21.3.2015 | 09:22
Draumurinn um endurvakið veldi Sovétríkjanna.
Sagt er að Vladimir Putín hafi gengið hryggur út af einum af fundum leiðtoga Bandaríkjamanna og Rússa, þegar Sovétríkin liðuðust í sundur, og heitið því að gera allt sem hann gæti til að endurvekja fyrra veldi stórveldisins, sem staðið hafði allt frá keisaratímanum í gegnum Sovéttímann og endað með öðru af tveimur voldugustu risaveldum síðari hluta 20. aldar.
Eitt það hættulegasta sem hægt er að hugsa sér í alþjóða stjórnmálum er særður og smánaður risi, sem liggur sem lamaður og finnst hann hafa verið beittur órétti.
Þetta fannst Frökkum eftir niðurlæginguna 1870 og Þjóðverjum eftir hefnd Frakka og auðmýkinguna 1918-19.
Ef Pútín hefur enn í huga rúmlega 20 ára gamlan draum sinn er hægt að útskýra flest af því sem hann segir og gerir út frá því, til dæmis ummæli hans um að það komi til mála að beita kjarnorkuvopnum við aðstæður eins og voru þegar Krímskaginn var innlimaður og hætta var á hörðum afskiptum annarra þjóða.
Vill sameiginlegan gjaldmiðil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Eitt það hættulegasta sem hægt er að hugsa sér í alþjóða stjórnmálum er særður og smánaður risi, sem liggur sem lamaður og finnst hann hafa verið beittur órétti."
Það hættulegasta í alþjóða stjórnmálum er að láta þann sem finnst hann hafa verið beittur órétti valta yfir allt og alla þar til hann nær sínu takmarki á öllum sviðum.
Þorsteinn Briem, 21.3.2015 kl. 09:41
Þú byrjar á því að segja "sagt er" og ég vil gjarnan fá að vita hver heimildin er.
í öðru Lagi: Ef þú getur sýnt fram á að hann hafi sagt þetta, ertu þá að gefa í skyn að hann ætli að hefja ríkið til fornrar frægðar sovétkommúnisma eða bara til fyrri reisnar eða máttar?
Þú segir svo að þetta hafi "frökkum" og "þjóðverjum" líka fundist eftir sína niðurlægingu, án þess þó að þú getir heimildar fyrir því.
Mymdu íslendingar óska þess með sér eftir djúpa niðurlægingu að öðlast fyrri reisn? Myndi venjulegur maður óska þess eftir slíka reynslu?
Hvar kemur svo fram að Pútín hhafið talið möguleika á beitingu kjarnavopna við innlimun Krímskaga? Hefur alveg farið fram hjá mér, svo það væri gaman að fá tilvísun í þau ummæli.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.3.2015 kl. 10:58
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/03/15/var_tilbuinn_ad_bruka_kjarnorkuvopn/
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 21.3.2015 kl. 12:01
Furða mig á þessari áráttu og þráhyggju Ómar Rangnars, að það sé sögulega séð í lagi að Rússland níðist á nágrannalöndum, því það hafi einu sinni verið stórveldi, sem það í rauninni aldrei var, þrátt fyrir kjarnorkuvopnin.
Steini Briem er frekar með þetta.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.3.2015 kl. 13:53
Þú misskilur mig, Haukur, - mér fínnst það þvert á móti ógnvænlegt ef þetta, sem ég blogga um, er það sem knýr Pútín áfram og hef áður bloggað um það sem hið versta mál að hann skuli hafa endurvakið hina geigvænlegu GAGA-stefnu í kjarnorkumálum.
Það er afar ískyggilegt ef Pútin er að fiska í sama grugguga vatninu og Hitler gerði á sínum tíma.
Ómar Ragnarsson, 21.3.2015 kl. 14:22
Rússar misstu 20 milljónir í stríðinu. Það er bæði ljótt og dómgreindarlaust að líkja Pútín við Hitler.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.3.2015 kl. 16:27
Pútín kallinn segir SÍS,
með sínum hjartans vini,
upp á fór hann Óla grís,
í útreiðar þar skyni.
Þorsteinn Briem, 21.3.2015 kl. 16:38
Er þetta ekki svaravert ???????????? eða hentar ekki að svara:
"Þú byrjar á því að segja "sagt er" og ég vil gjarnan fá að vita hver heimildin er."
hallo (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 08:49
Ólyginn sagði mér. Þetta var Gróa á Leiti.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 11:22
Geta Íslendingar sótt um aðild að þessu nýa myntbandalagi?
Sigurður Þórðarson, 23.3.2015 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.