Hvað um M370? Íslensk hliðstæða.

Sé skýringin á flugslysinu í frönsku Ölpunum rétt vekur það spurningar um malasísku þotuna, flug M370, sem hvarf á dularfullan hátt í fyrra. 

Það, að aðstoðarflugstjórinn hafi verið pollrólegur á meðan hann stýrði flugvélinni inn í fjallið og að ekki sé hægt að finna nein tengsl hans við hryðjverkasamtök vekur vissa undrun. 

En svo er að sjá, að atvik af þessu tagi geti gerst. 

Upplýst er að dyrnar á stjórnklefum þotnanna séu svo sterkar, að þær séu sprengjuheldar.

Það þýðir væntanlega að annar flugmanna malasísku þotunnar hefur getað haft þær læstar eins lengi og hann vildi.

Þess má geta að svona atvik eru ekki fjarstæðari en svo að eitt slíkt er skráð í íslenskri flugsögu, þótt aðeins einn maður hafi farist og fremur hljótt hafi farið á sínum tíma og æ síðan.

Maður tók flugvél á leigu hjá flugskóla í Reykjavík, flaug henni inn í æfingasvæði yfir Mosfellsheiði og steypti henni þar nær lóðrétt til jarðar.  


mbl.is Lækkaði vísvitandi flugið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér eru dæmi um samskonar atvik.

http://news.aviation-safety.net/2013/12/22/list-of-aircraft-accidents-caused-by-pilot-suicide/

Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2015 kl. 13:50

2 identicon

Lærðu menn ekkert af því þegar egypski flugmaðurinn - sem var nýbúinn að ná sér í fjórðu eiginkonuna - keyrði þotu í hafið fyrir nokkrum árum?

Eysteinn Pétursson (IP-tala skráð) 26.3.2015 kl. 14:02

3 identicon

Flugvél Egyptair steyptist í sjóinn stuttu eftir flugtak frá Kennedy flugvelli í New York fyrir nokkrum árum. Af hljóðupptöku úr flugstjórnarklefa mátti ráða að flugmaðurinn fór með bænir á meðan vélin var á leið í sjóinn. Af einhverjum ástæðum var lítið gert úr þeim möguleika að flugmaðurinn hafi stýrt vélinni í sjóinn.

Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 26.3.2015 kl. 14:04

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við skulum vona að kristnir menn fari einnig með bænirnar sínar þegar þeir drepa sjálfa sig og hundruð annarra samtímis, karla, kvenna og barna.

Þorsteinn Briem, 26.3.2015 kl. 14:10

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

    • 29 November 2013: A flight between Mozambique and Angola crashed in Namibia, killing 33 people. Initial investigation results suggested the accident was deliberately carried out by the captain shortly after the first officer (also known as the co-pilot) had left the flight deck.

      • 31 October 1999: An EgyptAir Boeing 767 went into a rapid descent 30 minutes after taking off from New York, killing 217 people. An investigation suggested that the crash was caused deliberately by the relief first officer but the evidence was not conclusive.

        • 19 December 1997: More than 100 people were killed when a Boeing 737 travelling from Indonesia to Singapore crashed. The pilot - suffering from "multiple work-related difficulties" - was suspected of switching off the flight recorders and intentionally putting the plane into a dive.

        Source: Aviation Safety Network

        Þorsteinn Briem, 26.3.2015 kl. 14:28

        7 identicon

        Ég sá einhvers staðar talað um "lie-to-fly" kúltúr. Að flugmenn kunni að hafa meiri ástæðu til þess en flestar aðrar stéttir til þess að fara leynt með andlegt ástand sitt af ótta við að missa lífsviðurværið ef þeir greinist þunglyndir eða með aðra geðræna kvilla. Slíkur kúltúr er örugglega ekki í þágu öryggis.

        Bjarki (IP-tala skráð) 26.3.2015 kl. 14:55

        8 identicon

        Ljúga til að fljúga. Virkar líka á íslensku.

