18.4.2015 | 22:38
Hliðstæða Íslamska ríkisins.
Ódæði og illmennska Íslamska ríkisins vekja ótta og undrun hjá heimsbyggðinni sakir hryllings og algerrar eyðingarfýsnar sem birtist í gerðum þessara manna.
Komið hefur fram að fólk frá Norðulöndunum í þessum liðssveitum sé ekki barnanna best.
Það á ekki að koma á óvart þegar menn leiða hugann að framferði norræna fylgjenda nasista í Seinni heimsstyrjöldinni.
Enda þótt þýskum hermönnum væri gefið skotleyfi að vild að hvern sem var í Rússlandi í hernaði nasista þar á þeim forsendum að Sovétmenn hefðu ekki gerst aðilar að Genfarsáttmálanum, sagði mér kona, sem ég hitti í febrúar 2006 í bænum Demyansks í Valdaihæðum á milli Moskvu og Sankti Pétursborgar og upplifði hernám Þjóðverja þar veturinn 1941-42, að þýsku hermennirnir hefðu hvorki hagað sér betur né verr en búast mátti við á meðan á hernáminu stóð, heldur hefði almenningi stafað miklu meiri hætta af Finnunum, sem börðust við hlið Þjóðverja og hefðu valdið ógn og skelfingu fyrir villimennsku sína og miskunnarleysi.
Það virðist engu skipta þótt menningarlegar og tæknilegar framfarir og bylting upplýsingaraldar fari um heiminn, - sífellt skjóta upp kollinum skelfilegar hreyfingar hrotta og mannleysa, sem drepa milljónir eins og Rauðu Kmerarnir gerðu á sínum tíma og trylltir Íslamistar stefna greinilega að að gera auk hrottalegrar eyðileggingar á dýrgripum og fornminjum.
Ódæða Rauðra khmera minnst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bjarni Ben bjargaði íslenska böðlinum frá refsingu
Þorsteinn Briem, 18.4.2015 kl. 23:28
Takk fyrir pistilinn.
En ég held að flestir telji nú að Finnum hafi staðið meiri ógn af Rússum en Rússum af Finnum. Rússar réðust á Finnland, ekki satt?
Og grimmdarverk Þjóðverja í Rússlandi gleymast ekki í bráð.
Wilhelm Emilsson, 19.4.2015 kl. 02:25
Hræsnin veður uppi eins og ætíð.
Væntumþykja vestrænna þrælverja á svo kölluðum "lýðræðis hefðum " nær hæstum hæðum fasismans.
Vitandi að ímyndað lýðræði ( fulltrúa lýðræði ) hefur í raun aldrei boðað jafnrétti heldur ætíð sundrungu, ójöfnuð og fasisma.
Talandi um grimmdarverk Winston´s Churchill´s og þjóarmorðs hans er auðvitað eitthvað sem mun seint eða aldrei verða til almennrar umfjöllunar í vestrænu " lýðræðis ríki "
Til hinna "hálærðu" ef þið ætlið að halda á lofti lyginni, upp komast svik um síðir.
Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 19.4.2015 kl. 03:39
Þvílíkar ömurlegu manneskjur sem halda því fram að hægt sé að móta mannkynið í anda Hitlers og þykjast um leið vera andstæðingar sérstakrar rétthugsunnar.
Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 19.4.2015 kl. 04:04
Vladimir Putin Illuminati? Truth about ISIS, Malaysia Air, WW3 ... (Documentary #2)
https://www.youtube.com/watch?v=D0UZvK_fKTE
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 19.4.2015 kl. 12:00
Það ber nú að hafa í huga hvaðan þessi lýsing kemur. Bashar al-Assad hefur í gegnum tíðina ekki þótt alveg áreiðanlegasti maðurinn á svæðinu.
Halldór Þormar Halldórsson, 19.4.2015 kl. 13:39
Auðvita á að trúa því sem hryðjuverkamenn segja og auðvita er fráleitt að leggjast í rannsókn á uppruna og tegundarfræði þessara norrænu manna, eða hvað?
Það var hneyksli að Finnar skyldu ekki gefast upp fyrir hinni göfugu stórþjóð Rússum sem stjórnað var af hinni alkunnu gæða sál sem aldrei gerði nokkrum mein og síst af öllu Rússum, en hvaða þjóð myrti Churcill ?
Hrólfur Þ Hraundal, 19.4.2015 kl. 15:25
Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 15:47
Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik heilsaði réttinum með fasistakveðju
Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 15:48
"Seinni heimsstyrjöldin hófst í Evrópu en breiddist út til annarra heimsálfa og stóð í tæp sex ár."
"Seinni heimsstyrjöldinni lauk formlega 1. september 1945 um borð í orrustuskipinu Missouri. Þá lágu 50 milljónir manna í valnum.
Einn er sá þáttur styrjaldarinnar sem enn er ógetið en það er helförin gegn gyðingum, sígaunum, slövum, samkynhneigðum, geðsjúkum og ýmsum öðrum þjóðfélagshópum.
Helförin er einn grimmilegasti þáttur styrjaldarinnar, þar sem fólk var kerfisbundið myrt í gasklefum fyrir það eitt að tilheyra ákveðnum hópi manna.
Þegar allt er talið saman er áætlað að um sex milljónir gyðinga hafi látið lífið í helförinni, einhverri mestu mannfyrirlitningu sem mannkynssagan hefur að geyma."
Seinni heimsstyrjöldin - Vísindavefurinn
Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 15:54
"In the English-speaking world, Bosniaks are also frequently referred to as Bosnian Muslims."
"The Srebrenica massacre, also known as the Srebrenica genocide, was the July 1995 killing of more than 8,000 Bosniaks, mainly men and boys, in and around the town of Srebrenica during the Bosnian War."
"The Secretary-General of the United Nations described the mass murder as the worst crime on European soil since the Second World War.
A paramilitary unit from Serbia known as the Scorpions, officially part of the Serbian Interior Ministry until 1991, participated in the massacre, along with several hundred Russian volunteers."
Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 15:54
Það eru engar sannanir til fyrir því að meira ofbeldi hafi verið hjá múslímum en til að mynda kristnum mönnum en "kristnir" öfgamenn hafa einmitt fullyrt að allir sem aðhyllast ákveðin trúarbrögð séu verri en kristnir menn.
Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 15:55
Já Steini það er sama hverjar öfgarnar eru, öfgar verða alltaf til vandræða. Við hér flest aðhyllumst kristna siðfræði sem byggir að megin efni á boðorðunum tíu og þó að sumum gangi það erfiðlega vegna siðblindu þá er þetta samt megin stefnan.
En siðblinda er líklega í hærra hlutfalli hjá öfgasamtökum, og þá er bara eftir að skilgreina hvað öfgasamtök eru.
Íslamistar byggja sina siðfræði á fræðum Múhameðs sem lagði undir sig borgir og lönd með hernaði og rændi konum eins og íslamistar gera enn í dag og telja sig í fullum rétti þar sem fyrirmyndin gerði svo.
Hrólfur Þ Hraundal, 19.4.2015 kl. 16:52
Fáránlegt að halda því fram eða gefa í skyn að verið sé að mæla einhverju ofbeldi bót þegar bent er á hvað "kristnir" öfgamenn hafa fullyrt um til dæmis alla múslíma.
Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 16:59
"Fimm fjölmennustu trúarbrögð heims (tölurnar eru fjöldi fylgjenda):
Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 17:00
1. Það voru engar finnskar hersveitir við Demyansk. Finnski herinn fór aldrei svona austarlega og þýska herliðið sem þar var statt var skipað Wehrmacht-sveitum og Waffen-SS Totenkopf.
2. SS-sveitir skipuðum finnskum sjálfboðaliðum voru ekki þátttakendur í umsátrinu heldur börðust í kringum Úkraínu.
Hvaða finnar eiga þetta að vera sem hér er talað um?
Ólafur (IP-tala skráð) 19.4.2015 kl. 17:01
Bandaríkjaher í Víetnam:
"Air force captain, Brian Wilson, who carried out bomb-damage assessments in free-fire zones throughout the delta, saw the results firsthand.
"It was the epitome of immorality...One of the times I counted bodies after an air strike—which always ended with two napalm bombs which would just fry everything that was left—I counted sixty-two bodies.
In my report I described them as so many women between fifteen and twenty-five and so many children—usually in the arms of their mothers or very close to them—and so many old people."
When he later read the official tally of dead, he found that it listed them as 130 VC killed."
Turse, Nick (2013). Kill Anything That Moves: The Real American War in Vietnam. New York: Metropolitan Books.
Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 17:01
Bandaríkjaher í Írak:
"12. mars 2006 hélt Green að heimili al-Janabi fjölskyldunnar ásamt fleiri hermönnum.
Þar nauðguðu tveir hermenn [14 ára] stúlkunni, Abeer, á meðan Green skaut fjölskyldu hennar til dauða.
Green nauðgaði síðan stúlkunni og skaut hana síðan í höfuðið.
Hermennirnir kveiktu síðan í líki stúlkunnar."
Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 17:02
Tyrkir hafa átt stóran þátt í velgengni Þýskalands og innflytjendur hafa haldið sjávarútveginum gangandi hér á Íslandi.
Turks in Germany
Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 17:03
21.12.2014:
Framsóknarflokkurinn missir um helming fylgis og borgarfulltrúa til Bjartrar framtíðar
Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 17:04
Fylgi Framsóknarflokksins nú 11% og samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.
Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.
Steini Briem, 3.1.2015
Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 17:05
21.3.2015:
Píratar fengju nítján þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn fimmtán, Samfylking tíu, Framsóknarflokkurinn sjö, Björt framtíð sex og Vinstri grænir sex
Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 17:06
Skoðanakönnun Gallup 1.4.2015:
Straumurinn til Pírata eftir 12. mars
Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 17:08
Dýralæknir skaut ör í höfuðið á ketti og var rekinn.
Sig. Breik (IP-tala skráð) 19.4.2015 kl. 21:11
Ómar virðist hafa fallið hér fyrir áróðri í Sovétríkjunum gegn Finnum, sem alls ekki voru í neinum hernaði gegn Rússum þar, ekki sem hermenn finnska ríkisins, þótt einstaklingar þaðan hafi gengið í Waffen-SS og vafalítið talið sig hafa haft harma að hefna.
Það voru Rússar sem réðust á eitt hina friðsamlegu Norðurlanda 30. nóvember 1939, einmitt á þetta sama FINNLAND, og hirtu af því á þremur og hálfum mánuði 45.580 ferkílómetra (17.600 fermílur*), afar verðmætt svæði, og hafa ekki skilað einum einasta fermetra af þeim ránsfeng til baka! Þar að auki létu þeir Finna borga sér stríðsskaðabætur, eins og Þorvaldur Gylfason benti á í nýlegri Fréttablaðsgrein,** þrátt fyrir að Stalín hafi sjálfur átt upptökin að innrásinni í Finnland!
Áróður í Sovétríkjunum eftir á hefur eflaust átt að þjóna réttlætandi tilgangi vegna framferðis Rússa sjálfra gagnvart þessari sjálfstæðu þjóð. Aðeins 10-12 árum seinna vildi Þjóðviljinn og áhangendur hans fyrir engan mun taka mark á því, að Sovétríki Stalíns & félaga gætu haft áhuga á því að hremma varnarlaust Ísland, og var óttinn við slíkt felldur undir hugtakið "kaldastríðsáróður". Hafði þó Lenín sjálfur sýnt áhuga á Íslandi vegna hernaðarmikilvægis þess, rétt eins og einn ráðherra keisarans á seinni hluta 19. aldar. Og útþenslustefna var ekki aðeins tímabundin stefna Sovétríkjanna, heldur varanleg, víða um lönd raunar, en einna átakanlegast í Afganistan 1979-89.
* Sbr. t.d. dr. Hannes Jónsson sendiherra: Íslensk sjálfstæðis- og utanríkismál, Rv. 1989, bls. 233 (kort) og 229.
Jón Valur Jensson, 20.4.2015 kl. 10:12
"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns."
Jón Valur Jensson, 9.8.2014
Þorsteinn Briem, 20.4.2015 kl. 12:37
Jón Valur er ferlegt frík,
að fýsnum djöfuls staðinn,
Satans er hann senditík,
syndum ljótum hlaðinn.
Þorsteinn Briem, 20.4.2015 kl. 12:38
Þessu ómálefnalega innleggi verður að svara að verðleikum:
.
Óhreint Steini fer með flím,
finnst það styrkja andann.
Af því hygg ég bróður Briem
í bandalagi við fjandann.
PS. Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru nú 16 manns, eftir að ágætur Sunnlendingur bættist við nú um helgina.
Jón Valur Jensson, 20.4.2015 kl. 13:02
Það verður ekki annað séð en að hér sé Ómar Ragnarsson að væna fólk af ákveðnu þjóðerni um stíðsglæpi án þess að því er virðist hafa nokkuð fyrir í sér í því.
Ómar, ég fer þess á leit við þig að þú sýnir fram á það að Finnar hafi gerst sekir um stríðsglæpi við Demyansk eða leiðréttir þessa færslu þína!
Hannes Björn Kristjánsson (IP-tala skráð) 21.4.2015 kl. 11:07
Tek undir orð þín, Hannes Björn.
Jón Valur Jensson, 21.4.2015 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.