Hægan! Hægan!

Meðalhiti í mars er svipaður og í desember, janúar og febrúar. Í apríl hækkar hann um skitin 2,5 stig og verður í miðjum mánuðum svipaður og hann er að meðaltali í byrjun nóvember. 

Í ljósi þessa er ekki raunhæft að ætlast til þess að vorið fari að koma í mars, og það er fullkomlega eðlilegt að það komi heiftarleg illviðraköst allt fram í lok apríl.

Þau eru kölluð "páskahret" en eru bara af sama toga og öll önnur hret vetrarins, sem samkvæmt almanakinu íslenska er frá því um 20. október til 20. apríl. 

Njótum þess hins veggar að sólin er komin jafnhátt á loft hún er í septemberbyrjun. 

Varðandi veðrið að öðru leyti og þrána eftir sumarveðri gildi hins vegar: Hægan! Hægan!  

 


mbl.is Þurfum enn að bíða eftir vori
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Okkar land er skítasker,
skána fer þó bráðum,
mörg nú konan brjóstaber,
í bara tveimur gráðum.

Þorsteinn Briem, 27.3.2015 kl. 18:49

2 identicon

Líttu út um gluggan

eða en betra farðu í göngutúr

hnatthlýnun má ef til vill trúa

með að vera í 66N

frá toppi til táar

Grímur (IP-tala skráð) 27.3.2015 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband