Hvenær hafa menn umboð og hvenær ekki ?

Heyra má upphrópanir sumra nú þess efnis að ríkisstjórnin 2009 hafi ekki haft umboð til þess að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Samt lá þar að baki þingsályktun eins og sækjast ber eftir í þingræðisríki, og ekkert annarra tuttugu ríkja, sem hafa sótt um aðild, lét fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um að "kíkja í pakkann" heldur nýtti sér þingmeirihluta sinn til þess að fara í þá vegferð með því skilyrði að þjóðin sjálf réði því í þjóðaratkvæðagreiðslu, hvort samningurinn yrði samþykktur eða honum hafnað. 

Flokkarnir sem stóðu að sumum af umsóknum þessara landa voru meira eða minna klofnir í afstöðunni til ESB og einnig stjórnarandstöðuflokkarnir, rétt eins og hér.

En samt varð það niðurstaðan í þessum löndum að athuga, hvað gæti komið út úr aðildarviðræðum, með því fyrirfram skilyrði að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um hugsanlegan samning.

Norðmenn felldu slíkan samning tvívegis.

Engu að síður hefði það kannski orðið betra 2009 að láta þjóðina ráða því sjálfa beint, hvort hún vildi "kíkja í pakkann" að því tilskyldu að hún ákvæði síðan endanlega um úrslit málsins.

En þáverandi ríkisstjórn var vorkunn úr því að engin annarra umsóknarþjóða hafði gengið lengra en það að þjóðin réði örugglega beint úrslitum um örlög samningsins.  

 

Þeir sem hrópa um umboðslausa umsókn 2009 mega hins vegar yfirleitt ekki heyra minnst á þjóðaratkvæðagreiðslur, og finnst í góðu lagi að ákvarðanir núverandi ríkisstjórnar fari ekki einu sinni í umsögn og umræður á þingi. 

Og formenn utanríkisnefndar og forseti Alþingis meta málið þannig, að ekki þurfi að leita álits þingsins því að í raun hafi ekkert breyst í málinu og þess vegna þurfi þingið ekki að skipta sér af því! 

Þegar síðan talsmenn ESB ætla að segja pass, og meta málið líkt því sem talsmenn stjórnarflokkanna í utanríkisnefnd og í forsæti þingsins gera hér heima, eiga sömu menn varla orð yfir yfirgang ESB! 

Það er erfitt að skilja hvers vegna ekki var einfaldlega hægt að láta málið dankast og falla á tíma í þinginu eins og í fyrra og sjá til hvort það gæti bara ekki legið svona til næstu kosninga, svo að ekki þyrfti að koma til sífelldra upphlaupa út af því. 

 


mbl.is Ísland enn á lista yfir umsóknarríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er enn í fullu gildi.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

13.3.2015:

Píratar fengju fjórtán þingmenn en Framsóknarflokkurinn sex - Píratar, Samfylking, Björt framtíð og Vinstri grænir samtals 38

13.3.2015:

Flest­ir vilja síst hafa Fram­sóknarflokkinn í rík­is­stjórn

Þorsteinn Briem, 18.3.2015 kl. 21:42

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er þingræði og ríkisstjórnin er ekki Alþingi.

Og Alþingi hefur ekki veitt utanríkisráðherra umboð til að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er því enn í fullu gildi.

Skýringar við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

Þorsteinn Briem, 18.3.2015 kl. 21:44

3 Smámynd: Karl Ólafsson

Fyrirgefðu Ómar að ég skjóti hér inn þessari langloku minni, en þessa athugasemd setti ég inn á stutta facebook stöðufærslu ágætis sjálfstæðiskonu í Hafnarfirði af svipuðu tilefni þegar vitnað var til þess að þjóðin var ekki spurð 2009. Ég gat ekki stillt mig um að fjalla aðeins um nokkur hálmstrá sem menn hafa gripið til við réttlætingu gjörnings Gunnars Braga: 

Deilumálið þessa dagana snýst bara ekki um það hvort spyrja hefði átt þjóðina þessarar spurningar árið 2009. Um það má alveg deila og það eru ágætis rök fyrir því að það hefði átt að gera það. Það gerir ekki stöðuna í dag skárri hins vegar og gefur ekki heimild til eða afsökun fyrir eða réttlætingu þess sem er nú að gerast. Málið snýst ekki einu sinni um hvort við viljum inn í ESB eða ekki.
a) Kosningarnar 2013 snerust EKKI um ESB aðildarviðræðurnar, þær voru lagðar í salt yfir kosningarnar og núverandi ríkisstjórn komst á laggirnar á loforði um að fara myndi fram kosning um framhaldið. Það var hins vegar ljóst frá fyrsta degi út frá orðalagi stjórnarsáttmála SDG og BB, að það átti ekki að standa við þetta sameiginlega loforð. 
b) Þingsályktunin var samþykkt á Alþingi á lögformlegan hátt eins og aðrar ályktanir Alþingis. Hvort snúið var upp á handlegg einhverra þingmanna eða ekki gerir þá atkvæðagreiðslu á engan hátt ómarktæka, því ef það væri tilfellið væru ansi margar atkvæðagreiðslur hins háa Alþingis ómarktækar. Stjórnarskráin kveður á um að þingmenn skuli fylgja sannfæringu sinni og séu þeir ekki bundnir af skoðunum annarra en sjálfs sín,þ.e. ekki kjósenda sinna, styrktaraðila, flokki, o.s.frv. Ætla ráðamenn nú að meta það og dæma sem svo að það hafi ekki verið sannfæring t.d. VG þingmanna á þeim tíma sem þessi atkvæðagreiðsla fór fram að greiða atkvæði með þeim hætti sem þeir gerðu? Hvaða þingmaður hefur ekki þurft að sætta sig við að greiða atkvæði með þeim hætti sem honum líkar ekki, til þess að geta unnið að framgangi annars máls sem honum hugnast? Á hvern hátt er það ekki sannfæring? Munum það að þingmenn VG voru EKKI að greiða atkvæði með því að Ísland gengi inn í ESB! Seldu þeir sannfæringu sína til að komast í ríkisstjórn? Já, ef til vill að einhverju leyti, en stjórnarskráin bannar þeim það bara ekki neitt, því það er þá þeirra sannfæring að það sé rétt að gera það. Þeim hefur þá ekki þótt það of dýru verði keypt því þeir hafa þá væntanlega ætlað að reyna að drepa málið á síðari stigum þegar kæmi til kastanna að kjósa um aðildarsamning. Eins og þeir reyndar sögðu hátt og skýrt margir hverjir að lokinni samþykkt þingsályktunarinnar. 
c) Það er út af fyrir sig alveg rétt að öllum líkindum, að þingsályktun fyrra þings bindur ekki hendur nýrrar ríkisstjórnar, en þó hlýtur að þurfa að gera á því þann fyrirvara að það að fara beinlínis gegn samþykktri þingsályktun sem er í gildi því henni hefur ekki verið breytt, er ekki lýðræðislegt eða í anda þingræðis. Það hljóta allir að sjá hversu alvarlegt og ólíðandi fordæmi er verið að setja með þessu. Hörðustu sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hljóta að sjá það ef þeir prófa að snúa dæminu við og skoða það frá hinni hliðinni á teningnum. Það getur ekki verið að það sé 'ómöguleiki' að klára þá málið eins og mönnum sæmir með því að fara með nýja þingsályktun í gegnum þingið, ef sannfæring þeirra um meirihluta fyrir þeirri ákvörðun er sönn og rétt. 
d) Ég er enn þeirrar skoðunar að allir flokkar hefðu átt að lýsa ESB málið 'Free vote' innan sinna flokka frá upphafi. Það hefði getað fríað alla flokka nema kannski Sf frá mögulegum klofningi og verulegum deilum og fækkað misgáfulegum sérframboðum í x2013.
e) Bréfið góða frá GBS hefur ekki drepið ESB málið eins og suma dreymir um. Það verður ekki drepið nema með óvéfengjanlegri ákvörðun þjóðarinnar í atkvæðisgreiðslu, ekki í þingkosningum þar sem ESB var ekki einu sinni spurningin. Felli þjóðin málið getum við hætt að rífast um það í 10-15 ár væntanlega.

Karl Ólafsson, 18.3.2015 kl. 23:16

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ómar, þetta er allt nákvæmleg rétt hjá þér. Og það sem þú ert að lýsa er megin ástæða þess að ég og margir aðrir eru hættir að líta inn á þetta moggablogg nema endrum og sinnum. Hér úir og grúir af andstæðingum ESB aðildar sem sumir hverjir eru hreinlega við það að tapa sér. Mörgum þeirra er líka alveg nákvæmlega sama um það sem satt og rétt kann að reynast.

Ég reyndi í nokkur ár að setja eitt og annað hér inn varðaði The Common Fisheries Policy hjá ESB og tengd mál. Ég skynjaði það fljótt að liðið hér inni hafði engan áhuga á jákvæðum innleggjum eða heyra aðra hlið en þeirra á málinu. Það var því alveg sama hvað maður reyndi að leiðrétta og benda mönnum á, að það leið ekki nema dagurinn og menn voru farnir að endurtaka sömu möntruna eins og enginn væri morgundagurinn - og þeir eru enn að. Þessum mönnum hlýtur að líða illa - getur bara ekki annað verið. Ég vil hið minnsta ekki að ákvörðun um áframhaldandi viðræður við ESB sé tekin af vanstilltum neitendum og öðrum slíkum sem þyrftu kannski umfram allt að leita sér andlegrar aðstoðar. Þjóðin á að fá að ráða sinni framtíð.     

Atli Hermannsson., 18.3.2015 kl. 23:42

5 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þetta er nefnilega vandamálið Atli, og í hnotskurn eins og þú lýsir. Nú halda t.d. NEI sinnar því blákallt fram, að það sé ekkert um að semja. Því beri einungis að hafa þeirra tegund að þjóðaratkvæðagreiðslu, sem er að spyrja, villtu ganga í ESB eða ekki. Gáfuleg spurning eða hitt þá heldur. Eru auk þess búnir að ákveða það, að það sé ekkert um að semja, bara ekkert. Eins og fólk sé í störukeppni á samningafundum. Sama fólkið og gerir upp á milli fret fílunar, komi það úr réttum rassi, í alvöru. Sama fólkið og kærir sig kollóttan þó almenningur hafi það afleitt, þótt vextir séu þeir hæstu í heimi, þó fólk eignist í mörgum tilvikum aldrei eigið húsnæði, þótt matarverð sé úr öllum tengslum við framfærslu, gerir ekki athugasemd við það að fjármálaráðherra er hvað eftir annað að hygla vinum og vandamönnum, og í leiðini sjálfs síns ofl. ofl. En er svo yfirborðskennt að meir að segja Óðinn Þórisson er hættur að vera sjálfstæðismaður og orðin íhaldsmaður. Einhverntíma var sagt, að ekki væri mikill munur á kúk og skít, en Óðinn færir okkur kannski sannleykann um þann mun. 

Jónas Ómar Snorrason, 19.3.2015 kl. 00:44

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er merkileg röksemdafærsla fyrir því að þjóðin yrði ekki spurð að aðrar þjóðir hafi ekki gert það. Það er semsagt hefð fyrir því að koma sér hjá þeirri lýðræðislegu afgreiðslu? 

Segir það ekki meira um skort á lýðræði í evrópusambandinu en nokkuð annað? Tala nú ekki um þegar vitað var að um 75% þjóðarinnar var á móti inngöngu í sambandið.

Þið þurfið annars ekki að gnísta tönnum yfir þessu meir. Það verða þjóðaratkvæðagreiðslur ef málið verður tekið upp aftur. Það er annars ágætt að fá siðblindu ykkar svart á hvítu.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2015 kl. 04:10

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 19.3.2015 kl. 06:45

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 19.3.2015 kl. 06:47

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Verðhjöðnun í Danmörku

Þorsteinn Briem, 19.3.2015 kl. 06:49

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hérna er samningurinn og búinn að vera í tvö og hálft ár:

http://www.utanrikisraduneyti.is/media/PDF/Lissabon-sattmali-2.-utgafa-juni-2012.pdf

Ég vil ekki að Ísland gangi í ESB, og þess vegna vil ég að kosið verði um þennan samning sem allra fyrst svo við getum einfaldlega hafnað honum og hætt svo þessum "andskotans sandkassaleik". Það er ég handviss um að mjög margir eru sammála því, og vilja líka kjósa um samninginn sem allra fyrst.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.3.2015 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband