6.4.2015 | 03:51
Þotuknýr í Hveragerði.
Jón "gustur" Ágústsson,bílstjóri Sumargleðinnar á fyrri helmingi sögu hennar var yfirleitt aldrei að skafa utan af hlutunum hér í gamla daga.
"Gusturinn" var hress í máli, lét flest flakka, kvað fast að orði og mætti segja ýmsar sögur af hnyttni hans og fjöri.
Nú er hann nokkuð við aldur og hefur síðustu árin dvalist á heilsuhælinu í Hveragerði þar sem hefð er fyrir sérstæðu mataræði úr jurtaríkinu.
Þegar Raggi Bjarna heimsótti hann lét Gusturinn vel af sér.
"Hvernig er fæðið hérna?" spurði Raggi.
"Það er nú ekki lítið fjör! Hvílíkur orkugjafi," svaraði Jón. "Nú er ber ég viðurnefnið Gustur fyrst með rentu. Þetta grasagums virkar stundum þannig á mig að ég gæti farið eins og þota í einu flugi héðan til Reykjavíkur með strókinn aftur úr rassgatinu!"
Vindgangur hjá geimförum hvað?
Ekki hægt að knýja sig áfram með vindgangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Reka við og reykja gras,
raunin sífellt þyngri,
ferlegt nú er Gustsins gas,
en gerist sífellt yngri.
Þorsteinn Briem, 6.4.2015 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.