26.3.2015 | 22:29
Náttúrufórnir, sem aldrei er talað um.
Í umræðu um virkjanamál hér á landi er ævinlega skautað fram hjá því þegar talað er um það að það þurfi að ná málamiðlun um þær, að alltaf er talað um skiptingu á þeim virkjanakostum sem eftir eru en aldrei um það, að þegar hafa verið reistar um þrjátíu stórar virkjanir í landinu.
Sogsvirkjanirnar hafa það fram yfir virkjanir í jökulfljótum, að Sogið er tær á þar sem ekkert aurset hleðst upp í miðlunarlónum og gerir þau ónýt með tímanum.
Virkjanirnar eru því sannanlega sjálfbærar og færa okkur hreina og endurnýjanlega orku, ígildi eilífðarvéla.
En Sogið var ekki virkjað án fórna. Áður en virkjað var, var Sogið besta laxveiðiá landsins með stærsta laxastofninn og laxana. Þessu var fórnað auk urriðastofnsins í Þingvallavatni.
En á þeim tíma, 1937-60, var ekki um annað að ræða en að fara í þessar virkjanir. Við þurftum þetta rafmagn ef við ætluðum að halda hér uppi samkeppnisfæru nútímaþjóðfélagi.
Hið furðulega er hins vegar, að á þeim ríflega 80 árum sem liðin eru síðan ákveðið var að virkja Sogið, tala menn um virkjanir á nákvæmlega sömu nótum og þá, þótt aðstæður séu gerbreyttar og við framleiðum nú fimm sinnum meira rafmagn en við þurfum fyrir okkur sjálf, og heimilin í landinu noti aðeins 5% af því rafmagni sem framleitt er hér á landi.
Enn er sunginn söngurinn um að við getum ekki verið rafmagnslaus og um þá sem andæfa stefnu næstu tíu ára, sem felst í því að umturna helstu náttúruverðmætum landsins og tvöfalda rafmagnsframleiðsluna og framleiða tíu sinnum meira rafmagn en við þurfum sjálf, er sagt að þetta "öfgafólk vilji fara aftur inn í torfkofana."
Styrkir rannsókn á urriða og bleikju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Öfgafólkið sem vill fara aftur inn í torfkofana heldur að okkur nægi að framleiða bara það rafmagn sem við sjálf þurfum. Og sennilega vill það að við veiðum bara þann fisk sem við sjálf borðum, fáum timbur úr fjörunni og lifum svo sæl við það að afgreiða pulsur oní túrista um ókomna framtíð. Það furðar sig á því að það sem nægði okkur til að teljast samkeppnisfært nútímaþjóðfélag 1937-60 nægir ekki í dag. Það heldur að fullkomin heilbrigðisþjónusta og menntakerfi sé munaður sem við getum verið án. Öll uppbygging síðustu 50 ára hafi verið óþörf og löngu sé orðið tímabært að hætta lífsgæðakapphlaupinu. Og drifkrafturinn eru rómantískir draumar um sólríka æsku þar sem kýr voru handmjólkaðar, saxbauti og föt komu frá Akureyri, fiskbúðingur frá Ora og allir voru sælir og glaðir hlustandi á gufuna í lampatæki. Sjúkleg fortíðarþrá sem ógnar framtíð barna okkar og búsetu í landinu.
Vagn (IP-tala skráð) 26.3.2015 kl. 23:08
4.3.2015:
Um 139 milljarða króna afgangur af þjónustuútflutningi en 11 milljarða króna halli á vöruskiptum í fyrra, 2014
4.3.2015:
Útflutningstekjur ferðaþjónustunnar hafa tvöfaldast frá 2009 - Verulegur tekjusamdráttur af þjónustu tengdri útflutningi álvera
Þorsteinn Briem, 26.3.2015 kl. 23:14
"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.
Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."
En það skilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn engan veginn.
Þjónusta - Vörur
Þorsteinn Briem, 26.3.2015 kl. 23:15
Frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar eru auk CCP og mikillar ferðaþjónustu til að mynda stór og fjölbreytt framleiðslu- og útflutningsfyrirtæki, í ullarvörum, fiskvinnslu, lýsi, veiðarfæragerð, stoðtækjum, hátækni í matvælaframleiðslu, lyfjum og áli, Ístex (áður Álafoss) í Mosfellsbæ, Grandi hf., Lýsi hf., Hampiðjan og Össur hf. í Reykjavík, Marel í Garðabæ, Actavis og álverið í Hafnarfirði.
Og verið er að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem um 200 manns munu starfa.
Þorsteinn Briem, 26.3.2015 kl. 23:16
Samtök iðnaðarins:
"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.
Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.
Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.
Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun."
Þorsteinn Briem, 26.3.2015 kl. 23:17
Hversu mörg stóriðjufyrirtæki verða annars staðar en í Hafnarfirði, Helguvík, á Grundartanga, Húsavík og Reyðarfirði?!
Hvernig ætla Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn þá að auka hér hagvöxt?!
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.
Þorsteinn Briem, 26.3.2015 kl. 23:18
Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."
Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007
Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD
Þorsteinn Briem, 26.3.2015 kl. 23:19
Stóriðjan þarf gríðarmikla raforku og stóriðjufyrirtæki verða einungis á örfáum stöðum á landinu.
Ferðaþjónusta er hins vegar í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.
Þar að auki eru langflest fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér á Íslandi einkafyrirtæki, sem Sjálfstæðisflokkurinn talar sífellt um af mikilli lítilsvirðingu, eins og mörg önnur einkafyrirtæki hér, til að mynda alls kyns þjónustufyrirtæki.
Þorsteinn Briem, 26.3.2015 kl. 23:20
Á fjórða ársfjórðungi 2014 voru 185.700 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaðnum hér á Íslandi, samkvæmt Hagstofu Íslands.
Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.
Og álverin hér á Íslandi eru ekki að fara úr landi, enda orkuverðið lágt til stóriðju.
Þorsteinn Briem, 26.3.2015 kl. 23:23
Ferðaþjónustan hefur vaxið mikið hér á Íslandi undanfarin ár meðal annars vegna þess að gengi íslensku krónunnar var alltof hátt og ekki innistæða fyrir þessu háa gengi.
23.3.2015:
"Árið 2001 spáði Vilhjálmur Bjarnason þingmaður og þáverandi sérfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun því að hingað til lands myndi koma um ein milljón ferðamanna árið 2016 ... en talan fékkst meðal annars með því að framreikna þá fjölgun sem varð á ferðamönnum milli áranna 1990 og 2000."
Spáin reyndist nærri lagi
Þorsteinn Briem, 26.3.2015 kl. 23:29
Ómar.: Síðan þín er ónýt til nokkurar umræðu. Steini Breim, Brím, eða Briem sér til þess. Annað hvort er hann angi af þér eða illfygli, sem vert væri að kasta út í hafsauga. Stóran part af því sem þú ritar styð ég. Þegar hins vegar haukur verpir í annars fugls hreiður, vex af því eitthvað sem enginn getur hamið. Meiri hlandhausinn þessi Steini.
Halldór Egill Guðnason, 27.3.2015 kl. 03:12
Fullyrðingar nafnleyndarmannsins Vagns um skoðanir mínar og skoðanasystkina minna eiga sér enga stoð heldur eru spuni hans sjálfs.
Ég studdi á sínum tíma stóriðjustefnuna sem færði okkur virkjanirnar á Tungaár-Þjórsársvæðinu, Blönduvirkjun og álverið í Straumsvík og stóriðjuna á Grundartanga.
Vagn telur það ógn að maður samþykki það ekki umyrðalaust að þeim verðmætum landsins verði fórnað sem gefa okkur þann atvinnuveg sem veitir mestu fjármagni og gjaldeyristekjum inn í þjóðfélagið.
Ómar Ragnarsson, 27.3.2015 kl. 04:43
Ég skoðaði á skeiðklukku hvað það tekur langan tíma að rúlla augunum hratt yfir athugasemdir Steina Briem við þennan pistil minn. Niðurstaða: 4 sekúndur.
Það er auðvelt að rúlla yfir þær, því að þær eru auðþekktar á uppsetningunni og nafn hans stendur undir þeim.
Ómar Ragnarsson, 27.3.2015 kl. 04:47
Sem aðdáandi Ómars Ragnarssonr og áhugasamur lesandi pistla hans, leyfi ég mér að lýsa yfir ánægju minni með svar hans við röflinu í þessum Halldóri Guðnasyni varðandi Steina Briem.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.3.2015 kl. 07:33
Fullyrðingar nafnleyndarmannsins Vagns um skoðanir mínar og skoðanasystkina minna eiga sér enga stoð heldur eru spuni hans sjálfs. Á sama hátt og alhæfingar Ómars Ragnarssonar þegar hann gerir mótherjum sínum upp orð, athafnir og skoðanir. En hann virðist vera viðkvæmur fyrir því að vera svarað í samskonar áróðursstíl og hann notar sjálfur. Eða/og sannleikanum verður hver sárreiðastur og sannleikskorn leynist í spunanum.
Vagn (IP-tala skráð) 27.3.2015 kl. 09:58
Vagn, - þú gast ekki sleppt því að tengja andstæðinga stórvirkjana á plani við torfkofa. Það segir allt um þig sem þarf.
(p.s. Ég hef reist nokkra um ævina, hehe)
Jón Logi (IP-tala skráð) 27.3.2015 kl. 10:22
Jón Logi, -ég gat ekki sleppt því að nota tengingu Ómars við torfkofana. Maður verður að halda sig á sama plani og viðmælandinn ætli maður að fá viðbrögð.
Vagn (IP-tala skráð) 27.3.2015 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.