26.3.2015 | 21:59
Halla var enn einstakari en Eyvindur.
Víst var Fjalla-Eyvindur frækinn kappi, einstaklega útsjónarsamur, handlaginn, fimur, úthaldsgóður og sterkur.
En að einu leyti stóð Halla Jónsdóttir honum framar: Hún er eina konan í Íslandssðgunni sem hefur verið útlagi. Svo einfalt er það. Og hún lifði það meira að segja af.
Fjalla-Eyvindur var hins vegar einn af fjölmörgum útilegumönnum allt frá landnámi Íslands.
Það er augljóst að eitthvað yfirgengilegt sálarafl hefur knúið þessa frábæru og einstöku konu áfram. Þess vegna er fullkomlega eðlilegt að álykta sem svo, að það sem skóp hina einstöku sögu Eyvindar og Höllu hafi verið sterkasta aflið í manninum, ástin.
Af fáum verkefnu mínum um dagana hef ég haft jafn mikið yndi að vinna og að sjónvarpsþættinum "Fólk og firnindi - Flökkusál", sem fjallar um lífshlaup þeirra með ívafi um aðstæður, örlög og einsemd annarra útilegumanna, utangarðsfólks og einstæðinga, auk þess sem rauður þráður í gegnum myndina er nútíma Fjalla-Eyvindur, sem einnig missti barn sitt á fjöllum.
Þetta er okkar Hamlet | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eina konan?? Hvernig geturðu fullyrt það?
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 26.3.2015 kl. 22:04
Fleiri íslenskar útilegukonur
Þorsteinn Briem, 26.3.2015 kl. 22:20
Ég er að miða við útlaga sem voru í útlegð að einhverju marki en ekki aðeins í eitt ár eða svo. Og þjóðsagan af Jóru er skemmtileg þjóðsaga og ótrúleg.
En fyrst byrjað er að tala um útilegufólk, bjuggu hjónin Óskar Magnússon og Blómey Stefánsdóttir upp á fjallinu fyrir austan Skíðaskálann í Hveradölum í níu ár.
En það var ekki á hálendinu heldur skammt frá annarri byggð og þjóðleiðinni um Hellisheiði.
Ómar Ragnarsson, 26.3.2015 kl. 22:37
Það er rétt. Hún hefur verið algerlega mögnuð. Vestfirðingur. Úr Jökulfjörðum. Hrafnsfirði.
,,Fagurt er á fjöllunum núna“, hefur þjóðsagan eftir Höllu.
Merkilegt hve henni er illa lýst ófagur- og illilegri þegar auglýst var eftir þeim á Þingi 1763. Þar er Halla sögð: ,,lág og fattvaxin, mjög dimmlituð í andliti og höndum, skoleygð og brúnaþung, opinmynnt, langleit og mjög svipill og ógeðsleg, dökk á hár, smáhent og grannhent, brúkaði mikið tóbak"
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.3.2015 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.