Sérstakt samband þegns við þjóðhöfðingja.

Margrét Þórhildur krónprinsdóttir og síðar konungsdóttir og drottning, fæddist sama ár og ég og skipar því sérstakan sess í bernskuminningum mínum.

Þótt við Íslendingar hefðum háð sjálfstæðisbaráttu gagnvart Dönum ræktuðum við eftir föngum samband okkar við konunga Íslands allt frá því er Kristján 9. kom til landsins með sérstaka stjórnarskrá fyrir landið, jafnvel þótt hún væri að mestu kopía af þeirri dönsku.

Haustið 1940 átti Kristján 10 konungur Íslands og Danmerkur, stórafmæli, og sjá má á frásögnum frá atburðum þess haustdags, að þess var glæsilega minnst hér á landi, enda þótt við Íslendingar hefðum þá tekið til okkar konungsvaldið til bráðabirgða vegna hernáms Þjóðverja á Danmörku.

Meira að segja var haldin sérstök afmælismessa í Dómkirkjunni konungi til heiðurs auk annarra viðburða.

Fólkið mitt ræktaði sambandið við þjóðhöfðingja landsins vel, einkum þó amma mín, Sigurlaug Guðnadóttir, sem alla sína tíð var áskrifandi að dönsku blöðunum og fylgdist svo vel úr fjarlægð með högum dönsku þjóðarinnar, að þegar hún fór fyrst til Kaupmannahafnar á efri árum, rataði hún um borgina eins og hún hefði alltaf átt heima þar.

Amma las ævintýri yfir okkur barnabörnin og þýddi jafnóðum erlendar bækur og blöö þegar hún las úr þeim. Þannig hétu þeir Knold og Tot Óli og Pétur hjá ömmu.

Hún sagði mér frá dönsku konungsfjölskyldunni og Dönum og ég man vel eftir því hvernig það var "flaggað fyrir kónginum" á Íslandi á afmælisdegi hans, þótt ég væri aðeins á fjórða ári þegar hann átti síðast afmæli sem konungur okkar.

Það eru ömmur mínar, Sigurlaug og Ólöf, sem eiga ljóðlínuna  "..hún var amma, svo fróð.." í textanum um íslensku konuna. 

Ævintýrin um prinsessurnar og syni karls og kerlingar í koti sem amma las fyrir mig höfðuðu sterkt til mín.

Þótt móðir mín væri það sem kallað var langskólagengin, með Verslunarskólapróf sem var ígildi háskólamenntunar á þeim tíma, var faðir minn aðeins barnaskólagenginn og foreldrar mínir því "karl og kerling í koti" þar sem við bjuggum í leiguhúsnæði í timburhúsi við Lindargötu og síðar að Samtúni 10,- þau kornung, um tvítugt.

Ímyndunarafl drengsins var því fljótt farið að spinna eigin upplifun hans af honum sjálfum og dóttur krónprinsins og verðandi prinsessu Íslands.

Margrét Þórhildur var draumaprinsessan og þetta bernskusamband og bernskudraumur eiga stóran þátt í bernskuminningum mínum, sem eru ljóslifandi enn í dag.

Mér þykir alltaf vænt um ljósmynd sem var tekin af jörðu niðri af TF-FRÚ þegar hún flaug yfir Margréti Þórhildi í Mývatnssveit 1972 og drottningin leit til himins og veifaði.

 

"Heilsaði´hún mér, drottningin og hló að mér um leið,

hló að mér og hleypti hestinum (bílnum) á skeið.

Var það út af ástinni ungu, sem ég ber,

eða var það feigðin sem kallaði´að mér?   


mbl.is Síðasta prinsessa Íslands 75 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Það er vonandi að kerlingin hafi áttað sig
á þessari upphefð sinni!

Húsari. (IP-tala skráð) 17.4.2015 kl. 10:10

2 identicon

Margrét Þórhildur eða Margrét 2. (Margrethe Alexandrine Þórhildur Ingrid) (fædd 16. apríl 1940) er drottning og þjóðhöfðingi konungdæmisinsDanmerkur. Hún er dóttir Friðriks 9. konungs, sem var krónprins þegar hún fæddist.

Hún er gift Hinrik (Henri Marie Jean André greifi af Laborde og Monpezat) (fæddur 11. júní 1934) og eiga þau tvo syni: Friðrik krónprins ogJóakim. Drottningin hefur fengist við ýmsa listsköpun og haldið sýningar á verkum sínum.

Sig. Breik (IP-tala skráð) 17.4.2015 kl. 10:20

3 identicon

argrethe II. von Dänemark (* 16. April 1940 in Kopenhagen als Margrethe Alexandrine Þórhildur Ingrid) ist seit dem 15. Januar 1972 regierende Königin und damit Staatsoberhaupt Dänemarks (dänisch Danmarks Dronning), der Färöer und Grönlands.[1] Sie stammt aus dem Haus Schleswig-Holstein-Sonderburg-Glücksburg, einer Nebenlinie des Hauses Oldenburg. Eine Änderung der Thronfolge machte Margrethe am 27. März 1953 zur Kronprinzessin.[2]

Sig. Breik (IP-tala skráð) 17.4.2015 kl. 10:21

4 identicon

Mar­grét Þór­hild­ur Dana­drottn­ing er vænt­an­leg hingað til lands, verður hér dag­ana 12.-14. nóv­em­ber næst­kom­andi í til­efni af 350 ára af­mæli hand­rita­safn­ar­ans Árna Magnús­son­ar en hann var fædd­ur 13. nóv­em­ber árið 1663.

Sig. Breik (IP-tala skráð) 17.4.2015 kl. 10:25

5 identicon

Ekki nóg með það, heldur kemur hún aftur 2017 í tilefni af 253 ára afmæli 4. prentunar sálmabókar Jans Nestveds sem var vinsæl á sinni tíð, þótt ekki þekki hann margir endilega í dag. 

jon (IP-tala skráð) 17.4.2015 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband