20 megavatta virkjun "brýn nauðsyn" til að "bjarga þjóðinni"?

Formaður atvinnuveganefndar segir að það sé "brýn nauðsyn" að vaða nú þegar í fimm nýjar virkjanir til að bjarga þjóðinni úr vanda raforkuskorts.

Svipað neyðaróp heyrist varðandi það að "bjarga heimilunum" og "tryggja afhendingaröryggi á rafmagni til heimilanna" með því að leggja risaháspennulínur hið snarasta þvers og kruss um landið, þar á meðal yfir hálendið.

Og auðvitað að vaða líka inn á miðhálendið með eina af þessum virkjunum. 

Ein hinna fimm fyrrnefndu virkjana, Hagavatnsvirkjun, á að framleiða 20 megavött, sem er 0,07% af núverandi raforkuframleiðslu. "Brýn nauðsyn" það? "Bjargar þjóðinni?"

Heimili landsins nota nú 5% af raforkunni, sem framleidd er í landinu.

Stóriðjan notar 80%.

Og samt er alltaf hrópað: "Við verðum að hafa rafmagn fyrir okkur!"

 

Neyðarópin "raforkuskortur!" og "afhendingaröryggi fyrir almenning!" eru hluti af blekkjandi áróðri manna, sem trúa einungins á stóriðju en ekki "eitthvað annað",en þetta "eitthvað annað gefur nú samt minnst 97% vinnuaflsins atvinnu.

Og vinnubrögðin við það að sækja sem hraðast inn á þau fáu svæði, sem voru í verndarflokki, sýna, að stefnan er að eira engu fyrr en allt hefur verið virkjað.    

 


mbl.is Samþykktu fjölgun virkjanakosta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjúkt og subbulegt.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.3.2015 kl. 15:53

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.3.2015:

"Raforkuframleiðsla hér á landi hefur nærri tvöfaldast á mann undanfarinn áratug.


Norðmenn eru ekki nema rúmir hálfdrættingar í raforkuframleiðslu á mann."

"Orkustofnun hefur tekið saman heildarraforkuframleiðsluna í fyrra og nam hún 18.120 gígavattstundum."

"Raforkuframleiðsla á hvern íbúa nam tæpum 56 megavattstundum í fyrra.

Árið 2004 nam hún tæpum 30 megavattstundum og aukningin nemur 90 prósentum.

Magnús Júlíusson verkfræðingur á Orkustofnun segir að Norðmenn komi næstir á eftir okkur en þeir hafi um 30 megavattsstundir á íbúa.

Stöðug aukning hefur verið síðustu áratugi. Mesta stökkið varð þegar Kárahnjúkavirkjun var tekin í gagnið í nóvemberlok 2007.

Heimilin nota aðeins fimm af hundraði rafmagnsins en stóriðjan 80 af hundraði."

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 16:04

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.3.2014:

"Skoðanakönnun Capacent Gallup hefur sýnt fram á  víðtækan stuðning við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.

Um 56% aðspurðra voru því hlynnt, einungis 17,8% andvíg og 26,2% tóku ekki afstöðu.

Hugmyndin átti vísan stuðning meðal kjósenda allra stjórnmálaflokka
, meðal allra aldurshópa og um allt land."

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 16:05

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Leggja á raflínur í jörð í stað heljarinnar raflínumastra úti um allar koppagrundir, sem spilla hér góðu útsýni til allra átta og er að sjálfsögðu mikils virði fyrir okkur Íslendinga almennt og ferðaþjónustuna, þann atvinnuveg sem skapar hér mestu útflutningsverðmætin.

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 16:07

10 identicon

Spurningin er, hver er að borga Jón Gunnarssyni fyrir þessi skemmdarverk ?

Svona gengur enginn um nátturuna nema sá sem fær mikla peninga í vasan !

Jón (IP-tala skráð) 17.3.2015 kl. 16:32

11 identicon

"..en þetta "eitthvað annað gefur nú samt minnst 97% vinnuaflsins atvinnu." og hin 3% eru að skila yfir 20% af tekjunum. Hver starfsmaður í 3% hópnum er því að skila nærri sjöföldum þeim tekjum sem starfsmaður við "eitthvað annað" er að skila. Þessi "eitthvað annað, vinnu frekar en tekjur" stefna er varla matvinnungur.

Hábeinn (IP-tala skráð) 17.3.2015 kl. 17:08

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Arðinn af orkunni flytja álfyrirtækin úr landi og virðisaukinn af stóriðjunni er vel innan við helmingur af virðisaukanum hjá sjávarútvegi og ferðaþjónustu. 

Laun þeirra sem vinna í við stóriðjuna og tengd fyrirtæki eru fyrir neðan meðallagið í heild.  

Ómar Ragnarsson, 17.3.2015 kl. 19:14

13 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Kannski kominn tími á að labba Laugaveginn á ný?!

Erlingur Alfreð Jónsson, 17.3.2015 kl. 19:54

14 identicon

ef aðeins væri hugsað um arðsemi hagavatnsvirkjunar væri hægt að hafa hana mun stæri en það er bara ekki verið að hámarka gróðan. hvenær skildi ómar fata það. það væri meira seigja hægt að setja hið  raunverukega hagavatnið ínní virkjunina. þá verður þettað ekki mjög litil virkjun

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 17.3.2015 kl. 20:24

15 identicon

Lífsgæði íslendinga felast í að vatnsorka sé virkjuð til rafmagnsframleiðslu

og veiða fisk

annars værum við bara 50 þ á skeri í Atlandshafi

étandi slátur í öll mál

Grímur (IP-tala skráð) 17.3.2015 kl. 20:55

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 21:01

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Álverin greiða einungis brot af þeim sköttum sem fyrirtæki greiða hér á Íslandi og meðallaun í álverum hér eru lægri en í ferðaþjónustunni, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á.

Mikil meirihluti skatta fyrirtækja og einstaklinga kemur frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal þjónustufyrirtækjum og þeim sem þar starfa, enda er þar mikill meirihluti fyrirtækja og einstaklinga.

Til að reisa hér virkjanir tekur Landsvirkjun lán erlendis, þannig að tugmilljarða króna vextir af þeim fara árlega til lánastofnana erlendis sem erlendur gjaldeyrir.

Þar að auki þurfa álfyrirtækin hér, sem eru í eigu erlendra fyrirtækja, að kaupa gríðarlegt magn af súráli í erlendum gjaldeyri til sinnar framleiðslu.

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 21:02

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2013 varð ferðaþjónustan stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi.

30.12.2013:

Níu þúsund starfa í ferðaþjónustunni hér á Íslandi allt árið og þeim fjölgar um nokkur þúsund á næstu árum


Árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 21:03

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stóriðjan þarf gríðarmikla raforku og stóriðjufyrirtæki verða einungis á örfáum stöðum á landinu.

Ferðaþjónusta er hins vegar í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.

Þar að auki eru langflest fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér á Íslandi einkafyrirtæki, sem Sjálfstæðisflokkurinn talar sífellt um af mikilli lítilsvirðingu, eins og mörg önnur einkafyrirtæki hér, til að mynda alls kyns þjónustufyrirtæki.

Hversu mörg stóriðjufyrirtæki verða annars staðar en í Hafnarfirði, Helguvík, á Grundartanga, Húsavík og Reyðarfirði?!

Hvernig ætla Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn þá að auka hér hagvöxt?!

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 17.3.2015 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband