5.4.2015 | 12:47
Siggi var úti II.
Ef þeir, sem fengu lögregluna til að eyða dýrmætum tíma sínum til að leita uppi ímyndað ofbeldi í Laugardalnum hefðu kunnað gömlu þjóðvísuna "Siggi var úti", hefði hugsanlega verið hægt að losna við þetta verkefni.
Miðað við breytta þjóðfélagshætti er þörf á að endurskoða textann og færa hann til nútíma horfs og miða við nýliðna atburði inni í miðri Reykjavík:
SIGGI VAR ÚTI II.
Siggi var úti að afloknu djammi.
Óp þá hann heyrði í nálægum skóg.
Smeykur og hrelldur og hræddur á þrammi
hringdi´hann á lögguna´og ört andann dró.
Agg, gagg, gagg, sagði tófan í garði.
Agg, gagg, gagg, - löggan kom fyrr en varði.
Allur á taugum í angist þar starði
aumingja Siggi og þorði ekki heim.
Kvenmannsóp reyndust vera tófugagg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður!
Þorsteinn Briem, 5.4.2015 kl. 13:13
Þú ert snöggur upp á lagið Ómar minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2015 kl. 13:19
"Ungt par kom í heldur óvænta heimsókn á lögreglustöðina á Ísafirði í gærkvöldi.
Í ljós kom að stúlkan var föst í handjárnum og lyklarnir týndir.
Þau vonuðust til að lögreglan ætti lykla að handjárnunum en svo var ekki.
Lögreglan brá því á það ráð að klippa handjárnin í sundur til að losa þau af stúlkunni.
Parið útskýrði ekki hvernig þetta gerðist, enda ekki eftir því gengið af hálfu lögreglunnar."
Geir og Grani - Lögregluofbeldi - Myndband
Þorsteinn Briem, 5.4.2015 kl. 13:26
Ómar Ragnarsson handtekinn fyrir að þykjast vera hann sjálfur
Þorsteinn Briem, 5.4.2015 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.