HVAÐ ER AÐ GERAST FYRIR NORÐAN ?

Ég hefði látið segja mér það tvisvar að fylgi Framsóknarflokksins í skoðanakönnun í stærsta vígi hans; Norðausturkjördæmi, yrði ekki nema tvöfalt fylgi Íslandshreyfingarinnar, Framsókn með 12,3, Íslandshreyfingin með 5,9. Mest uppörvandi í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar (800 manna úrtak) í kvöld er þó að stóriðjuflokkarnir þrír B, D og F-listi hrapa úr 52 % niður í 46 % samtals.

Það rímar við tvær síðustu skoðanakannanir fyrir landið allt þar sem fylgi þessara þriggja flokka minnkaði svo mikið við tilkomu Íslandshreyfingarinnar að það varð of lítið til að mynda hreina stóriðjustjórn.  

Þessar þrjár kannanir sýna að Íslandshreyfingin getur leikið lykilhlutverk í að koma i veg fyrir svona stjórn. Í könnun Fréttablaðsins missti Sjálfstæðisflokkurinn 3 prósentustig og Frjálslyndir 2, en Íslandshreyfingin fékk þá einmitt 5 prósent.

Að vísu er hreyfing fylgis milli flokka aðeins flóknari en eftir stendur að einmitt á þessum stað í litrófinu hægri-vinstri, þar sem Íslandshreyfingin er, liggur lykillinn að því að hér geti orðið umskipti í næstu kosningum.

Í fréttaskýringu á Stöð tvö í hádeginu voru skoðuð kynjahlutföll framboðanna og sagt að konur, sem áður hefðu kosið VG veldu nú Íslandshreyfinguna og það útskýrði mjög hátt hlutfall kvenna í fylgi I-listans. En ef litið er á súlurnar sést að það vantar hlutfallslega jafn margar konur í fylgi Sjálfstæðisflokksins og sem nemur kvennafylginu hjá Íslandshreyfingunni.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

kæri Ómar. Þetta er náttúrulega viss "fölsun" hjá þér að draga D B og
F saman í heildarprósentutölu eftir að hafa nefnt áður hið mikla tap Framsóknar. Er ekki D að bæta við sig tæpum 10% sem er næstum tvöfalt fylgi Íslandshreyfingarinnar Samt eiga þeir að teljast versti stóriðjuflokkurinn. Auðvitað hrapar F og kemur ekki á óvart. en ekki snúa útúr prósentum Ómar og hagræða eins og alltof algeng er, það er bara ekki "professional"

Guðmundur H. Bragason, 4.4.2007 kl. 23:51

2 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Við skulum vona að íslandshreyfinginn nái að hrista aðeins upp í hinum flokkunum.  Það er kominn tími til að það komi flokkur sem berst fyrir umhverfinu og vill takmarka stóriðju.  Það sem ég er búinn að sjá af stefnuskrá íslandshreyfingarinnar þá líst mér vel á.  Ómar verði þið ekki með kynningarfund á Sauðárkróki fljótlega? 

Þórður Ingi Bjarnason, 5.4.2007 kl. 00:20

3 identicon

Ómar spyr "hvað er að gerast fyrir norðan?"

Fulltrúar Íslandshreyfingarinnar gáfust upp, engar lausnir bara falleg orð.

Íslandshreyfingin hélt fund á Húsavík í dag, 4. apríl. Ómar Ragnarsson, Jakob Magnússon og Ósk Vilhjálmsdóttir kynntu þar stefnu hreyfingarinnar. Fagnaðarerindið var að bíða a.m.k. næstu fjögur ár með uppbygginu orkufreks iðnaðar á Húsavík og treysta átti frumkvæði heimamanna. Nú eru heimamenn að vinna að eigin frumkvæði að því að fá álver við Bakka á Húsavík með nýtingu háhitasvæða í Þingeyjarsýslu.´

   Ómar Ragnarsson fór með rangfærslur og ýtti undir tortryggni og öfgar með sínum málflutningi. Það sem virkar í Þingeyjarsýslu er ferðaþjónusta sagði Ósk Vilhjálmsdóttir. Hún taldi ruðningsáhrif álvers og framkvæmda við byggingu þess svo mikil. Hún gat ekki svarað því hvar ruðningáhrifin eru á höfuðborgarsvæðinu. Hún gleymdi því í sínum málflutningi að ferðamannatíminn eru ennþá aðeins þrír mánuðir. Ég vil benda á það að unnið er hörðum höndum við að lengja þennan tíma m.a. með verkefnum eins og Snow Magic í Mývatnssveit.

   Óhætt er að segja að fulltrúar Íslandshreyfingarinnar hafa því miður ekki skilning á búsetu og atvinnuástandi utan höfuðborgarsvæðisins og það er slæmt þegar fólk bíður sig fram til að stjórna, taka ákvarðanir, axla ábyrgð o.fl.

   Ég vil benda á að Íslandshreyfingin nær ekki inn manni í Norðausturkjördæmi enda hefur enginn listi verið kynntur og var afar undarlegt að boða til fundar og vera ekki tilbúinn með framboðslistann.

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 00:24

4 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ferðamannatímabilið hefur lengst og er ekki aðeinst þrír mánuðiðr.  Þeir staðir sem gera ekkert til að laða að ferðamenn sitja uppi með það að fá aðeins til sín ferðamenn yfir sumartíman.  Ferðamenn laðast ekki að stóriðju þeir vilja skoða náttúru og eitthvað sem er markvert að sjá.  Þessi markaðsettning á mývantsveit er góð og hefur ferðamannatímabilið lengst þar fyrir vikið.  En alltaf er hægt að gera betur.  Það þarf meiri vakningu á landsbyggðinni til að skoða þau tækifæri sem eru víða til að fá ferðamenn. 

Þórður Ingi Bjarnason, 5.4.2007 kl. 00:33

5 identicon

ÓMAR ER Á UPPLEIÐ, 40% Húsvíkinga nú þegar á móti álveri á Bakka og þeir Bakkabræður græða nú ekki mikið á því að bera þar fötur fullar af myrkri fram og til baka. Húsvíkingar eru skynsamir menn og meirihluti þeirra mun brátt sjá í gegnum þá óperasjón alla. Vilja mun frekar annan og betri starfa, stóraukna ferðaþjónustu með betri samgöngum, góða hvalaskoðun, skynsamari og betri veiðistjórnun fyrir alla aðila, hærri laun með minni þenslu í Reykjavík, strandsiglingar, jarðgöng undir Vaðlaheiði, stórbætta vegi, meðal annars alla leið að Dettifossi, stærsta fossi í Evrópu, sem Landsvirkjun hefur verið að spá í að eyðileggja eins og allt annað. Það er afar brýnt fyrir ferðaþjónustuna að bundið slitlag verði lagt sem allra fyrst á Demantshringinn (Húsavík-Ásbyrgi-Dettifoss-Mývatn) en flestöllu um land allt hefur verið slegið á frest vegna stóriðjunnar.

Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, ásamt fimm öðrum nemendum háskólans á Bifröst, vann þar að verkefni sem  fjallaði um heilsutengda ferðaþjónustu á Húsavík. Verkefnið var unnið í samstarfi við Húsavíkurbæ, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Helstu niðurstöður verkefnahópsins voru þær að efnasamsetning heita vatnsins sem fæst úr borholu á Húsavíkurhöfða væri hægt að nýta sem sóknarfæri í heilsutengdri ferðaþjónustu í bænum. Þannig gæti Húsavíkurbær skapað sér ákveðna sérstöðu, þar sem vatnið er einstakt hér á landi. Með byggingu heilsulindar og endurhæfingarstöðvar myndi kröfum um heilsutengda ferðaþjónustu verða fullnægt.

Tugir þúsunda erlendra ferðamanna fara árlega í hvalaskoðunarferðir frá Húsavík og þar geta skemmtiferðaskip loks lagst að bryggju. Tugir þúsunda heimsækja einnig árlega jarðböð í Mývatnssveit.

Gestir Bláa lónsins voru um 380 þúsund í fyrra, langflestir erlendir, en þá voru starfsmenn þess vel á annað hundrað talsins. Efnasamsetning vatnsins skiptir mestu máli fyrir Evrópubúa en hitastigið hins vegar fyrir Japani. Bláa lónið hefur fengið verðlaun fyrir að vera besta náttúrulega heilsulind heims, einn af tíu ótrúlegustu baðstöðum í heimi og ein af 25 bestu heilsulindum heims. Ef Reykjanesgarðurinn fengi sömu aðsókn og innheimti sama aðgangseyri og Bláa lónið, 1.400 krónur, yrði aðgangseyrir hans samtals um 532 milljónir króna á ári en heildartekjur Bláa lónsins voru 1,26 milljarðar króna í fyrra. Í Reykjanesgarðinum getur að sjálfsögðu verið til dæmis fræðslusetur, sala á minjagripum, leiðsaga, gisti- og veitingaaðstaða, svo eitthvað sé nefnt. Ferðaþjónusta og stóriðja fara hins vegar engan veginn saman, að sögn Önnu Sverrisdóttur, framkvæmdastjóra Bláa lónsins.

Tillaga um aðgang að hinum gríðarstóra Þríhnúkagíg, sem er í Reykjanesfólkvangi í lögsögu Kópavogs, birtist í grein í Morgunblaðinu 4. janúar 2004. Þar er lagt til að aðgengi að gígnum verði um 200 metra löng göng inn á svalir í gígnum. Svalirnar stæðu út í rýmið í miðjum gígnum á 64 metra dýpi og í 56 metra hæð frá gígbotninum. Útsýni niður í gígpottinn yrði æði mikilfenglegt og tvö 20 hæða hús myndu til dæmis komast fyrir neðan svalanna.

Vinstri grænir eru hinn nýi Framsóknarflokkur. Formaður hins græna flokks er bóndi frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði, sem dregur að sér kvenfólk og Framsóknarmenn eins og mykjuskánin mýið. Formaður Framsóknarflokksins er hins vegar "hinn grái holdgervingur" stóriðjustefnunnar, sem fyrir löngu hefur beðið skipbrot. Þessi "stefna" getur engan veginn leyst vanda sjávarbyggðanna allt í kringum landið og skapar í raun mörgum sinnum meiri vanda en hún leysir, til dæmis fjórum sinnum meiri verðbólgu en á evrusvæðinu í ár, viðskiptahalla upp á 305 milljarða króna í fyrra, hækkun á verðlagi í hverjum mánuði og heimsmet í háum vöxtum, sem gerir fjöldamörg heimili og fyrirtæki í landinu gjaldþrota. Aflakvótar svo dýrir að bankarnir eiga útgerðirnar og nú ætla þeir að leggjast í sama víking í Noregi.

Steini Briem (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 03:02

6 identicon

Á fjörurnar fór hún Alcan,
sinn fúna hag vildi bæta,
Gaflara mikið feigðarflan,
nú fer hún til Árna sæta.

Steini Briem (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 03:56

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Er ekki staðreyndin sú að orkuöflun og ferðaiðnaður geta hæglega starfað hlið við hlið?

Er ekki rétt að hafa í huga hvernig stendur á tilurð Bláa lónsins?  Hvað er langt í orkuver frá lóninu?  Hefur það fælt ferðamenn frá því að taka sér bað þar?

G. Tómas Gunnarsson, 5.4.2007 kl. 04:50

8 Smámynd: Þór Ómar Jónsson

það hefðu flestir ef ekki allir komist upp með að nota orðið HRAPA úr 52 í 46 en ekki þú ómar. ekki séns.

Þór Ómar Jónsson, 5.4.2007 kl. 08:16

9 identicon

Til leiðréttingar Steini Briem þá er það rangt hjá þér að 40% Húsvíkinga séu á móti álveri, sú könnun sem þú vitnar í var gerð í Norðaustur kjördæmi öll og því er þessi fullyrðing hjá þér röng. En svona innlegg eins og þessi eru sett fram til að villa fyrir fólki og það er sorglegt þegar fólk gerir slíkt, hagræðir sannleikanum og setur fram rangar fullyrðingar. Ferðaþjónusta hefur stóraukist á Húsavík í fjórungnum öllum.

   Það er afar brýnt fyrir ferðaþjónustuna að bundið slitlag verði lagt sem allra fyrst á Demantshringinn (Húsavík-Ásbyrgi-Dettifoss-Mývatn) en flestöllu um land allt hefur verið slegið á frest vegna stóriðjunnar. Það er rétt hjá þér að til að efla ferðaþjónusta enn frekar og styrkja er nauðsynlegt að loka demantshringnum með heilsársvegi vestan Jökulsár á Fjöllum. Það er rangt hjá þér að stóriðja hafi þau áhrif að fresta þurfi framkvæmdum við demantshringinn og er ósmekklegt að hagræða sannleikanum sér í hag. Í þessu máli strandar á skipulagsyfirvöldum o.fl.

   Í langan tíma hefur verið unnið að heilsutengdri ferðaþjónustu á Norðulandi m.a. með því að nýta vatnið úr Húsavíkurhöfðanum. Hérna er um sóknarfæri að ræða og ber að nýta. En þú vitnar til þess að ferðaþjónusta, heilsutengd ferðaþjónusta fari ekki saman með stóriðju, orkuveri. Hvernig má þetta vera, það er stutt í orkuver og stóriðju frá Bláa lóninu. Stutt frá Baðlóninu í Mývatnssveit er orkuver, Krafla. Þessar fullyrðingar standast því ekki. Hvers vegna hefur orðið þessi uppbygging við Bláa lónið? Þar er orkuframleiðsla hjá hitaveitu Suðurnesja, álver í Hafnarfirði. Það þýðir ekki að halda því fram að ferðaþjónusta leysi vandamál hinna dreifðu byggða og það þýðir ekki að halda því fram að ferðaþjónusa geti á engan hátt farið með annarri atvinnustarfsemi s.s. stóriðju.

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 09:55

10 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Hjálmar

Þessir staðir sem þú nefnir þar sem ferðaþjónusta og orkuver hafa gengið vel saman.  Það er rétt Blálónið og jarðboðinn hafa gengið vel.  En þar með er ekki hægt að fullyrða að öll ferðaþjónusta gangi vel hjá stóriðju.  þegar búið er að virkja allt landið og spilla þar með náttúriunni þá er stór hópur ferðamanna sem mun ekki sækja þá staði. Náttúruferðamennska er stór hér á landi.  Ég hef setið ráðstefnu á Húsavík þar sem var verið að tala um Heilsutengdaferðaþjónustu á því svæði.  Þetta er hlutur sem er mjög spennandi og gæti skilað Húsavík verðamönum allt árið.  Álver er ekki sá iðnaður sem leysir allan vanda.  Það eru góðar hagnaðartölur sem sjást á blaði en hver er sá fórnkosntnaður til að svona iðnaður geti gengið.  Þá horfið ég á það land sem fer undir vatn fyrir virkjanir.  Ferðamanna straumur til landsins hefur stór aukist milli ára og er þetta sú grein sem hefur vaxið mest á síðustu árum.  Við skulum ekki skemma þann góða ferðamannastrum með þvi að troða niður virkjunum og álverum út um allt land.   

Þórður Ingi Bjarnason, 5.4.2007 kl. 10:15

11 identicon

Þórður Ingi

Þú ert ekki nógu upplýstur. Það hefur enginn haldið því fram álver sé sá iðnaður sem leysi vandann en álver skapar störf, skapar tekjur sem leiða af sér bætta þjónustu í sveitarfélaginu og aukna þjónustu, íbúum hækkir að fækka en á Húsavík fækkar um 100 á ári. Álver er lausn ekki lausnin. Ég segi að þú sért ekki nógu upplýstur vegna þess að sú orka sem mun knýja álver við Bakka á Húsavík verður eingöngu jarðvarmaokru þ.e. gufuaflsvirkjanir og því fer ekkert land undir vatn vegna álvers bið Bakka á Húsavík. Svona dæmalaus áróður um að tala um virkjanir og álver um allt land er óþolandi. Það er enginn að tala um slíkt. Svona málflutningur skemmir fyrir allri vitrænni umræðu. Að lokum vengan menntunar þinnar, hversu mikið troða ferðamenn niður landið, er ekki gert ráð fyrir milljón ferðamönnum árið 2020? Hvað áhrif hefur slíkur fjöldi ferðamanna á landið, á íslenska náttúru?

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 10:31

12 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þið sem hafið talað með stóriðju hafið talað þannig að það sé það eina sem hægt er að gera.  Meðan ekki er atvinnuleisi á landinu þá þurfum við ekki stóriðju.  Við þurfum ekki stóriðju til að flyja svo inn fólk til að vinna.  öll virkjun sama hvort hún sé vants eða jarðorku fylgir einhver röskun á landi þó að jarðorka sé betri upp á umhverfið að gera.  Við getum fegnið tekjur og atvinnu úr fleiri greinum en stóriðju.  Það verður að fara að draga úr þessari stóriðju stefnu stjórnvalda.  Það er rétt að ferðamenn hafa áhrif á náttúruna en með réttum vinnubrögðum og að undirbúa það svæði sem ferðamenn eru á er hægt að takmarka það rask sem ferðamenn valda. 

Þórður Ingi Bjarnason, 5.4.2007 kl. 10:47

13 identicon

Þórður Ingi 

Það er svo fáránlegt að stilla dæminu þannig upp að annað hvort ertu stóriðjusinni eða ekki. Það jafn ómerkilegur málflutningur og Framtíðarlandið boðar, annað hvort ertu grár eða grænn og ef þú kýst að vera ekki grænn, ertu grár. Ég bý á Húsavík og ef "eitthvað annað" byðist sem skapaði atvinnu, tekjur og kallaði á aukna þjónustu og festu fyrir svæðið væri það óskandi en svo er ekki. Heldur þú virkilega að Húsvíkingar vilji álver vegna atvinnuleysis? Til að benda á það eru um 300 einstaklingar á atvinnuleysisskrá á svæði Svæðisvinnumiðlunar Norðurlandseystra. En með tilkomu álvers mun það skapa auknar tekjur fyrir sveitarfélagið, knýja á um aukna þjónustu sem íbúar myndu njóta góðs af, fjölga fólki o.fl.

   Viltu bara ekkert virkja? Það þýðir ekkert að koma fram við Húsvíkinga, Þingeyinga sem annars flokks fólk og segja að hér megi bara ekkert gera. Við viljum virkja og nýta orkuna sem er á okkar svæði til uppbygginar svo sveitarfélagið megi vaxa og dafna í framtíðinni.

   Það er vissulega hægt að skapa tekjur á annan hátt og það er gert, hér eru rekin ferðþjónustufyrirtæki, s.s. 3 hvalaskoðunarfyrirtæki, gisti- og afþreyingarþjónusta. Hér er rekið fiskverkunarfyrirtækið GPG, Brauðgerðin Heimabrauð o.fl. o.fl. En miðað við óbreytt ástand mun fólki halda áfram að fækka, fyrirtæki gefast upp eða flytja starfsemi sína annað o.þ.h. Hér hefur svo margt verið reynt en ekki borið árangur, það sem vantar er festa í atvinnulífið.

   Þessi fullyrðing um þá sem vilja stóriðju bendi ekki á neitt annað er enn eitt dæmið sem svertir umræðuna. Þetta er bara ekki rétt. Hér á Húsavík hefur lengi verið unnið að heilsutengdri ferðaþjónustu í tengslum við afþreyginu, það er verið að vinna að strandmenningarverkefni sem er hluti af menningartengdri ferðaþjónustu svo eitthvað sé nefnt.

Að lokum, þú segir að ferðamenn valdi raski. Hvaða rask er það í dag og hversu mikið verður það árið 2020 þegar áætlað er að milljón ferðamenn sæki landið heim? Hversu mikil mengun fylgir því að flytja alla þessa ferðamenn til landsins?

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 11:19

14 identicon

Mer synist nu a nyjustu skoadanakonnun Gallups ad tad se einmitt Islandshreyfingin sem se ad koma Riskisstjornarflokkunum aftur til valda og tad med minnihluta atkvaeda a bak vid sig.. Vegna tess ad atkvaedi greidd Islandshreyfinguni og aldrada frambodinu detta daud og ormerk og virdast eingongu taka af og tvistra fylgi vinstri flokkana. Tetta er ferleg nidurstada fyrir kjosendur og betur vaeri heima setid Omar Ragnarsson heldur en ad tu takir tatt i tvi med frambodsbrolti tinu ad leida storidjuflokkana aftur til valda med minnihluta tjodarinnar a bak vid sig. FERLEGT ! 

GunnlaugurI (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 11:26

15 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég vil allt vel fyrir Húsavík.  Mín ætt nær til Húsavíkur og á ég mikð af ættingjum þar.  Ég get ekki séð hvernig þið ættlið að reina að virkja heilsutengdaferðaþjónustu á svæðinu á sama tíma og þið viljið reisa álver.  Það getur ekki verið heilsusamlegt að vera með mengandi iðnað á svæði sem ættlað að markaðsetja sig sem heilsubær. 

Þórður Ingi Bjarnason, 5.4.2007 kl. 11:51

16 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ferðaþjónusta er láglaunastarfsvettvangur  Öll þau lönd sem byggja á mikilli ferðaþjónustu bjóða þegnum sínum kjör sem ég held flestir íslendingar sætta sig ekki við

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 5.4.2007 kl. 12:11

17 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Steinar Briem

Bláa lónið er raun algjört umhverfisslys og alls ekki náttúrulegt heldur úrgangur úr háhitavirkjun sem er látin renna óhreinsaður út ósnortið hraunið.  Svona umgengni um náttúrunna yrði aldrei leyfð í dag.  Kárahnjúkavirkjun á eftir að verða einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins og er sennilega þegar orðin það

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 5.4.2007 kl. 12:24

18 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þegar spurt er af hverju Framsókn tapar svon miklu í þessu kjördæmi gleyma menn þjóðlendumálinu illræmda. En í því eins og mörgu öðru fá framsóknarmenn að kenna á vendi kjósandans fyrir mál sem Sjálfstæðisflokkurinn ber mesta ábyrgð á. En þetta stóraukna fylgi Sjálfstæðisflokksins þarna er auðvitað mest bundið við persónu Kristjáns Þórs.

Þórir Kjartansson, 5.4.2007 kl. 14:29

19 identicon

Varðandi það sem Gunnar Ásgeir heldur fram , að Kárahnjúkavirkjun og þá væntanlega svæðið um Hálslón, verði vinsæll ferðamannastaður. Við skulum vona það úr því sem komið er með þessar framkvæmdir þarna . En er það endilega svo að þannig verði það ?

Ég hef verulegar efasemdir um það vegna :

- Í júníbyrjun ár hvert verður vatnsborð Hálslóns 60 metrum lægra en það verður í sumarlok í september. Aurframburður Jöklu sem áður fór útí Héraðsflóann, sest nú til í Hálslóni. 60 metra hæðarmunur vatnsyfirborðs á landi sem er sumstaðar mjög flatt og því mikið yfirborð sem verður þakið nýföllnum leir sem er laus í sér og kvikur. Þegar vindar blása og sól eða hitafar er þá verður þessi leir sem verður á margra tuga ferkílómetra svæði afar rokgjarn og fíngert rykið fyllir loftið og smýgur innum híbýli og farartæki svo ekki sé talað um óvarið fólk í víðerninu

Þetta verður alveg ný reynsla vegna þess að Jökla hefur aldrei myndað þessar aðstæður að sumarlagi fyrr í sögunni. Þetta er manngert vandamál .

Þannig að það er alls ekki á vísan að róa fyrir ferðamenn þarna til mannvirkja eða náttúruskoðunar þegar veður er ferðavænt að öllu öðruleyti.

Allt þetta verður reynslan eina að skera úr um, en efinn er raunverulegur.

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 15:06

20 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Langar að þakka þér Ómar fyrir þitt ómetanlega starf í þágu íslenskrar náttúru og að koma henni fyrir almenningssjónir.  Með þínum óbilandi dugnaði og “ofvirkni” á köflum .  Ég hef skoðað þessar dásamlegu myndir sem teknar eru á Kárahnjúkasvæðinu fyrir og meðan Hálslón er að fyllast. www.hugmyndaflug.is Ég velti því þó stundum fyrir mér hvort þú ert á réttri leið með að leggja út í “skítkast” pólitíkurinnar?   Því verður þú auðvitað að svara sjálfur. 

Vilborg Traustadóttir, 5.4.2007 kl. 15:19

21 identicon

Finnst þetta frábært framtak hjá þér að fara út í pólitík..það vantar einmitt fleira fólk eins og þig þar ;)

Frábært að einhverjir séu til í að berjast fyrir landið okkar, nóg er víst búið að níðast á því að undanförnu!  

Baráttu kveðjur :)

Sigga Vigga (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 17:34

22 identicon

Takk Ómar fyrir þitt framtak.

 

Gunnar Ásgeir, segir að ferðaþjónustan sé láglaunastarfsvettvangur. Það er svo sem rétt að launin hjá t.d. leiðsögumönnum, hvað þá bílstjórum eru ekki há og langt frá því sem áður var.

 

Erlendar feðaskrifstofur, vilja helst ekki borga mikið fyrir Íslandsferðir, þeir telja m.a. laun leiðsögumanna sé há og þess vegna eru æ fleiri ferðaskrisfstofur farnar að senda hópana sína með erlenda leiðsögumenn, sem eru ílla borgaðir ef þeir fá þá greitt fyrir ferðina. Það hefur ekki verðið erfitt hjá þessum ferðaskrifstofum að fá fólk til að fara með hópa til Íslands, þar sem mjög margir dreyma um að komast, allavegana einu sinni, til þessarar nátturúperlu, sem Ísland er. En þessi þróun hefur verið og er mikið áhyggjuefni hjá Leiðsögumannafélaginu, en það vill vernda íslensku leiðsögumannastéttina, hag þeirra og tryggja gestum okkar góðrar og réttar upplýsingar um land og þjóð.

En afhverju vilja erlendar ferðaskrifstofur ekki borga... jú það er vegna þess viðskiptamenn þeirra hafa ekki ráð á að kaupa dýrar ferðir. Ég ef verið búsett í yfir 20 ár erlendis og flest áranna í Frakklandi. Þar eru margar, margar miljónir manna með einungis um 800 Evrur nettó í laun (um 71200ikr) á mánuði. Þessi laun eru kölluð SMIC (þau eru lægstu laun leyfileg í landinu, samkvæmt lögum). Miklar umræður hafa verið í vetur um að hækka þessi laun upp í 1500 Evrur bruttó (um 133500ikr), sem gera ca. 1000 Evrur nettó (um 89000ikr).  Mundu íslendingar vilja sætta sig við þessi laun?

Í flest öllum, ef ekki öllum nýju löndunum í Evrópusambandsins eru launin lægri en frönsku SMIC launin og er ekki að furða að margir þegnar frá þessum löndum telja það vera mikla gæfu að fara erlendis til vinnu og þéna SMIC, hvað þá meira. 

Ég verð að vara ykkur, íslendinga við... því ég veit það sjálf hve lítil þessi SMIC-mánarlaun eru og hvessu erfitt það er fyrir þetta fólk að ná endum saman um mánaðarmót. Nú eru sjálfsagt margir sem hugsa, það eru örugglega fullt af menntafólki, sem eru með hærri laun... Nei, þegar ég hætti í háskólanámi voru félgarnir mínir ánægðir ef þeir FUNDU/FENGU vinnu, með 10% hærri laun en SMIC, þrátt fyrir að vera með Mastergráðu eða Doktorsgráðu í vasanum. ENGINN ÞEIRRA HAFÐI HUG Á AÐ VINNA Í VERKSMIÐJU. Í verksmiðjum eru flest allir starfsmenn á SMIC launum. Þar af auki er unnið á vöktum, nóttum og í flest öllum tilfellum er hvorki vaktarálag, né yfirvinna eins og við þekkjum á Íslandi.

Ég vann um tíma á hóteli, sem tilheyrir mjög stórri alþjóða "goup-fyrirtæki". Þetta var vaktarvinna og var ekkert vaktarálag, né kvöld eða næturvinna greidd. Þar sem meira var, var að launin hjá fest öllum vouru lægri en SMIC. Það var nefnilega til nokkuð sem hét Hótel Smic, sem var lægri  laun en Smic þrátt fyrir lengri vinnutíma, en hótel SMICið var afmáð í vetur. Ekki vissum við um vinnuskránna okkar nema með stuttum fyrirvara, því hún var gerð eftir því sem bókaðist inn á hótelið. Þetta kallast betri og hagkvæmari nýting á mannsauði, en er Í rauninni ekkert annað en ÞRÆLDÓMUR.

Frakkland er ekkert einsdæmi, launakjör hafa líka vesnað í Þýskalandi og það er ekki mikið skárra í hinum löndumum í kringum Frakkland, eldri Evrópusambands löndin. Svo er annað, oft hefur komið upp sú umræða hjá vissum mönnum innan Evrópusambandsins, hvort það eigi ekki að búa til Evrópskan SMIC. Hvað mundu Íslendingar gera ef launin hjá, um og yfir 50% þjóðarinnar yrðu fest, sem SMIC laun? Ekki láta ykkur dreyma um launahækkun... hér úti telur vinnandi fólk sig heppið að fá 0.25% til max 2% launahækun!

Það hefur komið fram í fréttunum heima á Íslandi, að í þeim atvinnugreinum sem útlendingar vinna flestir við  er hækkalaunin ekki í sama hlutfalli og í öðrum atvinnugreinum. Þetta er mikið umhugsunarefni fyrir alla sem búa á Íslandi, því með þessum hætti erum við að búa til FÁTEKT. Er þetta það sem við viljum?

ÞAÐ GETUR ENGINN FENGIÐ MIG TIL AÐ TRÚA ÞVÍ AÐ VERKSMIÐJUSTÖRFIN SÉ VEL LAUNUÐ. Alcan, hefur samt sennilega gert nokkuð vel fyrir sitt fólk, en með tilkomu fleirri álvera  (ef af því verður) og keppinauta á Íslandi, verið viss um að það verði ekki lengi sem launin verða há! Og mun auðveldara verður  að lækka launin, ef erlent vinnuafl kemur hingað til vinnu í álverunum.

Lítið til landana í kringum ykkur, ekki bara til Norðurlandana eða Ameríku. Í hvaða landi hefur hinn almenni vinnumaður þénað vel í verksmiðju? Engum.

Lítið á iðnaðarsvæðin, sem eru mettuð af mengun og með fátæka íbúa... og svo svæðin þar sem verksmiðjunum hafa verið lokað síðast liðin 10 ár, t.d. norðurhluta Frakklands, suðurhluta Luxembourgar og í Sarrelöndumum í Þýskalandi. Hvað gera þessi bæjarfélög þegar þeir leggja niður verksmiðjur? Jú, í dag, gera þau allt sem þau geta til að efla ferðaþjónustu, hreinsa sveitirnar og efla umhverfisvernd og menningu. Af hverju gerum við það ekki strax?

Ég hef frá mörgu fleirra að segja.... en það býður betri tíma.

PASSIРLANDIÐ YKKAR VEL, hugsið til Sigríðar í Brattarholti sem bjargaði Gullfoss frá sölu og virkjun.  Verið stolt af landinu ykkar.  Gleðilega páska !

vinur

vinur (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband