3.4.2015 | 17:28
Sluppu lifandi úr tólf daga sjávarháska og strandi um hávetur.
Það er að sönnu mikið afrek að halda lífi í 66 daga eftir að hafa týnst úti á sjó.
En það hefði að sjálfsögðu ekki tekist hér við land í miklu kaldari sjó en er í Golfstraumnum þar sem hann er nýlagður af stað úr suðurhöfum.
Björgun fimm skipverja af vélbátnum Kristjáni frá Sandgerði, sem týndist í febrúar 1940 var ekki síður mikið afrek skipverjanna.
Vélin bilaði og bátinn hrakti langt vestur í haf undan vetrarveðrunum. Skipverjar slökktu þorstann með því að klifra upp sigluna og sleikja hana eða að eima vatn, sem var afrek út af fyrir sig.
Eftir nokkra daga voru þeir taldir af.
Þegar vindáttin snerist tók þá hins vegar að reka til baka en lélegt segl gat gert þeim kleift að stýra bátnum að hluta til.
Síðustu dagana var þrekið á þrotum, - þeir stóðu í vatni upp í mjóalegg við að ausa.
Þá rak að landi við Merkines sunnan við Junkaragerði þar sem bátnum hvolfdi og sjóirnir gengu yfir þá.
Þá voru komnir menn niður í fjöru til björgunar og tókst að bjarga þeim öllum.
Hvílíkt afrek og hvílíkt ævintýri!
Fannst á lífi eftir 66 daga úti á sjó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.