7.4.2015 | 00:55
Ólíkar aðstæður meirihlutans og minnihlutans.
Áhugaverðar eru rökræður Bjarna Benediktssonar og þingmanna Pírata og koma fram gild sjónarmið og álitamál hjá báðum aðilum.
En að einu leyti eru aðstæður stórs meirihluta og veiks minnihluta ólíkar: Meirihlutinn sem keyrir sitt í gegn ber ábyrgð á því sem hann knýr fram en það gerir minnihlutinn ekki.
Ýmis dæmi eru um það að hjá meirihlutum á þingi hafa málin ekki reynst eins vel ígrunduð eða útfærð og æskilegt hefði verið, - oft vegna þess að ekki var nægur tími til að fara ofan í saumana á öllu.
En samt stóð meirihlutinn frammi fyrir því að verða að ljúka málinu og sitja uppi með ábyrgðina.
Í slíkum tilfellum skiptir ekki máli fyrir úrslit málsins, hvort minnihlutinn greiðir atkvæði gegn frumvörðum eða ekki. Þau eru samt samþykkt, sama hvað minnihlutinn gerir.
Þá er það val minnihlutans og sjálfsagður og lýðræðislegur réttur hans hvort hann vill halda stíft fram sjónarmiðum, sem hann er ekki viss um hvort séu rétt ígrunduð, eða að gefa með hjásetu þá yfirlýsingu að betur hefði mátt skoða málið.
Hún er í sömu stöðu og aðrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
28.8.2009:
"Alþingi. 137. löggjafarþing, 59. fundur. Atkvæðagreiðsla, 136. mál. Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (Icesave-samningar). Þskj. 346, svo breytt.
Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 34 en 14 nei, 14 greiddu ekki atkvæði og einn var fjarverandi."
"Sátu hjá: Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari."
Þorsteinn Briem, 7.4.2015 kl. 01:30
19.5.2001:
"Lög um Seðlabanka Íslands og heimild til að selja hlut ríkissjóðs í Landsbanka og Búnaðarbanka voru samþykkt á Alþingi í gærkvöldi."
"35 þingmenn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með frumvarpinu en fimm þingmenn Vinstri grænna voru á móti. Nítján greiddu ekki atkvæði.
Þrír þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu og sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, að Samfylkingin hefði lagt fram breytingartillögur við frumvarpið sem miðað hefðu að því að standa með eðlilegri hætti að sölu á ríkisbönkunum miðað við markaðsaðstæður, m.a. í því skyni að þjóðin fái hámarksverð fyrir eign sína og koma í veg fyrir einokun og markaðsráðandi stöðu í bankakerfinu og tryggja starfsöryggi starfsmanna.
Þessar tillögur hefðu allar verið felldar og því treystu þingmenn Samfylkingarinnar sér ekki til að styðja málið í óbreyttum búningi og sitji því hjá við lokaafgreiðslu málsins."
Samþykkt að selja hlut ríkissjóðs í Landsbanka og Búnaðarbanka
Þorsteinn Briem, 7.4.2015 kl. 01:35
"Einkavæðing bankanna 2002 var einkavæðing sem fór fram árið 2002 með sölu á ríkisreknum bönkum, Landsbankanum og Búnaðarbankanum, í hendur einkaaðila.
Einkavæðingin var alla tíð nokkuð umdeild og varð enn umdeildari eftir bankahrunið 2008.
Bent hefur verið á að ef öðruvísi hefði verið farið að hefði þenslan í hagkerfinu ekki orðið jafn mikil á jafn skömmum tíma.
Einnig hefur verið gagnrýnt að ekki var fylgt upprunalegri settri stefnu um að bankarnir skyldu verða í dreifðri eignaraðild.
Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðingarnefnd Landsbankans í september 2002 og viðhafði þau orð að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum."
Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, 12.9.2002:
"Við erum ekki sammála Steingrími [Ara Arasyni] þegar hann segir önnur tilboð vera hagstæðari á alla hefðbundna mælikvarða.
Þessu erum við einfaldlega ósammála og það er um þennan ágreining sem málið snýst.
Við byggjum afstöðu okkar á mati HSBC-bankans og einkavæðingarnefnd sendir málið áfram til ráðherranefndar sem tekur þessa ákvörðun eins og henni ber.
Hún er hinn pólitískt ábyrgi aðili í málinu."
Þorsteinn Briem, 7.4.2015 kl. 01:37
Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.
"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans sem starfaði í Bretlandi og Hollandi."
"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.
Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmerkur ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."
Þorsteinn Briem, 7.4.2015 kl. 01:41
Hvenær ætli minnihlutinn átti sig á því, að meirihlutinn ræður?
Ég bara spyr.
Halldór Egill Guðnason, 7.4.2015 kl. 02:10
25.2.2014:
Mikill meirihluti kjósenda allra flokka á Alþingi vill þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið
Þorsteinn Briem, 7.4.2015 kl. 02:17
"Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:
"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."
Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:
"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."
Og daginn eftir á Stöð 2:
"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."
Þorsteinn Briem, 7.4.2015 kl. 02:18
Skoðanakönnun Gallup 1.4.2015 (síðastliðinn miðvikudag):
Straumurinn til Pírata eftir 12. mars
Þorsteinn Briem, 7.4.2015 kl. 02:21
21.3.2015:
Píratar fengju nítján þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn fimmtán, Samfylking tíu, Framsóknarflokkurinn sjö, Björt framtíð sex og Vinstri grænir sex
Þorsteinn Briem, 7.4.2015 kl. 02:22
Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 1.4.2015:
Píratar 22%,
Samfylking 16%,
Björt framtíð 11%,
Vinstri grænir 10%.
Samtals 59% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 36% og þar af Framsóknarflokkur 11%.
Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.
Þorsteinn Briem, 7.4.2015 kl. 02:25
Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:
1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Já sögðu 67,5%.
2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?
Já sögðu 82,9%.
3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?
Já sögðu 57,1%.
4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?
Já sögðu 78,4%.
5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?
Já sögðu 66,5%.
6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Já sögðu 73,3%.
Þorsteinn Briem, 7.4.2015 kl. 02:28
Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.
"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."
Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.
Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010
Já sögðu 48 og enginn sagði nei
Þorsteinn Briem, 7.4.2015 kl. 02:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.