5.4.2015 | 15:43
Af hverju nýtur hún mests trausts?
Margir komast nú á flug út og suður í ummælum sínum á netmiðlum um það að Sigurjón M. Egilson skyldi spyrja Katrínu Jakobsdóttur um hugsanlegt framboð hennar til embættis forseta Íslands.
En spurning Sigurjóns var fyllilega réttmæt í ljósi þess að í haust kom í ljós í skoðanakönnun að Katrín naut mests trausts allra formanna stjórnmálaflokkanna.
Ég hitti hana á förnum vegi skömmu eftir það og spurði sömu spurningar og Sigurjón.
Þessar vinsældir mega heita með ólíkindum því að flokkur hennar berst nú við að komast upp úr neðsta sætinu í skoðanakönnunum og er lengst til vinstri í litrófi stjórnmálanna, þótt nú orðið sé orðið næsta erfitt að raða öllum flokkum og fólki á bása eftir þeim mælikvarða.
Hvers vegna getur formaður lítils flokks út á jaðri notið mests trausts?
Kannski þarf að kafa ofan í þjóðarsálina ekki síður en að skoða mannkosti hugsanlegra frambjóðenda.
Í öllum forsetakosningum, þegar nýir forsetar hafa verið valdir, hefur sá, sem sigraði, ekki átt upp á pallborðið hjá ríkjandi stjórnmálaöflum.
Meirihluti þjóðarinnar hefur hallast því að í embætti forseta sé persóna, sem myndi ákveðna valddreifingu.
Formenn stjórnarflokkanna 1952 mæltu með séra Bjarna Jónssyni í embættið, en Ásgeir Ásgeirsson var kosinn í óþökk þeirra.
1968 tengdi meirihluti kjósenda Gunnar Thoroddsen við þáverandi stjórnarflokka og kaus Kristján Eldjárn, sem reyndist vel og aflaði sér virðingar í starfinu.
1980 gerðist það svo í fyrsta sinn í sögunni að kona var kosin í almennri kosningu í embætti þjóðhöfðingja.
1996 hafði Alþýðubandalagið verið í stjórnarandstöðu í fimm ár og Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn.
Ekki að undirbúa forsetaframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Brosmild er hún Kata kúl,
kyndir ofninn margan,
alltaf glöð og aldrei fúl,
ekkert sjalla gargan.
Þorsteinn Briem, 5.4.2015 kl. 16:00
Þær eru margar Köturnar og nú er undirritaður að lesa bókina Kötu eftir Steinar Braga og kvikmyndahandrit eftir bókinni, sem föðurbetrungurinn er nýbúinn að skrifa.
Mæli með öllum Kötum.
Þorsteinn Briem, 5.4.2015 kl. 16:27
Katrín Jakobsdóttir er frábær manneskja.
Þorsteinn Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 5.4.2015 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.