HRAÐAFÍKNIR LESTARSTJÓRAR.

Fróðlegt er að sjá viðbrögð Alcan, Landsvirkjunar og iðnaðarráðherra við atkvæðagreiðslunni í Hafnarfirði. Ráðherrann sagði að atkvæðagreiðslan breytti ekki neinu, - við hávær mótmæli bæjarstjóra Hafnarfjarðar, - og viðbrögð Alcan og Landsvirkjunar eru svipuð.

Landsvirkjun ætlar að keyra virkjun í Þjórsá áfram af fullum krafti og Alcan vill halda í orkusamninginn fram á sumar að minnsta kosti, - og virðist raunar stefna að tvöföldun álversins í Straumsvík með tilheyrandi aukningu mengunar hvað sem atkvæðagreiðslunni líður.

Þetta sýnir vel við hvað er að etja þegar reynt er að hægja á álhraðlestinni. Lestarstjórarnir sinna hvorki stöðvunarmerkjum né taka í mál að hægja á lestinni. Við þessu er augljóslega aðeins eitt svar: Það verður að finna aðra lestarstjóra til þess að sinna stöðvunarmerkjum og hægja á hinni stjórnlausu lest. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hvers vegna ert þú á móti álframleiðslu Ómar?  Á hnattrænum grundvelli erum við á Íslandi með tiltölulega vistvæna orku ef svo má segja.  Er betra að hafa þetta í löndum þar sem menguð orka keyrir álverksmiðjurnar?   Ég er ekki endilega að segja að það eigi að fylla landið af álverum í hverjum firði en því ekki að gefa þeim sem fyrir eru svigrúm til að lifa af?    

Vilborg Traustadóttir, 4.4.2007 kl. 20:38

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hversu oft þarf að benda á að vatnsorka Íslands er innan við eitt prósent af óvirkjaðri vatnsorku heimsins og að álverin gætu því alveg eins verið knúin vatnsorku erlendis þar sem náttúrufórnirnar eru miklu minni en hér?

Ómar Ragnarsson, 4.4.2007 kl. 20:52

3 identicon

Ekkert er nú Framsóknarflón,
á fengitíma er Sigurðsson Jón,
með skaftpotti fyllir í skapalón,
skekur herðar og kippir í Sjón.

Steini Briem (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 20:56

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það verður að stöðva þessa menn áður en þeir gera landið að einu risastóru álveri og láta ameríska auðhringa gleypa okkur með húð og hári.

Theódór Norðkvist, 4.4.2007 kl. 21:54

5 Smámynd: Magnús Jónsson

Þú Óma r eins og svo margir aðrir virðist ekki gera þér grein fyrir því um hvað var kosið, það var bara kosið um breytingar tillögu á skipulag, eða stækkun á lóð álversins, það var ekki kosið um það hvort auka mætti nýtingu núverandi lóðar, það var kosið og þið sem vilduð ekki leifa álverinu að fá stærri lóð til umráða báruð sigur úr bítum.Það var ekki verið að kjósa um það hvort nýta mætti hagkvæmasta virkjunarkost á Íslandi í dag sem eru virkjanirnar 3 í neðri Þjórsá sem þú sjálfur sagðist ekkert hafa á móti þar sem um mangert svæði væri að ræða, hví lætur þú eins og Össur S sem mótmælir sjálfum sér í eynni og sömu ræðuni.Lestin sem þú talar um er vissulega á ferðinni hingað en gætu að ef hún verður stöðvuð eins og þú og nokkrir skoðana bræður þínir hafa hvatt til, þá fer hún annað og við verðum af þeim tekjum sem af henni bjóðast, þá er hætt við því að menn sem halda því fram að við hérna á hjara veraldar getum lifað af einhverju öðru verðum að gera það, máské verður hægt að matreiða þitt ævistarf ofaní einhvern en hætt er við að alþjóð sylti í hel á slíkum kosti enda rýr nema menn geti lifað á hlátrasköllum.

Magnús Jónsson, 4.4.2007 kl. 22:14

6 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Magnús minn, þú hefur líklegast ekki fylgst með kosningaslagnum í Hafnarfirði. Það var verið að kjósa um hvort Hafnfirðingar vildu stærsta álver í Evrópu inn á gafl hjá sér með með þeim fórnum sem hefði í för með sér í virkjunum í Þjórsá. Þessu gerðu Hafnfirðingar sér alveg grein fyrir þótt að bæjarstjórnin hafi falið spurninguna í deiliskipulagstillögu.

Og varðandi það að ef við fáum ekki álver þá höfum við ekkert að lifa á, þá skaltu bara líta í kringum þig. Við erum stödd árið 2007 ekki árið 1967. Ísland er eitt ríkasta land heims og það er ekki að þakka álverum eða kárahnjúkavirkjunum.

Lárus Vilhjálmsson, félagi í Sól í Straumi

Lárus Vilhjálmsson, 4.4.2007 kl. 22:25

7 identicon

EF að Ísland er innan við eitt prósent af óvirkjaðri vatnsorku heimsins??? (skiptir þá náttúrulega nánast engu máli) Hvers vegna ertu þá ekki erlendis að benda þeim á að það mundi nýtast umheiminum betur við stórvirkjunarframleiðslu að nýta vatnsaflsorkuna? Sem þú hefur að vísu verið á móti...............   En ef allt er slæmt, er þa ekki betra að nýta orkuna í þér þar sem þörfin er brínust??

klakinn (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 22:28

8 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

.....alveg eins verið knúin vatnsorku erlendis þar sem náttúrufórnirnar eru miklu minni en hér?

Þetta jaðrar við Megalomaniu. Heldurðu virkilega að Ísland sé eithvað merkilegra en önnur

lönd á jarðarkringlunni og því ástæða til að lepja dauðan úr skel hér á landi og lifa eins og

Gísli heitinn á Uppsölum. Eða fyrir hvaða fé ætlar þú að liggja uppíloft og dáðst að

fegurð Kárahnjúka sem aðal náttúrufræðingurinn taldi, fyrir nokkrum árum, ekki vert

að leggja á sig ferðalagið þangað.

Leifur Þorsteinsson, 4.4.2007 kl. 22:45

9 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Var ekki verið að kjósa um breytingu á deiliskipulagi Lárus??  Í alvöru?  Þið mótmælendur álversins töluðum um að kjósa gegn stækkun Álversins sem alls ekki var verið að kjósa um. Mjög einfalt og allir sjá. Að segja annað er útúrsnúningur

Guðmundur H. Bragason, 4.4.2007 kl. 23:08

10 Smámynd: Magnús Jónsson

Ekki blindast af eigin áróðri Lárus, það fylgdust alli Íslendingar með þeim darradansi  sem þar fór fram, og dapurlegt verður að teljast ef þú sem félagi í Sól í Straumi vitir ekki um hvað var kosið....Varðandi árin 1967 og munin  á 2007, skal á það bent að þá (1967)var stórútgerð í hafnarfyrði, aflabrestur hafði verið og þó var veitt mörgum sinnum meira af fiski ár hvert en veiddist á síðasta ári til að mynda, það var það sem kallað var kreppa, árin þar á eftir voru hafís ár með tilheyrandi vandræðum.Varðandi það að Hafnfirðingar vilji ekki álver inn á gafla hjá sér skal á það bent að álverið færði sig ekki nær Hafnarfyrði, Hafnarfjörður færði sig nær, svo spurningin er hver á að víkja og hversvegna.Það að við erum ein ríkasta þjóð heims er einmitt álverinu í Straumsvík að þakka að miklu leiti, og það ber kjánaskap helst vitni að geta ekki viður kennt það Lárus minn.Kveðja úr Reykjavík.

Magnús Jónsson, 4.4.2007 kl. 23:08

11 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Það er reyndar rangt hjá Lárusi að það sé ekki að þakka álverum að við erum rík í dag. Álverið í Straumsvík var fyrsta framtakið á öðru sviði en fiskiðnaði og var því hluti af því sem flutti okkur til dagsins í dag. Alcan hefur ekki sagt eitt né neitt um eitt eða neitt. Það eru gömlu félagar Ómars á RÚV sem eru að kokka þetta upp. Viljayfirlýsingar varðandi raforku gilda fram á sumar og það er ekki venja að fella þær eitthvað sérstaklega úr gildi. Þetta fer að bera full mikinn keim af ofsóknabrjálæði þegar menn eru farnir að sjá drauga í hverju horni (eða álver). Hinsvegar getur Alcan ef vill rifið og byggt upp aftur í Straumsvík, þeir hafa bara ekkert sagt um það ennþá. 

Ómar þetta með að álver eigi ekki að vera hér heldur einhversstaðar annarsstaðar er ekki mjög umhverfisvænt viðhorf. Flest nýjustu álversverkefna eru í gangi við Persaflóann og nota rafmagn framleitt úr jarðgasi en ekki vatnsorku svo það er til einhvers að vinna að framleiða það hér en ekki þar. Þetta er svona viðhorf þar sem þér er alveg sama hvað er gert bara ef þú verður ekki var við það sjálfur. Það verða allir að færa fórnir í þágu umhverfisins ekki bara þeir sem búa í útlöndum. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 4.4.2007 kl. 23:08

12 Smámynd: Eysteinn Ingólfsson

Rannveig talaði marg oft um það í kosningabaráttunni að það væri upphafið að endalokunum ef þessi stækkun yrði hafnað. Þar setti hún sjálf tóninn um að þetta væri eitthvað annað en bara deiliskipulagskosning. Það er komið annað hljóð í strokkinn strax nokkrum dögum eftir kosningar. Hvað var þetta annað innantóm hótun hjá henni eins og marg oft var bent á?

Eysteinn Ingólfsson, 4.4.2007 kl. 23:17

13 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Ágætu álmenn. Reynið að hemja ykkur og sýna kurteisi í tilsvörum. Fjallaði deiliskipulagstillagan sem kosið var um um eitthvað annað en stækkun álversins og þær tilfæringar sem því fylgdi? Allavega héldu ALCAN menn það og vona að þeir geti sótt aftur um stækkun. Michaud talsmaður ALCAN í Kanada sagði í gær. A "host of options have to be evaluated," she said, including the possibility of resubmitting the expansion proposal . ALCAN menn hafa kannski náð sambandi við Jón Sig.

Það er ágætt að þið haldið að álverið í Straumsvík hafi gert Ísland ríkt land. Ég vil halda að það sé að þakka háu menntunarstigi þjóðarinnar, nýsköpun í sjávarútvegi og háu fiskverði, auknum straumi ferðamanna til landsins og stóraukinnar verðmætasköpunar í þjónustugreinum. En hvað veit ég um það kjáninn. 

Lárus Vilhjálmsson, 5.4.2007 kl. 00:49

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég heyri marga andstæðinga álvera í dag tala um að álverið 1967 í Straumsvík hafi verið eitthvað allt annað og sjálfsagðara þá en nú. En menn virðast gleyma því að þá eins og nú voru hatrammar deilur um þá framkvæmd. Nákvæmlega sömu rök voru notuð af andstæðingunum gegn álverinu og forystumaður þess kórs er sá sami og stjórnar kórnum í dag, Hjörleifur Guttormsson.

Einnig talar fólk um að Karahnjúkavirkjun sé stærsta framkvæmd Íslandssögunnar. Það er ekki rétt ef litið er á framkvæmdina sem hlutfall af stærð hagkerfisins. Þegar ráðist var í Búrfellsvirkjun á sínum tíma til að útvega m.a. orku til Ísal þá var sú framkvæmd töluvert stærri en Kárahnjúkar.

Áliðnaðurinn er einn af máttarstólpum velferðarkerfisins í dag, ásamt fleiru auðvitað. Í upphafi framkvæmdanna fyrir austan sögðu mótmælendur að verið væri að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Ferðaþjónustan myndi bíða svo mikinn skaða af þessu vegna þess að hin hreina ímynd Íslands yrði eyðilögð. Við vitum öll hve vitlaus sú fullyrðing er í dag.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.4.2007 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband