23.3.2015 | 11:29
Reglurnar trufluðu eðlilegt fyrirbæri.
Umræðan um formannskosningarnar í Samfylkingunni hræra öllu saman í einn graut og það veldur því að sumir komast að þeirri niðurstöðu að það sé fullkomlega óeðlilegt og til vandræða fyrir stjórnmálaflokk ef einhverjir bjóða sig fram gegn sitjandi formanni.
Þetta er einkennileg sýn á lýðræði og þann kost þess að laða fram bestu stefnuna og besta fólkið til að bera hana fram.
Samfylkingin hefur verið með sérstöðu meðal stjórnmálaflokka varðandi það að láta alla stuðningsmenn sína hafa tækifæri til að taka þátt í vali á forystumanni.
Í þetta skipti kom í ljós að samkvæmt reglunum var sá möguleiki fyrir hendi að framboð kæmi það seint fram, að einungis landsfundarfulltrúar gætu kosið, en það er nú samt sami háttur og hafður er á hjá til dæmis Sjálfstæðisflokknum, og enginn virðist sjá neitt athugavert við.
Nútíma tækni hlýtur að geta gert það mögulegt að allir flokksmenn geti kosið, hvar sem þeir eru staddir á landinu með skemmri fyrirvara en nú er.
Verkefnið hlýtur að vera að finna lausn á því máli.
Allar þær vangaveltur og getsakir sem uppi hafa verið út af kosningunni nú hafa sýnt, að það voru fyrst og fremst kosningareglurnar og hugsanleg áhrif þeirra sem trufluðu það eðlilega, sjálfsagða og nauðsynlega fyrirbæri í lýðræði að laða fram bestu kraftana til þess að kynna, berjast fyrir og bera fram bestu fáanlegu stefnuna.
Og landsfundur á miðju kjörtímabili er kjörið tækifæri fyrir forystumenn hvers flokks til að á leiða fram traust á þeim til góðra verka.
En það þarf að búa svo um hnúta að slíkt traust sé eins víðtækt og unnt er, til dæmis með því að búa svo um hnúta að allir stuðningsmenn viðkomandi flokks geti tekið þátt í vali forystumanna hans og þeim nauðsynlegu umræðum um þá og stefnu þeirra sem eru grundvöllur lýðræðis.
Það hlýtur að tæknilega mögulegt á okkar tímum að færa slíkt val sem næst landsfundinum sjálfum.
Ekki deilt í fyrsta sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eru greinilega skrýtnar reglurnar sem bjóða upp á að formaður sé kosinn með einhverjum 3.500 atkvæðum, en svo sé hægt að setja hann af með 250 atkvæðum á næsta fundi. Það er aðallega það sem mörgum finnst skrýtið.
Mig minnir að hinir misgömlu flokkarnir láti landsfundinn um valið og séu ekki að blanda saman aðferðum, þó sjálfsagt hafi það eflaust verið rætt í þeim flestum eða öllum að færa það vald beint til flokksmanna. Hér er þó allavega dæmi um hvernig á ekki að standa að slíku.
ls (IP-tala skráð) 23.3.2015 kl. 12:09
Þarna vega 240 atkvæði þyngra en 3500. Samfylking tekur sama pól í hæðina í flugvallarmálinu - skyldi engan undra. Það fyndna er að þessi flokkur þykist berjast fyrir lýðræðisumbótum.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.3.2015 kl. 12:14
"Samfylking tekur sama pól í hæðina í flugvallarmálinu - skyldi engan undra."
Undirskriftir árið 2013 um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.
Þorsteinn Briem, 23.3.2015 kl. 12:20
20.9.2013:
"Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is.
Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri.
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni.
En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23 prósent kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins."
Þorsteinn Briem, 23.3.2015 kl. 12:21
25.10.2013:
"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.
Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:"
"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."
"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."
Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)
Þorsteinn Briem, 23.3.2015 kl. 12:24
Til eru fleiri kostir fyrir nýtt flugvallarstæði á höfuðborgarsvæðinu en Hólmsheiði, enda er Rögnunefndin að skoða fleiri kosti.
Það er nefndarinnar að finna út úr því hvaða kostir uppfylla kröfur fyrir nýju flugvallarstæði en ekki einhverra annarra.
Og harla einkennilegt að halda því fram að Reykjavíkurborg skilji ekki gildi Reykjavíkurflugvallar fyrir þjóðarbúið þegar það er ekki stefna borgarinnar að leggja flugvöllinn niður.
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu og því ekki þeirra að gera einhverjar uppfyllingar út í sjó vegna Reykjavíkurflugvallar.
Ríkið á að sjálfsögðu að standa við þá samninga sem það sjálft hefur skrifað undir en þeir sem kalla sjálfa sig flugvallarvini virðast líta gjörsamlega framhjá til að mynda ofangreindu samkomulagi.
Og ekki veit ég til þess að til séu óvinir flugvalla.
Ef menn vilja gagnrýna eitthvað eiga þeir að sjálfsögðu að gera það á réttum forsendum.
Þorsteinn Briem, 23.3.2015 kl. 12:26
Það virðist vera einhver lenska í Samfylkingunni að æða af stað með eitthvað rugl og láta síðan kjósendur kjósa um a, b, c, eða d lið í ruglinu. Hvernig væri að spyrja fyrst áður en ætt er af stað? Er það til siðs í Samfylkingunni að draga fólk á hárinu á veitingastað og neyða það til að renna í gegnum matseðilinn? Þetta er svo frumstætt. Spyrja fyrst. Almenn kurteisi.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.3.2015 kl. 12:32
"Það fyndna er að þessi flokkur þykist berjast fyrir lýðræðisumbótum."
"Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:
"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."
Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:
"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."
Og daginn eftir á Stöð 2:
"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."
Þorsteinn Briem, 23.3.2015 kl. 12:34
25.2.2014:
Mikill meirihluti kjósenda allra flokka á Alþingi vill þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið
Þorsteinn Briem, 23.3.2015 kl. 12:34
Elín Sigurðardóttir segist í samtali við Morgunblaðið þurfa lengri forleik
Þorsteinn Briem, 23.3.2015 kl. 12:43
Elín hún vill langan leik,
lítið fyrir stuttan,
ekkert fyrir Samfó sleik,
en soldið fyrir puttann.
Þorsteinn Briem, 23.3.2015 kl. 12:48
Þorsteinn Briem, 23.3.2015 kl. 12:50
21.3.2015 (í fyrradag):
Píratar fengju nítján þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn fimmtán, Samfylking tíu, Framsóknarflokkurinn sjö, Björt framtíð sex og Vinstri grænir sex
Þorsteinn Briem, 23.3.2015 kl. 12:58
Burtséð frá því hvaða stjórnmálaflokka menn hafa kosið hafa þessi atriði einfaldlega ekki virkað:
Stóriðjustefnan:
Djöfulgangur sumra gegn náttúru Íslands, sem vilja láta ríkið sjá um að skapa atvinnu á örfáum stöðum á landinu með gríðarlegri raforkunotkun stóriðju, þegar einkafyrirtæki hafa með margfalt minni tilkostnaði skapað miklu meiri atvinnu og útflutningsverðmæti með til að mynda ferðaþjónustu í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.
Hernaðurinn gegn höfuðborgarsvæðinu:
Djöfulgangur sumra á landsbyggðinni, sem halda því fram að fyrirtæki utan höfuðborgarsvæðisins skapi hér flest störf og mestu tekjurnar og greiði þar að auki mestu skattana, sem er í engu samræmi við staðreyndir.
Hernaðurinn gegn Reykjavík:
Djöfulgangur sumra gegn því að flytja Reykjavíkurflugvöll af Vatnsmýrarsvæðinu og virða þannig í engu meirihlutaeign Reykjavíkurborgar og einkaaðila á svæðinu.
Hernaðurinn gegn 101 Reykjavík:
Djöfulgangur sumra sem fullyrða að íbúar þessa svæðis geri ekkert annað en að fá sér kaffi á kaffihúsum, þegar það er staðreynd að í engu öðru póstnúmeri á landinu eru skapaðar meiri gjaldeyristekjur.
Hernaðurinn gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu:
Djöfulgangur sumra gegn því að Ísland geri samning um aðild landsins að Evrópusambandinu, sem kosið verði um í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hernaðurinn gegn nýrri stjórnarskrá:
Djöfulgangur sumra gegn því að stjórnarskrá landsins verði breytt til að auka hér lýðræði.
Enginn Pírati hefur svo ég viti tekið nokkurn þátt í einhverjum af þessum djöfulgangi.
Þorsteinn Briem, 23.3.2015 kl. 13:02
Ferðaþjónustan hefur vaxið mikið hér á Íslandi undanfarin ár meðal annars vegna þess að gengi íslensku krónunnar var alltof hátt og ekki innistæða fyrir þessu háa gengi.
23.3.2015 (í dag):
"Árið 2001 spáði Vilhjálmur Bjarnason þingmaður og þáverandi sérfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun því að hingað til lands myndi koma um ein milljón ferðamanna árið 2016 ... en talan fékkst meðal annars með því að framreikna þá fjölgun sem varð á ferðamönnum milli áranna 1990 og 2000."
Spáin reyndist nærri lagi
Þorsteinn Briem, 23.3.2015 kl. 13:08
Einhver minnist á flugvöll og Voila!
Kominn tengill á nefnd sem átti ekki að vera til lengur.
ls (IP-tala skráð) 23.3.2015 kl. 13:11
23.3.2015 (í dag):
Fyrrverandi olíumálaráðherrann
Þorsteinn Briem, 23.3.2015 kl. 13:14
20.1.2015:
Statoil hefur ekki áhuga á Noregshluta Drekasvæðisins
Þorsteinn Briem, 23.3.2015 kl. 13:46
4.3.2015:
Breski seðlabankinn varar við "kolefnabólu"
Þorsteinn Briem, 23.3.2015 kl. 13:47
19.1.2015:
Sádar segjast geta þraukað í að minnsta kosti átta ár þótt olíuverð haldist áfram lágt
Þorsteinn Briem, 23.3.2015 kl. 13:48
19.1.2015:
Iran sees no OPEC shift toward a cut, says oil industry could withstand $25 crude
Þorsteinn Briem, 23.3.2015 kl. 13:49
"Samfylking tekur sama pól í hæðina í flugvallarmálinu - skyldi engan undra."
Undirskriftir árið 2013 um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.
Steini Briem, 23.3.2015 kl. 12:20
Þú ert svo gefin fyrir staðreyndir, þá skulum við hafa þetta á hreinu, varðandi einu kosningarnar sem haldnar hafa verið um flugvöllinn;
Spurt verður: „Vilt þú að flugvöllur verði i Vatnsmýri eftir árið 2016 eða vilt þú að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri eftir árið 2016?“
Ennfremur samþykkti meirihluti borgarráðs i gær, með vísan í sveitarstjórnarlög, að atkvæðagreiðslan yrði bindandi ef að minnsta kosti 75% atkvæðisbærra manna tækju þátt í henni. Ef hinsvegar þátttaka í atkvæðagreiðslunni nær ekki 75%, hefur verið ákveðið að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verði bindandi ef að minnsta kosti 50% atkvæðisbærra manna greiða atkvæði á sama veg. Borgarfulltrúar minnihlutans sátu hjá við atkvæðagreiðslu um þetta mál i borgarráði i gær.
Af þeim 30.219 borgarbúum sem tóku þátt í kosningum um framtíð Vatnsmýrarinnar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar vilja 14.913 eða 49,3% að flugvöllurinn verði fluttur annað en 14.529 eða 48,1% að hann verði áfram í Vatnsmýrinni.
Í samræmi við ofangreind skilyrði sem Borgaráð samþykkti , þá náði þátttaka ekki nægu hlutfalli atkvæðisbærra manna. Jafnframt voru 49,3% þeirra sem kusu meðfylgjandi flutningi og það nær heldur ekki því skilyrð að 50% atkvæðisbærra manna kjósi á sama veg. Kosningin er því gjörsamlega ómarktæk.
Þetta var niðurstaða kosninga sem allir þeir er vilja flugvöllin burt, hundsa og vilja ekki tala um.
Kajrtan (IP-tala skráð) 23.3.2015 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.