20.3.2015 | 10:15
1954 á toppnum hjá mér.
Það fer mikið eftir aðstæðum hversu áhrifamikið er að verða vitni að sólmyrkva, skýjafari, tíma dags, hvort jörð er hvít eða auð og hvort það er hásumar eða ekki.
Kosturinn við myrkvann núna var líka helsti ókostur hans, þ. e. hve bjart var meðan hann gekk yfir og rökkvunin því ekki eins mikil.
Þótt jörð sé að miklu leyti auð eru fjöll hvít og víða skaflar enn, og því var birtan svo mikil ef endurkasti himinbirtunnar, þautt dauf væeri þegar myrkvinn var mestur, að rökkvunin naut sín síður með því að fylgjast með henni með berum augum.
Því kom myrkvinn best út fyrir þá sem voru með dökk sólmyrkvagleraugu.
Af því að það er enn ekki komið sumar féll út það fyrirbæri, sem er eftirminnilegast af öllum í sólmyrkvunum 1954, 2003 og 2015, það hvernig fuglarnir þögnuðu og fóru að sofa.
Það var skýjað, þar sem ég upplifði myrkvann í sveit 1954 og þess vegna varð mun dimmara en ef það hefði verið heiður himinn, að ég nú ekki tali um hvíta jörð.
Eins og sjá mátti af myndum, sem ég tók af myrkvanum frá Ólafsfjarðarmúla 2003 og sýndar voru í fréttatíma Sjónvarpsins í gærkvöldi, var sólin það lágt á lofti, að myrkvinn kom furðu vel fram á myndum, þótt hann væri skilgreindur sem deilarmyrkvi frekar en almyrkvi.
Ef ég á að velja á milli þessara þriggja myrkva síðan 1954, lendir sá fyrst í fyrsta sæti sem upplifun.
Kannski er það vegna þess að hann var fyrstur og 13 ára aldur skilar afar sterkt minningum um eitthvað sem maður upplifir fyrst á ævinni, en það, hvernig náttúran lagðist til svefns í rökkri um hábjartan dag hafði mest áhrif og skilar þeim myrkva í efsta sætið hjá mér.
Fylgstu með sólmyrkvanum í beinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Source: Aviation Safety Network
Þorsteinn Briem, 26.3.2015 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.