        Bjarki (IP-tala skráð) 26.3.2015 kl. 15:03

        9 identicon

        Sú vinnuregla Kanans og fleiri að einhver úr áhöfn komi í flugstjórnarklefann ef annar flugmanna þarf að bregða sér frá virðist ekki vera út í loftið. Skv. fréttum eru flest önnur flugfélög (þ.m.t. Icelandari) að taka þá vinnureglu upp núna.

        Varðandi Egyptann þá er ekkert óeðlilegt við það að trúaður maður fari með bænir sjái hann dauðann framundan, hvort sem það er af hans eigin völdum eða ekki.

        ls (IP-tala skráð) 26.3.2015 kl. 15:10

        10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

        Varðandi Egypt air vélina sem fórst 1999, þá fór flugmaður ekkert með bænir.  Hann sagði ,,ég treysti á guð" og endurtók það 7-8 sínnum samkvæmt skýrslum.

        Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2015 kl. 15:27

        11 Smámynd: Kristján Jón Sveinbjörnsson

        Á maður að trúa því að það sé búið að slá því föstu að þetta hafi verið sjálfsmorð,getur hann ekki hafa veikst alvarlega eða eitthvað bilað eða hvort tveggja,er ekki löngu kominn tími til þess að tæknihliðin sé þannig að upptökur og gögn úr flugstjórnarklefa séu send í rauntíma í gagnabanka á landi,þannig hefði mátt sjá strax hvað gerðist með MH370,svo má áfram ræða tæknimál svona almennt,varðandi þessa hluti.

        Kristján Jón Sveinbjörnsson, 26.3.2015 kl. 15:51

        12 identicon

        Sæll Ómar.

        Sá furðulegi möguleiki er fyrir hendi að
        MH370 Hafi aldrei steypst í Indlandshafið heldur
        halið beint til Íran og því getur svo farið að
        farþegar flugs þessa eigi eftir að koma í leitirnar.

        Flestum finnst það við fyrstu sýn fjarstæðukennt þó hafa
        þeir ekkert í höndunum um að flugvélin hafi farist.

        Tveir Íranir komust um borð án vegabréfs þó svo að
        hefði mátt sannreyna vegabréfin en skipti kannski ekki máli.

        Um borð voru fjölmargir Bandaríkjamenn sem höfðu gengið frá
        samningum um vopnakaup við stjórnvöld í Malasíu.
        Öll gögn og uppdrættir hafa þar verið til staðar.
        Flestir þeirra hefðu leikið sér að því að stjórna vélinni.

        Sú hugmynd að vélinni hafi verið rænt er jafngild Indlandshafi.
        Því eru a.m.k. helmings líkur á því að farþegar séu enn lífs.

        Aðeins 4 vikum fyrir flug þetta þá rændi flugstjóri þessa sama
        flugfélags, Malaysian Airlines, flugvél sinni til þess eins að
        fá tækifæri til að setjast að í Egyptalandi.

        Húsari. (IP-tala skráð) 26.3.2015 kl. 15:57

        13 identicon

        Var það tilviljun að hann hét Andreas?

        Hörður Þormar (IP-tala skráð) 26.3.2015 kl. 15:58

        15 identicon

        Góðar upplýsingar frá Steina Briem. "Descending at a rate of about 3-4,000ft per minute", er ekkert óvenjulegt fyrir farþegaþotu. Ég var oft með 1,5-2,000ft á lítilli vél, ef maður vildi komast fljótt í gegnum súpuna.

        Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.3.2015 kl. 16:37

        17 identicon

        Hverjum er ekki sama Steini Briem, hverjum er ekki sama? 

        Til eru nöfn sem eru ekki þess virði að muna.

        Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.3.2015 kl. 17:22

        18 identicon

        Sæll Ómar.

        Í texta mínum hér að framan kemur ekki nógu skýrt fram
        það sjónarmið að yfirgnæfandi líkur eru á því að
        MH370 hafi verið rænt. (hijacked)

        Hafi svo verið þá völdu menn áreiðanlega annan
        áfangastað en Indlandshaf.

        Húsari. (IP-tala skráð) 26.3.2015 kl. 17:30

        19 identicon

        Kollektive Fassungslosigkeit.

        http://www.spiegel.de/

        Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.3.2015 kl. 17:41

        20 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Eitt aðalatriðanna í fréttamennsku er "hvers vegna?" og að sjálfsögðu mikilvægt að reyna að komast að því hvers vegna Andreas Lubitz drap sjálfan sig og fjölmarga aðra, karla, konur og börn.

        Þorsteinn Briem, 26.3.2015 kl. 17:57

        21 identicon

        Steini Briem. "..að komast að því hvers vegna XY drap sjálfan sig og..." Forget it, kannski áhugaefni fyrir sálfræðinga, en ekki fyrir mig. Engin svör finnast við slíku. "Banality of evil, banality of moral insanity".

        Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.3.2015 kl. 18:10

        22 identicon

        Þankagangur flugmannsins og mögulegar mótiveisjonir varðar líka flugöryggi og þarf að greina af þeim sökum og draga lærdóm af eins og öðrum banvænum flugatvikum.

        Bjarki (IP-tala skráð) 26.3.2015 kl. 18:20

        23 Smámynd: Hörður Þórðarson

        Það hefur ekkert brak fundist úr M370. Það hefur alltaf fundist brak ef vél hefur farist. M370 hrapaði ekki. Henni var stolið.

        Ég á satt að segja ekki orð til að lýsa undrun minni á því að dyr á flustjórnarklefa skuli vera þannig hannaðar að flugmaður skulli ekki alltaf, og undir öllum kringumstæðum hafa aðgang að klefanum. Að það skuli vera hægt að læsa flugmanninn úti er fullkomlega óskiljanlegt.

        Í þessu tilfelli hefur flugöryggisbrjálæðið komið mönnum illa í koll. "Öryggið" var svo mikið að það var hægt að drepa allt þetta fólk. Það hefði verið betra ef engar dyr hefði verið á klefanum.

        Stundum er sagt, "you have nothing to fear but fear itself". Núna varð hræðslan við flugrán til þess að valda því að það gerðist sem menn voru hræddir við að myndi gerast.

        Hörður Þórðarson, 26.3.2015 kl. 18:37

        24 identicon

        Hafi MH370 farið niður á sunnanverðu Indlandshafi sem er eitt afskekktasta hafsvæði jarðar, fjarri byggðum bólum og siglingaleiðum, þá veit ég ekki um nein samanburðarhæf dæmi. Það segir manni lítið ef það hefur alltaf fundist brak (sem ég held reyndar að sé ekki rétt) ef þau dæmi fela ekki í sér brotlendingu á óþekktum stað sem er mörgþúsund kilómetrum frá öllum mannaferðum og að leit á svæðinu hefjist ekki fyrr en mörgum dögum eftir slysið.

        Flugrán hafa í gegnum tíðina valdið margföldum mannskaða á við allar uppákomur þar sem flugmenn hafa vísvitandi grandað vélum sínum. Það er ómögulegt að fullyrða það væri betra ef dyrnar væru ólæstar eða jafnvel ekki til staðar. Hver veit hversu mörgum mannslífum sú ráðstöfun hefur bjargað.

        Bjarki (IP-tala skráð) 26.3.2015 kl. 18:56

        25 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Allir eiga að sjálfsögðu rétt á að fá upplýsingar um það hvers vegna flugmaður ákveður að drepa sjálfan sig og fjölmarga aðra, ef hægt er að komast að því.

        Langt frá því að vera eitthvert einkamál og að sjálfsögðu engan veginn síður mikilvægt að reyna að komast að því hvers vegna fólk bilar en vélar.

        Þorsteinn Briem, 26.3.2015 kl. 18:59

        26 identicon

        Enginn hefur RÉTT á upplýsingum, nema þær séu fyrir hendi. Hinsvgar ber okkur að læra af mistökum.

        Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.3.2015 kl. 19:23

        27 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Andreas Lubitz hefur væntanlega ekki vitað fyrir þetta flug að hann yrði einn í stjórnklefanum.

        Andreas hefur því hugsanlega verið búinn að ákveða að drepa sjálfan sig og marga aðra í einhverju flugi þar sem hann yrði einn í stjórnklefanum.

        Þorsteinn Briem, 26.3.2015 kl. 19:32

        28 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Menn verða að sjálfsögðu að reyna að finna ástæðurnar sem leiða til afleiðinganna og allir eiga rétt á að vita ástæðurnar í þessu tilviki, ef hægt er að komast að þeim, þar sem þær varða almenning, ekkert síður en vélabilanir.

        Þorsteinn Briem, 26.3.2015 kl. 19:50

        29 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

        Mér finnst mjög sérkennilegt að tengja þetta sorglega íslenska flugslys við hvarf MH370 með þeim hætti sem gert er í þessum pistli. Engar forsendur eru fyrir því að hið sama hafi átt sér stað um borð í malasísku vélinni. Um afdrif hennar er ekkert vitað né ástæður þess. Svona tengingar eru hreinar dylgjur og þar til annað hefur komið í ljós eiga flugmenn MH370 skilið virðingu sem saklausir menn. Svona málflutningur er hreinar dylgjur.

        Erlingur Alfreð Jónsson, 26.3.2015 kl. 19:53

        31 identicon

        Það sem mér finnst "crazy" er það að flugmaður með aðeins 640 flugtíma geti læst sig inn í cockpit.

        Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.3.2015 kl. 20:21

        32 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

        Sé litla hliðstæðu við það að maður bani sér með því að steypa vél sinni til jarðar og skaðai engan annan og því að granda sjálfum sér og hundruðum annarra í leiðinni, hafi hvort tveggja gerst þannig á annað borð. Furða mig á þessari líkingu.

        Sigurður Þór Guðjónsson, 26.3.2015 kl. 20:51

        33 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

        Þetta með læstar dyrnar að flugstjórnarklega er sennilega öryggiskröfur eftir 9/11.  Tíðkaðist víða fyrir þann tíma að dyrnar væru bara opnar.   En 9/11 kom í ljós að hægt var að taka yfir flugvél og nota sem vopn.

        Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2015 kl. 22:05

        34 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

        En vissulega umhugsunarvert ef engon leið er þá að komast inní klefan nema með hjálp innanfrá eða frá þeim sem er við flugstjórn.  Ekki einu sinni einhver sér kóði fyrir flugmenn sem þurfa að bregða sér úr klefanum.

        Það er samt sem áður, að mínu mati,  ekki komnar allar upplýsingar ennþá til að meta að fullu harmleikinn í Ölpunum.

        Er mjög sjokkerandi það sem talið er núna eða menn virðast segja núna fullum fetum, td. saksóknarinn í Frakklandi.

        Því þetta liggur ekki alveg 100% fyrir ennþá, að mínu mati.  

        Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2015 kl. 22:11

        35 Smámynd: Hörður Þórðarson

        "Þetta með læstar dyrnar að flugstjórnarklega er sennilega öryggiskröfur eftir 9/11.  Tíðkaðist víða fyrir þann tíma að dyrnar væru bara opnar.   En 9/11 kom í ljós að hægt var að taka yfir flugvél og nota sem vopn."

        Er eitthvað öryggi fólgið í því að hægt sé að læsa flugmanninn úti? Ég held að þeir sem hönnuðu þessar dyr og læsingar ættu að fá sér annað starf. Þeir bera hluta af ábyrgðinni fyrir að svo fór sem fór.

        Hörður Þórðarson, 27.3.2015 kl. 16:09

        36 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

        Hörður: Þetta er einfaldlega rétt hjá Ómari. Þessar hurðar voru settar í allar vélar eftir 9/11.

        Erlingur Alfreð Jónsson, 27.3.2015 kl. 20:50

        37 Smámynd: Hörður Þórðarson

        Ég er ekki að rengja Ómar. Hurðirnar ættu einfaldlega að vera þannig úr garði gerðar að flugmaðurinn geti alltaf og undir öllum kringumstæðum haft aðgang að flugstjórnarklefanum á augnabliki. Það væri einfalt mál að hafa lykil eða kóða sem veitti slíkan aðgang.

        Það voru mikil mistök að búa svo um hnútana að einhver geti læst sig inni í klefanum og lokað flugmanninn úti. Það er nánast óskiljanlegt að þetta skuli vera hægt.

        Hörður Þórðarson, 27.3.2015 kl. 21:04

        38 Smámynd: Hörður Þórðarson

        Veit fólk allmennt af því að sumum vélum er vel hægt að stjórna án þess að hafa aðgang að flugstjórnarklefanum? Það er hægt að ræna flugvél án þess að vera um borð í henni.

        "PETALING JAYA: When it was first speculated that Flight MH370 could have been hijacked via remote control access, many dismissed it as far-fetched science fiction.

        But the technology to navigate planes, ships, trains, buses and other vehicles by remote control has been around for about a decade.

        The Boeing Company, the world’s leading aerospace company and the largest manufacturer of commercial jetliners and military aircraft, has the technology.

        It owns a patent for a system that enables remote controlling of its aircraft to counter hijacking attempts.

        Boeing applied for the patent for an “uninterruptible autopilot control system” about 11 years ago, and was awarded it in 2006.

        The system can be activated when the security of onboard controls are jeopardised.

        “The method and systems of the present invention provide techniques for automatically navigating, flying and landing an air vehicle,” states the report for the US patent number US7142971B2.

        Once activated, an aircraft could be automatically navigated, flown and made to land without input from anyone on board.

        “Any onboard capability to supercede the automatic control system may be disabled by disconnecting the onboard controls,” states the report.

        Power is provided to the automatic control system “from an alternative power control element that is inaccessible (to anyone on board the vehicle)”.

        According to the patent report, control commands could be received from a remote location and/or from predetermined control commands stored on board the plane.

        Boeing applied for the patent on Feb 19, 2003, barely two years after the Sept 11 attack in which hijacked planes rammed into the World Trade Centre, reducing the gigantic buildings into rubble.

        Eric D. Brown, Douglas C. Cameron, Krish R. Krothapalli, Walter von Klein Jr and Todd M. William invented the system for Boeing. The patent was awarded three years later on Nov 28, 2006.

        When the automatic control system is activated, no one on board the aircraft would be capable of controlling its flight."

        http://www.thestar.com.my/News/Natio...o-counter-hij/

        Hörður Þórðarson, 27.3.2015 kl. 21:11

        39 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

        Til að svona kerfi virki þarf tvennt að koma til: a) að það sé til staðar í vélinni, og b) að samskiptatenging sé tiltæk til að virkja kerfið.

        Þessi frétt segir raunar ekkert um það hvort svona kerfi sé í einhverjum farþegavélum, bara að tæknin sé til staðar og Boeing hafi einkaleyfi á henni. Þess vegna ætti að fara varlega í að fullyrða að hægt sé að stjórna sumum vélum úr fjarlægð án þess að tiltaka hverskonar vélar það geti verið. Boeing framleiðir jú líka mikið af hergögnum og til eru ómannaðar hervélar sem stýrt er frá jörðunni.

        Erlingur Alfreð Jónsson, 29.3.2015 kl. 00:10

        Bæta við athugasemd

        Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband