31.3.2015 | 20:00
Þegar örlög fárra hafa meiri áhrif en örlög milljóna.
Eftir að Seinni heimsstyrjöldinni lauk voru birtar myndir af hrúgum af illa leiknum líkum þeirra, sem drepnar voru í helförinni og talan 6 milljónir þar með.
Þetta hafði að vísu mikil áhrif, en þó hafði sjónvarpsþáttaröðin um Helförina mun meiri áhrif.
Í henni var fylgst með afmörkuðum hópi, einstaklingum og nánustu ástvinum þeirra.
Hvernig mátti það vera að það hafði mun meiri áhrif en haugarnir af líkum og líkamsleifum fyrst eftir styrjöldina?
Ástæðan er sennilega sú að áhrifin eru meiri eftir því sem farið er nær einstaklingunum sjálfum, þannig að einskonar persónuleg tengsl myndast á milli þolendanna og almennings.
Dagbók Önnu Frank, eins einstaklings, hafði gríðarleg áhrif á sínum tíma, var sett á svið í leikhúsum og í kvikmynd. Allir gátu sett sig í spor Önnu og fjölskyldu hennar.
Hér á síðunni hefur áður verið minnst á það hvað Geysisslysið hafði mikil áhrif á alemnning haustið 1950, mun meiri en margfalt stærri slys.
Ástæðan var líklega sú, að þá fimm daga sem áhöfnin var týnd, lærði fólk nöfn allra um borð og var þar með komið eins og inn á gafl hjá þeim.
Og einu sinni enn koma orð Stalíns upp í hugann: Þegar einn maður er drepinn er það morð, en þegar milljón er drepin er það tala.
Lést Anne Frank mánuði fyrr? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
https://www.youtube.com/watch?v=pfn-G_AjvlQ
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.3.2015 kl. 20:19
Þegar einn maður deyr er það harmleikur, en dauði milljóna er bara tölfræði. Var það ekki nokkurn veginn svona eftir "uncle Joe"
En milljónirnar sem fóru í helförinni gleymast ekki svo auðveldlega, og full ástæða til þess að halda því svoleiðis.
Ég fór til Auschwitz með lest, og sparaði mér sporin til Birkenau með Polones. Komst ólíkt mörgum lestarfarþegum á þeirri braut lifandi af, en það situr eftir sár á sálinni sem ekki grær.
Jón Logi (IP-tala skráð) 1.4.2015 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.