Gult spjald þýðir að það má ekki koma annað gult.

Þegar öflugur knattspyrnumaður fær gult spjald í leik, er hann kominn í nýja aðstöðu í leiknum, því að þá má hann ekki fá annað gult spjald, - samkvæmt reglunum þýða tvö gul spjöld eitt rautt spjald. 

Eftir eitt gult spjald verður hann að vanda sig alveg sérstaklega.

Svipað er í körfuboltanum. Þegar menn hafa fengið á sig fimm villur jafngildir það rauðu spjaldi.  

Þetta viðurkennir Árni Páll Árnason eftir eitt óvenjulegasta formannskjör sögunnar í íslenskum flokki.

Honum er svo sannarlega vandi á höndum.  


mbl.is „Þarf að vanda mig í framhaldinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson líka knattspyrnumaður?

Þorsteinn Briem, 20.3.2015 kl. 23:25

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flokksræðið er að liðast í sundur! Það sem er rotið innanfrá getur ekki annað en drepist það á við um flokksræðismafíu Íslands líka.surprised

Sigurður Haraldsson, 20.3.2015 kl. 23:40

3 identicon

Mikið djöfulli fer þessi Steini Briem í taugarnar á mér.  Ómar, hann er að eyðileggja bloggið þigg.

Steini minn.  Stofnaðu blogg þar sem þú sjálfur getur látið ljós þitt skína.  Ekki eyðileggja fyrir öðrum.

Það er ömurlegt að þú skulir fylla athugasemdardálkinn hans Ómars af skít.

Ónefndur (IP-tala skráð) 21.3.2015 kl. 00:22

4 identicon

Fyrsta villa Árna Páls var hörmungarframmistaða hans sem ráðherra.

Önnur villa Árna Páls var að jarða stjórnarskrárfrumvarpið.

Þriðja villa Árna Páls var að gertapa kosningunum 2013.

Fjórða villa Árna Páls voru þessi úrslit í formannskjörinu.

Svo notuð sé körfuboltalíking. Í fótbolta væri fyrir löngu búið að henda þessum manni útaf. Á sjó fengi hann ekki fleiri tækifæri. Maðurinn bara fiskar ekki.

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 21.3.2015 kl. 00:29

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem fara í taugarnar á Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum hafa alltaf verið á réttri leið, eins og dæmin sanna.

Þorsteinn Briem, 21.3.2015 kl. 07:24

6 identicon

Arni Pall är rökt! Han kan inte fortsätta efter detta mycket egendomliga röstande om ordföranden ,fem i tolv, och utgången av det.

Kassandra (IP-tala skráð) 21.3.2015 kl. 09:06

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Burtséð frá því hvaða stjórnmálaflokka menn hafa kosið hafa þessi atriði einfaldlega ekki virkað:

Stóriðjustefnan:

Djöfulgangur sumra gegn náttúru Íslands, sem vilja láta ríkið sjá um að skapa atvinnu á örfáum stöðum á landinu með gríðarlegri raforkunotkun stóriðju, þegar einkafyrirtæki hafa með margfalt minni tilkostnaði skapað miklu meiri atvinnu og útflutningsverðmæti með til að mynda ferðaþjónustu í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.

Hernaðurinn gegn höfuðborgarsvæðinu:

Djöfulgangur sumra á landsbyggðinni, sem halda því fram að fyrirtæki utan höfuðborgarsvæðisins skapi hér flest störf og mestu tekjurnar og greiði þar að auki mestu skattana, sem er í engu samræmi við staðreyndir.

Hernaðurinn gegn Reykjavík:

Djöfulgangur sumra gegn því að flytja Reykjavíkurflugvöll af Vatnsmýrarsvæðinu og virða þannig í engu meirihlutaeign Reykjavíkurborgar og einkaaðila á svæðinu.

Hernaðurinn gegn 101 Reykjavík:

Djöfulgangur sumra sem fullyrða að íbúar þessa svæðis geri ekkert annað en að fá sér kaffi á kaffihúsum, þegar það er staðreynd að í engu öðru póstnúmeri á landinu eru skapaðar meiri gjaldeyristekjur.

Hernaðurinn gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu:

Djöfulgangur sumra gegn því að Ísland geri samning um aðild landsins að Evrópusambandinu, sem kosið verði um í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hernaðurinn gegn nýrri stjórnarskrá:

Djöfulgangur sumra gegn því að stjórnarskrá landsins verði breytt til að auka hér lýðræði.

Enginn Pírati hefur svo ég viti tekið nokkurn þátt í einhverjum af þessum djöfulgangi.

Þorsteinn Briem, 21.3.2015 kl. 09:14

8 identicon

árni páll hefur ekki feingið frið innan flokksins til að vinna. þegar hann varð formaður  var það ekki með velvild flokksforustunar. en sjáum til en hef ég trú á honum þó ég ekki hrifin af stefnu samfylkíngarinar. hhvað skildu margir vera í stjorn samfylkíngarinnar sem eru verkamen er elíta samfylkíngarinnar ekki að mestu skipuð mentafólki sem géta varla samsvarað sig með verkalýðnum  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 21.3.2015 kl. 09:39

9 identicon

Íþróttasamlíking á ekki við í þessu tilfelli.  Kristrún Heimisdóttir greinir þetta vel.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.3.2015 kl. 10:08

11 identicon

Sæll Ómar.

Mér sýnist dómarinn muni nota fyrsta tækifæri
til að losa sig við þennan leikmann út af vellinum.

Svo er rétt að minna á formannskjör Framsóknarflokksins!
(örfá atkvæði skildu að þá Sigmund Davíð og Höskuld, -
hver trúir því nú!)

Húsari. (IP-tala skráð) 21.3.2015 kl. 12:43

12 identicon

Sæll Ómar.

Eftir formannskjör var Árna Páli þegar skákað til hliðar.

Nú er ráð fyrir Árna Pál að taka það besta úr taktik
þeirra sem enginn man eftir þeirra Jóns á Akri og
Björns frá Löngumýri, - koma útúr skelinni og spila þetta
uppá eigin persónutöfra; taka sénsa, hann hefur hvort eð er
engu að tapa en allt að vinna.

Húsari. (IP-tala skráð) 21.3.2015 kl. 13:07

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar öflugur knattspyrnumaður fær gult spjald á það ekki að þýða það að hann sé búinn að vera í leiknum. Það fer allt eftir því hvernig hann bregst við, hvort honum auðnast að snúa stöðunni sér í vil og spila sem best úr henni. 

Ómar Ragnarsson, 21.3.2015 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband