Best að álykta af varúð. Dyr eru opnaðar, ekki hurðir.

Ekki vantaði getgáturnar í vefmiðlum þegar hið hörmulega flugslys varð í frönsku Ölpunum í fyrradag. Nú virðist málið vera að byrja að skýrast og því best að láta það ganga sinn gang án stórra upphrópana.

Athyglin beinist að flugstjóranum, til dæmis hvort hann hafi fengið áfall á óheppilegasta augnabliki eða framið sjálfsmorð.

Fallhraði þotunnar, um 3000 fet á mínútu, var grunsamlegur. Þetta er að vísu hratt fall en ekki nógu mikill út af fyrir sig til að valda því að þota brotni upp vegna álags af völdum flughraða. Neyðarlækkun til að komast niður úr súrefnisleysi væri hraðari. 

Svo langt gengu sumir bloggarar í ummælum um málið að draga Evrópumálin inn í umræðuna á þann hátt að Airbus þotur, afrakstur evrópskrar samvinnu, væru lélegri og hættulegri en Boeing þotur.

Sem er að vísu sleggjudómur og stenst ekki.

Í tengdri frétt um málið á mbl.is er hvað eftir annað sagt að hurð hafi verið opnuð eða ekki hafi verið hægt að opna hana.

Þetta er ekki aðeins rangt mál, heldur líka rökleysa. Það er að vísu hægt að opna hurð, en aðeins með því að rista hana upp.

Það eru hins vegar yfirleitt dyr sem eru opnar eða lokaðar, ekki hurðir.  


mbl.is Hvað gerðist í flugstjórnarklefanum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Svo langt gengu sumir bloggarar í ummælum um málið að draga Evrópumálin inn í umræðuna á þann hátt að Airbus þotur, afrakstur evrópskrar samvinnu, væru lélegri og hættulegri en Boeing þotur."

Hef ekki orðið var við þetta, enda fáránlegt.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.3.2015 kl. 09:46

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það gæti tengst málinu að flugmenn hjá Lufthansa hættu fimm daga árangurslausu verkfalli daginn fyrir þetta flug.

Til stendur að setja lög sem hefta verkfallsrétt smærri verkalýðsfelaga og mikill hiti í flugmönnum.

Verkföllin snerust um eftirlaunarétt að mér skilst.

Ég hef annars hvergi séð neinn segja að Airbus séu lélegri en aðrar vélar né að það komi eitthvað evrópusamvinnu við. "Sumir bloggarar?"

Mér finnst allavega "sumir bloggarar" ítrekað tala eins og Kerlingin fjórdrepna.

Ef sumir væru við suma eins og sumir eru við suma þegar sumir eru hjá. Þá væru ekki sumir við suma eins og sumir eru við suma þegar sumir eru frá...

Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2015 kl. 10:07

3 identicon

Sverðin eru yfirleitt tvíbent. Læstar og sérstyrktar dyr að flugstjórnarklefa halda úti flugræningjum og öðrum óviðkomandi. Tveir turnar á Manhattan stæðu væntanlega ennþá ef slíkar dyr hefðu verið reglan á þeim tíma. Sömu dyr geta hins vegar hindrað aðgengi flugmanns að stjórntækjum.

Bjarki (IP-tala skráð) 26.3.2015 kl. 10:18

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Eru ekki allir áhafnarmeðlimir með kóða eða lykil til að opna inn í flugstjórnarklefann? Er ekki eini möguleikinn sá að sá sem var þar inni aftengdi kóðann eða læsti innan frá svo slíkir kóðar eða lyklar virki ekki? 

Birgir Þór Bragason, 26.3.2015 kl. 10:57

5 identicon

Sehr ausführlich bei Bild Zeitung.

http://www.bild.de/news/ausland/flug-4u9525/germanwings-flug-4u9524-warum-war-die-crew-so-machtlos-40308982.bild.html

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.3.2015 kl. 10:57

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Breskur atvinnuflugmaður sem flýgur Airbus A320 segir í ummælum á vefsíðu einni að undir öllum kringumstæðum geti flugmaður og áhöfn komist inn í stjórnklefann ef annar flugmaðurinn er ekki fær um að opna eða hefur misst meðvitund.

"Það þarf einhvern sem er með meðvitund til þess að loka sig inni og hindra aðgang að stjórnklefanum og það er þá gert af ásettu ráði."

Fleiri flugmenn hafa einnig ítrekað þá staðreynd að flugmenn og flugliðar geti komist inn í stjórnklefann ef eitthvað er á seyði, nema að sá sem er inni í klefanum sé að hindra það.

"Ef sá sem er hinu megin við dyrnar segir "nei" kemstu ekki inn", segir ástralskur flugstjóri í frétt Sydney Morning Herald í morgun sem bendir á að dyrnar séu með mjög sterkum festingum til að verja stjórnklefann og væri ekki hægt að brjóta þær niður á nokkrum mínútum þótt flugliðar og farþegar myndu hjálpast að."

Ekki hægt að komast inn í stjórnklefann ef einhver læsir sig inni vísvitandi

Þorsteinn Briem, 26.3.2015 kl. 11:30

7 identicon

Það hefur verið staðfest að einn flugmaður var í cockpit þegar slysið varð. Ekki er vitað hvort það var flugstjórinn (> 6000 flugstundir) eða co-pilot (640 flugstundir).

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.3.2015 kl. 11:42

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þýskir fjölmiðlar segjast hafa staðfestingu á því að aðeins annar flugsstjórinn hafi verið í stjórnklefa.

Þýska blaðið Bild hefur líka birt fyrri nöfn flugmannanna og fyrsta staf í eftirnafni.  (En Yfirvöld og flugfélagið hafa ekki viljað gefa upp nöfnin strax.)

,,The captain is said to be Patrick S. a dad of two with over ten years flying experience. The co-pilot is named as Andreas L. a young man from Montabaur - a town in the Rhineland area."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2015 kl. 11:55

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það hefur reyndar komið skýrt fram að vélin flaug á fjall en brotnaði ekki upp á flugi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.3.2015 kl. 13:03

11 identicon

Hrikalegt! Þetta var CFIT: Controlled flight into terrain, eins og ég hafði ályktað í gær í umfjöllun hjá Ómari kl. 11:50. Þessi ályktun var vegna hraða og "rate of descent" vélarinnar. Þetta á eftir að verða Lufthansa dýrt.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.3.2015 kl. 13:12

12 identicon

Verra en "die schlimmsten Alpträume", sagði Carsten Spohr, forstjóri Lufthansa, fyrir fáeinum mínútum, grátklökkur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.3.2015 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband