Nokkur dæmi úr fortíðinni.

Saga jafnaðarmanna á Íslandi geymir nokkur dæmi um framboð á móti sitjandi formanni. 

1952 bauð Hannibal Valdimarsson sig fram en Stefán Jóhann Stefánsson hafði þá verið formaður flokkins í 14 ár. Hannibal náði kjöri sem entist honum til setu í stólnum í tvö ár, en þá tók Haraldur Guðmundsson við formennsku.  

1984 bauð sonur hans, Jón Baldvin Hannibalsson, sig fram gegn sitjandi formanni, Kjartani Jóhannssyni, og hafði betur. 

1994 bauð Jóhanna Sigurðardóttir sig fram gegn Jóni Baldvini, en laut í lægra haldi og stofnaði Þjóðvaka í framhaldinu. 

Í öll þessi skipti voru framboðin að mestu undir þeim formerkjum, að flokkurinn þyrfti að sækja í sig veðrið meðal kjósenda með breytingum á forystu hans. 

Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu mála nú. 


mbl.is „Eigum ekki að hræðast breytingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nýr jakki sama röddin.  Þetta snýst ekki um formanninn heldur stefnuna.  ESB þráhyggjan er ekki að virka.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.3.2015 kl. 12:04

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég vissi ekki að þráhyggja Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins væri að virka.

Þorsteinn Briem, 20.3.2015 kl. 12:22

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi Framsóknarflokksins11% og samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.

Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.

Steini Briem, 3.1.2015

Þorsteinn Briem, 20.3.2015 kl. 12:25

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 20.3.2015 kl. 12:28

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

13.3.2015:

Píratar fengju fjórtán þingmenn en Framsóknarflokkurinn sex - Píratar, Samfylking, Björt framtíð og Vinstri grænir samtals 38

Þorsteinn Briem, 20.3.2015 kl. 12:30

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:

1.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já sögðu 67,5%.


2.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Já sögðu 82,9%.


3.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Já sögðu 57,1%.


4.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Já sögðu 78,4%.


5.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

Já sögðu 66,5%.


6.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Já sögðu 73,3%.

Þorsteinn Briem, 20.3.2015 kl. 12:32

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010


Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þorsteinn Briem, 20.3.2015 kl. 12:33

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er þingræði og ríkisstjórnin er ekki Alþingi.

Og Alþingi hefur ekki veitt utanríkisráðherra umboð til að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er því enn í fullu gildi.

Skýringar við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

Þorsteinn Briem, 20.3.2015 kl. 12:34

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 20.3.2015 kl. 12:35

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 20.3.2015 kl. 12:36

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Verðhjöðnun í Danmörku

Þorsteinn Briem, 20.3.2015 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband