28.3.2015 | 04:54
Alls ekki nýtt fyrirbæri.
Á síðustu 18 árum hafa orðið að minnsta kosti þrjú stór flugslys, þar sem talið var að flugstjóri hafi vísvitandi grandað vélinni og þeim sem um borð voru, þannig að slíkt er alls ekki nýtt fyrirbæri.
Hvort Andreas Lubitz hafi vitað um þetta er sennilega ekki vitað né heldur hvort hann hafði séð eða frétt af opnunaratriðinu argentínsku kvikmyndinni Relatos salvajes.
Sé það rétt að í honum hafi blundað alvarlegt þunglyndi sem gat brotist fram þegar hann réði ekkert við það, er alls óvíst hvort fordæmi hafi haft nokkuð að segja í því efni.
Það er þekkt einkenni á alvarlegu þunglyndi, að það getur virkað eins og snöggt líkamlegt kast á við flogakast, verið algerlega óviðráðanlegt þegar það dynur yfir.
Miðað við það að svona atvik höfðu hent áður, má það merkilegt teljast að ekki skyldi vera skilyrðislaust bann við því að aðeins einn maður væri í stjórnklefanum, jafnvel þótt um skamman tíma væri að ræða.
Það var svona álíka gáfulegt og að segja að allt í lagi væri að vera ekki með spennt bílbelti í stuttum bílferðum eða óspenntur um skamman tíma, svo sem eins og svarar til einnar klósettferðar.
Eitt helsta lögmál varðandi öryggi í flugi er nú einfaldlega lögmál Murphys, sem hljóðar nokkurn veginn þannig, að ef eitthvað geti farið úrskeiðis, muni það gerast fyrr eða síðar.
Tafarlaus viðbrögð Icelandair, Wow air og fleiri flugfélaga segja sína sögu um það. En þessi mistök sem áttu svo stóran þátt í slysinu í frönsku Ölpunum, kostuðu allt of mörg mannslíf.
Líkindin vekja óhug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
BBC - What drives people to murder-suicide?
Þorsteinn Briem, 28.3.2015 kl. 08:42
BBC - Alps crash co-pilot Lubitz last year - One day everyone will know my name and remember
Þorsteinn Briem, 28.3.2015 kl. 09:08
Andreas Lubitz hefur væntanlega ekki vitað fyrir þetta flug að hann yrði einn í stjórnklefanum.
Andreas hefur því hugsanlega verið búinn að ákveða að drepa sjálfan sig og marga aðra í einhverju flugi þar sem hann yrði einn í stjórnklefanum.
Steini Briem, 26.3.2015
Þorsteinn Briem, 28.3.2015 kl. 09:19
Ef það er eitthvað að marka kærustuna hans þá var þetta sjálfhverfur, hégómalegur, kaldlyndur og metnaðargjarn maður. Hann fær ekki að verða flugstjóri og er að springa úr bræði. Það er allt of mikil reiði í þessu til að kalla það þunglyndi. Þá hefði hann einfaldlega getað hent sér fram af brú eins og þessari sem er í bakgrunni á myndinni af honum.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.3.2015 kl. 09:57
Er það einhver lausn að öllum stundum séu 2 í flugstjórnarklefanum, menn með einbeittan vilja finna alltaf leið. Hvernig ætlum við þá að haga öðrum samgöngumátum, rútubílstjóri getur tekið út 70-80 manns, á alltaf að vera aðstoðarbílstjóri við hlið hans? Svo ekki sé nú talað um lestir með mörg hundruð farþegum innanborðs.
Viktor (IP-tala skráð) 28.3.2015 kl. 09:58
En munurinn á þessum tilfellum er sá að niðurstaðan um orsakir hinna slysanna komu eftir margra mánaða rannsókn til þess hæfra aðila en ekki utan rannsóknar í fjölmiðlum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.3.2015 kl. 12:06
Fjölmiðlar vísa hér til álits sérfræðinga og engin ástæða til að bíða með að birta það þar til einhverjar skýrslur eru gefnar út um málið.
Hlutverk fjölmiðla er að birta þær upplýsingar sem eru fyrir hendi hverju sinni og varða almenning.
Þorsteinn Briem, 28.3.2015 kl. 12:31
Bandarikin settu tveir i klefa regluna eftir ad settar voru upp styrktar hurdir til thess ad einn gaeti kikt ut um gattina til ad stadfesta ad rettur einstaklingur vaeri ad reyna ad komast inn klefann, en ekki til thess ad hafa hemil a theim sem var eftir i klefanum.
Kristjan Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.3.2015 kl. 12:46
Hlutverk fjölmiðla er meðal annars að rannsaka mál og þær rannsóknir geta leitt til þess að ýmsu er breytt í þágu almennings.
Undirritaður rannsakaði til að mynda sem blaðamaður á Morgunblaðinu tryggingar í farþegaflugi, fréttaskýringin birtist fyrir helgi og á laugardagsmorgni var hringt heim til mín og sagt að tryggingaupphæðin hefði verið hækkuð vegna fréttaskýringarinnar.
Í fjölmiðlun er einnig mikilvægt að kynnast sem flestu fólki þannig að það hefur samband við fjölmiðlamann sem það treystir og gefur honum upplýsingar sem gefa tilefni til frétta og fréttaskýringa.
Þorsteinn Briem, 28.3.2015 kl. 13:02
Hjá mér vaknar sú spurning hvort það sé nóg að hafa "veikburða" flugfreyju inni hjá flugmanni með einbeittan vilja til að granda vélinni. Minni aftur á egypska flugmanninn sem stýrði vél beint í sjóinn fyrir nokkrum árum. Hann læsti ekki einu sinni klefanum, flugstjórinn komst inn til hans og hvatti hann til að taka á með sér til að "ná vélinni upp". Það gekk ekki.
Eysteinn Pétursson (IP-tala skráð) 28.3.2015 kl. 13:09
Sé það rétt sem Elín segir, þá hefur þessi ungi flugmaður ekki bara verið þunglyndur heldur og líka siðblindur. Þá ætti athyglin að beinast að lækninum sem úrskurðaði sjúklinginn óhæfan til vinnu og sendi óhæfan manninn sjálfan með þær upplýsingar, í stað þess að tilkynna þær sjálfur.
Athyglin ætti líka að beinast að andvaraleysi flugfélagsins sem og skólans sem gaf út flugskírteini hans. Reglur um persónuvernd í nútíma samfélögum ganga oft langt út fyrir skinsamleg mörk.
Viktor, þetta er það sem mönnum dettur fyrst í hug, til að reina að koma í veg fyrir að svona atvik eigi sér stað aftur og það verður örugglega margt fleira gert. Það eru alltaf einhverjir á móti og ef alltaf væri hlustað á þá gerðist ekki neitt.
Nú þegar hafa upplýsingar, réttar eða rangar orðið til þess að nokkur flugfélög eru lögð af stað til að finna leiðir til að tryggja öryggi þessa tækja.
Hrólfur Þ Hraundal, 28.3.2015 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.