.is Dauðadæmt án pólitísks vilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ákaflega einfalt, þessi ríkisstjórn ætlar ekki inn í ESB. Það er því ekkert um að kjósa. Það er enginn millivegur. Það er ekki hægt að loka köflum í aðlögunarviðræðum, án þess að Ísland hafi uppfyllt skilyrði. Við verðum því að afsala okkur fiskveiðiauðlyndinni ÁÐUR en hægt er að kjósa um fullbúin aðildarsamning.

Ég er mitt á milli þess að álíta að ESB sinnar séu fáráðlingar, og að þeir séu útsmognir landsölumenn. Kannski eru þeir á báða bóga.

Hilmar (IP-tala skráð) 17.3.2015 kl. 00:45

2 identicon

Það verður að taka fram, að áhugi sumra vinstrimanna snýr fyrst og fremst að því að komast aftur að kjötkötlunum. Þeir vilja ríkisstjórnina frá, með öllum tiltækum ráðum, í þeirri von að þjóðin sé búin að gleyma þessum stórkostlegu óförum sem síðustu Alþingiskosningar voru þeim, og af hverju þhóðin hafnaði þeim.

1700 mótmælendur á föstudaginn og nokkrir tugir í dag, segir okkur að þjóðin sé ekki að kaupa þetta rugl. Og það þó allir vinstri raftar á blogginu séu dregnir á flot.
Þetta mál er búið, endanlega.

Hilmar (IP-tala skráð) 17.3.2015 kl. 00:52

3 identicon

Óskhyggja og hræðsluáróður eru vopn og verjur þeirra sem taka ekki rökum, þrífast á vafasömum fullyrðingum og berjast af trúarhita og eldmóði tilfinninga frekar en þekkingar og visku.

Espolin (IP-tala skráð) 17.3.2015 kl. 01:22

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er raunar alveg rétt að svona áróður stenst ekki Ómar, loksins erum við sammála um eitthvað. Þessi snjalla hugmynd er þó ekki komin úr herbúðum ESB andstæðinga heldur var hún tíunduð af Jóni Steindóri Valdimarssyni formanns Já Ísland í Kastljósi m.a. þar sem hann missti út úr sér þetta Freudean slip og votan draum sinn.

Semsagt þá virðist það hafa verið von hans að með Ví að þyrla upp nægilega stórum skítstormi í vatnsglasi, þá gæti hann knúið fram þjóðaratkvæði sem myndu steypa stjórninni ef þau gengju eftir að hans óskum. 

Auðvitað er þetta ekki tilfellið, en lýsir sturluðu hugarfari og örvæntingu ESB sinna, sem haf nú tekið þetta þrepinu lengra en trúarbrögðin ein út í vota drauma um hryðjuverk í nafni trúarinnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2015 kl. 05:31

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú vantar þig bara Steina Briem til að kaffæra þráðinn eða bara blogga um eitthvað allt annað til að láta þetta hverfa. :D

Hugmynd: Nú ætlar flugfelagið að skipta út Fokkernum fyrir Dash 8 400 og 200. Gaman væri að fá blogg um farsæla sögu þeirrar velar.

Allavega eitthvað léttara hjal. ;)

Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2015 kl. 05:42

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Við verðum því að afsala okkur fiskveiðiauðlyndinni ÁÐUR en hægt er að kjósa um fullbúin aðildarsamning."

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 06:02

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"1. Að aðlaga ísland að ESB stjórnkerfi þ.m.t. makrílveiðar og allar aðrar veiðar."

Evrópusambandið hefur ekkert á móti makrílkvóta íslenskra fiskiskipa.

Hins vegar eru Norðmenn á móti okkar kvóta, enda eru þeir aðal keppinautar okkar Íslendinga í sjávarútvegi.

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 06:03

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar yrðum langstærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu.

http://static.mbl.is/skyringarmyndir/2009/01/sjvartvegur_6.jpg

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 06:05

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:

"Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.

Meirihlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom ekkert fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er ekki viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna, þar sem innri markaðslöggjöfin tekur ekki á eignarhaldi.

Því er ekki um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna."

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 06:06

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Það er ekki hægt að loka köflum í aðlögunarviðræðum, án þess að Ísland hafi uppfyllt skilyrði."

8.4.2013:

"Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins kveðst hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og sagði að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði."

"Á fundinum lýsti stækkunarstjórinn yfir að Evrópusambandið væri nú reiðubúið að hefja viðræður við Íslendinga um kaflann um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði á grundvelli samningsafstöðu Íslendinga.

Stækkunarstjórinn sagði að Íslendingum hefði tekist vel að koma sérstöðu sinni á framfæri."

"Í samningsafstöðu Íslendinga eru settar fram skýrar kröfur um að við myndum viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum."

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 06:09

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Stórríkið":

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."

"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."

"Sænskir bændur um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 06:17

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"111. gr. Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu.

Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.

Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.

Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.

Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi."

Frumvarp Stjórnlagaráðs

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 06:20

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010


Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 06:22

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 06:28

15 identicon

Rétt hjá Jónasi, innbyggjar eru upp til hópa kjánar eða í hagsmunagæslu.

Jónas Kristjánsson: Þér að kenna.

Þriðja flokks pólitíkusar eru í boði vonlausra kjósenda, sem hrífast af hressum siðblindingjum. Rannsóknablaðamennsku er hafnað af lesendum, sem nenna ekki að láta truflast. Framgangur í viðskiptum og fjármálum næst aðeins með siðblindu. Eftirliti með siðblindu er hafnað af vonlausum kjósendum, sem vilja „kötta krappið“. Einn hæstaréttardómur gegn siðblindu og tvö fréttablöð í rannsóknum mega síns lítið gegn massífri heimsku alls almennings. Flest, sem aflaga fer í samfélaginu, er á ábyrgð fólks, sem er ekki hæft til að lifa við lýðræði. Við getum endalaust skammað siðblindingja, en vandann er að finna hjá almenningi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.3.2015 kl. 06:29

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er enn í fullu gildi.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

13.3.2015:

Píratar fengju fjórtán þingmenn en Framsóknarflokkurinn sex - Píratar, Samfylking, Björt framtíð og Vinstri grænir samtals 38

13.3.2015:

Flest­ir vilja síst hafa Fram­sóknarflokkinn í rík­is­stjórn

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 06:32

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er þingræði og ríkisstjórnin er ekki Alþingi.

Og Alþingi hefur ekki veitt utanríkisráðherra umboð til að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er því enn í fullu gildi.

Skýringar við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 06:46

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ... okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Það er nú allt "fullveldið".

Og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 06:48

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 06:49

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 06:51

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú hafa verið gjaldeyrishöft hér á Íslandi í um sex og hálft ár.

Á Írlandi eru hins vegar engin gjaldeyrishöft, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Í fjórfrelsinu, sem á að gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES), felast hins vegar frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsir fjármagnsflutningar og sameiginlegur vinnumarkaður.

Þar að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna í meðal annars félagsmálum og jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum.

Íslensk stjórnvöld verða því að aflétta gjaldeyrishöftunum eins fljótt og auðið er.

Á meðan
hér eru gjaldeyrishöft getur Seðlabankinn hins vegar að töluverðu leyti stjórnað gengi íslensku krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði.

Falli
hins vegar gengi krónunnar eftir að gjaldeyrishöftunum verður aflétt hækkar hér verð á innfluttum vörum, aðföngum og þjónustu, eins og margoft hefur gerst.

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 06:52

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að afborganir af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára eru að meðaltali einni milljón króna hærri á ári en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.

Á 20 árum er íslenska lánið ríflega 19 milljónum króna dýrara en það franska."

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 06:53

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Danmörku var minna atvinnuleysi í desember síðastliðnum en hér á Íslandi, 3,9%, en 4,3% hérlendis samkvæmt Hagstofu Íslands og 4,9% í Þýskalandi.

Í Danmörku búa um 5,7 milljónir manna og í Þýskalandi, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, býr um 81 milljón manna.

Hins vegar búa einungis um 326 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Danmörku og Þýskalandi.

Og þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.

19.8.2010:

Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 06:55

25 identicon

Steini, - þetta með Kínverjana er líkast til rétt, - en örugglega væri það hægt fyrir Spánverja, svo....af hverju ekki?
Jú, - kvóti er fallvölt skiptimynt og hægt að þurrka hann út með lögum. Hægt að svissa t.a.m. yfir í byggðakvóta....

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.3.2015 kl. 06:56

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 06:56

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 06:57

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Verðhjöðnun í Danmörku

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 07:00

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þetta með Kínverjana er líkast til rétt, - en örugglega væri það hægt fyrir Spánverja, svo....af hverju ekki?"

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 07:03

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þetta með Kínverjana er líkast til rétt, - en örugglega væri það hægt fyrir Spánverja, svo....af hverju ekki?"

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:

"Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.

Meirihlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom ekkert fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er ekki viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna, þar sem innri markaðslöggjöfin tekur ekki á eignarhaldi.

Því er ekki um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna."

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 07:08

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þetta með Kínverjana er líkast til rétt, - en örugglega væri það hægt fyrir Spánverja, svo....af hverju ekki?"

Afli skipa sem veiða í Norðursjó hefur minnkað mikið undanfarna áratugi, rétt eins og íslensk fiskiskip hafa veitt mun minna af til dæmis þorski, loðnu og rækju en áður.

Við Íslendingar yrðum langstærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu en þær stærstu eru nú Danmörk, Spánn, Bretland og Frakkland.

Stór hluti af afla spænskra skipa kemur hins vegar úr Miðjarðarhafinu.

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 07:10

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þetta með Kínverjana er líkast til rétt, - en örugglega væri það hægt fyrir Spánverja, svo....af hverju ekki?"

Frakkland
stofnaði ásamt fleiri ríkjum Efnahagsbandalag Evrópu (EEC) árið 1957. Bretland og Danmörk fengu aðild að Efnahagsbandalaginu árið 1973 en Spánn og Portúgal árið 1986.

Afli breskra skipa var um 50% minni árið 2007 en 1973, um 1,2 milljónir tonna árið 1973 en um 600 þúsund tonn árið 2007.

Afli danskra skipa var einnig um 50% minni árið 2007 en 1973, um 1,4 milljónir tonna árið 1973 en um 700 þúsund tonn árið 2007.

Afli spænskra skipa var um 33% minni árið 2007 en 1986, um 1,2 milljónir tonna árið 1986 en um 800 þúsund tonn árið 2007.

Afli franskra skipa var um 30% minni árið 2007 en 1957, um 700 þúsund tonn árið 1957 en um 500 þúsund tonn árið 2007.

Afli portúgalskra skipa var um 40% minni árið 2007 en 1986, um 400 þúsund tonn árið 1986 en um 250 þúsund tonn árið 2007.

FAO - Fiskafli árið 2007 - Country Profiles 24.6.2010

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 07:16

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þetta með Kínverjana er líkast til rétt, - en örugglega væri það hægt fyrir Spánverja, svo....af hverju ekki?"

Fyrirtæki í öðrum löndum geta nú þegar keypt hlut í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum en hafa sáralítið gert af því og til að mynda Kínverjar geta eignast helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa.

Frá því Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu árið 1994 hefur Samherji hins vegar tekið þátt í sjávarútvegi í öðrum löndum, bæði eitt sér og í samstarfi við önnur fyrirtæki.

"Samherji á hlut í og tekur þátt í rekstri fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækja í Færeyjum, Póllandi, Bretlandi og Þýskalandi og erlend starfsemi er um 70% af heildarstarfsemi fyrirtækisins."

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 07:28

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þetta með Kínverjana er líkast til rétt, - en örugglega væri það hægt fyrir Spánverja, svo....af hverju ekki?"

Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu:

Rúmlega þriðjungi af fjárlögum Evrópusambandsins, um 347 milljörðum evra, var varið til byggðamála á árunum 2007-2013.

Byggðaþróunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.

Samstöðusjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.

Aðlögunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.

Félagsmálasjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.

Landbúnaðarsjóður.

Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hins vegar styrki til dreifðra byggða.

Styrkir til sjávarbyggða.

Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:

Aðlögun flotans.

Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.

Veiðistjórnun og öryggismál.

Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla þar að fjölbreyttari atvinnuvegum.


Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 07:38

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

Byggðastofnun sagði í október 2000 að veikleikar sjávarbyggða á Vestfjörðum væru meðal annars versnandi kvótastaða, afli fluttur óunninn í burtu, erfiðar vegasamgöngur og lágt fasteignaverð.

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 07:40

36 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslendingar hafa nú þegar fengið alls kyns styrki frá Evrópusambandinu, til að mynda Inga Dóra Sigfúsdóttir, sem var aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra.

21.2.2015:

Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor við Háskólann í Reykjavík fær 300 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 07:42

37 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 07:55

39 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 07:57

41 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 08:02

42 Smámynd: Þorsteinn Briem

Chart of average age of first pension payment in European countries

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 08:11

43 Smámynd: Þorsteinn Briem

Chart showing average weekly working hours in selected EU countries

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 08:12

44 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://blog.pressan.is/stefano/files/2013/09/T%C3%ADmakaup-%C3%AD-ESB.jpg

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 08:13

46 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft.

Á Írlandi eru hins vegar engin gjaldeyrishöft, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 08:15

47 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið mun hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu:

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 08:16

49 identicon

Ísland hefur þá sérstöðu meðal umsóknarríkja að meirihlutinn var á móti umsókn. Hún átti aldrei að fara og verður krötum eilíf níðstöng.

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 17.3.2015 kl. 10:01

50 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Reglugerðir Evrópusambandsins  þar sem allt er bannað nema það sem leift er, eru það  miklar að vöxtum að eingin les þær frekar en bulluð sem stöðugt rennur frá þessum Steina Brem.

Sá sem getur skýrt hugsun sína í fáum orðum er betur gefin en hinn,  nema um sé að kenna annarlegum sjónar miðum sem þá hljóta að vera til að villa um.

Það þarf enga atkvæðagreiðslu um þennan ESB fíflagang, það sjá allir sem það vilja að við höfum það betra en margir aðrir.

Hrólfur Þ Hraundal, 17.3.2015 kl. 10:03

51 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekkert málefnalegt frá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum frekar en fyrri daginn.

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 10:16

52 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ísland hefur þá sérstöðu meðal umsóknarríkja að meirihlutinn var á móti umsókn."

"In 1963, Norway and the United Kingdom applied for membership in the European Economic Community (EEC). When France rebuffed the UK's application, accession negotiations with Norway, Denmark, Ireland and the UK were suspended. This happened twice.

Norway completed its negotiations for the terms to govern a Norwegian membership in the EEC on 22 January 1972.

Following an overwhelming parliamentary majority in favour of joining the EEC in early 1972, the government decided to put the question to a popular referendum, scheduled for September 24 and 25.

The result was that 53.5% voted against membership and 46.5% for it."

"Norway entered into a trade agreement with the community following the outcome of the referendum. That trade agreement remained in force until Norway joined the European Economic Area in 1994.

On 28 November 1994, yet another referendum was held, narrowing the margin but yielding the same result: 52.2% opposed membership and 47.8% in favour, with a turn-out of 88.6%."

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 10:19

53 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 10:21

54 identicon

Steini, þú veist að þú þjáist af þráhyggjuröskun, og að það er sjúkdómur?
Ástæðan er skortur á serotonin í heila, en góðu fréttirnar eru þær, að batahorfur eru ágætar með meðferð.

En þú verður samt sjálfur að vilja hjálpina.

Hilmar (IP-tala skráð) 17.3.2015 kl. 11:08

55 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekkert málefnalegt frá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum frekar en áður.

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 11:19

56 identicon

Mikið vildi ég að Steini Briem einbeitti sér að eigin bloggsíðu. Þar gæti hann fengið útrás fyrir sínar  "fréttatengdu" skoðanir og tilvitnanir.

Mér finnst hann misnota athugasemda kerfið með því að setja inn fjölda sundurlausra "athugasemda" ótengdum upprunalegu færslunni á nokkurra mínútna fresti.

Agla (IP-tala skráð) 17.3.2015 kl. 11:30

57 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enn kemur ekkert málefnalegt frá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 11:36

58 identicon

Þú ert ekki alveg að fatta mig þarna Steini.
Segjum nú að Spánverjar fari að fjárfesta í kvóta og fiska hér við strendur. Fara svo bara með aflann. Þá er það okkar í valdi enn sem komið er að breyta kerfinu.
Þetta gætum við líkast til EKKI innan ESB. Og aldrei ef útdeiling aflaheimilda færi fram í Brussel. Alveg eins og Bretar ráku sig á 1973.
Samningurinn svokallaði hefur legið fyrir um skeið. Sjávarútvegskaflinn er fastur í þoku. Og þar stendur hnífurinn í kúnni.
Það að útlendingar geti keypt kvóta af sjálfstæðum Íslendingum með sitt íslenska púkó-kerfi útskýrir í sjálfu sér af hverju þeir gera það ekki....

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.3.2015 kl. 11:58

59 Smámynd: Þorsteinn Briem

Spánverjar og aðrar þjóðir geta nú þegar eignast helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa með því að kaupa hlut í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum sem mörg hver flytja aflann óunninn til Bretlands.

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 12:04

60 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar yrðum langstærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu og tökum að sjálfsögðu þátt í kvótaúthlutunum sambandsins.

Ef við yrðum hins vegar óánægðir með okkar hlut í Evrópusambandinu segjum við okkur einfaldlega úr sambandinu.

Lissabon-sáttmálinn:

"50. gr.

1. Sérhvert aðildarríki getur ákveðið að segja sig úr Sambandinu í samræmi við stjórnskipunarreglur sínar. ..."

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 12:19

61 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.8.2010:

"Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi verði íslenskum og færeyskum skipum bannað að landa þar ferskum fiski.

Andrew Charles, fiskverkandi í Bretlandi, sagði í samtali við BBC að slíkt löndunarbann jafngilti því að loka höfnunum í Grimsby og Hull."

Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi vegna löndunarbanns

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 12:21

62 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Engir tollar eru lagðir á þær vörur sem fluttar eru á milli landa innan Evrópusambandsins.

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu tollar á vörur frá Evrópusambandsríkjum felldir niður en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir 30% tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, 20% á sætabrauð og kex, 15% á fatnað og 7,5% á heimilistæki."

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla einnig allir tollar niður á íslenskum vörum sem seldar eru í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda landbúnaðarvörum eins og lambakjöti og skyri.

Og þar að auki fullunnu lambakjöti.

Einnig öllum íslenskum sjávarafurðum, þannig að fullvinnsla þeirra getur stóraukist hér á Íslandi og skapað þannig meira útflutningsverðmæti og fleiri störf hérlendis.

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 12:23

63 Smámynd: Þorsteinn Briem

Of langan tíma tæki að flytja mjólk frá öðrum Evrópulöndum hingað til Íslands með skipum og of dýrt að flytja mjólkina hingað með flugvélum.

Ostar
frá Evrópusambandsríkjunum yrðu hins vegar ódýrari í verslunum hér en þeir eru nú en tollar féllu niður á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda lambakjöti og skyri.

Verð á kjúklingum frá Evrópusambandsríkjunum myndi einnig lækka í íslenskum verslunum en kjúklingar og egg eru hins vegar framleidd hér í verksmiðjum.

Tollar á öllum vörum
frá Evrópusambandsríkjunum féllu niður hérlendis, til að mynda 30% tollur á kjúklingum og eggjum, 20% á sætabrauði og kexi, 15% á fatnaði og 7,5% á heimilistækjum.

Þar af leiðandi myndi rekstrarkostnaður íslenskra heimila lækka verulega, einnig heimila íslenskra bænda.

Þar að auki eru til að mynda dráttarvélar, aðrar búvélar, kjarnfóður, tilbúinn áburður, illgresis- og skordýraeitur, heyrúlluplast og olía seld hingað til Íslands frá Evrópu.

Vextir
myndu einnig lækka verulega hérlendis og þar með kostnaður íslenskra bænda, bæði vegna lána sem tekin eru vegna búrekstrarins og íbúðarhúsnæðis.

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 12:31

64 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Verðhjöðnun í Danmörku

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 12:43

65 identicon

Enda ræður þessi strákústur frá krókaspillingunni ekki, né hans lygabandalag,hvort þessi þjóð gengur í esb eða ekki

Anna (IP-tala skráð) 17.3.2015 kl. 22:38

66 Smámynd: Þorsteinn Briem

Burtséð frá því hvaða stjórnmálaflokka menn hafa kosið hafa þessi atriði einfaldlega ekki virkað:

Stóriðjustefnan:

Djöfulgangur sumra gegn náttúru Íslands, sem vilja láta ríkið sjá um að skapa atvinnu á örfáum stöðum á landinu með gríðarlegri raforkunotkun stóriðju, þegar einkafyrirtæki hafa með margfalt minni tilkostnaði skapað miklu meiri atvinnu og útflutningsverðmæti með til að mynda ferðaþjónustu í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.

Hernaðurinn gegn höfuðborgarsvæðinu:

Djöfulgangur sumra á landsbyggðinni, sem halda því fram að fyrirtæki utan höfuðborgarsvæðisins skapi hér flest störf og mestu tekjurnar og greiði þar að auki mestu skattana, sem er í engu samræmi við staðreyndir.

Hernaðurinn gegn Reykjavík:

Djöfulgangur sumra gegn því að flytja Reykjavíkurflugvöll af Vatnsmýrarsvæðinu og virða þannig í engu eign meirihluta Reykjavíkurborgar og einkaaðila á svæðinu.

Hernaðurinn gegn 101 Reykjavík:

Djöfulgangur sumra sem fullyrða að íbúar þessa svæðis geri ekkert annað en að fá sér kaffi á kaffihúsum, þegar það er staðreynd að í engu öðru póstnúmeri á landinu eru skapaðar meiri gjaldeyristekjur.

Hernaðurinn gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu:

Djöfulgangur sumra gegn því að Ísland geri samning um aðild landsins að Evrópusambandinu, sem kosið verði um í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hernaðurinn gegn nýrri stjórnarskrá:

Djöfulgangur sumra gegn því að stjórnarskrá landsins verði breytt til að auka hér lýðræði.

Enginn Pírati hefur svo ég viti tekið nokkurn þátt í einhverjum af þessum djöfulgangi.

Þorsteinn Briem, 21.3.2015 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband