21.3.2015 | 23:23
Ungt baráttufólk fyrir jafnrétti kynslóðanna.
Það er gleðilegt þegar öflugt ungt fólk tekur upp glæsilega baráttu fyrir réttindum óborinna kynslóða og baráttu gegn rányrkju.
Hvort tveggja á við um olíuvinnslu á Drekasvæðinu og verndun íslenskra náttúruverðmæta.
330 þúsund Íslendingar hafa ekki siðferðilegt leyfi til að hrifsa til sín af skammsýni og græði verðmæti eða eyðileggja verðmæti, sem varða milljónir manna, sem eiga eftir byggja þetta land.
Síðan sóknin fyrir því að gera okkur að olíuþjóð hófst um síðustu aldamót hefur engin alvöru umræða farið fram hér á landi um það mál.
Íslenskir ráðamenn í öllum flokkum hafa verið samhentir í því að reka þessa stefnu á þann hátt að hún væri að þeirra eigin mati svo sjálfsögð að ekki þyrfti að kanna málið á þann hátt sem svo stórt grundvallarmál á skilið.
Síðastur í þeirri atburðarás var Steingrímur J. Sigfússon, sem fékk það samþykkt að heimila rannsóknir og olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
Á síðasta ári hélt Samfylkingin vandað og afar fróðlegt málþing um olíuvinnslumálið, setti síðan nefnd í að fylgja því eftir með frekari athugun, og í morgun var haldinn fundur um það á Hótel Sögu.
Myndin sem blasti við eftir þetta brautryðjendastarf á þessu sviði var skýr.
1.
Þetta er glapræði. Eins og nú háttar málum er og verður vinnslukostnaður olíu á Drekasvæðinu miklu hærri en heldur en söluhagnaður. Sádi-Arabar, sem eru og hafa verið stærstir í olíuframleiðslunni og slungnastir allra, virðast ætla að spila þannig úr spilum sínum með hliðsjón af ógnarhröðum framförum í nýtingu annarra orkugjafa, að þeir sitji ekki á endanum uppi með ónýtta olíu ef svo fer að aðrir orkugjafar taki við. Þeir hafa ekki tekið í mál að minnka framboðið á olíu til að hækka verðið.
2.
Þetta er umhverfislega rangt á sama tíma sem alþjóðleg viðleitni til að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda birtist í alls kyns aðgerðum til að koma í veg fyrir útblásturinn. Það er einber hræsni að gapa um það hvar sem því verður við komið, að við séum í fararbroddi í nýtingu hreinna og endurnýjanlegra orkugjafa á sama tíma og við erum með þá stefnu að leggja okkur fram um að lengja olíuöldina sem mest.
3.
Þetta heyrir undir jafnréttismál. Það felur í sér brot gegn jafnrétti kynslóðanna, að ein kynslóð telji sér það sæmandi að hrifsa til sín verðmæti frá þeirri kynslóð framtíðarinnar, sem hugsanlega þyrfti í hreinni neyð á þessari olíu að halda, verði hún á annað borð vinnanleg. (Yfirleitt endast olíulindir ekki nema 1-3 kynslóðir).
Þótt við látum Drekann liggja, ef það má orða það svo, fer þessi olía ekki neitt ef við látum hana óhreyfða. Við eyðileggjum ekki neitt eða sóum neinu með því að láta hana liggja.
Um þá hegðun okkar að hrifsa til okkar olíuna frá einhverri af framtíðar kynslóðum landsins, gildir það orðalag að við skirrumst ekki við að beita afkomendur okkar órétti, - en óréttur er orð sem einu sinni var í einu af megin kjörorðum Sjálfstæðisflokksins, - gjör rétt, þol ei órétt.
Væri betur ef það kjörorð yrði rifjað upp á ný og farið eftir því.
Um einn stóran þjóðgarð á miðhálendi Íslands gildir það, að um er að ræða náttúruverðmæti, sem fela í sér mestu verðmæti landsins ásamt mannauðnum.
Með því að vaða um þetta svæði með mannvirkjakraðaki, risaháspennulínum, upphleyptum hraðbrautum, stíflum og miðlunarlónum, sem fyllast upp af jökulauri, auk jarðvarmavirkjana með sínum stöðvarhúsum, skiljuhúsum og gufuleiðslum eru unnin óafturkræf spjöll sem ekki er hægt að bæta.
Verndunarnýting er hin vegar gerólík virkjananýtingu að því leyti, að verndun kemur ekki í veg fyrir að virkjað verði síðar, en virkjanir með óafturkræfum áhrifum koma í veg fyrir verndun síðar.
Tók stórt stökk inn í framtíðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aukin lífsgæði þýða ekki sjálfkrafa meiri mengun, því að sjálfsögðu er hægt að öðlast aukin lífsgæði án aukinnar mengunar í heiminum.
Líf og heilsa og þar af leiðandi sem minnst mengun eru alls staðar í heiminum mestu lífsgæðin.
Og að sjálfsögðu er hægt að auka hagvöxt án aukinnar mengunar.
Þorsteinn Briem, 21.3.2015 kl. 23:28
"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."
Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007
Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD
Þorsteinn Briem, 21.3.2015 kl. 23:28
4.3.2015:
Breski seðlabankinn varar við "kolefnabólu"
Þorsteinn Briem, 21.3.2015 kl. 23:29
Þeir sem ekki eru á ferðalögum utan síns heimabæjar ferðast þar flestir nær daglega til og frá skóla og vinnu. Og fólk er yfirleitt ekki á ferðalögum utan síns heimabæjar nema nokkrar vikur á ári.
Langflestir menga því mun meira í sínum heimabæ en utan hans, hvort sem þeir búa hérlendis eða erlendis.
Í hverri rútu og flugvél eru yfirleitt fjölmargir farþegar en í hverjum einkabíl á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi er eingöngu bílstjórinn í fjölmörgum tilfellum.
Ef erlendir ferðamenn kæmu ekki hingað til Íslands myndu þeir ferðast til annarra landa og menga álíka mikið í þeim ferðum.
Og innan við 1% af flugvélaflota Evrópu flýgur með farþega sem hér dvelja.
Þorsteinn Briem, 21.3.2015 kl. 23:30
4.3.2015:
Um 139 milljarða króna afgangur af þjónustuútflutningi en 11 milljarða króna halli á vöruskiptum í fyrra, 2014
4.3.2015:
Útflutningstekjur ferðaþjónustunnar hafa tvöfaldast frá 2009 - Verulegur tekjusamdráttur af þjónustu tengdri útflutningi álvera
Þorsteinn Briem, 21.3.2015 kl. 23:30
4.3.2015:
Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu 302 milljarðar króna í fyrra - Stærsta útflutningsgreinin
4.3.2015:
1.35 million tourists this year - 45% of all new jobs created since 2010
Þorsteinn Briem, 21.3.2015 kl. 23:31
19.1.2015:
Sádar segjast geta þraukað í að minnsta kosti átta ár þótt olíuverð haldist áfram lágt
Þorsteinn Briem, 21.3.2015 kl. 23:36
19.1.2015:
Iran sees no OPEC shift toward a cut, says oil industry could withstand $25 crude
Þorsteinn Briem, 21.3.2015 kl. 23:38
20.1.2015:
Statoil hefur ekki áhuga á Noregshluta Drekasvæðisins
Þorsteinn Briem, 21.3.2015 kl. 23:39
Útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja voru 238 milljarðar króna árið 2012 og ekki þarf nema örlítið brot af þeirri upphæð til að stækka hér bílastæði, bæta salernisaðstöðu, leggja nýja göngustíga og viðhalda þeim gömlu.
Og íslenska ríkið fær stóran hlut af þeim tekjum sem skatt þessara fyrirtækja.
Þar af leiðandi er engin ástæða til að leggja hér á Íslandi sérstakan skatt á erlenda ferðamenn vegna einhverra göngustíga.
Íslenskir og erlendir ferðamenn geta að sjálfsögðu greitt fyrir afnot af salernum og bæði íslenskir og erlendir ferðamenn nota hér göngustíga.
Og að sjálfsögðu greiða ferðamenn fyrir leiðsögn og gistingu.
Þorsteinn Briem, 21.3.2015 kl. 23:41
"Vinna við landvörslu í sumar minnkar um helming frá því í fyrra vegna lægri fjárframlaga til Umhverfisstofnunar.
Landverðir starfa í íslenskum þjóðgörðum og á náttúruverndarsvæðum á sumrin.
Þeir taka á móti gestum, veita upplýsingar og fræðslu, gæta þess að ákvæði friðlýsingar og náttúruverndarlaga séu virt, hafa eftirlit með umferð og umgengni og sjá um framkvæmdir eins og að leggja göngustíga og halda tjaldsvæðum við."
Vinna við landvörslu minnkar um helming frá því í fyrra vegna minni fjárframlaga
Þorsteinn Briem, 21.3.2015 kl. 23:43
18.3.2014:
"Skoðanakönnun Capacent Gallup hefur sýnt fram á víðtækan stuðning við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.
Um 56% aðspurðra voru því hlynnt, einungis 17,8% andvíg og 26,2% tóku ekki afstöðu.
Hugmyndin átti vísan stuðning meðal kjósenda allra stjórnmálaflokka, meðal allra aldurshópa og um allt land."
Þorsteinn Briem, 22.3.2015 kl. 00:09
9.3.2015:
"Raforkuframleiðsla hér á landi hefur nærri tvöfaldast á mann undanfarinn áratug.
Norðmenn eru ekki nema rúmir hálfdrættingar í raforkuframleiðslu á mann."
"Orkustofnun hefur tekið saman heildarraforkuframleiðsluna í fyrra og nam hún 18.120 gígavattstundum."
"Raforkuframleiðsla á hvern íbúa nam tæpum 56 megavattstundum í fyrra.
Árið 2004 nam hún tæpum 30 megavattstundum og aukningin nemur 90 prósentum.
Magnús Júlíusson verkfræðingur á Orkustofnun segir að Norðmenn komi næstir á eftir okkur en þeir hafi um 30 megavattsstundir á íbúa.
Stöðug aukning hefur verið síðustu áratugi. Mesta stökkið varð þegar Kárahnjúkavirkjun var tekin í gagnið í nóvemberlok 2007.
Heimilin nota aðeins fimm af hundraði rafmagnsins en stóriðjan 80 af hundraði."
Þorsteinn Briem, 22.3.2015 kl. 00:10
Framboð á olíu verður aldrei til þess að notkun olíu aukist. Notkun olíu verður engin þegar aðrir og betri kostir bjóðast. Að halda því fram að aukið framboð á olíu auki olíunotkun er barnaleg heimska. Hugsanleg olíuvinnsla íslendinga mun því ekki auka olíunotkun. Þess utan er ekki mark á fólki takandi sem notar olíu, en ætlast engu að síður til þess að aðrir dragi úr sinni notkun. Ekkert mark og slíkum hræsnurum takandi.
Bjarni (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 00:25
Samtök iðnaðarins:
"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.
Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi..
Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.
Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.
Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.
Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu, einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en um 70% eru flutt úr landi."
Þorsteinn Briem, 22.3.2015 kl. 00:25
23.3.2015:
"Árið 2001 spáði Vilhjálmur Bjarnason þingmaður og þáverandi sérfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun því að hingað til lands myndi koma um ein milljón ferðamanna árið 2016 ... en talan fékkst meðal annars með því að framreikna þá fjölgun sem varð á ferðamönnum milli áranna 1990 og 2000."
Spáin reyndist nærri lagi
Þorsteinn Briem, 23.3.2015 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.