Vaxandi óánægja.

Nú sýnist vera á enda það tímabil, sem stórlækkun eldsneytis hefur valdið því að nokkur stöðugleiki hefur ríkt í íslenska hagkerfinu með lítilli verðbólgu. 

Framundan eru róstur í kjaramálum, sem munu, auk nokkurrar verðhækkunar á eldsneyti, knýja af stað verðbólgu sem mun gera smám samam útaf við kjarabót skuldaleiðréttingarinnar sem hluti kjósenda fékk af almanna fé, sem almennningur sjálfur mun borga á endanum á meðan ekki kemur inn ein einasta króna af stærsta kosningaloforðinu 2013 um 3-400 milljarða frá "hrægömmum og vogunarsjóðum."

Meðan svona er og þegar viðbætist óþarfa frumhlaup utanríkisráðherra Framsóknarflokksins um að fara fram hjá þinginu með bréfi til ESB, sem ekki einu sinni talsmenn stjórnarinnar eru sammála um hvaða merkingu hafi, er ekki að furða að fylgi stjórnarflokkanna samanlagt sé komið niður í þriðjung kjósenda en fylgi stjórnarandstöðuflokkanna samtals tvöfalt meira.

Engan þarf að undra að fylgi Pírata geri þá að stærsta stjórnmálaaflinu og langstærsta stjórnarandstöðuflokknum.

Í gangi er svipað fyrirbæri og skóp stórsigur Besta flokksins í byggðakosningunum 2010, og miðað við dökkandi útlit um horfurnar framundan er hugsanlega ekki séð fyrir endann á góðu gengi Pírata.  

 


mbl.is Píratar stærstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

D og B er drullumall,
druslur þeir og lúðar,
geysi mikið gengisfall,
gengu sér til húðar.

Þorsteinn Briem, 19.3.2015 kl. 14:23

2 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur pólitískur flokkur, fremur fyrirtæki (corporation). Stærstu hluthafar eru þekktir hagsmunahópar; LÍÚ, heildsalar, lögfræðingar, fasteignasalar, athafnamenn (braskarar) etc. Engeyjarættin er veldi innan fyrirtækisins, sem rekið með því markmiði að hámarka veltu og hagnað, oftast á kostnað ríkis og skattgreiðanda, a.k.a. pilsfald-kapítalismus.

Annaðhvort ár er haldinn svokallaður "landsfundur", þar sem nytsamir hillbillar af landsbyggðinni fá að vera með, fá fría gistingu, mat og jafnvel rauðvín af ódýrustu tegund; voða gaman. Ályktanir eru teknar á fundinum sem verða eins og boðorðin 10 fyrir sanna íhaldsmenn: Þú skalt ekki aðra flokka hafa. Þú skalt ekki stela nema frá fátækum etc, etc, etc. Venja er að afglapinn Davíð Oddsson haldi þar ræðu og segi 5 aura brandara, marga, standing ovation.

Allir kátir og glaðir þrátt fyrur óheyrilegan fíflagang. Fyrir neðan link á ræðu Dabba á fundinum 2011. Varúð, aðeins fyrir greindarskerta.

https://www.youtube.com/watch?v=nNnTUxKZP54

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.3.2015 kl. 14:34

3 identicon

Finnst þér ekki leiðinlegt Ómar að hafa sett Íslandshreyfinguna inn í stjórnarandstöðuflokk sem allir eru svona óánægðir með?  Núna æða þau inn í Pírata á flótta undan sjálfum sér.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.3.2015 kl. 14:51

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður er ekki félagi í stjórnmálaflokki og kýs þann sem honum sýnist hverju sinni eins og allir aðrir Íslendingar.

Og veit ekki til þess að Ómar Ragnarsson hafi verið með mér eða einhverjum öðrum í kjörklefanum, Elín Sigurðardóttir.

Þorsteinn Briem, 19.3.2015 kl. 14:57

5 identicon

Ég var að tala við Ómar ekki þig Steini Briem.  Eruð þið kannski einn og sami maðurinn?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.3.2015 kl. 15:01

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég var að tala við þig en ekki Ómar Ragnarsson, Elín Sigurðardóttir.

Þú heldur náttúrlega að það sé bannað að tala við þig eða aðra hér.

Þorsteinn Briem, 19.3.2015 kl. 15:05

7 identicon

Samfylkingin er svo upptekin af því að skipta um nafn og kennitölu að hún áttar sig ekki á því hvað það er krípí að skrifa innblásinn pistil um hústökufólk og styðja síðan hústökufólkið til valda.

http://www.dv.is/kosningar/greinar/2014/5/29/er-hustokufolk-i-borgarstjorn/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.3.2015 kl. 15:44

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi getur fólk kosið þá sem því sýnist hverju sinni í leynilegum kosningum ef Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa enn ekki áttað sig á því.

Geta Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn komið með eitthvað málefnalegt?!

Þorsteinn Briem, 19.3.2015 kl. 16:42

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árni Johnsen var þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn til 2013 og lýðræðislega kjörinn, þrátt fyrir ýmsa vankanta.

Þorsteinn Briem, 19.3.2015 kl. 16:55

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mynd með færslu

Þorsteinn Briem, 19.3.2015 kl. 16:59

11 identicon

Þetta fer allt í sama horfið engar áhyggjur

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 19.3.2015 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband