19.4.2015 | 18:18
Flóttafólk vegna mesta ranglætis heimsbúskaparins.
Í lok Seinni heimsstyrjaldarinnar var 14 milljónum manna af þýskum ættu gert að fara frá heimkynnum sínum. Til Íslands komu allmargar konur sem tóku margar að sér störf sem vinnukonur við landbúnað.
Við stofnun Ísraelsríkis fóru flóttamenn frá Palestínu svo hundruðum þúsunda skipti og eru enn vandamál í Miðausturlöndum.
Listinn yfir flóttamenn er langur og sífellt bætist við fólk frá nýjum átakasvæðum eins og Úkraínu.
Flóttamenn innan Evrópu flýja yfirleitt til annars Evrópulands og eiga því einhverja von um framtíð í svipuðu menningarumhverfi.
Öðru máli gildir um flóttamenn frá löndum í Norður-Afríku, sem í örvæntingu taka óhemju áhættu í flóttanum.
Þeir eru ekki aðeins að flýja stríð, heldur ekki síður óbærilega fátækt og örbirgð.
Nú heyrast fréttir um bakslag í viðleitni til þess að gera fríverslunarsamninga á milli landa sitt hvorum megin Atlantshafsins. Sem fyrr ríkir þröngsýni sérhagsmuna í andófinu gegn fríverslun.
En þessi þröngsýni er hátíð miðað við þá sem ríkir varðandi viðskipti við þróunarlöndin.
Fyrir hin suðrænu lönd yrði fríverslun með landbúnaðarvörur og aflétting fríðinda og beins stuðnings í stórfelldum mæli við landbúnað Evrópu og Norður-Ameríku meiri lyftistöng fyrir þróunarlöndin en nokkuð annað eitt atriði, því að með slíkri fríversljun gætu þau keppt við norðlægari lönd á jafnréttisgrundvelli og notið hlýrra loftslags en er norðar á hnettinum.
En aldrei heyrist minnst á slíka fríverslun, sem þó er lang stærsta ranglætið í heimsbúskapnum og rótin að því að fólk fórnar lífi sínu þúsundum saman fyrir það að eygja einhverja von um að brjótast út úr ömurlegum kjörum í heimalöndum sínum.
Fjöldagröf í Miðjarðarhafinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."
"Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."
Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 18:21
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007:
"Evrópusambandið hefur í dag stærsta net viðskiptasamninga í heiminum og nýtur þess í sínum samningum að vera ekki aðeins stærsti einstaki viðskipaaðili heims, heldur einnig sá aðili sem hefur stærstan innri markað og sá aðili sem veitir meira en helming allrar þróunaraðstoðar í heiminum."
Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 19:14
Fríverslunarsamningar Evrópusambandsins
Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 19:15
16.4.2015(síðastliðinn fimmtudag):
"Þrátt fyrir gildistöku fríverslunarsamnings Íslands við Kína um mitt síðasta ár dróst útflutningur þangað saman um tæpan þriðjung milli áranna 2013 og 2014."
Um þriðjungi minni útflutningur héðan frá Íslandi til Kína þrátt fyrir fríverslunarsamning
Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 19:28
Um 84% af öllum útflutningi okkar Íslendinga voru seld til Evrópska efnahagssvæðisins árið 2009, þar af um 80% af öllum sjávarafurðum okkar og 90% af öllum iðnaðarvörum.
Lífskjör hér á Íslandi myndu einfaldlega hrynja strax ef við Íslendingar gætum ekki lengur selt sjávarafurðir til Evrópusambandsríkjanna og þar að auki greiða þau hæsta verðið fyrir íslenskar sávarafurðir.
Í Evrópusambandsríkjunum býr um hálfur milljarður manna sem neytir árlega um tólf milljóna tonna af sjávarafurðum og árið 2006 var afli íslenskra skipa tæpar 1,7 milljónir tonna.
Og við Íslendingar yrðum langstærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu.
Afli íslenskra skipa og Evrópusambandsríkjanna árið 2005
Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 19:43
Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.
23.11.2010:
"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.
"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."
"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.
Eignarhlutur Kínverjanna er um 44%, beint og óbeint.
Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."
Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 19:47
Einungis 3,9% af öllum vöruútflutningi okkar Íslendinga fór til Bandaríkjanna árið 2009, 2,3% til Kína en 1,2% til Rússlands og 0,5% til Kanada.
Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 19:55
Ál sem framleitt er hér á Íslandi er selt til Evrópusambandsríkjanna og til að mynda notað þar í bíla sem meðal annars eru seldir til Kína.
Ál og kísiljárn er selt héðan nær eingöngu til Evrópska efnahagssvæðisins og við Íslendingar ráðum engu um það, þar sem framleiðslan hér er í erlendum verksmiðjum.
Flestir erlendir ferðamenn sem dvelja hér á Íslandi koma frá Norður-Evrópu og langflestir Íslendingar í námi erlendis stunda þar nám, auk þess sem við Íslendingar ferðumst aðallega til Evrópu.
17.4.2015 (í fyrradag):
Holskefla af kínversku áli mun lækka álverð - Sérstakt áhyggjuefni fyrir okkur Íslendinga
16.4.2015 (síðastliðinn fimmtudag):
Um þriðjungi minni útflutningur héðan frá Íslandi til Kína þrátt fyrir fríverslunarsamning
Þorsteinn Briem, 19.4.2015 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.