12.4.2015 | 00:56
Hvað næst? Tvö flugvélarhröp urðu? "Tvenn veikindi urðu."?
Undanfarin misseri hefur verið hægt að hugga sig við að setningin "bílvelta varð" hefur verið á undanhaldi. "Bílvelta varð" þýðir nefnilega á mannamáli: "Bíll valt".
En nú kemur þetta fyrirbæri aftur upp í öðru veldi: "Tvær bílveltur urðu" í tengdri frétt þegar nærtækast hefði verið að segja einfaldlega: "Tveir bílar ultu."
Þetta er þá að færast í aukana eftir allt saman.
Nú er að búa sig undir eftirtaldar setningar:
"Tvö manndráp urðu" - í staðinn fyrir "tveir menn voru drepnir."
"Tvenn veikindu urðu" - í staðinn fyrir "tveir veiktust."
"Flugvélarhrap varð" - í staðinn fyrir "flugvél hrapaði."
"Ófærð varð á Hellisheiði" - í staðinn fyrir "Hellisheiði varð ófær," - o. s. frv.
Fyrirbærið er nefnt nafnorðasýki. Amast er í ofangreindum dæmum við sögnunum að velta, drepa, veikjast og hrapa með því að búa til nafnorðin bílvelta, manndráp, veikindi og hrap.
Nafnorðasýkin er fjölbreytt og sækir sífellt á. Nær undantekningalaust hefur hún málalengingar í för með sér og að málið verður óþjált og tyrfið.
Tvær bílveltur í Ölfusi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
2.2.2015:
Alþingi - Tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri í Evrópu og viðurkenningu á lyfseðlum sem gefnir eru út í öðru aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins
27.3.2015:
Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri í Evrópu - Réttindi sjúklinga og áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi
Þorsteinn Briem, 14.4.2015 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.