Alþingi er í fjötrum sjálfs sín.

Á Alþingi Íslendinga er aðeins einn stöðugur og þverpólitískur meirihluti: Síðan 1959 eru þetta þeir þingmenn sem eru í svonefndum "öruggum sætum" í kosningum og geta setið rólegir með bjórdósina sína á kosninganótt fullvissir um það að á einhverju kjördæmisþingi eða í prófkjöri með öllum sínum göllum var frá því gengið að þeir kæmust örugglega á þing, og um það breyttu sjálfar kosningarnar engu.

Í fyrri kosningunum 1959 féll forsætisráðherrannn Emil Jónsson í kosningum í kjördæmi sínu í Hafnarfirð og í Austur-Húnavatnssýslu féll forseti Sameinaðs Alþingis, nokkuð, sem hefur verið óhugsandi síðan.

Þessi þverpólitíski meirihluti þingsins hefur verið ómeðvituð undirrót þess að ekki eru komin í gildi lög sem tryggja að í kjörklefanum sjálfum ráði kjósendur því um alla frambjóðendur, en ekki bara þá sem eru í "öruggum sætum", hvort þeir eru kjörnir eða ekki.

Meðan engu fæst haggað um þessa undirrót og fleiri ástæður fyrir vantrausti almennings á Alþingi verður þingið í fjötrum sjálfs sín.  


mbl.is „Þingmaður lét falla hér óviðeigandi orð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi Framsóknarflokksins11% og samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.

Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.

Steini Briem, 3.1.2015

Þorsteinn Briem, 19.3.2015 kl. 07:58

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:

1.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já sögðu 67,5%.


2.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Já sögðu 82,9%.


3.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Já sögðu 57,1%.


4.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Já sögðu 78,4%.


5.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

Já sögðu 66,5%.


6.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Já sögðu 73,3%.

Þorsteinn Briem, 19.3.2015 kl. 08:04

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010


Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þorsteinn Briem, 19.3.2015 kl. 08:07

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

13.3.2015:

Píratar fengju fjórtán þingmenn en Framsóknarflokkurinn sex - Píratar, Samfylking, Björt framtíð og Vinstri grænir samtals 38

Þorsteinn Briem, 19.3.2015 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband