Tákn páskanna í jólabúningi.

Hvassviðri og éljagangur eru ekki vel þegin þegar líður að fyrsta sumardegi. Snjór, 9. 4. 15

En á móti kemur að sitthvað hreillandi og fallegt verður oft til þegar jörð er í vetrarham. 

Þegar komið var út af æfingu sönghópsins M.R.60 síðdegis í Stigahlíðinni hafði snjór búið til sérstaka vorstemningu, sem við gátum dáðst að, nýbúin að syngja lög um yndi og fegurð íslenskrar náttúru.

Þarna stóð til dæmis krosstré, tákn nýliðinna páska, snævi þakið af tákni jólanna, jólasnjónum.Snjór, kross 15

Og eitt tréð, sem hélt að það gæti verið jólatré, var allt í einu orðið "páskatré" líka.

Eða "jólapáskatré"?  

Á myndinni er það á hlið, eins og búið sé að fella það, en það er nú bara vegna þess að myndin var tekin með því að halla vélinni 90 gráður, og ég sé ekki hvort eða hvernig er hægt að snúa henni 90 gráður til baka. 

Og þess vegna verða þeir, sem vilja sjá tréð standa rétt, að snúa skjánum um 90 gráður! 

Mismunandi tegundir trjáa or runna sköpuðu listagallerí, sem maður hefur ekki fyrr tekið eftir í á ánnan áratug sem við höfum æft sönginn þarna.

Set hér inn nokkrar myndir, teknar nú síðdegis. Snjór, jóla-páskatré 2015 

Snjór 9. 4. 2015Snjór 9. ap. 2015 


mbl.is Éljagangur á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"En á móti kemur að sitthvað hreillandi og fallegt verður oft til þegar jörð er í vetrarham."

Mikið er það nú heillandi og fallegt að Ómar Ragnarsson er farinn að sætta sig við að það er sannarlega að kólna á Íslandi - þvert á spár "sérfræðinga" Veðurstofu Íslands, þvert á spár besta vinar Al Gore, Ólafs Ragnars Grímssonar og þvert á ítrekuð ÓRablogg síðuhaldara. :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.4.2015 kl. 21:00

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mjög auðvelt er að snúa mynd 90° a.m.k. eftir að hún er komin í tölvuna eða símann. Flest myndvinnsluforrit hafa valmöguleika sem kallast Rotate 90° left og Rotate 90° right, eftir því í hvaða átt á að snúa myndinni. Annars skemmtilegar myndir.

Theódór Norðkvist, 9.4.2015 kl. 21:17

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Þvert á spár Ólafs Ragnars og ÓR". Þessi fullyrðing þín er alröng, Hilmar. 

Fyrir aldamótin síðustu útbjó ég sérstakan þátt í Sjónvarpinu, þar sem prjónað var utan um danskan sjónvarpsþátt um þær afleiðingar hraðrar hlýnunar lofthjúps jarðar af mannavöldum, að hið gríðarlega mikla magn af fersku bræðsluvatni sem bráðnun jöklanna og hafíssins myndi veita út í Norður-Atlantshafið gæti haft alvarlegar afleiðingar á straumakerfið.

Bræðsluvatnið væri léttara en hinn salti sjór í Golfstraumnum, myndi því fljóta ofan á honum á yfirborðinu, valda kælingu loftsins yfir sér og verða til þess að Golfstraumurinn sykki niður til hafsbotnsins miklu sunnar en ella og hringekja strauma, sem hlykkjast um Atlantshaf og Indlandshaf gæti veiklast mjög.

Þótt lofthjúpur jarðar hitnaði að meðaltali á jörðinni, myndi þetta geta valdið mikilli kólnun veðurlags á Norður-Atlantshafi og í norðanverðri Evrópu.

Í þættinum, sem hét "Hið kalda hjarta hafanna", var varað við hraðri hlýnun lofthjúps jarðar vegna þessarar hættu á versnandi veðurfari í Norður-Evrópu og raunar kom fram í fyrstu spám á tölvulíkönum, að enda þótt hlýnaði um mestalla jörðina gæti orðið svalara og úrkomusamara í Norður-Evrópu, jafnvel þótt þessari veiklunar Golfstraumsins væri ekki til að dreifa.

Ef það er rétt að Golfstraumurinn sé að byrja að veiklast og að það sé að hefjast þróun í samræmi við þær spár, sem fjallað var um í sjónvarpsþættinum, er það fyllilega í samræmi við það sem ég hef átt þátt í að setja fram í þessum máli.

Í næsta áramótaávarpi sínu eftir þennan þátt sagði Ólafur Ragnar Grímsson að það væri glæfralegt kæruleysi ef menn tækju ekki mark á þessum aðvörunarorðum, sem vöruðu við hættunni á hrikalegum afleiðingum vegna skammsýni manna og aðgerðarleysis.

Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, gagnrýndi hins vegar þessi vísindi og og aðvaranir í sínu áramótaávarpi og sagði svo hnyttilega, eins og hans var von og vísa: "Skrattinn er leiðinlegt veggskraut."  

Ómar Ragnarsson, 9.4.2015 kl. 21:56

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

"veiklunar Golfstraumsins"  Ný útgáfa á skáldskap um veðrabreytingar? Taugaveiklun eða bilun stendur í samheitaorðabókinni. Eins og í  skáldsögu um ástarmál er endalaust hægt að tala um veðrabreytingar. Bestu sögurnar taka aðeins til skamms tímabils. Engin ástarsaga er umtalsverð ef hún stendur í hálfa öld eða lengur. Markverðar veðurfarsbreytingar skila sér á  áratugum og í öldum.  Ef ég gæti spurt hnúfubakinn  sem synti  frá Hrísey til Karabíahafsins  nánar  um hegðun Golfstraumsins tæki ég mark á honum.  Frekar en á nývísindamanni sem fjallaði um "Hið kalda hjarta hafanna".

Sigurður Antonsson, 9.4.2015 kl. 22:51

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mannkynið hefur haft mikil áhrif á umhverfið, land, vatn, sjó og loft, sem mannkynið lifir allt á, og mikil loftmengun er víða í heiminum, eins auðveldlega má sjá.

Miklu máli skiptir að minnka mikið mengun í heiminum og harla einkennilegt ef einhverjir eru á móti því.

Menn ráða því hins vegar að sjálfsögðu sjálfir hvaða skoðanir þeir hafa á alls kyns staðreyndum.

Vísindi byggjast á staðreyndum og alltaf verða til menn sem ekki vilja viðurkenna staðreyndir, til að mynda þá staðreynd að mikil loftmengun er slæm fyrir alla menn.

Það er aðalatriði málsins.

Þorsteinn Briem, 9.4.2015 kl. 23:57

6 identicon

Fyrirgefðu þetta Ómar minn. Ég gleymi því alltaf hvað þú fylgist lítið með íslenskum fjölmiðlum, enda oftast undir bláhimni blíðsumars nætur.

Hér eru tvær glænýjar fréttir af vetrinum endalausa á Íslandi, sem telst víst vera sá kaldasti á öldinni - en hvað eru fimmtán ár milli vina?

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/04/10/versnandi_vedur_a_nordurlandi/

http://www.ruv.is/frett/lokanir-vegna-ovedurs-i-oraefasveit

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.4.2015 kl. 19:52

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sumrin (júní, júlí og ágúst) 2001-2012 var meðalhitinn hærri í Reykjavík en á Akureyri, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands.

Í Reykjavík var meðalhitinn í júní um 0,7 stigum hærri en á Akureyri, í júlí um 0,6 stigum hærri og í ágúst einnig um 0,6 stigum hærri.

Í Reykjavík var meðalhitinn sumrin 2007-2012 0,7 stigum hærri en sumrin 2001-2006, þegar meðalhitinn var 11,0 stig.

Hins vegar hækkaði meðalhitinn ekkert á Akureyri.

Þorsteinn Briem, 13.4.2015 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband