18.3.2015 | 14:17
Það ríkti líka mikil bjartsýni árið 2007.
Íslendingar fóru með himinskautum í velgengni 2007 og stjórnarflokkarnir auglýstu fyrir kosningarnar undir slagorðunum "traust efnahagsstjórn" og "áfram árangur, - ekkert stopp!"
Það voru talin merki um "íslenska efnahagsundrið" að útlendingar skófluðu inn fjármunum í landið til að nýta sér háa vexti og hátt gengi krónunnar, sem þótti mikið hraustleikamerki.
Þegar einstaka raddir vöruðu við því fyrirbæri, sem seinna hlaut heitið "snjóhengjan" og spáðu óhjákvæmilegu gengisfalli allt of hátt metinnar krónu, voru þeir úthrópaðir sem "úrtölumenn" og "öfundarmenn."
Nú hangir snjóhengjan enn yfir okkur átta árum síðar og framundan er vor, þar sem allt verður á öðrum endanum í kjaramálum og hugsanlega að bresta á verðbólga sem mun eyða ávinningi skuldaleiðréttingarinnar sem raunar var fengin með því að millifæra fé frá sameiginlegum sjóði landsmannan yfir á hluta landsmanna.
Það sem gerir láglaunastéttirnar reiðar er hvernig topparnir og forstjórarnir færðu sjálfum sér á silfurfati stórhækkaðar tekjur áður en blekið hafði þornað af kjarasamningunum og að í aðgerðunum vegna "forsendubrests" var hann ekki talinn gilda varðandi leigjendur og ýmsa aðra láglaunahópa.
Fyrir síðustu kosningar var talað um 3-400 milljarða krónur í beinhörðum peningum, sem teknir yrðu af "hrægömmum" og "vogunarsjóðum" og færðir kjósendum.
Alveg gleymdist að geta þess að stór hluti af þessum "hrægömmum" og "vogunarsjóðum" voru venjulegt fólk og sjóðir þeirra.
Nú eru liðin tvö ár síðan stóru kosningaloforðin voru gefin og ekkert bólar enn á kosningagjöfunum.
Líklega verða aðvörunarorð Lilju Mósesdóttur afgreidd sem "úrtölur" rétt eins og svipuð orð 2007.
Hægt að afnema höftin hratt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Alveg gleymdist að geta þess að stór hluti af þessum "hrægömmum" og "vogunarsjóðum" voru venjulegt fólk og sjóðir þeirra."
Þetta er rangt hjá þér Ómar. Kröfur á gömlu bankanna er flestar komnar í eigu hrægamma og vogunarsjóða sem keyptu kröfurnar af upphaflegum kröfuhöfum á hrakvirði til að græða á þeim. Og sumir þessara aðila hafa meira segja selt kröfurnar aftur og líklega tekið út gríðarlega ávöxtun. Venjulegt fólk og sjóðir þeirra hafa ekki verið að fjárfesta í mikum mæli í kröfum á gömæu bankana. Þú verður að útskýra þetta betur hvað þú átt við með þessu.
Erlingur Alfreð Jónsson, 18.3.2015 kl. 16:42
Hvar er afnám verðtryggingar?
Hvar er vaxtalækkunin?
Hvar er afnám gjaldeyrishafta?
Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?
Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?
Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?
Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?
Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?
Hvar er þetta og hitt?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.
Þorsteinn Briem, 18.3.2015 kl. 17:01
Pítsan er komin - Myndband
Þorsteinn Briem, 18.3.2015 kl. 17:02
Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:
22.8.2009:
"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.
Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.
Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).
Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.
Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."
Skuldir heimilanna
Þorsteinn Briem, 18.3.2015 kl. 17:03
Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:
Þorsteinn Briem, 18.3.2015 kl. 17:04
Þorsteinn Briem, 18.3.2015 kl. 17:05
Þorsteinn Briem, 18.3.2015 kl. 17:05
Þorsteinn Briem, 18.3.2015 kl. 17:06
Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.
"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.
Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."
10.2.2015:
"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.
Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.
Þessi lán eru óverðtryggð."
Verðhjöðnun í Danmörku
Þorsteinn Briem, 18.3.2015 kl. 17:07
Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.
Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.
Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.
Þorsteinn Briem, 18.3.2015 kl. 17:08
Það var komið uppí 800 milljarða í restina. þ.e.a.s. það sem framsóknarmenn ætluðu að taka af hrægömmum.
Lítið mál, sögðu framsóknarmenn, frosti á gamla haglabyssu og simmi kylfu.
Tekur part úr degi að ná þessum 800 milljörðum, sögðu simmi og framsóknarmenn.
Það sem framsóknarflokkurinn gerir í pólitík þessi árin, - það er beisiklí Nígeríusvindl, sem kallast.
Þ.e. að alskyns svindl starfsemi fylgir auðveldari samskiptum í heiminum og allskyns svindlarar. Í gegnum internet og síma o.s.frv.
Það eru ótrúlega margir sem falla fyrir þessu. Annars væri ekki svona mikið um þesskonar starfsemi. Það er fullt af fólki sem, einhverra hluta vegna, fellur fyrir jafnvel augljósasta skammi. Það er svo skrítið og átæðurnar sérumræða.
Það sama gerist í pólitík.
Í grunninn er taktík framsóknar popúlismi en framkvæmdin hjá framsókn er einstaklega ófyrirleitin. Lofa 300-800 milljörðum, - og bara þeir gætu náð þessum peningum! Bara framsóknarmenn. Með haglabyssu og kylfu.
Hvað hefur síðan frést af milljörðum? Jú, það er einna helst þegar fregnir berast af því, sem er nánast linnulítill fréttaflutningur af, - þegar framsjallar hafi raðað hinum eða þessum elítu- og sérhagsmunaauðmönnum á garðann.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.3.2015 kl. 17:41
,,svigrúmið geti numið um 800 milljörðum króna. Það er a.m.k. ljóst að um leið og leifar efnahagshrunsins verða gerðar upp mun gefast tækifæri til að koma til móts við heimilin og gera aðrar ráðstafanir til að rétta stöðu íslensks samfélags." (svokallaður forsætisráðerraframsóknarskussi fyrir kosningar þar sem hann laug og sveik elítuna til valda.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.3.2015 kl. 17:48
Íhaldið reynir ekki, telur ekki lengur nauðsynlegt að fela spillinguna og sjálftökuna á sameiginlegum eignum þjóðarinnar. Við höfum meirihlutann, við ráðum og gerum bara það sem okkur sýnist.
"Fuck you" Íslendingar.
Siðleysið er algjört, eins og nær daglegar fréttir flytja okkur. Nú gildir að nota tímann, aðeins tvö ár eftir, krækja í feitustu bitana. Samfélgið er hvort eð er „ógeðslegt" (Stasi-Styrmir), græða og grilla (HHG).
Fylgi Flokksins á meðal almennings, sem hefur engra hagsmuna að gæta, er hinsvegar hrikalegt dæmi um kjánskap og auðsveipni við þá ríku og valdamiklu. Er það enski boltinn sem hefur gert innbyggjara að andlegum „holligans" eða er það gáfnafar þjóðarinnar og menntun? Nei, líklega er það einangruninn, ónýtir fjölmiðlar, 4-Flokkurinn og þá ekki síst þjóðremban, sem bælir niður heilbrigt þjóðarstolt og kemur í veg fyrir að menn átti sig á því að það sem er að gerast á Íslandi samrýmist ekki hagsmunum eða sóma Íslendinga og komandi kynslóða.
"Ekkert er óskyldara en þjóðarstolt og þjóðremba. Þetta eru ekki fyrirbæri sem liggja á svipuðum slóðum, þetta eru andstæður. Á sama hátt og stolt og hroki eru fullkomnar andstæur". Sigurður Pálsson.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.3.2015 kl. 18:03
Já. Hægri-öflin hafa tekið uppá því síðustu árin, að gera stíft út á þjóðernishroka. Innbyggjar kolféllu fyrir því í fyrstu. Kolféllu. Eða nægilega margir innbyggjar kolféllu fyrir einföldum pólitískum nígerísvindlstrikkum.
Við sjáum til hvað gerist í framhaldinu.
Það þarf náttúrulega bara að kenna pólitík í skólum og þá byrja barasta í grunnskólum. Fara yfir sögu sjallaflokks td. Hvernig hann hefur alltaf staðið gegn hagsmunum almennings en með einu prósentinu sem eru á toppinum.
Þetta liggur bara í sögunni. Íslendingar þurfa að vita þetta og því fyrr, - því betra.
Þeir þurfa líka að vita, að sérhagsmunaöflin hafa í gegnum tíðina beitt massífu og brútalt própaganda og notað efnahagslega yfirburðastöðu alveg miskunarlaust gegn alþýðu manna.
Það er td. ekkert eðlilegt að sjá hve margir hatast við jafnaðarprinsip. Við erum að tala um, að það er hamrað á því í áróðursrörum hægri afla, að jafnaðarprinsip per se séu ill.
Svo sér maður fólk hatast sérstaklega útí samfylkingu vegna þessa!
Er auðvitað ekkert í lagi.
Fræðsla og þekking á pólitík virðist stórlega ábótavant á Íslandi.
Meina, það er farið að kenna fjármálalæsi, - þarf ekki að fara að kenna pólitískt læsi? Jú.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.3.2015 kl. 18:22
Minni bara á að hæstvirtur fyrrverandi fjármálráðherra sem talin var vera eins langt til vinstri og hægt er að komast innan flokka á þingi
Var verðlaunaður fyrir frammistöðu sína af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og boðin staða í Grikklandi
Það var nú allur "jöfnuðurinn" þegar á reyndi hjá þeim flokk
Grímur (IP-tala skráð) 18.3.2015 kl. 18:57
"Það var nú allur "jöfnuðurinn" þegar á reyndi hjá þeim flokk."
Grímur
Steini Briem skrifar:
18/10/2009 at 16:25 (UTC 0)
"Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, segir mikilvægt að menn átti sig á því að jafnvel þótt Seðlabankinn beiti sér ekkert á gjaldeyrismarkaði til að hemja gengi krónunnar þurfi þjóðarbúið að verða sér úti um stór erlend lán til að geta staðið við skuldbindingar sínar á næstu árum.
Auk þess þurfi að endurfjármagna lánin. Hann segir lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum vera hagstæðustu fjármögnun sem íslenska ríkinu stendur til boða.
Of dýrar lántökur ríkisins myndu bitna hart á fyrirtækjum í landinu og þá einkum og sérílagi orkufyrirtækjunum.
Nú sé brýnast að menn átti sig á því hvaða lán séu hagstæðust í þessum tilgangi.
Litháen hafi til að mynda brugðið á það ráð að gefa út skuldabréf á alþjóðlegum markaði.
Litháar [sem þá voru ekki á evrusvæðinu] þurfi að greiða hátt verð fyrir þá lántöku eða um 8% í vexti.
Ef þessi leið yrði farin hér á landi þyrfti Ísland að greiða hærri vexti, eða um 10%.
Friðrik bendir á að vextir af lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum séu mun lægri, eða um 3%."
Þorsteinn Briem, 18.3.2015 kl. 19:10
Verðbólga hér á Íslandi í janúar 2009: 18,6%.
Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 36 milljarðar króna.
Þorsteinn Briem, 18.3.2015 kl. 19:11
18.3.2015 (í dag):
"Verðbólgan á Íslandi hefur frá upphafi mælinga verið að meðaltali tæp 16 prósent.
Það þýðir að það sem kostaði eina krónu fyrir 60 árum kostar nú tæpar 10 þúsund krónur. Staðan er allt önnur hjá frændum okkar Norðmönnum.
Það sem kostaði krónu þar fyrir 60 árum kostar nú 24 krónur.
"Mikil viðvarandi verðbólga færir til auð í samfélaginu á ósanngjarnan hátt og jafnvel tilviljanakenndan hátt," segir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi."
Það sem kostaði eina krónu hér á Íslandi kostar nú 9.600 krónur
Þorsteinn Briem, 18.3.2015 kl. 19:13
skemtileg þessi umræða um 800. miljarðana hans össurar skarpheðinssonar. held reinfar að það þurfi ekki að vera meira em 700.milljarðar til þess að ríkið komi út á slétu vegna föllnu bankana. en að grein ómars sem er vel skrifuð.en vonandi taka menn mark á lilju mósesdóttur
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 18.3.2015 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.