Beittur!

Það eru ekki margir Íslendingar sem hafa komist á lista yfir 100 áhrifamestu einstaklinganna í heiminum á sínu sviði. En Kári Stefánsson var hér um árið settur á slíkan lista mestu afburðamanna heims í læknisfræði. 

Eðlilegt er að slíkur maður sé stór í sniðum og að litrík persóna hans rúmist varla í okkar litla og þrönga samfélagi.

En okkur ber skylda til að hlusta á rödd slíks manns, þótt allt sem hann segir og gerir falli kannski ekki í kramið hjá öllum hér á klakanum og að margir þoli illa að einhverjir rísi upp úr fjöldanum.

Því að ekki verður af því skafið hve beittur karlinn er oft þegar hann veitir okkur nýja sýn.  


mbl.is Frekar skanna en hús segir Kári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/10/23/kari-kallar-eftir-kroftum-hannesar-buinn-ad-vera-sex-ar-i-sottkvi/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.4.2015 kl. 11:37

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég missti algjörlega álitið á Kára þegar hann sagði um flutningsmann áfengistillögunarinnar (áfengi í búðir) að "Guð hefði ekki verið örlátur við Vilhjálm Árnason", og átti við gáfnafar hans. 

Í mun fleiri löndum en færri er áfengi selt í matvöruverslunum og það án vandræða. Það er helst í löndum þar sem forsjárhyggjan er allsráðandi að áfengi er selt í sérstökum ríkisverslunum. Í þeim forsjárhyggjulöndum er síst minna áfengisvandamál en í þeim frjálsu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.4.2015 kl. 11:49

3 identicon

Ég reyndar skil ekki þetta klámhögg Kára...

Setti Sigmundur þetta upp sem annaðhvort eða? Er ómögulegt að hafa skoðun á einu máli (forgangsröðun í húsbyggingum ríkisins) og er þá verið að hafna einhverju öðru (forgangsröðun í innkaupum á lækningatækjum)?

Eða er Kári bara að nýta tækifæri til pungsparks? Lá Sigmundur svo vel við sparki vegna þess að hann vogaði sér að nýta sér málfrelsi sitt og rétt til að tjá skoðanir? Alveg einsog Vilhjálmur Árnason?

Er Kári á móti byggingu yfir stofnun íslenskra fræða?

Er það ekki staðreynd að það eru læknar sem stjórna forgangsröðun í kaupum á lækningatækjum og það er fyrst og fremst læknisfræðileg og hagræn ákvörðun að betra sé að enda sjúklinga til Danmerkur frekar en að kaupa skanna að þessu sinni?

Sjálfur hef ég heyrt að það taki því ekki að kaupa skanna inn í gömlu byggingarnar því þær þurfi svo viðamiklar breytingar við til að koma svona lækningatæki fyrir. Því sé betra að bíða eftir nýju húsnæði yfir nýjan skanna.

Mér finnst Kári vera farinn að velja sér hlutverk hins "grumpy old man" og er hratt að stimpla sig út úr hóp þeirra sem hafa eitthvað valid að segja um málefnin...

Magnús (IP-tala skráð) 14.4.2015 kl. 12:29

5 Smámynd: Landfari

Undarlegt hvað þú Gunnar Th og fleiri eruð hörundssárir fyrir hönd Vilhjálms sem sjálfur virðist nú ekki kippa sér upp við þessi ummæli sem látin voru falla í  útvarpsþætti í léttari kantinum og ýmilsegt fékk að fjúka.

En burtséð frá því þá er erfitt að sjá ávinninginn fyrir venjulegan meðaljóninn að fá þetta frumvarp samþykkt.

Það er nokkuð ljóst að úrvalið á eftir að minnka, neyslan aukast og kostnaður samfélagsins þar með, verðið hækka og ríkið tapar tekjum af ÁTVR.

Persónuleg sé ég ekki glóruna í þessu nema náttúrulega fyrir verslunareigendur. Spurningin hvort þeir passa betur uppá aldurstakmörk viðskiptavina við áfengiskaup helur en þeir hafa gert við tóbakskaup.

Kári kom í þessum þætti með góða samlíkingu inn í umræðuna sem þú og þinir hörundssáru félagar hafið ekki getað svarað að neinu leiti og hengið ykkur því á þessi ummæli sem voru nú sögð meira í gríni en alvöru enda Kári sennilega trúaðri á þróunarkenninguna en biblíuna.

Landfari, 14.4.2015 kl. 17:52

6 identicon

Áfengismálið snýst ekki um úrvalið, Vilhjálm eða verslunareigendur.  Forsjár- og refsihyggjan er ekki að virka.  Þá er tvennt í boði.  Að herða þumalskrúfurnar enn frekar eða sleppa þeim.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.4.2015 kl. 23:35

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Málið er bara, og flestir veigra sér við að segja það en eg skal segja það, - að heilbrigðiskerfið hérna er í rúst.  Framsjallar eru búnir að eyðileggja það.

Þetta er ekki sambærilegt heilbrigðiskerfi og á við td. Danmörk og Noreg.

Að þessu kemst fólk þegar það verður veikt.  Eg er ekkert viss um að allir íslendingar átti sig á þessu almennilega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.4.2015 kl. 00:15

8 identicon

„Ein hliðin á þessu er sú að það er mikilvægara fyrir íslenskt mál að halda lífinu í þeim sem tala það en að reisa hús yfir þá sem rannsaka það."

Björn Þráinn (IP-tala skráð) 15.4.2015 kl. 14:08

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Landfari segir: "Það er nokkuð ljóst að úrvalið á eftir að minnka, neyslan aukast og kostnaður samfélagsins þar með, verðið hækka og ríkið tapar tekjum af ÁTVR."

Og þá er þessi nafnleysingi væntanlega að vísa til þeirra landa þar sem áfengissala er frjáls.... er það ekki?

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.4.2015 kl. 17:27

10 Smámynd: Landfari

Ekki tek ég að mér að svara fyrir nafnleysingja en þar sem tilvitnunin er í minn texta er rétt að benda á að þetta er nokkuð samhljóða niðurstaða þeirra sem rýnt hafa í málið og fært rök fyrir því opinberlega.

Landfari, 21.4.2015 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband