13.4.2015 | 22:59
Betur má ef duga skal.
Mikið væri nú gott ef hægt væri að trúa og treysta á hástemmdar yfirlýsingar Landsvirkjunar varðandi umhyggju fyrirtækisins fyrir umhverfi og náttúru.
Ég hef áður í bloggpistlum sýnt, hvernig svæðið við sprengigíginn Víti við Kröflu er útleikinn eftir framkvæmdir Landsvirkjunar og hvílík óþörf og óafturkræf umhverfisspjöll hafa verið unnin þar.
Samt hefur allan tímann því verið haldið fram að þarna sé farið með ítrústu gát og virðingu fyrir sérstæðri náttúru svæðisins.
Því var lofað í upphafi að með skáborunum yrði hægt að komast hjá því að bora við gíginn en það hefur verið rækilega svikið.
Þetta skapar vafa um að fögur loforð varðandi Þeistareykjavirkjun standist.
Sem dæmi má nefna að þar hefur verið gert ráð fyrir alls 15 borplönum á sama tíma sem bent hefur verið á að með nýtingu skáborana væri hægt að komast af með fimm.
Grátbeðið var um að háspennulínan frá virkjuninni yrði ekki lögð beint yfir magnað svæði á leiðinni milli virkjunarinnar og Húsavíkur, en því var hafnað.
Þegar ég var síðast á svæðinu var verið að bora alveg upp við hið fallega og litfagra hverasvæði sem er ein aðalprýði staðarins, en greinilegt er að fyrrnefndar skáboranir eru trauðlega notaðar þar.
Lögð áhersla á öryggi og umhverfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.