23.3.2015 | 19:01
Heillandi risaverkefni.
Miðhálendið, hjarta landsins, er talsvert fjarlægari og stærri vettvangur óhjákvæmilegra átaka heldur en Gálgahraun var inni á höfuðborgarsvæðinu.
Sem fyrr hafa stóriðjufíklar og áltrúarmenn yfirburði varðandi völd, aðstöðu og peninga.
Og þeir nota vel þau tækifæri, sem þeim bjóðast, til að sýna þessa yfirburði í verki.
Það var engin tilviljun að þeir fóru offari í Gálgahrauni þegar þeir beittu stærsta skriðdreka landsins auk 60 víkingarsveitarmanna vopnaða kylfum, handjárnum og gasbrúsum gegn friðsömu fólki sem sat þar og hreyfði hvorki legg né lið.
Þær aðgerðir valdhafanna voru þó smámunir einir miðað við þær aðgerðir, sem íslenskir ráðamenn báðu NATO um að æfa á íslenska hálendinu 1999 með því að æfa það að beita stórvirkustu drápstólum öflugasta hernaðarbandalags heims, F-15 orrustu- og sprengjuþotum til að drepa íslenskt náttúruverndarfólk á hálendinu.
Það er því að sönnu risaverkefni að ráðast gegn þessu valdi með friðsamlegu andófi gegn stórfelldum umhverfis- og náttúruspjöllum sem einbeittur brotavilji gegn náttúru Íslands ætlar að knýja í gegn.
En í stað þess að glúpna fyrir valdinu og tólum þess á að líta á það sem heillandi verkefni, sem Steinar Kaldal, verksefnistjóri hálendisverkefnis náttúruverndarfólks, hefur tekið að sér að leiða.
Ráðinn verkefnisstjóri hálendisverkefnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
18.3.2014:
"Skoðanakönnun Capacent Gallup hefur sýnt fram á víðtækan stuðning við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.
Um 56% aðspurðra voru því hlynnt, einungis 17,8% andvíg og 26,2% tóku ekki afstöðu.
Hugmyndin átti vísan stuðning meðal kjósenda allra stjórnmálaflokka, meðal allra aldurshópa og um allt land."
Þorsteinn Briem, 23.3.2015 kl. 20:03
Leggja á raflínur í jörð í stað heljarinnar raflínumastra úti um allar koppagrundir, sem spilla hér góðu útsýni til allra átta og er að sjálfsögðu mikils virði fyrir okkur Íslendinga almennt og ferðaþjónustuna, þann atvinnuveg sem skapar hér mestu útflutningsverðmætin.
Þorsteinn Briem, 23.3.2015 kl. 20:04
Raflínur í jörð - Einfaldlega hagkvæmast
Þorsteinn Briem, 23.3.2015 kl. 20:05
Raflínur í jörð - Danmörk
Þorsteinn Briem, 23.3.2015 kl. 20:06
Raflínur í jörð - Frakkland
Þorsteinn Briem, 23.3.2015 kl. 20:07
9.3.2015:
"Raforkuframleiðsla hér á landi hefur nærri tvöfaldast á mann undanfarinn áratug.
Norðmenn eru ekki nema rúmir hálfdrættingar í raforkuframleiðslu á mann."
"Orkustofnun hefur tekið saman heildarraforkuframleiðsluna í fyrra og nam hún 18.120 gígavattstundum."
"Raforkuframleiðsla á hvern íbúa nam tæpum 56 megavattstundum í fyrra.
Árið 2004 nam hún tæpum 30 megavattstundum og aukningin nemur 90 prósentum.
Magnús Júlíusson verkfræðingur á Orkustofnun segir að Norðmenn komi næstir á eftir okkur en þeir hafi um 30 megavattsstundir á íbúa.
Stöðug aukning hefur verið síðustu áratugi. Mesta stökkið varð þegar Kárahnjúkavirkjun var tekin í gagnið í nóvemberlok 2007.
Heimilin nota aðeins fimm af hundraði rafmagnsins en stóriðjan 80 af hundraði."
Þorsteinn Briem, 23.3.2015 kl. 20:09
Hversu margir hafa gengið inn gljúfrið við Háafoss? Uppgötvað smæð sína í samburði við náttúruöflin. Gengið upp að Slæðufossi í Hölkná. Sjá auðævi Íslands í annarri mynd en í rafi- elektron.
Sigurður Antonsson, 23.3.2015 kl. 21:15
Studie: Der Golfstrom wird schwächer.
http://bazonline.ch/wissen/natur/Studie-Der-Golfstrom-wird-schwaecher/story/20324670
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.3.2015 kl. 21:21
Mig minnir að það hafi verið árið 1998 sem ég bjó til þátt utan um danskan þátt, sem fékk heitið "hið kalda hjarta hafanna" og fjallaði um hættuna á því að hringekja óralangs hafstraums sem hlykkjast um Atlantshaf og Indlandshaf kynni að truflast við veikingu þess hluta þessarar hringekju, sem Golfstraumurinn er við það að gríðarlegt magn fersks bræðsluvatns truflaði lóðréttan hluta straumsins á mörkum Atlantshafs og Íshafsins.
Ómar Ragnarsson, 24.3.2015 kl. 00:21
Golfstraumurinn ekki eins stríður og áður
Þorsteinn Briem, 24.3.2015 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.